Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÁLÞINGIÐ hefst kl. 13 á morgun, laugardag, en að því standa meðal annarra Félag íslenskra bókaútgef- enda, Filmundur, Kvikmyndasjóður Íslands og Háskólabíó. Er hér um að ræða lokaviðburð kvikmyndahátíðar sem haldin var í Viku bókarinnar, þar sem sýndar voru kvikmyndir byggðar á íslenskum skáldsögum. Á málþinginu munu margir af okkar virtustu rithöfundum og fræðimönnum halda fyrirlestra. Ein- ar Már Guðmundsson flytur opnun- arerindi þingsins en fyrirlestur hans, „Sagnagerð augans“, fjallar um handritagerð. Jafnframt verða flutt sjö erindi um átta kvikmyndir sem allar eru sóttar í íslenska bók- menntahefð: Ástráður Eysteinsson fjallar um Kristnihald undir jökli; Dagný Kristjánsdóttir um Ungfrúna góðu og Húsið; Eggert Þór Bern- harðsson um Djöflaeyjuna; Geir Svansson um 101 Reykjavík; Guðni Elísson um Engla alheimsins; Krist- ján B. Jónasson um 79 af stöðinni og Land og syni; og Matthías Viðar Sæ- mundsson mun fjalla um Myrkra- höfðingjann. Málþingið er að mörgu leyti nið- urstaða þess starfs sem ýmsir aðilar á sviði bókaútgáfu og menningar hafa tekið höndum saman um í tilefni af Viku bókarinnar. „Markmiðið með þessum þætti bókavikunnar var að stefna saman þessum ólíku miðlum og vekja nokkurs konar umræðu um samspil bókmennta og kvikmynda í bókalandi,“ segir Guðni Elísson, sem er umsjónarmaður málþingsins. Þorfinnur Ómarsson, sem er einn að- standenda kvikmyndahátíðarinnar, tekur undir þetta og bendir jafn- framt á að með málþinginu sé leitast við að draga umræðuna saman og velta henni upp í nýju ljósi. „Þeir sem hafa séð einhverjar myndanna og lesið bækurnar getið komið og hlustað á þá sem hafa virkilega rýnt í báða miðlana og samspil þeirra í þessum verkum,“ segir Þorfinnur. Auk þess að beina sjónum að sam- spili bókmennta og kvikmynda er málþinginu ætlað að vera mikilvægt innlegg í fræðiumræðu um íslenskar kvikmyndir. „Viðfangsefnið er bæði verðugt og skemmtilegt og fer vel á því að takmarka hana við ákveðið sjónarhorn. Ég tel að það beri að fagna allri fræðilegri umræðu um ís- lenskar kvikmyndir, en það má alls ekki nálgast hana með einhverju há- tíðlegu yfirbragði. Með því að setja hlutina upp eins og hér er gert er ætlunin einmitt að höfða til sem flestra,“ bendir Þorfinnur á og Guðni tekur undir það. „Menn vilja oft gleyma þessari mikilvægu hlið menningarinnar og til þess að ís- lenskar kvikmyndir fái að njóta sín verður að skapa henni umræðusvið,“ segir Guðni. „Það má nefna tvo fyrir- lestrana sem dæmi um það hversu virk og lifandi þessi umræða getur verið. Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur hefur til dæmis verið að rannsaka braggamenninguna á Íslandi og í ljósi þeirrar vitneskju ætlar hann að fjalla um Djöflaeyj- una. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig Matthías Viðar Sæmunds- son bókmenntafræðingur les saman Píslarsögu síra Jóns Magnússonar og Myrkrahöfðingjann, en Matthías hefur legið í rannsóknum á Píslar- sögunni og nú í vikunni kom hún út í nýrri og glæsilegri útgáfu undir hans ritstjórn.“ Samspil ólíkra miðla „Afstaða manna til kvikmyndaað- lögunar er og hefur verið mjög mis- munandi,“ svarar Guðni þegar hann er spurður um hið flókna samspil bókar og kvikmyndar. „Margir líta á það sem skyldu kvikmynda að nálg- ast þann raunveruleika sem skáld- sagan býður uppá. Í öðrum tilvikum vilja menn líta á þetta sem mjög að- greinda og óskylda miðla. Það verð- ur að athuga að kvikmynd getur ver- ið mjög góð, þó að aðlögunin geti talist vond, út frá sjónarhorni upp- runalega textans.“ Þorfinnur segist hallast frekar að síðara viðhorfinu, enda sé um ólíka miðla að ræða. „Það á ekki að líta svo á að annaðhvort sé verið að skrifa myndina, eða mynda bókina, heldur er verið að búa til nýtt verk, byggt á misjafnlega líkum hugmyndum. Stundum eru aðeins teknar ákveðn- ar hugmyndir úr bókmenntaverkinu og annað nýtt fundið í staðinn. Þetta er reyndar breytilegt, en algengara er að menn fari nokkuð frjálsum höndum um efnið sem notast er við. „Sú aðferð þarf ekki að koma illa við skáldverkið,“ bætir Guðni við. „Því sterk skáldverk þola margar að- laganir. Það sjáum við ekki síst þeg- ar litið er á Shakespeare, þar sem sí- fellt er verið að gera kvikmyndir sóttar í höfundarverk hans. Bók- menntaverk kalla alltaf á nýjar túlk- anir og kvikmyndir fela í sér slíka túlkun“. Þeir Þorfinnur benda á að mjög fróðlegt sé að líta á hvernig samspili bóka og kvikmynda sé háttað í ís- lensku samhengi. „Það er t.d. for- vitnilegt að velta fyrir sér hvers kon- ar bækur eru kvikmyndaðar og hverjar ekki,“ segir Guðni. „Menn hafa t.d. ekki þorað að snerta á mörgum af mikilvægustu bókmennt- um Íslendinga, en mikil ástæða fyrir því hlýtur að vera að menn hafi hreinlega ekki treyst sér í það með þá tækniþekkingu og það fjármagn sem fyrir er.“ Þorfinnur samsinnir þessu. „Kvik- myndagerð á Íslandi hefur verið að fara í gegnum ákveðinn faglegan þroska og það má segja að í dag hafi menn náð tökum á kvikmyndaform- inu sem slíku, bæði á frásagnarmáta kvikmyndarinnar og allri tækni- vinnu. Djöflaeyjan og Englar al- heimsins eftir Friðrik Þór Friðriks- son eru t.d. dæmi um það þegar tekin hafa verið bókmenntaverk sem eru mjög ástsæl meðal þjóðarinnar og búin til úr þeim kvikmynd, sem engu að síður ber sterk höfundarein- kenni kvikmyndagerðarmannsins,“ segir Þorfinnur. Þeir Guðni og Þorfinnur benda að lokum á að í þessu ljósi verði for- vitnilegt að sjá hver þróunin verði í samspila bókmennta og kvikmynda í framtíðinni. Um þær spurningar og fleiri verður nánar rætt á mál- þinginu, þar sem fjallað verður um kvikmyndir sem gerðar hafa verið á ólíkum tímabilum kvikmyndagerðar á Íslandi, eftir bókmenntaverkum af ýmsu tagi. Málþingið verður haldið í sal 3 í Háskólabíói á morgun og stendur það frá kl. 13 til 18. Á morgun verður haldið viðamikið málþing um bókmenntir og kvik- myndir í Háskólabíói í tengslum við Viku bók- arinnar. Heiða Jóhanns- dóttir spjallaði af því til- efni við tvo aðstandend- ur málþingsins, þá Guðna Elísson lektor og Þorfinn Ómarsson, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Þorfinnur Ómarsson og Guðni Elísson. Vilja vekja umræðu um samspil bók- mennta og kvikmynda heida@mbl.is ÞAÐ er liðinn rúmur mánuður síðan ljóst var að Rico Saccani kæmi ekki til að sinna stjórnunar- störfum á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og sagt vera vegna veikinda. Það hefur ekki verið gefin út nein tilkynning um fjarveru Saccani og hafa því margir verið með ýmsar getgátur og ein er sú, að gerð hafi verið könnun meðal hljóð- færaleikara sveitarinnar, sem hugs- uð var sem ábending til stjórnar hljómsveitarinnar og átti að vera trúnaðarmál á milli hljómsveitar og stjórnar. Dagstjórnarmenn munu hafa tjáð Saccani um niðurstöðu könnunarinnar og lái honum hver sem vill, ef svo er, að honum hafi þótt sér misboðið. Það er í raun nauðsynlegt að stjórn SÍ geri grein fyrir fjarveru Saccani því áskrif- endur eiga rétt á að vita það sem rétt er, varðandi framvindu kom- andi tónleika, sem þeir greiddu fyr- ir í upphafi starfsárs. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gærkveldi hljóp í skarðið fyrir Saccani, ungur hljómsveitar- stjóri, Rolf Gupta, að nafni og verð- ur að segja eins og er að hann stóð sig vel og náði t.d. að magna upp kraftmikinn flutning á fyrstu sin- fóníunni, eftir Brahms. Tónleikarnir hófust á Haydn tilbrigðunum, sem var fyrsta hljómsveitarverk meist- arans, er sló í gegn og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Það er byggt á sérkennilegu stefi, sem er alls ólíkt þeim stíl sem Haydn er þekkt- ur fyrir, bæði hvað varðar tón- og lotuskipan og því hafa fræðimenn dregið í efa að stefið sé eftir Haydn. Tilbrigðin hjá Brahms eru sérlega fallega unnin og á köflum glæsileg en þótt leikurinn í heild væri fallega útfærður vantaði nokkuð á þá reisn sem þetta verk býr yfir og má vera að hljómsveitarstjórinn hafi viljað stilla flutningum í hóf og draga fram það fínlega í verkinu. Annað viðfangsefni tónleikanna var tvíleikskonsert fyrir fiðlu og selló, sem er í raun sinfónía, hvað snertir vinnubrögð, fallegt verk, sem var að mörgu leyti vel flutt, sérstaklega af sellistanum, Tsu- yoshi Tsutsumi, sem í raun réð gangi verksins. Fiðluleikarinn, Adele Anthony, var allt of hlutlaus í leik sínum, svo að fiðluröddin féll að miklu leyti í skuggann af töluvert tilþrifamiklum flutningi Tsutsumi. Hljómsveitin var á köflum nokkuð um of sterkt hljómandi, þó einnig megi kenna um skorti á hljómstyrk hjá einleikurunum. Lokaverk tónleikanna var fyrsta sinfónía meistarans og þótt flutn- ingurinn færi nokkuð gætilega af stað, var flutningurinn sífellt áhrifa- meiri er á leið og síðasti kaflinn var að mörgu leyti vel leikinn og auð- heyrt að hljómsveitin vildi að svo væri. Rolf Gupta stjórnaði af öryggi og einnig mátti merkja óþol hins unga stjórnanda, sem birtist á ein- staka stað í vaxandi hraða, er jók spennuna á köflum. Hljómsveitin stóð sig mjög vel, þótt á nokkrum stöðum í konsertinum mætti merkja, sérstaklega í háröddunum, sára inntónun, sem er ekki það sama og spila falskt en gerir tón- ferlið hljómvana og sárt. Hornin og básúnurnar áttu sérlega fallega hljóman í stefi Clöru Schumanns í sinfóníunni og kóralnum (takti 47 í 4. þætti). Tempóin að undanteknum hæga þættinum, voru góð, svo að rétt er þakka Rolf Gupta fyrir ágæta stjórn, hafandi hlaupið í skarðið með stuttum fyrirvara og standa sig þetta vel. AÐ HLAUPA Í SKARÐIÐ Jón Ásgeirsson TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Flutt voru verk eftir Johannes Brahms. Einleikarar voru Adele Anthony og Tsuyoshi Tsutsumi. Stjórnandi var Rolf Gupta. Fimmtudagurinn 26. apríl, 2001. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Ásdís „Það er í raun nauðsynlegt að stjórn SÍ geri grein fyrir fjarveru Sacc- ani, því áskrifendur eiga rétt á að vita það sem rétt er varðandi fram- vindu komandi tónleika,“ segir Jón Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.