Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 1
MIKIL óvissa er í stjórnmálum Úkraínu eftir að kommúnistar og flokkar hliðhollir auðjöfrunum í landinu sameinuðust um að bola burt umbótasinnanum Viktor Júsht- sjenko, forsætisráðherra landsins, og allri ríkisstjórn hans. Þing Evr- ópuráðsins frestaði þó í gær fram í júní atkvæðagreiðslu um að reka rík- ið úr ráðinu vegna skorts á borgara- legum og lýðræðislegum réttindum. Allt að 15.000 manns komu saman í gær úti fyrir þinghúsinu til að lýsa yfir stuðningi við Júshtsjenko og krefjast afsagnar Leoníds Kútsjma forseta. Er hann sakaður um spill- ingu, meðal annars um að hafa fyr- irskipað morð á blaðamanni, og margir telja, að vantraustið á Júsht- sjenko sé runnið undan rifjum hans. Studdu það kommúnistar, sem eru andvígir efnahagsumbótum Júsht- sjenkos, til dæmis einkavæðingu í landbúnaði, og úkraínsku auðjöfr- arnir en þeir telja hagsmunum sín- um ógnað með nýrri skipan í efna- hagsmálunum. Þing Evrópuráðsins ætluðu að ræða í gær tillögu frá eftirlitsnefnd ráðsins um að Úkraínu yrði vikið úr því vegna skorts á að mannréttindi væru virt en ákveðið var að fresta at- kvæðagreiðslunni fram í júní. Töldu margir, að brottrekstur nú myndi aðeins gera illt verra. Efnahagsumbætur Júshtsjenkos voru farnar að skila árangri en óttast er, að nú muni allt sækja í gamla far- ið. Víst er, að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn mun ekki taka aftur til við lán- veitingar til Úkraínu og erlendir fjárfestar eru að flýja landið. Reuters Allt að 15.000 manns komu saman fyrir utan þinghúsið í Kíev í gær til að lýsa yfir stuðningi við umbótasinnann Viktor Júshtsjenko forsætisráðherra. Umbótaöflin urðu undir Kíev. AP, AFP, Reuters.  Kommúnistar/28 Óvissa er í stjórnmálum Úkraínu eftir að forsætisráðherranum var bolað frá AP ÁÐUR en röðin kom að kálfinum Fönix breytti brezka ríkisstjórnin fjöldaslátrunarstefnu sinni til að hamla gegn útbreiðslu gin- og klaufaveiki. Hér heldur hinn ell- efu ára gamli Ross Board utan um Fönix á bóndabæ foreldra sinna í Membury á Suðvestur-Englandi í gær, en öllum nautgripum á bæn- um var slátrað – nema þessum eina hálfs mánaðar gamla kálfi, sem slapp með óútskýrðum hætti og var gefið nafn eftir goðsagna- fuglinum sem reis úr ösku. Slakað á fjöldaslátrun 94. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. APRÍL 2001 Í andrúmslofti, sem þegar var spennu hlaðið vegna deilu um njósna- flug Bandaríkjahers undan ströndum Kína, spöruðu talsmenn Kínastjórnar ekki stór orð er þeir brugðust við um- mælum sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti lét falla í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann tók af allan vafa um vilja bandarískra stjórnvalda til að verja Taívan fyrir hvers konar ásælni af hálfu kommúnistastjórnar- innar í Peking. Hún álítur Taívan vera kínverskt hérað sem eigi að vera stjórnað frá Peking. Í nafni friðarins Zhang Qiyue, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að ummæli Bush sýndu að Bandarík- in hefði „hrakið lengra inn á hættu- lega braut“. En viðbrögð Kínastjórn- ar gáfu þó til kynna að hún kærði sig ekki um að magna vandann frekar en orðið væri. Háttsettir talsmenn Bandaríkja- stjórnar reyndu einnig að draga úr alvöru málsins. „Orð og gerðir forset- ans eru hugsuð til að hjálpa til við að tryggja friðinn,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins. „Við erum að gera það sem við telj- um að sé nauðsynlegt til að halda samskiptunum [við Kína] árangurs- ríkum,“ hefur Reuters eftir öðrum erindreka Bandaríkjastjórnar. C.J. Chien-jen, sendifulltrúi Taí- vanstjórnar í Washington, sagði í gær að ummæli Bush sendu skýr skilaboð til Peking um að núverandi valdhafar í Washington tækju meira afgerandi afstöðu en fyrirrennarar þeirra. Deilan um varnir Taívans Reyna að bera klæði á vopnin Washington. Reuters. ÞÓTT enn féllu hörð orð reyndu í gær talsmenn stjórnvalda í Kína, Taívan og Bandaríkjunum að bera klæði á vopnin í harðvítugri deilu sem geisað hefur undanfarna daga um áformaða sölu hergagna frá Bandaríkjunum til Taívans. TALSMAÐUR Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, IMF, sagði í gær, að veru- lega hefði hægt á hagvexti í heiminum og því yrði hann ekki nema 3,2% á árinu. Samt væri ólíklegt, að um meiriháttar samdrátt yrði að ræða. Michael Mussa, einn af yfirmönn- um IMF, sagði, að meira hefði dregið úr hagvexti en áður hefði verið spáð og eins og nú horfði yrði hann 3,2% til jafnaðar í efnahagslífi heimsbyggðar- innar en hann var 4,8% á síðasta ári. Ekki væri þó líklegt, ekki í svip að minnsta kosti, að mikill samdráttur væri framundan. Sagði hann, að framhaldið réðist af þróuninni í Bandaríkjunum og Evrópu og af um- bótum í japönsku efnahagslífi. Mussa sagði bandaríska seðlabank- ann hafa brugðist rétt við ástandinu með miklum vaxtalækkunum en tregða evrópska seðlabankans til að lækka vexti væri hins vegar dragbítur á aukin umsvif um allan heim. Talið er, að hagvöxtur í Bandaríkj- unum verði aðeins 1,5% í ár, var 5% í fyrra, og í Evrópusambandinu er útlit fyrir 2,4% hagvöxt í stað 3,4%. Verulega hægir á hagvexti Washington. AFP. FULLYRÐINGAR Steve Tshwete, öryggismálaráðherra Suður-Afríku, um að þrír þekktir menn hafi lagt á ráðin um að steypa forseta landsins, Thabo Mbeki, af stóli hafa valdið mikilli ólgu innan Afríska þjóðar- ráðsins (ANC), flokks forsetans. Tshwete heldur því fram að við- skiptajöfurinn Cyril Ramaphosa og tveir aðrir fv. forystumenn í ANC, Tokyo Sexwale og Mathew Phosa, hafi staðið fyrir ófrægingarherferð á hendur forsetanum. Ásakanir valda ólgu London. AFP. Suður-Afríka  Aðalræðismaður/4 Flugrán í Eþíópíu Kartúm. AP, AFP. NÍU námsmenn frá eþíópísku höfuð- borginni Addis Ababa, vopnaðir handsprengjum og skammbyssum, rændu í gær flugvél Eþíópíuhers með 50 farþega innanborðs, og þvinguðu áhöfnina til að fljúga henni til Kart- úm, höfuðborgar Súdans. Að sögn Ghazi Salah Eddine Atabani, upplýs- ingamálaráðherra Súdans, seint í gærkvöldi báðu flugræningjarnir um að fá pólitískt hæli í Súdan. Atabani greindi frá þessu eftir að súdanska sjónvarpið flutti þær fréttir, að einn ræningjanna hefði yfirgefið flugvél- ina til samningaviðræðna við súdönsk yfirvöld um lausn gíslanna. Munu flugræningjarnir m.a. hafa farið fram á að fá að ræða við fulltrúa sendiráða Bretlands og Bandaríkjanna. Eftir að flugvélinni var lent í Kart- úm fengu ellefu farþegar, allt konur og börn, að fara frá borði. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.