Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGANEFND sveitarfélag- anna á Suðurnesjum hefur náð sam- komulagi við Bandaríkjamenn um uppbyggingu og rekstur nýrrar sorpbrennslustöðvar. Stöðin verður í Helguvík en sú gamla er við Hafna- veg, inni á varnarsvæði. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa rekið sorpbrennslustöð við Hafnaveg frá 1979. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, er stöðin orðin gömul og lúin og tæknilega úrelt miðað við þær umhverfiskröfur sem gerðar eru nú. Leitað hefur verið nýrra lausa. Sorpi frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli er brennt í stöðinni og hún er inni á varnarsvæði. Undan- farin ár hafa farið fram viðræður við Bandaríkjamenn sem eigendur flotastöðvarinnar um samvinnu við uppbyggingu og rekstur nýrrar stöðvar. 500 milljóna kr. fjárfesting Í upphafi var við það miðað að stöðin yrði áfram á núverandi stað svo að sú aðstaða sem þar er nýttist áfram. Ábyrgðarmenn herstöðvar- innar gátu ekki sætt sig við það og varð niðurstaðan að byggja nýja sorpbrennslustöð á iðnaðarlóð við Helguvík í Reykjanesbæ. Nú hefur náðst samkomulag við Bandaríkjamenn um að þeir greiði hluta af fjárfestingarkostnaði og rekstrarkostnað við takt við aðra notendur stöðvarinnar. Ekki hefur verið gengið formlega frá samning- um en það verður gert í síðari hluta maímánaðar. Kostnaður við byggingu sorp- brennslustöðvarinnar, hús til mót- töku og flokkunar á sorpi og annað sem til þarf er áætlaður um 500 milljónir króna. Guðjón leggur áherslu á að hér sé um heildarlausn á sorpmálum svæðisins að ræða. Hann segir að brennsla hafi orðið fyrir valinu vegna þess að erfitt væri að finna góða urðunarstaði á Reykja- nesi, bæði vegna náttúrulegra að- stæðna og vatnsverndar. Hins vegar verður dregið mjög úr brennslu með því að flokka sorpið meira en gert hefur verið og auka endurvinnslu. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hef- ur tekið við um 16 þúsund tonnum af sorpi á ári, raunar 18 þúsund á síð- asta ári, og hafa 10–11 þúsund tonn verið brennd. Ljóst er að nýja brennslan þarf að geta annað 6–10 þúsund tonnum á ári. Áform eru uppi um að nýta orkuna frá brennsluofninum, í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja, en ekki er enn ljóst hvernig það verður útfært. Þá bindur Guðjón vonir við að að- staða verði til að brenna ýmsum teg- unum spilliefna, til dæmis olíu- og hreinsivörum, en það fari eftir þeim búnaði sem keyptur verður svo og starfsleyfi. Samkomulag hefur náðst við varnarliðið Helguvík Ný sorpbrennslustöð Suðurnesja verður byggð upp í Helguvík GERVIUGLUM hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Er notkun þeirra tilraun til að fæla frá stara sem gert hafa hreiður á húsinu og valdið starfsfólki óþægindum. Starar hafa undanfarin ár gert sér hreiður á nokkrum stöðum á flugstöðvarbyggingunni, ekki síst við loftristar ofan við glugga hennar. Fló fylgir staranum gjarn- an og hefur starfsfólk orðið fyrir flóabiti. Starfsmenn flugstöðv- arinnar hafa með ærnum tilkostn- aði, krönum, prikum og vatni, reynt að flæma starann í burtu. Einhverjum datt í hug að koma fyrir gerviuglum og var það reynt síðastliðið vor. Að sögn Stefáns Jónssonar fjármálastjóra virtist það duga þótt fuglinn hafi verið byrjaður á hreiðurgerð. Nú er lát- ið reyna á þetta aftur og uglur settar í öll horn flugstöðvarinnar og við skyggni fyrir ofan brott- farar- og komudyr. „Þetta er ákaflega ódýr leið, það er að segja ef hún virkar,“ segir Stefán. Uglur á verði Keflavíkurflugvöllur Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson STOFNFUNDUR Saltfiskseturs Íslands í Grindavík var haldinn í sal bæjarstjórnar Grindavíkur í fyrra- dag. Hugmyndin er að setja upp saltfisksýningu og helst að opna hana á sjómannadaginn að ári. Markmiðið með sýningunni er meðal annars að safna saman og varðveita muni og myndir sem tengjast sögu saltfisksins, sinna fræðslustarfi fyrir ungviði landsins og veita afþreyingu fyrir ferðamenn sem heimsækja Grindavík auk þess að kynna þeim saltfiskinn, bragð hans og fjölbreytta valmöguleika í matargerð. Myndum og munum safnað saman Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík, rakti aðdragandann und- anfarið eitt og hálft ár eða frá því Róbert Ragnarsson var ráðinn ferða- og atvinnumálafulltrúi. Þeir tveir komust að því fljótlega við skoðun á þessum málum að menn í samfélaginu höfðu verið að safna myndum og munum tengdum fisk- vinnslu og staðháttum í Grindavík í langan tíma. Þeir veltu því fyrir sér hvort ekki væri hægt að koma í gagnið sem fyrst einhverju þannig að ferða- menn gætu staldrað við og skoðað. Kostnaður við nýtt hús 22–25 milljónir Að sögn Einars voru fjármál slíkra hugmynda líka í umræðunni og lengi vel var ætlunin að nota hlutafélagsformið en eftir miklar vangaveltur var fallið frá þeirri hug- mynd og ákveðið að um sjálfseign- arstofnun yrði að ræða. Fljótlega einfölduðust þessar hugmyndir og menn urðu ákveðnir í því að segja sögu saltfisksins. Ekki er búið að ganga frá stað- setningu en hugmyndir hafa verið uppi um að nýta fyrrverandi áhalda- hús og teikningar þær sem lágu fyr- ir fundinum byggðust á þeirri stærð af húsi eða um 400 fermetrum. Fundarmönnum sýndist þó hug- myndin um nýbyggingu sem hægt væri að reisa fyrir 22–25 milljónir vænlegri kostur því þá væri hægt að ráða staðnum og komu margar hugmyndir fram um staðsetningu. Saltfisksýning á sjómannadag 2002 „Mér finnst eðlilegt að stefna að því að opna sýningu á næsta ári og þá helst á sjómannadaginn 2002. Hægt verður að gerast stofnfélagi til 1. júní en í dag hafa m.a. Spari- sjóður Keflavíkur, Vísir hf., Stakka- vík, Samherji, Hóp, Grindin, Ísfélag Grindavíkur, SÍF, Bílaleigan Rás og Þorbjörn – Fiskanes gerst stofn- félagar,“ sagði Einar Njálsson en auk þeirra kemur Grindavíkurbær myndarlega að málum með krónu á móti hverri krónu annarra stofn- félaga. Fram kom í máli Einars að kostn- aðurinn við slíka sýningu ætti að vera um 15 milljónir en þá er eftir að gera klárt húsnæði en það er fyrsta verkefni stjórnar að finna húsnæði. Ný stjórn félagsins var kosin á fundinum. Hana skipa: Petrína Baldursdóttir, Dagbjartur Einars- son, Einar Njálsson, Guðmundur Einarsson og Björn Haraldsson. Saltfisksetur Íslands setur upp sýningu Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Einar Njálsson bæjarstjóri sýnir hugmyndir að skipulagi Saltfiskseturs. Grindavík SEES ehf. átti lægsta tilboð í tvö gatnagerðarverk sem Reykjanes- bær bauð út. Í báðum tilvikum var tilboð fyrirtækisins um 80% af kostnaðaráætlun tæknideildar bæjarins. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að taka tilboð- unum. Tilboð SEES ehf. í endurbygg- ingu Baldursgötu hljóðar upp á rúmar 5 milljónir. Þá mun fyr- irtækið leggja A-götu sem liggur milli Suðurgötu og Hafnargötu fyrir rúmar 5,6 milljónir. SEES ehf. bauð best Reykjanesbær LIÐLEGA eitt þúsund Bretar koma í dagsferð til Reykjaness á morgun, laugardag. Flestir fara í hvalaskoðunarferðir frá Keflavík. Kynnisferðir sf. hafa und- anfarin tvö ár tekið á móti dagsferðalöngum frá bresku ferðaskrifstofunni Super Lat- ive Travel en hún sérhæfir sig í dagsferðum frá Bretlandi. Á síðasta ári komu hingað á þriðja þúsund farþegar á henn- ar vegum. Boðið var upp á hvalaskoðun frá Keflavík og ferð að Gullfossi og Geysi. Kristján Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða, segir að hvalaskoðunin hafi mælst sérstaklega vel fyrir og sífellt fleiri hafi valið hana. Flestir fara í hvalaskoðun Ljóst er að mikil aukning verður á þessum ferðum í sum- ar og býst Kristján við að taka á móti 8-9 þúsund farþegum. Fyrsti hópurinn kemur á morg- un, laugardag, rúmlega 1.000 manns. Síðan koma gestir í dagsferðir frá þessari ferða- skrifstofu hverja helgi fram í miðjan júlí. Farþegunum er áfram boðið upp á hvalaskoðun frá Keflavík þar sem siglt er út í Garðsjó og nýta flestir sér það, eða 750-800 manns úr hópnum um helgina, en aðrir fara að Gullfossi og Geysi. Seg- ir Kristján að næstu helgar fari nánast allir í hvalaskoð- unina. Farið er með fólkið í Bláa lónið, borðað um hádegið í Grindavík, komið við í Krísu- vík um leið og Reykjaneshring- urinn er ekinn og komið við í Reykjavík. Fólkið kemur með 4-5 flug- vélum frá London um morg- uninn og er á ferðinni fram á kvöld. Kynnisferðir verða með 21 rútu í ferðum með fólkið. Gestirnir fara með hvalaskoð- unarbátunum Brimrúnu og Hafsúlunni en þetta eru tví- bytnur og taka hvor um sig 160 farþega. Borðað er í félagsheimilinu Festi í Grinda- vík en það er sjómannastofan Vör sem sér um veitingarnar. Kristján er ánægður með hvað það vorar snemma. „Það er eins og náttúran hafi gengið í lið með okkur. Sjórinn er líka iðandi af lífi og fullt af hval,“ segir hann. Ljósmynd/Snorri Snorrason Tvö hvalaskoðunarskip, sem hvort um sig tekur 160 manns, verða í förum frá Keflavík og út í Garðsjó á laugardag. Annað skipið er Brimrún frá Ólafsvík, sem hér sést ásamt systurskipi sínu, Særúnu, en hitt skipið, sem notað verður um helgina, heitir Hafsúlan og er sömu gerðar, en gert út frá Keflavík. Þúsund Bretar í dagsferð Reykjanes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.