Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STJÓRNIR Húsasmiðjunnar hf. og Kaupáss hf. samþykktu í gær að veita stjórnarformönn- um og framkvæmdastjórum félaganna heimild til að hefja viðræður um hugsanlega samein- ingu félaganna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa óformlegar viðræður þó átt sér stað um nokkurra mánaða skeið. Jón Snorrason, stjórnarformaður Húsasmiðj- unnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að á næstunni yrði grundvöllur sameiningar félag- anna kannaður. Ætlunin væri að fyrirtækin rynnu saman í eitt ef viðræður leiddu til jákvæðrar niður- stöðu. Tímarammi viðræðnanna verður settur á næstu dögum. „Það eru álitnir felast í þessu hagræðing- armöguleikar og tækifæri til stærri og öflugri rekstrar,“ sagði Jón. „Sameinað fyrirtæki verð- ur áhættudreifðara i sínum rekstri. Fyrirtækin hafa kjarnastarfsemi og síðan ýmis sérvörusvið sem eru að nálgast sífellt meira. Sameinað félag mun hafa mun áhættudreifð- ari tekjugrunn, auk þess sem nútímaverslunar- rekstur er sífellt meira byggður á þekkingu og upplýsingatækni. Þar liggja margvísleg sam- legðartækifæri.“ Auknir sóknarmöguleikar Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins líta forsvarsmenn fyrirtækjanna svo á að með sam- einingu verði hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu og auka sóknarmöguleika fyrir- tækjanna beggja þar sem hvort þeirra um sig er með rekstur víða um land. Telja þeir að sér- vara Húsasmiðjunnar ætti að laða fleiri við- skiptavini að verslunum Kaupáss og öfugt. Húsasmiðjan hf. er að meirihluta í eigu af- komenda stofnanda fyrirtækisins, Jón Snorra- son og Sturla Snorrason eiga hvor um sig rúmt 21% og Sigurbjörg Snorradóttir á tæp 15%. Aðrir eiga 5% eða minna. Velta félagsins á sl. ári nam 7,9 milljörðum króna sem var 34% aukning frá fyrra ári og skilaði reksturinn 318 milljóna króna hagnaði það árið. Fyrirtækin Ískraft ehf., Byggingavörur ehf. og H.G. Guðjónsson ehf. voru sameinuð Húsa- smiðjunni í byrjun árs 2000 og Blómaval ehf. sameinaðist Húsasmiðjunni um mitt árið í fyrra. Þá fjárfesti félagið í þremur erlendum fyrirtækjum, timburframleiðslufyrirtæki í Eist- landi, glugga- og glerframleiðslufyrirtæki í Lettlandi og timbursölufyrirtæki, einnig í Lett- landi. Kaupás hf. var stofnað fyrir réttum tveimur árum með sameiningu þeirra fyrirtækja sem ráku verslanir Nóatúns, KÁ á Suðurlandi og 11-11. Kaupás er næststærsta verslanakeðja landsins á eftir Baugi með tæplega 30% mark- aðshlutdeild af matvörumarkaði. Þá á og rekur félagið verslanirnar Intersport og Húsgagna- höllina. Velta félagsins á síðasta ári nam 11,8 millj- örðum króna. Kaupás er að stærstum hluta í eigu EFA, sem á u.þ.b. 35%, og Landsbankans- Fjárfestingar hf., sem á um 20% hlut. Aðrir eiga 6% eða minna, þ.á m. ýmsir lífeyrissjóðir. Húsasmiðjan og Kaupás í sameiningarviðræðum THORBJØRN Jagland, utanrík- isráðherra Noregs, kom í stutta vinnuheimsókn til Íslands í gær og átti viðræður um sameiginleg hagsmunamál Noregs og Íslands við hinn íslenzka starfsbróður sinn, Halldór Ásgrímsson. Hér sjást ráðherrarnir, Halldór fremstur og Jagland næstur, bregða sér til sunds í Bláa lóninu að loknum vinnufundi þeirra. Evrópumál voru efst á baugi í viðræðunum. Á blaðamannafundi í Eldborg, upplýsinga- og ráð- stefnumiðstöð orkuvers Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, greindi Halldór frá því, að ráðherrarnir hefðu komið sér saman um „að setja okkar embættismenn í það á næstu tveimur mánuðum að fara yfir þau vandamál sem við finn- um að eru til staðar í sambandi við samskiptin við Evrópusam- bandið og þau vandamál sem eru því samhliða að reka EES- samninginn“. Ráðherrar allra EFTA-ríkjanna þriggja sem aðild eiga að Evr- ópska efnahagssvæðinu, Íslands, Noregs og Liechtenstein, myndu síðan ræða betur hvað gera skuli í þessum málum á fundi í Liecht- enstein í sumar. Jagland sagði Noreg og Ísland vera að flestu leyti í sömu stöðu í Evrópumálunum og mælti að- spurður með því að löndin yrðu enn betur samstiga en hingað til í stefnu sinni gagnvart Evrópusam- bandinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stilla saman strengi í Evrópumálum  Óljós framtíð EES/6 ATLANTSSKIP og Transatlantic Lines (TLL) munu ekki sjá um sjó- flutninga fyrir varnarliðið eftir mitt næsta ár ef marka má orð ónafn- greinds embættismanns hjá flutn- ingadeild Bandaríkjahers (US Milit- ary Traffic Management Command) í skipafréttablaðinu TradeWinds. Atlantsskip og TLL gerðu fyrir tveimur árum samning við Banda- ríkjaher um sjóflutningana og voru samningarnir til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára til viðbótar. Embættismaðurinn segir að vegna þrýstings frá íslensk- um og bandarískum stjórnvöldum og Eimskipafélagi Íslands verði samn- ingarnir ekki framlengdir heldur verði þeir boðnir út sumarið 2002. Þegar niðurstaða útboðsins varð ljós fyrir tveimur árum höfðuðu Eim- skip og Van Ommeren, sem höfðu sinnt flutningunum, mál gegn flutn- ingadeild Bandaríkjahers fyrir að semja við Transatlantic Lines og Atl- antsskip um flutningana, en félögin eru í eigu sömu aðila. M.a. þess vegna töldu kærendur að samningarnir fælu í sér brot á sjóflutningasamningi Ís- lands og Bandaríkjanna frá árinu 1986. Eimskip vann málið fyrir undir- rétti, en TLL og Atlantsskip áfrýjuðu málinu og unnu málið í áfrýjunarrétti. Eimskip ákvað að láta á það reyna hvort málið fengist tekið fyrir hjá Hæstarétti Bandaríkjanna, en réttur- inn hafnaði þeirri beiðni. Óheppilegt að blanda saman viðskiptum og stjórnmálum Embættismaðurinn, sem rætt var við í blaðinu TradeWinds, segir að flutningadeild hersins hafi fundið fyr- ir miklum þrýstingi vegna samnings- ins við Atlantsskip og TLL og segist hann hafa þurft að svara fjölda spurn- inga um málið bæði frá Pentagon eða bandaríska varnarmálaráðuneytinu og sínum yfirmanni. Að sögn embættismannsins er lík- legt að flutningadeild hersins muni gefa eftir og í stað þess að framlengja samninginn við Atlantsskip og TLL muni fara fram útboð á næsta ári. Hann segir að ef þetta verði raunin yrði það dapurleg niðurstaða enda óheppilegt að blanda viðskiptum og stjórnmálum saman. Líkur á að samningum verði sagt upp Alþjóðlegt skipafréttablað um sjóflutninga fyrir varnarliðið KINDURNAR sem börðu hjarnið í Mýrarhyrnu fyrir mánuði, og sagt var frá í Morgunblaðinu, eru nú úr helju heimtar. Þær birtust ofan við bæinn Mávahlíð, fannhvítar og mjóslegnar en virðast vel frískar. Þær hafa ekki verið handsamaðar en þær eru með vissu taldar í eigu Þorgerðar Jónsdóttur í Tungu. Er þarna komin ær á öðrum vetri sem í fyrrahaust hlaut nafnið Ísa- fold og er Peladóttir. Henni fylgir gimbur frá í fyrravor og önnur gimbur sem móðirin hrapaði frá. Eru þær allar geldar, því enginn var hrúturinn á fjallinu. Það þykir með hreinum ólík- indum að kindurnar skuli vera komnar niður í byggð. Þegar þær svo tóku sig upp hafa þær þurft að ganga miklar fannir efst á fjallinu áður en þær komust í haga að nýju og gátu farið að þoka sér heimleiðis. Kindurnar verða ekki teknar á hús því betra er talið fyrir þær að taka á móti vorgrösunum í hlíðinni. Kindurnar björguðu sér HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest þá niðurstöðu sam- keppnisráðs að Tryggingastofnun ríkisins hafi verið stætt á því að neita að ganga til samninga við sérfræð- inga í heimilislækningum, þótt stofn- unin hafi gert sérstaka samninga við aðra lækna. Félag íslenskra heimilis- lækna höfðaði mál gegn samkeppn- isráði og taldi að ákvörðun TR fæli í sér brot á samkeppnislögum þar sem um væri að ræða aðgangshindrun að markaðnum. Héraðsdómur taldi að heimilislæknar og sérfræðingar á öðrum sviðum læknisfræðinnar störfuðu ekki á sama markaði og ættu þar af leiðandi ekki í samkeppni sín á milli, þótt eðli málsins sam- kvæmt hljóti störf þeirra að skarast. Læknar hafa höfðað annað dóms- mál á grundvelli þess að lög brjóti gegn atvinnufrelsi þeirra. TR heimilt að hafna samningum  Starfa ekki/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.