Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 48
HESTAR 48 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRANT Moon sem varð sex sinnum heimsmeistari er fæddur í Wales og lærði ungur járningar þar en fannst hann ekki fá nægilegt svigrúm til frekari menntunar og fór því til Bandaríkjanna eftir að hafa starfað um árabil við iðn sína í Bretlandi. Segir hann að þótt bestu járninga- menn heims sé að finna í Bretlandi séu þeir frekar íhaldssamir en í Bandaríkjunum séu menn framsækn- ari og þar sé stöðugt verið reyna að betrum bæta aðferðir og verkfæra- kost. 200 daga að heiman Grant Moon er hættur að vinna við járningar en starfar í þess stað við ráðgjöf og vöruþróun hjá Mustad og stór þáttur í því starfi er að ferðast um heiminn og halda fyrirlestra og sýnikennslu líkt og hann gerði þegar hann var staddur hér á landi um síð- ustu mánaðamót. Hann býr í Bret- landi en er mikið á ferðinni um heim- inn og kvaðst hann hafa verið að heiman 200 daga af síðasta ári. Hann staldraði hér við í rétt tæpa þrjá sól- arhringa, flaug héðan á sunnudegi en kvaðst verða á þriðjudegi í Brasilíu og fara þaðan beint til Portúgals. Til að halda sér í þjálfun sér hann um járningu á átta hestum heima í Bretlandi sem hann járnar einu sinni í mánuði hvern þeirra. Þegar Grant starfaði í Bandaríkjunum sem járn- ingamaður var hann á meðal eftirsótt- ustu járningamanna heims. Til að mynda flaug hann víða um heiminn til að járna hesta eins og til dæmis til Suður-Afríku. Þegar hann var spurð- ur hvað járning á einum hesti kostaði í slíkum ferðum brosti hann og sagði að undir þessum kringumstæðum væri aðeins um daggjald að ræða þótt ekki kæmi fram hversu hátt það væri. Grant Moon segist umfram allt vera hestaverndari en það sé megin hlutverk járningamannsins. Að tryggja í fyrsta lagi að heilbrigðum hesti líði sem best og koma í veg fyrir of mikið álag á fætur og jafnvel aðra líkamshluta með réttri járningu. Í öðru lagi sé hlutverk járningamanns- ins að framkvæma sjúkrajárningar, þá oftar en ekki í samráði við dýra- lækna þegar eitthvað fer úrskeiðis. Snjall við eldinn Við sýnikennsluna járnaði Grant Moon nokkra hesta með ýmsum hætti, bæði heitt og kalt. Þá leiðrétti hann járningu á stóðhesti sem var með sprungur í hælum á innanverð- um framfótum með bitaskeifu sem hann bjó til á staðnum. Við eldsmíðina sýndi meistarinn snilli sína svo eftir var tekið og var það mál manna sem með fylgdust að skeifnasmíðin væri tvímælalaust sérgrein hans. Jafnvægi – réttstaða Grant Moon varð tíðrætt um jafn- vægi fótarins og er ekki ólíklegt að margir hafi í fyrstu talið að hann ætl- aði að fjalla um það sem á Íslandi er kallað jafnvægisjárningar og ætlað til að leiðrétta gang hrossanna. En þarna var meistarinn að tala um að fótstaðan þyrfti að vera í jafnvægi eða það sem hér hefur verið kallað rétt fótstaða. Þarna var komið inn á nokk- uð viðkvæma hluti því hófasöfnun er stunduð hér á landi í mjög ríkum mæli og það sem er kannski verst í því sambandi er að margir af þeim sem teljast vera snjallari hestamenn landsins stunda þessa iðju hvað mest. Það er alkunna erlendis þar sem Ís- landshestamennska er stunduð að ágreiningur myndast milli hestaþjálf- ara og erlendra járningamanna sem ekki virðast tilbúnir að taka þátt í þessari hófasöfnun og hættir þeim til að taka of mikið af framhófum hrossanna þegar þau eru járnuð. Grant Moon lagði mikla áherslu á að ekki væri látinn líða of langur tími milli járninga og taldi hann fjórar til sex vikur hæfilegan tíma. Með of miklum hófavexti færi fótstaðan úr jafnvægi eins og hann orðaði það og því væri best að járna upp þegar fót- staðan væri komin örlítið fram fyrir jafnvægislínuna og færa hana örlítið aftur fyrir jafnvægislínu með klipp- ingu hófsins. Þynging skárri en hófasöfnun Glögglega kom í ljós að mikið ber á milli skoðana meistarans Grants Moons og þess raunveruleika sem hér ríkir. Vera kann að hann skynji ekki fullkomlega þýðingu þess að gangsöm hross hafi aukavigt eða hófamassa á framhófum en erfitt má telja að menn geti hrakið rök hans um að góð og regluleg hófahirða stuðli að minna álagi á fætur og þá væntanlega meiri endingu fóta og betri líðan hestsins. Hann taldi betri kost að nota frekar þyngri skeifur og þá jafnvel hófahlífar til að hjálpa við leiðréttingu á gang- lagi frekar en að láta hófa vaxa því sem næst óheft. Með öðrum orðum; hann mælir mjög ákveðið gegn hófa- söfnun og ekki er því að neita að hún hefur viðgengist hér á landi um all nokkurt skeið. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að í bæði íþrótta- og gæðingakeppni sem og kynbótadóm- um er kveðið á um hámarkslengd hófa. Í sýnikennslunni sýndi meistarinn ýmsar aðferðir við járningarnar og sannaðist þar að hægt er að velja margir leiðir til Rómar. Nú þegar hef- ur mátt sjá margar aðferðir notaðar hér á landi hin síðustu ár og greinilegt að margir ungir menn hafa sótt verk- þekkingu víða á ferðum sínum til Bandaríkjanna og Evrópu. Hannar skeifur og verkfæri Stór þáttur í starfi Grants Moons hjá Mustad hefur verið hönnun járn- ingaverkfæra og þykja þau með þeim betri sem völ er á í dag. Byggir hann þar mikið á reynslu sinni við járning- ar en auk þess leggur hann mikla áherslu á að hlusta á skoðanir starfs- bræðra sinna í faginu. Einnig er hafin framleiðsla skeifna hjá fyrirtækinu og hefur Grant haft veg og vanda af hönnun þeirra. Hann leggur áherslu á að sá þekk- ingar- og reynslubrunnur sem hann veitir úr á ferðum sínum um heiminn sé ekki hinn eini stóri sannleikur því járningar þurfi alltaf að taka mið af ríkjandi aðstæðum á hverjum stað. Hann leggi fram sína þekkingu og síðan sé mönnum í sjálfsvald sett hvað þeir nýta sér af því sem hann ber á borð og aðlagi að þeim aðstæðum sem fyrir eru. Um leið og hann miðlar til annarra eykur hann við eigin þekk- ingu því það sé ávallt lærdómsríkt að koma á nýja staði og sjá hvernig aðrir geri hlutina. Ekki er að efa að heimsókn Grants Moons til Íslands stuðlar mjög að framförum á sviði járninga á Íslandi. Þeim fer stöðugt fækkandi sem nota gamla lagið, það er hófjárnið og spýt- una. Framfarir í járningum til þessa hafa náðst með tvennum hætti, í fyrsta lagi með járninganámskeið sem haldin hafa verið víða um land og ekki síður hafa þeir fjölmörgu tamn- ingamenn sem hafa starfað tíma- bundið erlendis flutt með sér verk- þekkingu til lands sem stuðlað hefur mjög að framförum. Næsti kaflinn í þessu ferli er að fá menn á borð við Grant Moon til að kenna þeim bestu og væri sannarlega fengur í að fá hann aftur til landsins og það fyrr en seinna. Það var umboðsaðili Mustad á Ís- landi, O. Johnson og Kaaber, sem stóð fyrir komu heimsmeistararans fyrrverandi og með honum í för var forstjóri Mustadfors, Göran Gustav- son. Þannig er hægt að halda afturfætinum þegar raspað er undan hnykkingum, vilji menn vanda sig sérstaklega. Ekki var annað að sjá en menn væru hrifnir af verklagi meistarans og vel vandað til verksins. Grant Moon fór miklum hamförum á steðjanum, var bæði fljótur og vandvirkur og skeifurnar líkastar verksmiðju- framleiddum skeifum. Og þannig leit skeifan út sem meistarinn smíðaði á sprunginn hæl – sannkallað meistaraverk. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Grant Moon flutti fróðlegan fyrirlestur og ekki var sýnikennslan síður áhugaverð þar sem allt var vel og skilmerkilega útskýrt. Fyrst og síðast hestaverndari Stórt framfaraskref var stigið fyrir skömmu í járningum á Íslandi þegar fyrrverandi heimsmeistari í járningum, Grant Moon, var með fyrirlestur og sýnikennslu í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Fengu íslenskir hestamenn og þar á meðal Valdimar Kristinsson að líta vinnubrögð eins og þau gerast best. Grant Moon, sexfaldur heimsmeistari í járningum, með sýnikennslu og fyrirlestur á Íslandi SUMARSKAPIÐ verður allsráðandi í Töltheimum á laugardag en þá býð- ur verslunin til veislu í tilefni þess að nýr vikulegur hestaþáttur hefur göngu sína sama dag. Dagskráin mun standa frá klukkan 14:00 til 19:00 og verður hún fjölbreytt. Má þar nefna að dýralæknir mun gefa góð ráð varðandi hestahirðu og svara spurningum. Þá mætir Arndís Pét- ursdóttir hjá Hestaheilsu og fræðir hestamenn um fóðrun hrossa og ým- is fæðubótarefni sem völ er á. Stóðhestar munu mæta á svæðið og boðnir verða upp folatollar hjá þekktum stóðhestum og verður and- virðinu varið til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Þá verða sýndar heitjárningar og kynntar nýjar vörur auk þess sem í gangi verða sér- tilboð á ýmsum vöruflokkum. Hesta- menn munu safnast saman hjá félagsheimili Fáks klukkan fimm og er fyrirhugað að hópreið fari að Tölt- heimum. Þá verður sjónvarpsþáttur- inn frumsýndur á stóru tjaldi 18:30. Boðið verður upp á veitingar, kaffi og vöfflur með rjóma og SS pylsur og kók. Að samkomu þessari standa auk Töltheima Hestar 847 og Skjár einn. Sumargleði í Töltheimum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.