Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 67 verður haldin í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, laugardagskvöldið 28. apríl og hefst kl. 20.15 með tónleikum. Dansað frá kl. 22.30. Allir velkomnirNánar auglýst í Mbl. á laugardaginn. HÁTÍÐ HARMONIKUNNAR, Vesturgötu 2, sími 551 8900 Hunang spilar frá miðnætti Í KVÖLD kl. 20 heldur Ragnar Emilsson gítarleikari útskriftar- tónleika frá Tónlistarskóla FÍH í sal skólans í Rauðagerði 27. Hann leikur tvö lög eftir sjálfan sig og fimm önnur lög. „Það eru þau djasslög sem hafa gripið mig hvað mest í náminu,“ segir gítaristinn. En auk Ragnars eru þrjú skóla- systkini hans að útskrifast. Úlf- hildur Guðmundsdóttir, klassískur píanóleikari, heldur sína tónleika 5. maí kl. 17, Þorgrímur Jónsson bassaleikari heldur sína tónleika 18. maí kl. 17, en Davíð Þór Jóns- son djasspíanisti hélt sína tónleika 7. apríl sl. og hlaut að launum hæstu einkunn sem gefin hefur verið við skólann. Gengur ekki upp peningalega séð „Ég spilaði aðallega mitt efni fyrir utan tvö lög sem voru eftir Keith Jarret og Dave Douglas,“ segir Davíð Þór. „Það var mjög gaman á tónleikunum, og verður gaman hjá ykkur hinum ef margir koma og ef þið eruð búin að ákveða hvað þið ætlið að spila.“ – Já, fyrsta lagið hjá þér var snarstefjun. Davíð Þór: Já, ég hafði það óundirbúið, því þá getur ekkert farið verr eftir það á tónleikunum. Smásálfræði. En þetta gekk vel og allir voru glaðir og ánægðir. – En er eitthvert líf eftir tónlist- arskólann? Þorgrímur: Er ekki áframhald- andi líf innan fleiri tónlistarskóla í öðrum heimsálfum? Ég set a.m.k. stefnuna á það að fara til útlanda. Ragnar: Ég er ekki búinn að áforma að fara í annan tónlistar- skóla strax. En ég tek mér eitt- hvað tónlistartengt fyrir hendur, kenna, spila og blanda þessu sam- an. Davíð Þór: Ég var í sundi um daginn og velti því fyrir mér hvort það væri eitthvert líf að hanga inni í tónlistarskóla og æfa sig allan daginn, koma svo út eftir sjö ár, orðinn geðveikur á æfingum og lestri, og fara svo beint í launa- flokk þrettán og kenna krökkum að spila á hljóðfæri. Ef maður ætl- ar að hugsa út frá hagsýnissjón- armiðum þá gengur þetta engan veginn upp. En það er alltaf mikið líf í tónlistarskóla og eftir það. Úlfhildur: Ég ætla að sækja um í LHÍ næsta vetur, en ég veit ekki hvernig það verður. Það er ekki búið að ráða neina kennara og óvíst hvað verða margir nemendur. Þetta er þriggja ára nám sem mið- ar að því að maður fái BA-próf í tónlist, og maður verður að vera með áttunda stig til að komast inn. – Er ekki erfiðara að vinna fyrir sér eftir klassískt nám en ryþmískt? Úlfhildur: Nei, það er fullt fyrir klassíska að gera líka, spila undir hjá kórum og einsöngvurum, á org- el í messum og í kennslu. Þýðir ekki að spila fyrir sjálfan sig Davíð Þór: Hvað sem maður spilar þá er maður fyrst og fremst tónlistarmaður. Þetta snýst um að koma fram, flytja tónlist eftir okk- ur sjálf eða einhvern annan, gera það sem best og ná til fólksins. Þetta snýst um kunnáttu og vilja. – Er þetta þá spurning um að vera „performer“? Ragnar: Já, og fólk leggur mis- mikla áherslu á það hvort tónlistin eða framkoman eða jafnvel fötin nái til fólksins. Úlfhildur: Framkoman lætur oft tónlistina ná til fólksins. Það þýðir ekkert að spila fyrir sjálfan sig. Það þarf að spila vel hér og nú. – Mælið þið með þessu tónlist- arnámi? Ragnar: Já, þetta djassnám nýt- ist mjög vel, t.d. í popptónlist. Ég hef verið hvattur af kennaranum mínum til að semja mína eigin tón- list, og nota það sem ég hef lært í rokki. Það er ekki verið að byggja mann upp frá grunni. Davíð Þór: Það er svo gott hversu margir starfandi tónlistar- menn kenna við skólann. Þeir hafa reynslu af því að spila með öðrum og leika alls konar tónlist. Það eru til kennarar sem spila aldrei neitt. Ragnar: Þetta er ekki fullkom- inn skóli frekar en einhver annar en ef maður leggur sig fram þá getur maður fengið mikið út úr þessu námi. Davíð Þór: Það kennir manni enginn neitt, maður lærir bara sjálfur. Því betri sem aðstæður eru og betra fólk er til að ræða við því meiri eru möguleikarnir auðvitað. Tími fyrir tónlistina – Hver er draumurinn? Davíð Þór: Ég sé mig heima að elda með son minn sitjandi uppi á borði og dóttur mína hangandi í svuntunni og síðan kemur konan mín heim af æfingu og ég er búinn að elda og leggja á borð og setja góða músík á fóninn, plötu sem ég er nýbúinn að taka upp. Ha, ha! Æi, ég veit það ekki. Stóri draum- urinn? Það er a.m.k. ekki hrút- fullur uppi á sviði klukkan háftvö að spila danstónlist. Það er að spila sem mest og semja. Úlfhildur: Ég hef ekki mikla trú á því að maður geti lifað á því að vera tónlistarmaður. Það þarf að vinna svo mörg störf til að geta framfleytt sér almennilega. Ég vona að þegar ég er ekki að vinna að tónlistinni beint hafi ég tíma til að sinna tónlistinni fyrir mig. Ég hef þegar samið tónlist við myndlistarsýningu og er í rokk- sveitinni Fúgu sem gefur út disk í sumar. Ragnar: Ég hef getað dregið fram lífið hingað til og það verður áreiðanlega svipað þótt maður sé ekki lengur í skólanum. En ég reyni að vinna sem minnst með til að geta stússað í músík. Þorgrímur: Mig langar að fara til útlanda og finna góðan kennara sem getur leiðbeint mér áfram í því sem ég er að gera. Mig langar svo til að kynnast nýju umhverfi og komast inn í fjölbreytilegra mannlíf. Úlfhildur: Ég held að allir lengra komnir tónlistarnemendur þurfi að kynnast einhverju öðru en þessu litla samfélagi hér. Það er líka nauðsynlegt fyrir íslenskt tón- listarlíf. Þorgrímur: Það skiptir miklu að kynnast fleira fólki sem er inni á sömu stefnu og maður sjálfur. Það er ekki að kennararnir úti séu betri en hér heima. – Kvíðið þið fyrir tónleikunum? Þorgrímur: Nei, alls ekki, ég er frekar spenntur, þetta verður gam- an, a.m.k. eftir á. – Á að toppa einkunnina hans Davíðs Þórs? Úlfhildur: Mér finnst umsögnin mikilvægari en einkunnin þar sem prófdómarinn segir hvað var vel eða illa gert. Maður gerir sér ekki alltaf grein fyrir því. Ragnar: Ég er ekki að spila fyir einkunn, ég er að spila fyrir fólk. Morgunblaðið/Þorkell Þorgrímur, Ragnar, Úlfhildur og Davíð Þór standa á tímamótum. Alltaf mikið líf í tónlist Leiðir liggja til allra átta eftir nám í tónlist- arskóla FÍH, einsog Hildur Loftsdóttir komst að þegar hún hitti útskriftarnemana í ár. ANNAÐ kvöld kl. 20 verður Lands- lagskeppni Bylgjunnar haldin á Broadway. Auglýst var eftir þátt- takendum fyrir allnokkrum vikum og bárust tæplega 400 lög til að- standenda, hvorki meira né minna. Tíu lög keppa svo til úrslita í kvöld. Að sögn Jóhanns Arnar Ólafssonar kynningarstjóra hefur undirbún- ingur fyrir keppnina gengið vel. „Fimm manna dómnefnd valdi tíu lög,“ upplýsir Jóhann. „Höfundar fengu svo fjármagn og tíma til þess að fullvinna lögin“. Hann segir að á sjálfu kvöldinu verði undirspil lags- ins svo flutt við lifandi söng kepp- enda. „Þetta var unnið svona af því að það þurfti hvort eð er að fullvinna lögin því þau verða öll gefin út á diski sem kemur út núna fljótlega eftir keppnina.“ Mikið til eru þetta lög í rólegri kantinum. „Starf dómnefndar fólst í því að velja tíu bestu melódíurnar,“ útskýrir Jóhann. „Upp úr stóðu þessi lög og meirihluti þeirra er rólegur. Ég myndi samt ekki segja að þetta væru allt ballöður. Það er suðrænn taktur í einu þeirra, eitt er með mjög sterku gospelívafi og annað er með rokkaðri undiröldu; öflugt lag þótt það sé ekki hratt. Það sem einkennir þessi lög þó umfram allt annað er að þetta eru einfaldega góð lög.“ Jóhann bætir því við að um kvöld- ið verði og veitt sérstök heið- ursverðlaun og óvænt atriði verði svo flutt í kjölfarið. Höfundar laga í keppninni eru t.a.m. Alda Björk Ólafsdóttir, Grétar Örvarsson og Þórir Úlfarsson en af flytjendum má t.d. nefna Pál Rósinkranz, Einar Ágúst og Heru Björk. Dómnefndina skipa þau Eiður Arnarsson og Að- alsteinn Magnússon, fulltrúar Skíf- unnar, Ágúst Héðinsson og Bjarni Arason, fulltrúar Bylgjunnar, og Védís Hervör Árnadóttir söngkona. Kynnar verða þeir Jón Axel Ólafs- son og Gunnlaugur Helgason. Í leit að Landslagi Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Hér má sjá nokkra af lagahöfundunum stilla sér upp ásamt flytjendum. &'               (  )  *          +              ( ,&      !  " - ) .)  !" # $ ! % &! & # / 0,1 #  $ %&  '  !$  (  ) ! 2 3.)    %      !  " 4) +052 .6 ' (" $ ) *+ ) !$ +  71*  #  $ %&   ,  % ) + 89 3      %         Landslag Bylgjunnar á Broadway
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.