Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borgarnesi - Engin endanleg ákvörð- un hefur enn verið tekin um það hvort þjóðvegur 1 um Borgarnes verði færður til og lagður meðfram Borg- arnesi eða haldi sér í núverandi legu með hraðalækkandi aðgerðum og er hvorugur möguleikinn útilokaður. Kynningarfundur um málefnið var haldinn á Hótel Borgarnesi þriðju- dagskvöldið 24. apríl sl. þar sem Borgnesingar fjölmenntu til að fræð- ast um innihald skýrslunnar ,,Þjóð- vegur 1 um Borgarnes, samanburður valkosta“. Skýrslan er afrakstur sam- starfsnefndar bæjarstjórnar Borgar- byggðar og Vegagerðarinnar, sk. Borgarnesnefnd, sem tók til starfa haustið 1999 og lauk nýverið sínum störfum með útgáfu ofangreindrar skýrslu. Markmið nefndarinnar var að athuga helstu valkosti á framtíð- arlegu Þjóðvegar 1 um Borgarnes. Samkvæmt skýrslunni er stillt upp tveimur valkostum, leið A; sem er lagfæring á núverandi vegi með því að útbúa hringtorg, þrengingar og aðrar aðgerðir sem lúta að því að hægja á umferð og draga úr slysa- hættu. Þetta nefnist hverfisvæn leið og jafnframt var fjallað um danskar fyrirmyndir á þessu sviði. Hin leiðin B; er að leggja veg í sveig meðfram ströndinni á uppfyllingu sem gerir það að verkum að vegfarendur þurfa ekki að lúta hraðatakmörkunum nema á hringtorgi við enda Borgar- fjarðarbrúar. Forsendur við gerð skýrslunnar tóku mið af áhrifum val- kostanna á; umferð, umferðarspám, fólksfjölda, verslun og þjónustu, líf- ríki og fornleifum. Mikill munur á kostnaði Kynning skýrslunnar var í höndum Guðrúnar Drafnar Gunnarsdóttur og Arnar Steinars Sigurðssonar frá VST auk Richards Ólafs Briem frá VA arkitektum. Þar kom fram að kostn- aður við leið A er talinn nema ca. 124 milljónum króna en við leið B. 438 milljónum. Hins vegar eru metnar tekjur af leið A ekki nema 10 milljónir en af leið B 118 milljónir. Þarna er lagt til grundvallar; ferðatími, vega- lengd, óhappatíðni o.s.frv. Skýrsluna má kynna sér í smáatriðum á heima- síðu Borgarbyggðar www.borgar- byggd.is. Eftir formlega kynningu gafst fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir og tjá sig um þessar leiðir eða benda á aðrar leiðir. Skipt- ar skoðanir komu fram og fannst mörgum ekki góður kostur að leiða umferðina framhjá Borgarnesi eins og leið B felur í sér. Aðrir fundargest- ir voru á því að slæmt væri kljúfa bæjarfélagið í tvennt eins og óhjá- kvæmilega gerist þar sem um þunga umferðargötu er að ræða. Ræddu menn ennfremur um lausnir eins og t.d. undirgöng fyrir gangandi vegfar- endur. Í lok fundar sagði Stefán Kalmansson bæjarstjóri búast við því að framkvæmdir við leið A myndu hefjast innan tveggja til þriggja ára, enda þyrfti hvort eð er að ráðast í endurbætur á núverandi vegi. Hins vegar væri ljóst að leið B þarf að komast inn á langtímaáætlun fyrr eða síðar. Magnús Valur Jóhannsson um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar benti á að vegaáætlun yrði endurskoðuð næsta vetur og að mati Vegagerðar- innar væri óhjákvæmilegt annað en að hafa aðra leið framhjá Borgarnesi sé til lengri tíma litið. Ný skýrsla kynnt um legu þjóðvegar 1 um Borgarnes, þar sem valkostir eru bornir saman Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá kynningarfundinum um skýrslu þjóðvegar 1 um Borgarnes sem fram fór á Hótel Borgarnesi. Til greina kemur að leggja veginn framhjá bænum                               Bolungarvík - Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, skipuð fjörutíu og fimm hljóðfæraleikurum, var í heimsókn í Bolungarvík um sl. helgi þar sem sveitin lék fyrir nemendur í grunnskóla Bolung- arvíkur og í grunnskólanum á Ísafirði einnig léku Mosfelling- arnir fyrir utan Gamla apótekið, menningarhús ungs fólks á Ísa- firði, á ársafmæli þess sl. föstu- dag. Lokatónleikarnir voru svo á laugardag en þá léku saman í Víkurbæ í Bolungarvík skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar, Sérsveit Ísafjarðar og Bolungarvíkur og blástursveit fjórða bekkjar grunn- skóla Bolungarvíkur. Að sögn Birgis D. Sveinssonar, stjórnanda skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og fyrrverandi skólastjóra Varm- árskóla, eru um 120 grunn- skólanemar í Varmárskóla í þremur skólahjómsveitum undir hans stjórn. Í Mosfellsbæ hefur á mörgum undanförnum árum ver- ið lögð rækt við tónlistarnám inn- an veggja grunnskólans. Haldið er úti byrjendadeild, mið- skóladeild og eldri deild lúðra- sveita og er komið saman tvisvar í viku til samæfinga. Liðkað er til fyrir nemendur til að sækja spila- tíma innan skólatíma. Á hverju ári er farið í tónleikaferðir innan- lands en eldri deildin fer gjarnan í tónleikaferðir til útlanda þegar færi gefst. Birgir sagði að ferðin nú hingað vestur væri auk þess að vera tónleikaferð ekki síður farin til að leggja lið uppbygg- ingu skólalúðrasveita hér fyrir vestan og í leiðinni að undirbúa þátttöku í landsmóti skólalúðra- sveita sem haldið verður í Kefla- vík dagana 1. til 3. júní nk. en þar verða samankomnir hátt í átta hundruð meðlimir skóla- lúðrasveita víðsvegar af landinu. Birgir sagði að það hefði svo sannarlega verið þess virði að koma hingað vestur, móttökurnar og gestrisnin sem við höfum notið bæði hér í Bolungarvík og á Ísa- firði hafa verið frábærar og fyrir það erum við þakklát. Húsfyllir var á tónleikum hjómsveitanna þriggja og góður rómur gerður að þeirri hressu og líflegu lúðra- sveitatónlist sem tónleikagestum var boðið uppá. Skóla- hljómsveit Mosfells- bæjar í heimsókn Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Tómas Eggertsson, stjórnandi lúðrasveitanna í Bolungarvík og Ísafirði, Kristinn Níelsson, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, Soffía Vagns- dóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur, og Birgir D. Sveins- son, stjórnandi skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Skólahljómsveit Mosfellsbæjar ásamt sérsveit Ísafjarðar og Bolungar- víkur á tónleikum í Víkurbæ í Bolungarvík. Árneshreppi - Sumardaginn fyrsta var mikið um að fólk færi aftur til síns heima eftir páskafrí með flugi og svo var líka héðan úr hreppnum. Svo skemmtilega vildi til að sam- einað var flug til Bíldudals og Gjögurs þennan sólardag og kom stærsta flugvél sem lent hefur á Gjögurflugvelli ATR 46 sæta vél Flugleiða hingað en Ís- landsflug hefur flogið á Dornier 19 manna vél eftir að það tók við flugi aftur af Leiguflugi Ís- leifs Ottesen á vordögum. Fólki þótti þetta sniðugt og frábært að fara með þetta stórri vél í stað 9 til 12 manna véla hér fyrr í vetur. Svo kom þessi sama vél í fyrradag 24–4 í áætlun hingað á Gjögur og náði þá fréttaritari þessari mynd af vélinni. Stærsta flugvél sem lent hefur á Gjögurflugvelli Borgarnesi – Það er búið að vera mikið fjör hjá krökkunum í kór Grunnskóla Borgarness en þau settu upp söngleikinn „Rúmbi risa- eðla“. Söngleikurinn er eftir Sue Heaser að viðbættum fáeinum per- sónum og texta eftir Sigríði Jóns- dóttur og tónlist eftir Birnu Þor- steinsdóttur. Birna er stjórnandi kórsins og jafnframt leikstjóri söngleiksins. Söngleikurinn fjallar um risaeðl- ur og menn en til að rugla ekki áhorfendur er tekið fram að þessar tvær tegundir hafi ekki verið uppi á sama tíma. Risaeðlur í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.