Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ CHERRY Falls heitir kyrrlátur lítill bær í Bandaríkjunum þar sem aldrei gerist neitt fyrr en allt í einu að bil- aður fjöldamorðingi tekur að ráðast á unga íbúa hans. Öll fórnarlömb hans eru ungt fólk sem enn hefur ekki misst meydóminn – eða svein- dóminn – og lögreglustjórinn í bæn- um (Michel Biehn) boðar til neyð- arfundar; hann hefur ekki síst áhyggjur af sinni eigin dóttur, Jody (Brittany Murphy). Fundurinn leysist upp í vitleysu og fjórða fórnarlambið finnst myrt á hroðalegan hátt. Lögreglustjórann er tekið að gruna hver gæti verið morðinginn en heldur vitneskjunni út af fyrir sig þegar alríkislögreglu- menn taka að streyma í bæinn vegna morðanna. Fær þá eitt ungmennið snilldar- hugmynd. Fyrst morðinginn ræðst aðeins á þá sem enn hafa ekki sofið hjá er best að vinda sér í þá aðgerð og losna undan bölvuninni. Þannig er söguþráðurinn í spennumyndinni Cherry Falls, sem frumsýnd er í Stjörnubíói í dag. Með aðalhlutverkin fara Brittany Murphy, Michael Biehn, Gabriel Mann og Jay Mohr. Leikstjóri er Ástralinn Geoffrey Wright en hand- ritið gerir Ken Selden. Wright er þekktur fyrir að stýra landa sínum Russell Crowe í Romp- er Stomper en var að leita sér að mynd til þess að gera í Bandaríkj- unum þegar honum barst handritið að unglingahrollvekjunni. „Það er hellingur af hlutum í myndinni sem við þekkjum úr þessari myndateg- und en það er aðeins á yfirborðinu. Það er svo margt annað í gangi sem er hreinlega skrítið; til dæmis endar þessi mynd með kynsvalli. Það hlýt- ur að vera þess virði að gera amer- íska bíómynd sem endar í kynsvalli.“ Michael Biehn er sjóaður leikari, hefur unnið talsvert með James Cameron, og hafnaði hlutverki sínu í fyrstu. „Umboðsmaður minn sendi mér handritið,“ er haft eftir Michael. „Ég las eitthvað um fimmtán síður í því og hringdi í hann og sagði honum að ég vildi alls ekki leika í þessari mynd – ætla þeir aldrei að hætta að gera þessar unglingahrollvekjur? Umboðsmaðurinn skipaði mér að halda áfram að lesa og ég gerði það og mér fannst það á endanum bráð- sniðugt. Þessi mynd er satíra. Mín persóna er mjög hefðbundin en flest annað er undirfurðulegt.“ Svo skipti það einnig máli að Geoffrey Wright ætlaði að leikstýra. „Ég hafði séð Romper Stomper eftir hann og mér fannst það frábær mynd,“ segir Biehn. „Þegar þeir sögðu mér að hann myndi gera myndina jók það enn frekar á gleði mína og ég hlakk- aði til þess að hitta hann.“ Leikarar: Brittany Murphy, Michael Biehn, Gabriel Mann og Jay Mohr. Leikstjóri: Geoffrey Wright (Romper Stomper, Metal Skin, Lover Boy). Jay Mohr í hlutverki sínu í bandarísku spennumyndinni Cherry Falls sem segir af fjölda- morðingja er gengur laus í amerískum smábæ. Sérstök fórnar- lömb Stjörnubíó frumsýnir í dag spennu- myndina Cherry Falls eftir ástralska leikstjórann Geoffrey Wright. VIÐ mælum okkur mót á kaffihúsi árla dags, þar sem blaðamanni gefst tækifæri til að spyrja Bryn- hildi spjörunum úr um starfið og nýju útgáfuna. Brynhildur hefur verið önnum kafin frá því að hún tók við ritstjórastarfinu í febrúar síðastliðnum, en fyrsta tölublað leit dagsins ljós tæpum tveimur mán- uðum síðar. „Það má segja að þetta hafi borið mjög brátt að,“ segir Brynhildur þegar hún er spurð um tildrög ráðningarinnar. „Mér var boðið að taka þetta að mér og fannst þetta svo spennandi að ég hugsaði mig ekki tvisvar um, þó svo að ég vissi að þetta yrði mikil vinna.“ Hún bætir því við að starfið hafi tekið mikið á til að byrja með, enda hafi undirbúningstími verið stuttur. „En það hafði líka jákvæð áhrif að hafa svona stuttan tíma, það kallaði á skjótar ákvarðanir, og bjó til pressu sem ég vinn venju- lega mjög vel undir.“ Margir muna eflaust eftir Bryn- hildi sem frá því að hún var um- sjónarmaður Þjóðbrautarinnar á Bylgjunni, en hún hefur auk út- varpsstarfa komið að ýmsum störf- um á sviðum fjölmiðla og menning- ar. Hún lauk B.A.-prófi í íslensku frá Háskólanum árið 1995, og hef- ur auk útvarpsstarfa unnið sem rit- stjóri Vinnunnar, blaðs Alþýðu- sambands Íslands, blaðamaður, gagnrýnandi og pistlahöfundur. Nýr markhópur Þegar fyrsta tölublað Tímarits um menningu og mannlíf kom út, brá mörgum hollvinum hins rót- gróna Tímarits máls og menningar í brún, enda hafði það tekið mikl- um breytingum frá því sem áður var. Brot tímaritsins er stærra og breiðara en síður færri en áður. Greinar eru styttri, efnistök önnur og tímaritið ríkulega myndskreytt. Þegar Brynhildur tók við ritstjóra- stöðunni lýsti hún því yfir að gerð- ar yrðu talsverðar breytingar, bæði á útliti og innihaldi blaðsins. Hún er nú spurð á hvaða forsend- um tímaritinu hafi verið mótuð þessi nýja stefna og að hvaða leyti það samræmdist hugmyndum út- gefendanna. „Útgefendurnir, þ.e.a.s. Mál og menning, höfðu velt því lengi og rækilega fyrir sér að gera breyt- ingar á blaðinu,“ svarar Brynhild- ur. „Þannig er ég ráðin gagngert til þess að breyta því, móta því ákveðna tímaritsímynd og gefa því fjölbreyttari og líflegri mynd. Vafalaust voru margar ástæður fyrir því að ákveðið var að ráðast í breytingar og var sú ákvörðun tek- in í sátt við fyrrverandi ritstjóra. Það er einfaldlega nauðsyn að hrista upp í hlutunum við og við.“ – Er þá verið að höfða til annars markhóps en áður var? „Já að vissu leyti. Hugmyndin er sú að byggja upp nýtt tímarit á gömlum grunni, og með því erum við að reyna að höfða til nýs les- endahóps. Það verður hins vegar að hafa það í huga að blaðið er ekki fullmótað. Útlit blaðsins hefur ver- ið mótað og ákveðnar línur verið lagðar um að það verði líflegra og fjölbreyttara en efnislega er það enn í þróun. Svona blað þarf tíma til að mótast og verður vonandi aldrei fullþróað. Enda gæti ég nú bara hætt ef svo yrði. Næsta blað verður t.d. allt öðruvísi en það fyrsta, og það þriðja sömuleiðis.“ – Felst þá ritstjórnarstefnan í að endurspegla menningarlandslagið eins og það lítur út hverju sinni? „Blaðið mótast af því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni og af þeim viðbrögðum sem ég fæ. Blaðið mótast þannig af því sem ég held að höfði til fólks á hverjum tíma. Eitt það versta sem getur komið fyrir menningarblað af þessu tagi, er að staðna eða verða fyrirsjáanlegt. Ef blaðið á að hafa eitthvað að segja verður það að vera sveigjanlegt. Einn stærsti kostur breytinganna, þ.e. fleiri tölublöð og styttri greinar, er sá að það býður upp á meiri möguleika á því að fólk tjái sig um það sem er að gerast á líðandi stund. Enda eru menningin og listir fyrirbæri sem eiga að hrista upp í fólki og fá það til að hugsa um lífið og tilveruna á nýjan hátt. Ég held að okkur hafi tekist mjög vel að hrista upp í fólki með þessu fyrsta tölublaði. Það er markmið sem ég var mjög ánægð að hafa náð.“ Sitt sýnist hverjum – Nú hafa einmitt heyrst skiptar skoðanir varðandi breytingarnar, í fjölmiðlum mátti m.a. heyra að sitt sýnist hverjum. „Við vissum auðvitað að breyt- ingarnar yrðu umdeildar, og að með þeim væri verið að stíga á ein- hverjar tær. En það fylgir óhjá- kvæmilega öllum breytingum að þær taki á, og ekki má gleyma að Íslendingar eru mjög íhaldssamir að eðlisfari. Þeir eru óvanir svona stökkbreytingum. En þó svo að einhverjir hafi sett fram harða gagnrýni fannst mér sú gagnrýni almennt hafa endað á jákvæðum nótum sem ber vott um að fólk fylgist grannt með þróuninni og stendur alls ekki á sama hver út- koman verður. En það verður líka að athuga að oft heyrist hæst í þeim sem eru óánægðir. Ég persónulega hef heyrt mun hærra hlutfall ánægju- radda. Þar er bæði um að ræða les- endur sem eru að koma nýir inn á þennan vettvang og gamla lesend- ur. Auðvitað hef ég líka heyrt frá einhverjum sem eru óánægðir. Ég held hins vegar að gefi fólk blaðinu tækifæri þá breytist þetta viðhorf.“ – Meðal þeirrar gagnrýni sem heyrst hefur er sú að með breyt- ingunum sé verið að kasta rótgrón- um fræða- og menningarvettvangi fyrir róða. Telur þú að vettvangur, þar sem rými er gefið fyrir langar og ítarlegar fræðigreinar, sé dauð- ur í tímaritaútgáfunni hér á landi? „Sá vettvangur er alls ekki dauð- ur. Það er áveðinn hópur sem vill lesa langar og ítarlegar fræðigrein- ar. Sá hópur fær vonandi eitthvað við sitt hæfi áfram í TMM. En með breytingunum erum við alls ekki að segja að gamla tímaritið hafi verið vont eða úr sér gengið. Það var hins vegar kominn tími til að yngja það dálítið upp og minna á það. Síðan má benda á að Netið er að verða mikill vettvangur fræði- og samfélagsumræðu, vefritið Kist- an er gott dæmi um það. Það er líka greinilegt að áhuginn fyrir fræðilegri umræðu, sem tengist því sem er að gerast í samfélaginu, er mikill. Lítum til dæmis á gróskuna í ReykjavíkurAkademíunni. Það er fólk um allt sem er að sinna fræði- legri umræðu á þennan nýja hátt, sem felst í því að færa hana nær al- menningi.“ Lifandi fræðimennska – Megum við eiga von á því að vægi fræðilegra greina verði aukið í tímaritinu? „Ég held að fræðimenn eigi eftir að sjá fleiri greinar eftir kollega sína í næstu blöðum. En þær verða með öðru formi en var í gamla blaðinu. Þær verða aðgengilegri og formið gefur frelsi til alls kyns út- úrdúra og myndskreytinga, sem geta gert efnið mjög skemmtilegt. Þannig getur blaðið einmitt orðið góð lyftistöng fyrir fræðimenn að koma efni sínu til almennings, en ekki aðeins kollega sinna. Það er mikið talað um að Háskólinn þurfi að kynna sig betur og að opna þurfi fræðasamfélagið. Þetta blað er auðvitað mjög góð leið til þess, ef fólk treystir sér til að koma fram með nýja nálgun á fræðin, og nota þau til að vekja upp skemmti- legar umræður eða spurningar um það sem er að gerast í kringum okkur. En það verður einnig að athuga að tímaritið er nýr vettvangur fyrir listamenn, og þar verður áherslan ekki eingöngu á bókmenntir. Ég hyggst til dæmis leggja áherslu á myndlist og hönnun í auknum mæli, og aðra skapandi hluti. Að lokum má geta þess að með hinu breytta tímariti hefur orðið til nýr vettvangur fyrir auglýsendur, sem vilja höfða til ákveðins markhóps og koma ákveðnum hlutum á fram- færi. Með því að taka inn auglýs- ingar í auknum mæli inn í blaðið erum við í raun að hverfa aftur til ársins 1938, þegar Kristinn E. Andrésson var ritstjóri, en þá voru auglýsingar algengar í blaðinu.“ – Hvernig gengur undirbúningur næsta tölublaðs? „Það hefur verið nóg að gera við að undirbúa það, fá inn og velja efni í blaðið um leið og heilmikil vinna liggur fyrir við að móta blað- ið. Lengd síðasta tölublaðs mun t.d. halda sér en það má vera að þar innan um verði lengri greinar. Það verður einnig að hafa það í huga að þeir sem skrifa í blaðið hafa einnig haft stuttan tíma til að melta breytingarnar og hugsa upp á nýtt sínar nálgunarleiðir við efn- ið. Þeir eru vanir að skrifa lengri greinar og margir treystu sér ekki til þess að skila inn í fyrsta tölu- blaðið. Ég er hins vegar komin með talsvert af efni frá þessum höfundum sem ég mun geta notað í næsta blaði, en þar verður margt góðra manna.“ „Svona blað þarf tíma til að mótast og vonandi verður það aldrei fullþróað. Enda gæti ég nú bara hætt ef svo yrði,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, ritstjóri TMM, Tímarits um menningu og mannlíf. Nýlega tók Tímarit Máls og menningar miklum stakkaskiptum, og vakti útkoma fyrsta tölublaðs nýju útgáfunnar, Tímarits um menningu og mannlíf, mikil viðbrögð. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við hinn nýja ritstjóra tímaritsins, Brynhildi Þórarins- dóttur, um hið nýja tímarit og viðbrögðin sem það hefur fengið. Nýtt tímarit á gömlum grunni heida@mbl.is  GRIPLA, rit Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, er komið út í 11. sinn. Ritið er að þessu sinni að mestu helgað rannsóknum og útgáfu á textum og þar á meðal eru nokkrir sem ekki hafa verið gefnir út áður. Ritið hefst á rann- sókn Ólafs Halldórssonar um Landnámutexta í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, sem varðveist hefur í tveimur gerðum. „Grettir vondum vættum, veitti hel og þreytti“ heitir rannsókn Guðvarðs Más Gunnlaugssonar á vinsældum Grettis sögu. Guðvarð- ur rekur þar allar heimildir sem til eru um Gretti allt fram á 19. öld. Eftir Svanhildi Óskarsdóttur er greinin The Book of Judith, sem er kafli úr doktorsritgerð hennar um safnhandritið AM 764 4to. Þórunn Sigurðardóttir skrif- ar grein um erfiljóð, lærða bók- menntagrein á 17. öld. Tvær greinar Griplu eru um Morkin- skinnu. Sú hin fyrri er eftir Kari Ellen Gade en síðari greinin er rannsóknarsaga Morkinskinnu og hana rekur Ármann Jakobsson. Í Griplu er að þessu sinni langur kafli, Málstofa, sem helguð er um- sögnum um nýlegar rannsóknir. Háskólaútgáfan sér um dreif- ingu. Rit MÖGULEIKHÚSIÐ er á leikferð með leikritið Lóma og verða sýn- ingar í leikskólanum og grunnskól- anum í Neskaupstað og í Félags- lundi á Reyðarfirði í dag, föstudag. Á morgun, laugardag, verða sýn- ingar í Herðubreið, Seyðisfirði, kl. 14 og á sunnudag í Skrúð, Fá- skrúðsfirði, kl. 14 og í kirkju og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði kl. 17. Mánudaginn 1. maí verður sýning í grunnskólan- um og leikskólanum á Egilsstöðum og í Nýja bíói á Siglufirði í boði Verkalýðsfélagsins Vöku. Á mið- vikudag verður sýning á Sæluviku í Skagafirðinum. Þá verða þrjár sýningar á leikritinu í Bifröst, kl. 10, 14 og 17. Hún Lóma litla trölla- stelpa er að byrja í skólanum því þar fær hún að læra að lesa, reikna og skrifa. Lóma tröllastelpa er ekki alveg eins og allir hinir krakkarnir í skólanum og líður ekki á löngu þar til skólafélagar Lómu fara að hlæja að henni og stríða. Það fannst Lómu hundleið- inlegt og hún ákveður að strjúka úr skólanum og fara aftur heim til sín í Hrollaugsdal. Höfundur Lómu er Guðrún Ás- mundsdóttir, leikstjóri er Pétur Eggerz. Leikarar eru Aino Freyja Jär- velä, Bjarni Ingvarsson og Ingi- björg Stefánsdóttir. Lóma í leikferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.