Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 36
UM langan tíma hafa stóru kórarnir og aðalkirkjukórarnir í Reykjavík verið þeir einu sem tekið hafa til meðferðar stóru kirkjulegu verkin en með vaxandi söngmennt eru landsbyggðakórarnir að finna meira til sín og það á við um Skál- holtskórinn sem Hilmar Örn Agn- arsson hefur stjórnað í nokkuð ár og stefnt til átaka við sífellt erfiðari verkefni. þannig hefur Hilmar Örn unnið gott starf og alið upp nokkuð góðan sönghóp og eru t.d. sópr- anraddirnar nokkuð góðar og altinn fallega hljómandi. Karlana í heild vantar meiri og dýpri hljómgun (resonance). Söngur kórsins var nokkuð öruggur og ljóst að vel hafði verið æft, svo að öruggur söngur bætti upp það sem á vantaði. Tón- leikar Skálholtskórsins, sl. miðviku- dag í Fossvogskirkju, hófust á Ave Maríu, eftir Sigurð Þórðarson, sem Sigrún Hjálmtýsdóttir söng mjög vel við undirleik Kára Þormars. Sig- rún söng ein og með kórnum í verk- unum eftir Fauré, Bizet og Mozart og var söngur hennar í Agnus Dei (Bizet) og Lautate Dominum (Moz- art) mjög góður. Ave verum, eftir Fauré, var hér flutt í umskrift eftir hljómplötu og er haft eftir kórstjór- anum að hvergi sé að finna neitt um þetta verk í tónlistarbókum. Þeim sem umritaði verkið, Skarphéðni Hjartarsyni, hefur líklega sést yfir nokkra endahljóma, þar sem bassa- tónninn er fimmundin í hljómnum og verður það að teljast ólíklegt að Gabríel Fauré, prófessor í tónsmíði við tónlistarháskólann í París, hafi endað tónhendingar í þrígang á fe- sexundarhljómi og einu sinni notað hann sem upphafshljóm. Má vera að þarna hafi bassinn átt að vera tví- skiptur en rót hljómsins ekki verið greinanleg vegna styrkleika bass- ans í hljómsveitinni. Þá er skondin samstíg áttund í 32. takti, svo að þarna munar ef til vill einhverju í umritun Skarphéðins og verki Fauré. Hvað sem þessu líður er þetta fallegt verk og vel þess vert að leita eftir upplýsingum um rétta gerð þess hjá Dómkórnum í Riga og ættu bréfaskriftir ekki að vera vandamál til lausnar þessu máli. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng með kórnum á sinn frábæra máta. Verk- ið var endurtekið í lok tónleikanna og er víst að það venst vel enda var það mjög vel flutt. Hallelújakórinn, úr Messias eftir Handel, var nokk- uð vel fluttur og þar átti sópraninn góð tilþrif með hækkandi tónstöðu við textann „King of Kings and Lord of Lords“. Meginverk tón- leikanna var Gloria eftir Vivaldi og sungu Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir ein- söngsaríurnar, fyrst saman dúett- inn Laudamus te. Sigrún söng af glæsibrag aríuna Domine Deus en þar átti Kristján Stephensen vel leikna óbósóló. Víxlsöngur Önnu og kórsins í Domine Deus var fallega mótaður en Anna mætti opna meir hljóm raddarinnar sem er fallegur en einum of þvingaður. þetta var nokkuð áberandi í alt aríunni, Qui sedes, en á móti henni átti Bryndís Halla sérlega fallega leikna selló- sóló. Kórinn í heild var nokkuð góð- ur þó aðkarlaraddirnar væru ekki nægilega hljómtraustar, vantaði á köflum þéttleika í hljóman. Hilmar Örn er þarna á réttri leið í að ala upp vel syngjandi kór, sérstaklega með því að takast á við erfið við- fangsefni og það sem vantað á flutninginn var bætt upp með góðri tónlist og öruggum söng. Í glímu við slík verkefni næst aðeins árang- ur með tíð og tíma og með mark- vissri vinnu kórstjórans, svo sem hér var gert, svo að vel horfir til framtíðar hjá Skálholtskórnum. Með tíð og tíma og markvissri vinnu TÓNLIST F o s s v o g s k i r k j a Skálholtskórinn, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Anna Sigríður Helgadótt- ir, kammersveit undir stjórn Hilm- ars Arnar Agnarssonar fluttu kirkjuleg tónverk eftir Sigurð Þórðarson, Fauré, Bizet, Mozart, Handel og Vivaldi. Miðvikudag- urinn 25. apríl 2001. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVELYN Müürsepp er eistnesk og hefur dvalið um skeið sem gesta- listamaður fyrir norðan. Verk henn- ar eru dæmigerð fyrir þá fágun og yfirlegu sem einkennir gjarnan austur-evrópska listamenn. Ein- þrykk hennar eru af fjölskyldu- myndum sem teknar voru á árunum 1936 og fram til aldamóta. Efnið sem hún þrykkir myndirnar á eru gömul lök og dúkar; í sumum til- vikum úr fórum þeirra sem birtast í myndum hennar. Frammi fyrir myndum Müürsepp er okkur varpað aftur í fortíðina, tíma sem eistneska þjóðin þreyði í blíðu og stríðu, oft með miklum sársauka. Gildi þrykkmynda Müürs- epp er einmitt fólgið í þeirri þétt- ingu sögulegs bakgrunns sem óhjá- kvæmilega umbreytir svona persónulegum fjölskyldumyndum í glefsur úr sögu allrar eistnesku þjóðarinnar. Frá þeim örlagaríku árum skömmu fyrir stríð til síðasta áratugar þegar Eistlendingar voru að átta sig á spánnýjum aðstæðum fetar sýningin sig frá einni mynd til annarrar að viðbættum rauðum lín- um sem virka eins og undir í mynd- unum. Þótt ekki sé um stóra sýningu að ræða nær Evelyn Müürsepp að miðla okkur þeim dramatíska þunga sem liggur að baki þessu ljósmynd- ræna einþrykki. Það eru áhrif sem ekki eru órafjarri bókmenntalegum töfrum því ólíkt því að skoða mynd- list í ljósi líðandi stundar er á stund- um sem áhorfandinn sé að skyggn- ast í persónuleg fjölskylduleyndar- mál sem geymd hafa verið eins og forboðnir helgigripir í sængurfata- skápnum innan um lök og dúka. Skyldi það ekki einmitt vera tilfinn- ing margra Balta sem gægjast í fyrsta sinn í þjóðaralbúmið frá síð- ustu sex áratugunum? Skyldi þeim ekki mörgum verða innanbrjósts eins og Müürsepp, sem finnst sem hún væri að drýgja helgispjöll? Þannig er máttur heimilda frá við- sjárverðum tímum. Minningar á lök og dúka MYNDLIST D e i g l a n , K a u p v a n g s - s t r æ t i , A k u r e y r i Til 29. apríl. Opið daglega frá kl. 14–17. EINÞRYKKSMYNDIR EVELYN MÜÜRSEPP Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Evelyn Müürsepp í Deiglunni, í Listagili Akureyrarbæjar. Halldór Björn Runólfsson BURTFARARPRÓF Ragnars Em- ilssonar gítarleikara frá djassdeild FÍH verða í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, í sal skólans. Á efnisskránni eru djasslög frá ýmsum tímum auk tveggja frumsaminna. Með Ragnari leika Davíð Þór Jónsson á hljóm- borð, Helgi Svavar Helgason á trommur og Jón Rafnsson á bassa. Ragnar Emilsson Burtfararpróf í gítarleik Fyrirlestur um japanskan arkitektúr ARKITEKTINN Michael Ander- son heldur fyrirlestur á vegum umhverfis- og byggingarverk- fræðiskorar Háskóla Íslands í dag, föstudag, kl. 16, í húsi verkfræði- deildar, Hjarðarhaga 2-6, í stofu 158. Fyrirlesturinn, sem er á ensku, nefnir hann „Extreme Contrasts: Traditional Japanese Strategies for Connecting the Human, the Natural and the Divine in Architecture, Building & Land- scape“. Michael er sérfræðingur í jap- önskum arkitektúr og mun í fyr- irlestrinum fjalla um hina nær 2000 ára japönsku hefð bygginga úr viði og hvernig hinir hefð- bundnu byggingarhættir ná að tengja hið manngerða við náttúru- heiminn. Fjallað verður um Shinto og helgisiði búddista sem tengjast byggingum. Þetta kemur m.a. fram í ákveðnum þjálfunarkerfum fyrir smiði og aðra iðnaðarmenn. Michael Anderson lærði sjálfur hjá kunnum japönskum trésmíða- meistara og hefur rekið arkitekta- stofu í Osaka. Hann hefur einnig starfað víða um lönd og verið kennari vid Berkeley- og Cam- bridge-háskóla. Michael vill gjarnan hitta áhuga- fólk um handverkið á fyrirlestr- inum og hægt væri að koma á sér- stakri kynningu á japönskum smíðaaðferðum. Fundarstjóri er Trausti Valsson, arkitekt og skipu- lagsfræðingur. Sýning á nýrri hönnun borðbúnaðar „BORÐUM saman við fallega búið borð og verum lengi að því“ er yf- irskrift sýningarinnar Borðleggj- andi sem opnuð verður á morgun, laugardag, kl. 16, hjá Handverki og hönnun í Aðalstræti 12. Þar sýna þrjár leirlistakonur og þrír textílhönnuðir verk sín og leggja sameiginlega á borð. Allur borðbún- aðurinn er ný hönnun og gerður sér- staklega af þessu tilefni. Þær sem sýna eru: Guðlaug Hall- dórsdóttir, Helga Pálína Brynjólfs- dóttir, Kristín Sigfríður Garðars- dóttir, Margrét Jónsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir og Ragna Fróðadóttir. Sýningin stendur til 20. maí og er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. ♦ ♦ ♦ Leiðsögn um sýn- ingar Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Sýningu breska listamanns- ins John Isaacs í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi lýk- ur á sunnudag. Viðbrögð áhorfenda við innsetningum Isaacs hafa jafnan verið marg- blendin en í umræddri inn- setningu, sem ber yfirskriftina Eruð þið enn reið við mig?, gefur m.a. að líta nákvæma sjálfsmynd listamannsins, sem þar skyggnist undir eigið yf- irborð í orðsins fyllstu merk- ingu. Um er að ræða högg- mynd úr plasti þar sem bæði húð og bein hafa verið fjar- lægð að hluta og eftir stendur opinn líkaminn sem virðist í fyrstu eiga meira sameiginlegt með læknisfræði og vísindum en list. Leiðsögn er um sýn- inguna á sunnudaginn kl. 16 og jafnframt um aðrar sýningar Hafnarhússins sem eru Heimskaustslöndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánsson- ar, stórsýning á verkum eftir Bandaríkjamanninn John Bal- dessari og sýning á verkum úr eigu safnsins. Steinaspil í Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni Senn líður að lokum sýning- arinnar Fjöll rímar við tröll í Listasafni Reykjavíkur – Ás- mundarsafni en síðasti sýning- ardagur er 6. maí. Af því tilefni verður boðið upp á leiðsögn og hljóðfæraleik í safninu á morg- un, laugardag kl. 14. Á sýningunni gefur að líta höggmyndir eftir Pál Guð- mundsson frá Húsafelli sem hann hefur hoggið úr grjótinu í bæjargilinu við Húsafell ásamt verkum Ásmundar Sveinsson- ar en þeir listamenn eiga það m.a. sameiginlegt að sækja efnivið sinn í brunn þjóðsagna. Ásamt leiðsögn um sýninguna mun Páll segja gestum frá eig- in hugmyndum og útfærslu verka sinna, m.a. steinhörp- unni sem verið hefur í smíðum og stöðugri þróun í mörg ár. Í lok leiðsagnarinnar munu hljóðfæraleikararnir Steef Van Oosterhaut og Herdís Jóns- dóttir leika verk fyrir stein- hörpu og víólu sem Áskell Másson samdi nýlega og einn- ig þjóðlög í eigin útsetningu. Vortónleikar Árnesinga- kórsins ÁRLEGIR vortónleikar Árnes- ingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Ými, Skógarhlíð 20, á laugardag kl. 17. Á efnisskrá kórs- ins má m.a. sjá íslensk þjóðlög í út- setningu Jóns Ásgeirssonar, ljóð eftir Tómas Guðmundsson við lög eftir ýmsa lagahöfunda, lag og ljóð eftir Loft S. Loftsson og syrpu af lögum úr söngleiknum Porgy og Bess. Einsöngvarar, úr röðum kórsins, eru Árni Sighvatsson, Davíð Við- arsson, Njáll Þorgeirsson og Þor- steinn Þorsteinsson. Kórinn hefur starfað í rúm þrjá- tíu ár. Starfsemin hefur farið ört vaxandi með hverju ári og kórinn líklega aldrei komið eins oft fram og á þessu starfsári sem er senn að ljúka, segir stjórnandinn Sigurður Bragason. Undirleikari er Bjarni Þ. Jónatansson. Ljósmyndir hjá Ófeigi BERGLIND Björnsdóttir ljós- myndari opnar einkasýningu á ljós- myndum sínum í Listhúsi Ófeigi á Skólavörðustíg 5, á laugardag kl. 16. Berglind hélt sína fyrstu einkasýn- ingu vorið 2000 í Gallerí Alexie á Manhattan í New York borg. Áður hefur hún tekið þátt í nokkrum sam- sýningum bæði á Íslandi og í Banda- ríkjunum. Hún útskrifaðist árið 1994 með BA gráðu í ljósmyndun frá Ariz- ona State University-School of Art. Sýningin nefnist 2001 Space Odyssey (Geimferðin 2001) og myndinar eru bæði svart-hvítar og í lit. Áhorfendum er boðið í ferð um geiminn og tilgangur fararinnar er að kanna áður óþekktar plánetur, tungl og stjörnur. Myndinar sýna okkur hversdagslega hluti samfélags okkar í nýju ljósi. Sýningin stendur til 16. maí og er opin virka daga frá klukkan 10–18, laugardaga frá 11–16 og sunnudaga frá 13–17. Freyjukórinn syngur í Reyk- holtskirkju FREYJUKÓRINN heldur sína ár- legu vortónleika í Reykholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Með kórn- um koma fram Dagný Sigurðardóttir sópran, Halldóra Björk Friðjónsdótt- ir sópran, Kristín M. Ágústsdóttir sópran, Ella Björt Daníelsdóttir klar- inett, Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó. Undirleik kórsins annast þau Steinunn Árnadóttir píanóleikari og Haukur Gíslason kontrabassaleikari. Stjórnandi kórsins er Zsuzsanna Budai. Miðaverð er kr. 1000, frítt fyr- ir börn yngri en 12 ára. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.