Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um öldrunarmál Sjálfboðið starf SJÁLFBOÐIÐ starfmeðal aldraðra –verðmæti fyrir ís- lenskt samfélag, er yfir- skrift ráðstefnu sem nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis stendur fyrir í dag og hefst hún klukkan 13. í Áskirkju í Reykjavík. Anna Birna Jensdóttir er formaður nefndarinnar og hefur haft umsjón með undirbúningi ráðstefnunnar. „Ráðstefnu þessari er ætlað að stuðla að því að breyta ímynd öldrunar- þjónustu. Við viljum vekja athygli á samfélagsábyrgð- inni og samhjálpinni í störfum meðal aldraðra.“ – Er afstaða í þessum efnum neikvæð meðal al- mennings? „Það hefur verið tilhneiging til þess að líta á fjölgun elstu borg- aranna sem byrði. Við viljum benda á að langlífi Íslendinga er þjóðarauður. Það er ekki bara fjölgun í hópi aldraðra sem þarf þjónustu heldur mun þeim öldruð- um líka fjölga sem búa við gott heilbrigði. Það er auður í þessum hópi, því hann hefur kraft, aðstæð- ur og tíma til að láta gott af sér leiða.“ – Hvað mun fara fram á ráð- stefnunni í dag? „Við fáum til okkar gestafyrir- lesara frá Danmörku sem heitir Lise Legath, en hún er verkefna- stjóri þjóðarátaks Dana í Árósum um sjálfboðastarf. Hún ætlar að segja okkur frá merkingu þessa fyrir danskt samfélag og miðla okkur af reynslu þeirra. Síðan munu tveir íslenskir sjálfboðaliðar úr hópi eldri borgara, þau Ásgeir Jóhannesson frá Rauða krossi Ís- lands og Pálína Jónsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, segja frá reynslu sinni og framtíð- arsýn af sjálfboðastarfi. Valgerður Gísladóttir, framkvæmdastjóri ellimálaráðs þjóðkirkjunnar, mun fjalla um heimsóknarþjónustu kirkjunnar og Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, sem er framkvæmda- stjóri hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, mun fjalla um áhrif aldraðra á skipulag og þróun félagsstarfs út frá þeim sjónar- hornum að vera þátttakandi eða þiggjandi. Loks verða pallborðs- umræður undir stjórn Hrafns Pálssonar, deildarstjóra í heil- brigðisráðuneytinu. Framsögu- menn taka þátt í þeim umræðum og einnig Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri, en þau munu velta fyrir sér hvernig efla megi sjálfboðastarf meðal aldraðra hér á landi í framtíðinni og stuðla að samkennd almennings þar að lút- andi.“ – Hvernig gengur að fá fólk í sjálfboðastörf núna á þessum vett- vangi? „Það gengur yfirleitt vel þegar leitað er eftir því. Fólk er hins veg- ar feimið og það eru einkum konur sem hafa haft frumkvæði, má þar t.d. nefna störf kvenfélaga um allt land. Karlar eru aftur á móti sjaldséðari í þess- um hópi þótt þeir beiti sér oft fyrir fjáröflun innan félagasamtaka, t.d. í Lions-, Oddfellow- og Rotaryfélögum. Það sem við vildum sjá aukast er hin reglu- bundna þátttaka fólks í sjálfboða- starfi meðal aldraðra. Þá erum við að hugsa um hinn mannlega félagsskap, samveru og að veita liðsinni í daglegu lífi.“ – Er algengt að aldrað, frískt fólk starfi sem sjálfboðaliðar með- al síns aldurshóps? „Það eru ákveðnir hópar sem gera það, svo sem kvennadeild Rauða krossins, þar sem félagar eru flestir í hópi eldri borgara. Þær konur sinna mjög miklu hjálparstarfi t.d. inni á sjúkra- stofnunum og eins má nefna konur sem starfa innan ýmissa sókna þjóðkirkjunnar. Þær sinna ómet- anlegu starfi við t.d. að heimsækja einstæðinga.“ – Njóta svona sjálfboðastörf virðingar í samfélaginu? „Það fer mjög hljótt um sjálf- boðin störf og það þarf að hefja þau til meiri virðingar. Til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada telst það veruleg skrautfjöður í hatt viðkomandi ef hann tekur virkan þátt í sjálfboðnu starfi. Þannig þarf þetta að verða hér.“ – Er þessi ráðstefna upphaf baráttu til þess að svona verði þetta hér? „Já, að því er stefnt og þetta er mikið hagsmunamál fyrir Íslend- inga. Við þurfum að búa okkur undir að annast og þróa öldrunar- þjónustuna með sjálfboðnu starfi þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum en ekki einungis með því að færa ábyrgðina alla yfir á op- inbera geirann. Við getum ekki alltaf ýtt frá okkur ábyrgð ef þjón- ustu er þörf og ætlast til þess að hið opinbera annist um ættingja okkar og vini. Það skiptir máli að við sýnum samhjálp.“ – Er margt eldra fólk einmana og hjálparþurfi á Íslandi? „Það er meira um það en við gerum okkur almennt grein fyrir. Þeir sem elstir eru hafa oft misst maka sinn, systkini, vini og aðra sér nákomna og lítið kemur í stað- inn til þess að fylla í þau skörð sem dauðinn hefur höggvið. Í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort hinn aldraði er heilbrigður eða sjúkur, missirinn er sá sami og við honum þarf að bregðast. Það er mikið ríkidæmi fyrir einstakling að geta gefið af sér til hjálpar öðr- um.“ Anna Birna Jensdóttir  Anna Birna Jensdóttir fædd- ist 17. desember í Reykjavík 1958. Hún lauk prófi sem hjúkrunarfræðinguar frá Hjúkrunarskóla Íslands 1981 og framhaldsnámi í hjúkr- unarstjórnun og öldrunarhjúkr- un frá háskólanum í Árósum 1987. Hún hefur verið hjúkr- unarframkvæmdastjóra við sjúkrahús í Reykjavík frá námslokum en er nú hjúkrunar- forstjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns sem opnað var á þessu ári. Hún er gift Stefáni Gunn- arssyni tæknifræðingi og eiga þau þrjá syni. Langlífi Ís- lendinga er þjóðarauður Og hérna er svo stoðtækjageymslan, hér er svona hitt og þetta til að styðja sig við þegar hr. Össur fer að þjarma að manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.