Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. É G er sannfærður um að verkefni á sviði um- hverfismála eru lang- mikilvægustu verkefni 21. aldarinnar. Ég tel það hlutverk okkar, sem skiljum þörf þess að umhverfisvandamál hafi forgang, að hvetja aðra til að taka upp merkið og skynja að ekk- ert mál hefur meiri forgang en um- hverfismál. Látum ekki aðra segja okkur að önnur vandamál séu þýð- ingarmeiri, svo sem efnahagsmál eða öryggismál. Þau eru vissulega raunveruleg en ekkert er þýðingar- meira en umhverfismálin.“ Þetta var meðal þess sem Mikhaíl Gorbatsjov sagði í ræðu sinni í hátíð- arkvöldverði bandarísku umhverfis- samtakanna Global Green USA á miðvikudagskvöld þegar samtökin afhentu fimm aðilum verðlaun fyrir framlag þeirra til umhverfismála. Ríkisstjórn Íslands hlaut viður- kenningu fyrir stefnu sína í orku- málum og tók Davíð Oddsson for- sætisráðherra við verðlaununum sem Gorbatsjov afhenti honum. Gorbatsjov er forseti og stofnandi samtakanna Alþjóða græni kross- inn, Green Cross International, en bandarísku samtökin eru eitt 26 að- ildarsamtaka þeirra og eru slík sam- tök starfandi í fjölmörgum löndum Evrópu, nokkrum Asíu og Afríku- löndum og í Suður-Ameríku. Gorbatsjov sagði nokkur orð áður en hann afhenti Davíð Oddssyni verðlaunin og minntist hann í upp- hafi fundar síns og Reagans, þáver- andi forseta Bandaríkjanna, í Reykjavík árið 1986. Sagði hann menn þá hafa staldrað við og horfst í augu við vandann án þess að óttast nokkuð. Hann sagði George Schulz, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hafa sagt á fundi í Keflavík að fundurinn hefði misheppnast. „Á sama tíma sagði ég á fundi með fjölda blaðamanna í Reykjavík að fundurinn markaði tímamót. Næsta morgun ræddi Schulz um fundinn í Washington og sagði þar að hann markaði tímamót,“ sagði Gorbatsjov og minntist hann síðan á að Ísland væri hrífandi land. Ekki síst hefði Raisa hrifist enda hefði hún haft tækifæri til að skoða sig um meðan fundir hans og Reagans stóðu. Hann sló á létta strengi og sagði að fangelsið þar væri fullt. Það væri hins vegar bara eitt. Gorbat- sjov kvaðst hafa hitt Davíð Oddsson sem þá var borgarstjóri og kannski hefði það verið ein afleiðing leið- togafundarins að nokkru síðar hefði hann verið orðinn forsætisráðherra og hefði verið það í 10 ár og var þeirri yfirlýsingu fagnað með lófa- taki um leið og Gorbatsjov afhenti Davíð verðlaunagripinn. Tilraunir með vetnisorku Í þakkarræðu sinni sagðist Davíð Oddsson bæði vera ánægður og að sér væri heiður sýndur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands að taka við verðlaunum Global Green USA- samtakanna. Eins og greint var frá í blaðinu í gær minntist ráðherra á hversu hátt hlutfall orkunotkunar Íslendinga kæmi frá vatns- og gufu- afli, eða nálægt 70% og sagði það stefnu landsins að grundvalla efna- hagslífið á endurnýjanlegum orku- gjöfum. Til að svo mætti verða þyrfti að koma því til leiðar að bílar og skip yrðu knúin vetni og væri nú hafið tilraunaverkefni á því sviði. Tekist hefði samvinna stjórnvalda við fyrirtæki í eigu íslenskra aðila, Daimler-Chrysler, Shell Hydrogen og Norsk Hydro um vetnisvæðingu strætisvagna og að því hlyti að koma að verkefnið yrði víkkað út og að það næði til alls bíla- og fiskiskipaflota. „Fiskveiðar eru ennþá einn af grundvallarþáttum í lífskjörum Ís- lendinga. Ísland á því ekki annarra kosta völ en að nýta auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt og hvetja til jafn- vægis í lífríkinu. Þetta er spurning um líf eða dauða svo það me mistök verða. Annað mikil er baráttan gegn mengun hefur Ísland tekið þátt í a samstarfi á því sviði. É ánægður með væntanlega r um mengunarvalda sem verður í Svíþjóð í næsta Ríkisstjórn Íslands hafði um þetta efni fyrir níu hvatti aðrar þjóðir til að ta upp.“ Í lok ræðu sinnar óskaði ráðherra öðrum verðlauna hamingju og þakkaði G fyrir hlý orð og sagði sí mínu áliti markaði fundur h Reagan á Íslandi árið 1986 að nýjum hætti í alþjóðleg skiptum,“ og þakkaði hann Global Green USA fyrir þa sem samtökin hefðu sýnt Ís Gorbatsjov hóf ræðu s þakka fyrir lof sem hlaðið h á hann í ræðum kvöldsins slík orð ekki spilla sér; han mikilvægt væri að jafnvel e ur gæti lagt mikið af mörku maður getur þó ekki gert leyst allan vanda en ef v raunverulega horfast í a vandann og þá áskorun sem ur í för með sér verðum við saman, fjölskyldan, vinir, v ir, þjóð okkar og allar þjóð hann. Gorbatsjov sagði verk v hafanna mikilvæg og þ dæmi um samvinnu sem lei sjálfbæra framtíð. „En þa alltaf auðvelt að skilja hve en við lærum að starfa sam verður að takast.“ Umhverfismál eru alþ Gorbatsjov sagði mikl hvernig tekið yrði á umhv um í framtíðinni og því ford sett væri í Bandaríkjun væru leiðandi í þeim efnum sagði einnig skipta mik Gorbatsjov, forseti umhverfissamtakanna Alþ Umhverfismálin m ustu verkefni 21. ald Mikhaíl Gorbatsjov hefur síð- ustu árin talað fyrir því að ein- staklingar, stofnanir og sam- félög gefi umhverfismálum og sjálfbærri framtíð gaum. Jóhannes Tómasson var við- staddur afhendingu umhverf- isverðlauna hjá Global Green USA-samtökunum þar sem Ísland var meðal fimm verðlaunahafa. Davíð Oddsson tekur við viðurkenningu úr hö SAMTÖKIN Green Cross Int- ernational, GCI, eða Alþjóða græni krossinn, eru umhverf- issamtök sem stofnuð voru árið 1993 í framhaldi af Ríó-umhverf- isráðstefnunni árið áður. Sam- tökin veittu Íslandi og fjórum öðrum löndum viðurkenningu sl. miðvikudag. Viðurkenningin var fyrir stefnu í orkumálum. Forgöngu um stofnun samtak- anna hafði Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkj- anna, og hefur hann verið forseti þeirra frá upphafi. Markmið GCI er einkum að hvetja til sjálfbærrar framtíðar með því að maður og náttúra rækti samband sitt í samhljómi. Vilja samtökin beita sér fyrir hugarfarsbreytingu og vinna þau sérstaklega að því að fá svo- nefndan Jarðarsáttmála, Earth Charter, samþykktan innan Sam- einuðu þjóðanna. Hann felur í sér leiðbeiningar fyrir einstaklinga og þjóðir til sjálfbærrar fram- tíðar. Samtökin einbeita sér að fimm verkefnum sem öll miða að því að breyta mati mannsins í þá átt að hann beri meiri virðingu fyrir móður jörð í allri fjölbreytni sinni. Meðal verkefna er eitt sem lýtur að því að hreinsa til eftir kalda stríðið, að koma í veg fyrir að jörðinni stafi hætta af mengun og eitrun vegna efnavopn kjarnorkuvopnabirgða og verkefni snýst um að tryg ekki komi til stríðsátaka þurrkasvæðum. Í málflutningi sínum be samtökin á að á síðustu á hafi allt umhverfi jarðar þola ánauð, loft- og vatns og ofnotkun auðlinda. Jörðinni ógni nú gróur húsaáhrif, súrt regn og ro ózonlaginu. Ógnanir við u Umhverfissamtökin Green Cross International Vilja vinna að hugarfarsbreyting í umhverfismálum PÓLITÍSKIR FLÖSKUHÁLSAR EÐLI ÓSNORTINNA ÖRÆFA Í Morgunblaðinu í gær kom framað samkvæmt niðurstöðumrannsóknar á viðhorfum ferða- manna á hálendi Íslands eru kröfur Íslendinga frábrugðnar kröfum út- lendinga að því leyti að Íslendingar vilja byggja upp vegakerfið á hálend- inu. Þótt slík sjónarmið séu í fullu samræmi við viðteknar hugmyndir um bættar samgöngur í landinu al- mennt eru þær afar varhugaverðar hvað hálendið varðar. Það sem gerir óspillta náttúru öræfanna óviðjafn- anlega er fjarvera hins manngerða og sú einstaka upplifun að við henni hefur ekki verið hróflað frá upphafi vega. Því gilda önnur og gjörólík lög- mál um hálendið en byggilegar sveit- ir og þéttbýliskjarna landsins. Íslendingar mega ekki gleyma því að á hálendinu hafa þeir undir sínum verndarvæng stærsta óspjallaða landsvæði í Evrópu. Sú staðreynd mótar óneitanlega sérstöðu þess og gerir það jafnframt ákaflega verð- mætt í öllum skilningi. Það verðmæti verður þó að engu ef farið er að búta það niður með vegagerð, þjónustu og mannvirkjum sem henni fylgja. Þótt troðningar hafi um langa tíð auðveld- að yfirferð um hálendið og auk þess haft þann kost að beina umferðinni í ákveðinn farveg er ljóst að hálend- islandslag sem búið er að tengja vegakerfi landsins er ekki lengur hægt að skilgreina sem ósnortin öræfi – það umbreytist í numið land. Sú þróun sem á sér stað í kjölfarið er óafturkallanleg. Sjálfsmynd Íslendinga hefur um aldir verið mjög nátengd náttúrunni og víðerninu enda hefur byggð í þessu harðbýla landi fram á okkar tíma grundvallast á þekkingu á land- inu sjálfu og lögmálum þess. En sjálfsmynd Íslendinga er að breyt- ast; tengslin við náttúruna og landið mótast ekki lengur í daglegu lífi heldur af viðleitni okkar til að ferðast og skoða umhverfið í frí- stundum. Af þessum breyttu lífs- háttum leiðir að ef Íslendingar standa ekki vörð um þau öræfi sem enn eru ósnortin munu komandi kyn- slóðir einungis búa við það mann- gerða umhverfi er einkennir stærst- an hluta hins vestræna heims og aldrei njóta þess ávinnings af bein- um tengslum við náttúruna og landið sem við höfum talið sjálfsagðan og mótað hefur sjálfsvitund okkar fram að þessu. Íslendingar hafa löngum barist með oddi og egg gegn margvíslegum áhrifum er gætu skaðað menningar- lega sérstöðu þeirra og vitund sem þjóðar. Þeir hafa staðið dyggan vörð um tungumálið og á seinni árum áunnið sér virðingu annarra þjóða fyrir að standa vörð um hafið og auð- æfi þess. Nú er komið að því að verja sjálft landslagið og gera sér grein fyrir því að hálendið er ekki hægt að sníða að þörfum hins venjulega ferðamanns. Sú upplifun sem í því er fólgin er nærgöngul og krefst mikils af þeim sem vilja njóta hennar. Með því að auðvelda aðgengi að hálendinu er verið að horfa framhjá grundvall- areiginleikum þess, fjarveru hins manngerða. Ef við metum hið ósnortna víðerni einhvers verðum við að leggja áherslur okkar hvað náttúruna varðar á samruna frekar en yfirráð og sátt fremur en tog- streitu. Niðurstaða MBA-nemenda viðHáskóla Íslands, sem gerðu út- tekt á fyrirkomulagi mjaðmarlið- skipta, algengra bæklunaraðgerða á Landspítalanum, hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um þá stefnu sem hér er rekin í heilbrigðismálum. Í úttekt, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, sýnir þessi hópur fram á að hægt væri að spara 47 milljónir króna á ári með því að fjölga bæklunarað- gerðum af þessu tagi á spítalanum í stað þess að viðhalda nærri 100 sjúk- linga biðlista þar sem meðalbiðtím- inn er 327 dagar. Í skýrslu hópsins segir að engir augljósir tæknilegir flöskuhálsar or- saki hina löngu og dýru biðlista, held- ur séu flöskuhálsarnir pólitísks eðlis. Mat á frammistöðu sjúkrastofnana taki einvörðungu mið af rekstrarnið- urstöðu þeirra en ekki þeim kostnaði, sem niðurskurður veldur annars staðar og bitnar líka á skattgreiðend- um. Það eru sannkölluð öfugmæli að þau sjúkrahús teljist bezt rekin sam- kvæmt núverandi viðmiðunum, sem þjónusti fæsta sjúklinga. Spítalarnir hafa engan hvata til að fjölga aðgerð- um og auka afköst. MBA-nemarnir benda á að afkasta- tengdar greiðslur til sjúkrahúsa tíðk- ist ekki hér á landi í sama mæli og í nágrannalöndunum. Slíkt vekur nokkra furðu og spyrja má hvort í sparnaðarviðleitni stjórnmálamanna í heilbrigðiskerfinu undanfarinn ára- tug hafi verið einblínt um of á flatan niðurskurð en síður á kerfisbreyting- ar, sem gætu orðið starfsfólki sjúkra- stofnana hvatning til að gera betur. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að staða og réttur sjúklinga sé um- hugsunarefni; þeir séu háðir pólitísk- um ákvörðunum um fjárframlög til sjúkrahúsa en eigi ekki kost á að kaupa sig framhjá kerfinu, óski þeir þess, nema leita út fyrir landstein- ana. Morgunblaðið hefur margoft lagt til að valkostum yrði fjölgað í heil- brigðisþjónustunni, m.a. með því að sjúklingar ættu val á milli þess að bíða á biðlista eftir aðgerð og fá hana ókeypis og að kaupa sömu þjónustu af einkarekinni sjúkrastofnun. Vísir að slíkri einkarekinni heilbrigðis- þjónustu er þegar til hér á landi og hefur gefizt vel. Það er því vandséð hvers vegna slíku vali ætti ekki að verða við komið víðar í heilbrigðis- þjónustunni. Um leið og þeir, sem svo kysu, leituðu til einkaaðila myndu biðlistar styttast og þjónustan batna við þá sem leituðu til opinberu sjúkrahúsanna. Slíkir valkostir munu þó ekki ná að dafna að ráði nema hinni pólitísku stefnu verði breytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.