Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 49 ✝ Jóhanna Vil-hjálmsdóttir fæddist á Ísafirði 24. nóvember 1922. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Svein- bjarnardóttir, f. 11. febrúar 1893, d. 10. desember 1950, og Vilhjálmur Jónsson, f. 25. maí 1888, d. 24. nóvember 1971. Fósturforeldrar Jó- hönnu voru Þóra Jónsdóttir Einarsson, f. 6. júní 1876, d. 24. apríl 1953, og Bjarni Hávarðsson, f. 31. júlí 1882, d. 25. febrúar 1958. Systkini Jóhönnu, börn Sesselju og Vilhjálms, voru 12. Þau eru Guðmundína Kristín, f. 21. september 1915, Guðfinna, f. 2. september 1917, d. 31. desember 1998, Jón, f. 20. september 1918, d. 17. október 1994, Guðmundur Friðjón, f. 21. október 1919, d. 5. maí 1920, Guðmundur Friðrik, f. Ragnarsdóttur, en þau eiga tvö börn, Oddbjörgu Erlu, f. 23. júní 1973, og Stefán Ragnar, f. 11. júní 1977, 2) Sesselja Sveinbjörg, f. 25. maí 1951, ekkja, var gift Grétari Ástvald Árnasyni, d. 8. apríl 2001, en börn þeirra eru Snjólaug Huld, f. 12. júlí 1969, Elín Sigríður, f. 8. janúar 1972, Stefán Jóhann, f. 25. nóvember 1972, og Hólmfríður Margrét, f. 7. desember 1979, 3) Lilja Svanhvít, f. 9. ágúst 1954, gift Stefáni Guðmundssyni, 4) Stefán Jóhann, f. 28. desember 1957, kvæntur Guðbjörgu Lindu Raf- nsdóttur, en börn þeirra eru Hlyn- ur Orri, f. 2. maí 1983, Arnaldur Smári, f. 21. mars 1987, og Davíð Már, f. 29. október 1991, 5) Har- aldur Hersir, f. 18. maí 1960, maki Margrét Berg Theódórsdóttir, en börn þeirra eru Andri Berg, f. 16. maí 1983, og Birna Berg, f. 21. júní 1993, og 6) Elín Þóra, f. 19. sept- ember 1965, gift Elvari Stefáns- syni, en börn þeirra eru Auðun Jó- hann, f. 27. júlí 1987, og Emil Uni, f. 16. mars 2000. Barnabörn Jóhönnu eru 16 og barnabarnabörnin eru 8. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Ísafirði með athöfn frá Ísafjarðarkirkju mánudaginn 30. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. 15. janúar 1921, Ás- geir Þór, f. 22. des- ember 1924, Hansína Guðrún Elísabet, f. 28. apríl 1926, Ólafur Sveinbjörn, f. 26. júlí 1928, Finnur, f. 1. október 1929, d. 21. janúar 1930, Sumar- liði Páll, f. 21. nóvem- ber 1930, Jason Jó- hann, f. 21. janúar 1932, og Matthías Sveinn, f. 9. desember 1933, d. 18. maí 1999. Jóhanna giftist 20. september 1940 Frið- þjófi Valdimarssyni, f. 17. apríl 1919, d. 26. nóvember1943. Frið- þjófur fórst með mb. Hilmi ÍS 39. Börn þeirra eru Bjarni Þór, f. 16. september 1940, og Hulda, f. 26. september 1943, gift Gunnari P. Friðrikssyni og eiga þau þrjú börn. Hinn 5. maí 1947 giftist Jóhanna Stefáni Ingólfi Jónssyni, f. 21. júlí 1922, d. 14. nóvember 1983. Þeirra börn eru 1) Jón Kristinn, f. 15. maí 1948, kvæntur Hönnu Guðrúnu Tengdamóðir mín, Jóhanna Vil- hjálmsdóttir, fæddist á Ísafirði fyrir hartnær 79 árum. Hún var sjötta barn foreldra sinna, sem áttu eftir að eignast alls 13 börn. Vegna veikinda móður Jóhönnu var henni komið fyr- ir í fóstur á Silfurgötu 3, hjá barn- lausum hjónum, þeim Bjarna Há- varðssyni skipstjóra og Þóru J. Einarsson hjúkrunarkonu. Því hag- aði þannig til að Jóhanna flutti ekki aftur heim í foreldrahús heldur bjó nær óslitið á Silfurgötu 3 í rúm 60 ár. Þótt Þóra og Bjarni hafi alið Jó- hönnu upp við ástríki og veraldleg gæði hafði hún stundum orð á því hin síðari ár að sem barn hafi hana alla tíð langað til að búa með foreldrum sínum og systkinum. Hún vissi þó vel að í foreldrahúsunum voru kjörin knappari en hjá henni á Silfurgöt- unni, enda barnahópurinn stór. Hef- ur þessi togstreita sem braust um í barnshuga hennar eflaust sett mark á líf hennar og tilfinningar. Jóhanna kynntist fyrri manni sín- um, Friðþjófi Valdimarssyni, á Ísa- firði og eignaðist með honum tvö börn. Hún flutti til Reykjavíkur eftir að Friðþjófur fórst með skipi sínu, Hilmi, árið 1943. Í Reykjavík kynnt- ist hún Stefáni Jónssyni húsasmið en þau bjuggu þó lengst af á Ísafirði. Með Stefáni eignaðist Jóhanna sex börn. Eftir að Stefán lést fluttist Jó- hanna aftur suður til Reykjavíkur, þá orðin ekkja í annað sinn. Þegar ég hitti Jóhönnu fyrst fyrir rúmum tuttugu árum fór ekkert á milli mála að þar fór mjög sérstök kona. Þá bjó hún á Ísafirði þar sem hún hafði alið upp flest sín börn og haft það að markmiði að leysa hefð- bundin húsmóðurstörf sem best af hendi, þrátt fyrir að heilsan hafi þá þegar verið farin að gefa sig. Um það leyti sem Jóhanna fluttist suður til Reykjavíkur, þá orðin ekkja, flutti ég og mín fjölskylda til útlanda þar sem við bjuggum í nær áratug. Jóhanna heimsótti okkur aldrei þegar við bjuggum erlendis, enda var hún þannig kona að henni hefði sennilega liðið best ef hún hefði aldrei þurft að fara frá Ísafirði. Henni fannst hún ekkert hafa til útlanda að gera, en hafði rekið suður til Reykjavíkur eins og svo marga aðra hin síðari ár, unga fólkið í leit að menntun og atvinnu- tækifærum, eldra fólkið vegna þess að afkomendur þeirra voru flestir komnir suður. Höfuðborgin var Jó- hönnu alltaf fremur framandi. Þar var hún vör um sig og fannst ekki allt gott sem hún sá og heyrði. Þegar við fluttum aftur til Íslands var það ákveðin kúnst að púsla sam- an vinnudegi foreldra og skóladegi barnanna. Fljótlega kom í ljós að Jó- hanna hafði af því yndi að vera á heimili okkar dag og dag og líta eftir ömmustrákunum sínum. Það var þá sem ég í raun og veru kynntist Jó- hönnu, sem annars var fremur fámál um sjálfa sig og eigin tilfinningar. Jó- hanna var áberandi hógvær kona, gerði litlar kröfur til annarra og pass- aði sig mjög á því að troða öðru fólki ekki um tær. Hún vildi hvergi vera fyrir. Engu að síður var hún sjálf- stæð og lét ekki aðra segja sér fyrir verkum. Hún hafði ákveðnar skoðan- ir á mörgum málefnum og skiptu við- horf annarra þá sjaldan máli. Hún fylgdist með fréttum í gegnum dag- blöð og fjölmiðla, en var þó áhuga- sömust um líf og líðan sinna nánustu ættingja og vina. Það var með ólíkindum hvað Jó- hanna náði vel til ömmustrákanna sinna, hvað hún var óspör á að segja þeim að þeir væru duglegir og góðir strákar og að amma væri stolt af þeim, hvað hún var iðin við að lesa fyrir þá, hlæja með þeim og kenna þeim góða siði. Ef henni blöskraði framkoma þeirra skammaði hún þá ekki en útskýrði fyrir þeim á sinn sérstaka hátt hvernig góðir ömmu- strákar ættu að hegða sér, gjarnan með því að taka þá afsíðis og hálfgert að hvísla því að þeim. Þegar ég kom heim, þreytt eftir langan vinnudag, taldi hún mér trú um að ég væri ein- staklega dugleg kona og að synir mínir gætu ekki verið yndislegri, svo áður en ég vissi af fylltist ég á ný af krafti og bjartsýni til að takast á við það sem eftir lifði dagsins. Þótt ég reyndi að endurgjalda Jóhönnu þetta jákvæði og hvatningu var svo mikið af henni dregið síðustu mánuðina að hún þurfti á öðru og meiru að halda en því sem ég gat gefið henni. Ég hef hins vegar ástæðu til að þakka henni allan þann velvilja, ástúð og hlýju sem hún hefur sýnt mér og fjölskyldu minni hin síðari ár. Minningin um góða ömmu mun lifa meðal okkar allra. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Þegar ég kom á Borgarspítalann til að heimsækja Jóhönnu á föstudag- inn langa var mér tjáð að hún væri mikið veik og ætti trúlega ekki langt eftir ólifað. Ég fékk þó leyfi til að líta inn til þessarar duglegu vinkonu minnar, en hjá henni voru þá tveir synir hennar og tengdadóttir. Þessar fréttir komu mér ekki á óvart því Jó- hanna var búin að eiga við mikil veik- indi að stríða í gegnum árin, einkum þó síðustu mánuðina. Ég er búin að þekkja Jóhönnu í um það bil 20 ár. Ég kynntist þeim sæmdarhjónum Stefáni og Jóhönnu á Ísafirði þegar elsta dóttir mín kynnt- ist einum syni þeirra. Þau fóru eitt sumar vestur til Ísafjarðar að vinna. Unga parið bjó þetta sumar í sum- arbústað sem Stefán Jónsson byggði og var sælureitur fjölskyldunnar. Þetta var kallað „að fara inn í skóg“. Ég fór í heimsókn vestur til þeirra og hjónin á Silfurgötu 3, Jóhanna og Stefán, sem ég þekkti þá ekki neitt tóku á móti mér með veislumat og hlýju viðmóti. Þarna var þá stödd hjá þeim elsta dóttir þeirra, eiginmaður hennar og fjögur börn, en það virtist þeim létt að taka á móti okkur öllum. Fyrir fáum dögum missti þessi dóttir þeirra eiginmann sinn og fjölskyldan var knúin til að kveðja hann, aðeins rúmlega fimmtugan. Jóhanna eignaðist mörg myndar- leg börn, barnabörn og langömmu- börn sem hún var mjög stolt af og fylgdist vel með. Eftir að Stefán Jónsson lést, árið 1983, flutti Jó- hanna til Reykjavíkur og keypti sér íbúð í Austurbrún 4 þar sem hún undi sér vel og tók á móti gestum. Nú verður Jóhanna lögð til hinstu hvíld- ar við hlið eiginmanns síns vestur á Ísafirði þar sem hún átti sín bestu ár, en jafnframt erfiða daga eins og verða vill á langri ævi. Ég kveð þig Jóhanna og óska þér góðrar heimkomu. Helena Hálfdanardóttir. JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR Með örfáum orðum langar mig að minnast góðrar vinkonu minnar, Ingu Tómasdóttur, sem lést á líknardeild Landspítalans 20. apríl eftir erfið veikindi. Hugur minn er fullur af sorg en yndislegum minningum sem aldrei munu gleymast. Strax við fyrstu kynni kunni ég vel við þig, þú varst bráðskemmtileg, hreinskilin og komst til dyranna eins og þú varst klædd. Það voru sterkar taugar sem við bárum hvort til annars og vorum við miklir trúnaðarvinir, við ræddum um allt milli himins og jarðar INGA TÓMASDÓTTIR ✝ Inga Tómasdótt-ir fæddist 9. október l946 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 20. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Tómas Ólafur Ingimundar- son og Magnúsína Sveinsdóttir. Systkini hennar eru Sólveig Svana, Ingimundur, Guðrún Björk, og Sveinn. Útför Ingu fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og fór það aldrei lengra. Þú varst glaðleg, félags- lynd og alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálpar- hönd. Oft hresstir þú mig við þegar ég var dapur og leið illa, því alltaf fannst þú jákvæð- ar og góðar hliðar á öllu. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman og eru mér ómetanlegar og munu aldrei gleymast. Vertu sæl, Inga mín, og Guð geymi þig ávallt. Far í Guðs friði. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbj. Egilsson.) Ég votta foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Páll G. Elíasson. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Formáli minn- ingargreina ✝ Marta fæddist áÍsafirði 25. mars 1922. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 20. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helga Þórunn Jak- obsdóttir, f. 24. apríl 1889, d. 26. apríl 1979, og Sveinbjörn Halldórsson, bak- arameistari á Ísa- firði, f. 14. ágúst 1888, d. 13. septem- ber 1945. Systkini Mörtu: Steinunn Guðbjörg látin, Helga Karítas látin, Böðvar látinn, Halldór, Sveinbjörn látinn, Sigríður, Jó- hanna Hallfríður og stúlka fædd andvana. Marta giftist 8. apríl 1944 Bjarna Sigurði Guðmundssyni, f. 24. janúar 1918 að Dvergasteini í Álftafirði, d. 23. maí 1986. Þau bjuggu á Ísafirði til ársins 1964 að þau fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Börn Mörtu og Bjarna eru fjög- ur: 1) Sveinbjörn, f. 9.9. 1944, kvæntur Friðrikku Eðvalds- dóttur og eiga þau fjóra syni, einn er látinn, og sex barna- börn. 2) Rannveig, f. 6.9. 1946, maki Árni Ólafsson. Rannveig á fimm börn og tólf barnabörn. 3) Helga Þórunn, f. 21.1. 1949, gift Svavari Þorvarðssyni og eiga þau þrjú börn og 4) Marta, f. 21.8. 1953, gift Sigurbirni Sigurðssyni. Marta á þrjú börn og þrjú barnabörn. Á Ísafirði vann Marta verslun- ar- og verksmiðjustörf og eftir að þau fluttust til Reykjavíkur vann hún sams konar störf þar meðan heilsa leyfði. Síðustu árin dvaldi hún á Vífilsstöðum og Droplaug- arstöðum og naut á báðum stöð- um mjög góðrar aðhlynningar. Útför Mörtu verður gerð frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mágkona mín Marta Sveinbjarn- ardóttir er látin eftir langvarandi veikindi. Þegar svo er komið verð- ur dauðinn líkn, þótt kveðjustundin verði alltaf full af söknuði og trega. Í mínum augum varstu hetja. Þú varst alltaf svo glaðlynd og jákvæð sama á hverju gekk í lífi þínu. Ég held að þessi jákvæði hugur til alls og allra hafi hjálpað þér mikið í þrengingum þínum. Hvort sem þú varst á Landspítalanum, Vífilsstöð- um eða nú síðast á Droplaugar- stöðum, alltaf var starfsfólkið nær- gætið og gott og aðbúnaður var alls staðar hinn besti, að þínu mati. Það á mikið hrós skilið starfsfólkið á slíkum stofnunum, sem lætur einskis ófreistað að láta sjúklingum sínum líða vel. Segja má að heimili ykkar Bjarna heitins hafi verið fyrir börn ykkar og barnabörn. Þau fengu alla ykkar ástúð og hlýju. Þau voru ykkar auður. Elsku Marta. Nú ert þú farin þann veg sem leið okkar allra ligg- ur um. Á kveðjustund þakka ég fyrir allar góðar samverustundir og sendi börnum þínum og ástvin- um öllum innilegar samúðarkveðj- ur. Þorvaldur. Að heyra það að amma væri far- in voru fréttir sem voru blandnar sorg og létti, sorg yfir því að hún væri ekki lengur hjá okkur og létti að hún hefði fengið frið frá verkj- um og veikindum og væri loksins komin til afa sem hún var búin að sakna svo mikið öll þessi ár. Við munum öll sakna hennar og minnast hennar sem góðrar, ljúfr- ar og ástríkrar konu sem alltaf var tilbúin að gera allt fyrir alla, og við minnumst þess alltaf hvað var gott að koma til hennar og fá faðmlag og kossa og oftast eitthvað gott að borða. Hún var alltaf að passa hóp- inn sinn eins og hún kallaði okkur og fylgdist vel með hverjum og ein- um. Nú kveðjum við ömmu sem alltaf hefur verið hjá okkur og hugsað um okkur með hlýjum hugsunum og geymum minningarnar með okkur um ókomin ár. Við þökkum þér fyrir allt það góða og megir þú aldrei hverfa úr huga okkar, elsku amma okkar. Hárið líkist hvítum snjó, höndin stirð og fætur, ennþá leynist ylur þó innst við hjartarætur. (Margrét Jónsd.) Stefán, Júlíana Rut, Ásrún og fjölskyldur. Elsku Marta, hafðu þökk fyrir allt og allt, ég kveð þig með þess- um ljóðlínum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín systurdóttir, Soffía Árnadóttir. MARTA SVEIN- BJARNARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.