Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Elías Hjörleifs-son fæddist í Hafnarfirði 2. apríl 1944. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörleifur Elíasson, f. 22.2. 1922 í Tungu, Gaulverjabæjar- hreppi, Árnessýslu, d. 18.11. 1988 í Danmörku, sonur Elíasar Hjörleifsson- ar, múrara og bygg- ingarmeistara í Reykjavík, f. 21.6. 1899 á Eyrar- bakka, d. 16.12. 1938, og k.h. Ingi- bjargar Guðmundsdóttur, f. 27.9. 1894 í Tungu, Gaulverjabæjar- hreppi, d. 10.7. 1977, og Guð- munda Guðbjartsdóttir, f. 27.3. 1920 í Hafnarfirði, dóttir Guð- bjarts Ásgeirssonar, bryta og ljós- myndara í Hafnarfirði, f. 23.12. 1889 á Ísafirði, d. 18.10. 1965, og Herdísar Guðmundsdóttur, ljós- myndara í Hafnarfirði, f. 30.5. 1898 á Skarði, Lundarreykja- dalshr., Borg, d. 8.1. 1990. Elías kvæntist 7. febrúar 1964 Ingi- björgu Ólafsdóttur, f. 30.3. 1945, þau skildu. Foreldrar Ingibjargar eru Ólafur Sigurgeirsson, f. 3.7. 1925 í Hafnarfirði, og k.h. Salvör Sumarliðadóttir, f. 6.11. 1923 í Stykkishólmi. Sonur Elíasar og Ingibjargar er Ólafur Elíasson myndlistarmaður í Danmörku, f. 15.2. 1967, í sambúð með Mar- ianne Krogh Jensen, f. 29.7. 1966. Seinni kona Elíasar er Elisabeth Lagerholm, f. 12.4. 1952 í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Nils Olaf Gustav Wilhelm Lagerholm, f. 15.6. 1923 í Sví- þjóð, og k.h. Jytte Paula Lagerholm, f. 22.1. 1927. Dóttir Elíasar og Elisabet- har er Anna Vikt- oría, f. 16.12. 1987. Systkini Elíasar eru: Ásgerður Hjörleifs- dóttir, f. 13.6. 1942, m. Haukur Brynj- ólfsson, f. 17.12. 1935, Magnús Hjör- leifsson, f. 10.5. 1947, k.h. Guðný Stefánsdóttir, f. 14.11. 1950, d. 4.3. 1997, Guð- mundur Hólm Hjörleifsson, f. 20.11. 1948, k.h. Jenný Þórisdótt- ir, f. 23.5. 1949. Hálfsystkini Elías- ar, samfeðra, eru Jens Finnur El- íasson, f. 30.3. 1958, og Ingibjörg Elíasson, f. 16.12. 1959, búsett í Danmörku. Elías ólst upp í Hafn- arfirði en fór ungur til náms til Kaupmannahafnar og lærði mat- reiðslu á þeim vinsæla stað Frasc- atti sem þá var og hét. Ílengdist hann úti og bjó þar í tæp þrjátíu ár. Árið 1989 fluttist hann með konu sinni og dóttur til Íslands og hefur síðan starfað til sjós, lengst þar af á Haraldi Kristjánssyni frá Hafnarfirði, og nú síðast á Helgu Maríu frá Akranesi. Elías hefur haldið margar málverkasýningar, bæði erlendis og hér heima, og listin hefur verið honum mjög hugleikin alla tíð. Útför Elíasar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar hugurinn flýgur um farinn veg er margs að minnast. Þín dvöl hér með okkur var ekki löng og verð- ur þín sárt saknað. Ég kveð þig með þessu kvæði, elsku bróðir. Hann sá fram með veginum litla lind, í laufgrænum skógar-runni. Þar speglaðist himinsins mikla mynd, gegnum móðu frá nátturunni. Lágróma hvíslaði hún komdu nær, krjúptu og fáðu þér svala. Ég veit þú ert þreyttur þú gekkst í gær, yfir grýttar hæðir að smala. Er sólin gekk undir í svefni hann dó, af söknuði lindin ein grætur. Íslenskur smali fékk aldrei ró, sem átti sér dýpri rætur. Hann sá fram með veginum litla lind, í laufgrænum skógar-bala. Þar speglaðist mannlífsins mislit kind, og meistarinn Kristur að smala. (Guðrún Gísladóttir frá Sauðárkróki.) Guðmundur bróðir. Mín minning um Elías minn kæra mág. Elías var einstakur maður með sinn húmor og góðvild sem hann átti og gaf þeim sem hann þekkti. Margar sögur heyrði ég um Elías löngu áður en ég hitti hann og alltaf var gleðin og glensið í þeim sögum. Hann kom heim í heimsókn frá Dan- mörku og mikil var eftirvæntingin að hitta hann í fyrsta sinn. Minning. – Dyrabjallan hringir seint um nótt, inn um dyrnar veltur að mér fannst þá stór svartur ull- arhnykill, óp og læti, sæl, þetta er Elías. Þetta eru mín fyrstu kynni af Elíasi, hann lá á gólfinu og horfði á mig með brosi. Minning. – Síminn hringir, halló, Elías (erindið) hlátur og aftur hlátur stundum ansi oft grátið úr hlátri. Minning. – Gist áður en heim var haldið, bað um spólur að horfa á en oft var meira talað um alvöru lífsins og hvað þyrfti að gera meðan mynd- in rúllaði. Minning. – Myndin sem hann mál- aði og færði mér er mér afar kær því hún var gerð af svo mikilli fegurð sem hann vildi færa mér, það lýsir honum svo vel alltaf að gefa og lýsa upp. Minning. – Heimsókn til Elíasar og fjölskyldu, alltaf mikið að skoða málverk, steina og margt fleira. Síð- an kom matur borinn fram af ein- stakri natni og glæsileika sem hon- um var í blóð borið. Það er svo margs að minnast en svo tók sorgin við, Elías minn, mikil hetja varstu, veikur í marga mánuði en alltaf að starfa og skapa, hugur þinn var svo fullur af myndum og hugmyndum. Hugrekkið sem þú sýndir alla þessa mánuði, trúin, von- in og kærleikurinn sem þú áttir fyllir mig lotningu. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Elsku Elísabeth, Óli, Anna Vikt- oría, móðir og systkini, megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Jenný. Elsku Elías frændi. Núna ertu kominn á betri stað, við systkinin kveðjum þig með söknuði og minnumst um leið allra þeirra góðu stunda sem við fengum að eiga með þér og hafa þær verið okkur mjög kærar. Húmor þinn og góð- mennska munu vera lengi í minnum höfð og skilur þú eftir margar skemmtilegar minningar hjá okkur. Það er sárt að sjá á eftir þér en við erum þess fullviss að þú ert á stað þar sem þú munt geta haldið áfram að skapa þín listaverk eins og þér var einum lagið. Okkar trú er að núna sért þú glaður og kátur og tilbúinn að gantast aðeins með fram- liðnum ástvinum þínum, eins og þú varst hjá okkur. Elsku Elísabeth, Óli og Anna Viktoría megi Guð umvefja ykkur í kærleika sínum og styrkja ykkur í missi ykkar. Elsku Elías, bless, góða ferð, Guðs gengi. Helga, María og Róbert. Eiginlega kynntist ég Elíasi móð- urbróður mínum ekkert fyrr en hann fluttist til Íslands fyrir tólf árum en þá hafði hann búið í Dammörku um árabil. Hann kom ekki einn, með honum voru Elísabeth og Anna Vict- oria dóttir þeirra. Það var mikil gæfa fyrir okkur öll, ekki síst fyrir Elías sem var sannkallað náttúrubarn og í raun íslenskari en við hin. Hann var dálítið eins og íslensk náttúra, fullur af eldmóði og orku og þá orku nýtti hann vel, gaf sig listagyðjunni á vald og auðgaði þar með líf sitt og ann- arra. Allt varð að listaverki í höndum hans, ekki bara auðir fletir, ryðgað bárujárnið eða gráir steinar heldur einnig maturinn sem hann útbjó og voru matarboðin á Hellu engu lík. Og heimilið eins og að ganga inn í lít- inn ævintýraheim þar sem svo margt er að sjá og skoða enda var Elías safnari af guðs náð. Það var mikil gæfa að fá að kynn- ast Elíasi, léttleika hans, húmornum og jákvæðu lífsviðhorfi. Það var mik- il gæfa að fá að kynnast manni sem þorði að fara sínar eigin leiðir laus við hvers kyns snobb og yfirborðs- mennsku. Það var mikil gæfa að kynnast góðri og hreinni sál. Elías frændi minn dó sem hetja. Hann barðist við harðan og óvæginn sjúk- dóm og reis þá hæst í reisn sinni, gekk æðrulaus til móts við þau örlög sín. Nú hefur hann gengið inn í ríki Drottins þar sem hann heldur ef- laust áfram að yrkja á auða fleti og gæða lífi eyðilega vegi. Elsku Elísabeth, Anna Viktoría og Óli, minningarnar eru dýrmætar og megi þær milda sársaukann í huga ykkar. Helena Hauksdóttir. Vinur minn og systursonur Elías Hjörleifsson lést á Landspítalanum í Fossvogi 20 apríl sl. 57 ára að aldri. Ættingjar hans og vinir horfa með söknuði og trega á eftir ljúflingi sem alltaf hafði frá einhverju skemmti- legu og fræðandi að segja. Elías hélt ungur til Danmerkur þar sem hann lagði stund á matreiðslunám á Frascati, sem var þekktur veitinga- staður og margir Íslendingar kann- ast við. Kona hans á þeim tíma var Ingibjörg Ólafsdóttir, Hafnfirðingur í húð og hár eins og Elías. Þau slitu síðar samvistum. Sonur Elíasar og Ingibjargar er Ólafur f. 15. febrúar 1967, þekktur myndlistarmaður bú- settur í Danmörku. Elías var sjálfur mjög hæfileika- ríkur myndlistarmaður. Bræður hans eru báðir listhneigðir. Listahæfileikar eru bæði í móður- og föðurætt hans. Íslensk náttúra með öllum sínum álfum og kynjaver- um voru honum hugleikin og var gaman að hlýða á hann lýsa því myndefni og mótífum sem efst voru á baugi. Á listasviðinu átti Elías margt ógert og veit ég að þeir feðgar Ólafur og hann voru að vinna að sameiginlegu verkefni í listinni. Ég og kona mín, Svanhildur, heimsótt- um Elías og seinni konu hans El- ísabeth Lagerholm þegar þau voru búsett í Danmörku. Elskulegri dval- arstað en hjá þeim var vart hægt að finna. Eitt sinn þegar ég var þar í heimsókn linnti Elías ekki látum fyrr en hann hafði fengið mig til þess að setjast við trönurnar í notalega stúdíóinu á loftinu í gömlu gripahúsi sem tengt var heimilinu sem hafði verið sveitabær á sínum tíma. Mér tókst að ljúka einni mynd og Elías vildi ólmur að ég gleymdi daglega vinnustressinu heima og dveldi leng- ur við að mála. Ekki var þess kostur, vinnan beið. Alla tíð var hann að ýta við frænda sínum að gefa sér tíma við myndsköpun. Elías flutti heim, ásamt konu sinni og dóttur, Önnu Victoríu, sem fædd er 16. desember 1987, eftir að hafa búið í Danmörku í tæp 30 ár. Fjölskyldan flutti til Hellu á Rangárvöllum eftir stuttan stans í Garðabæ. Nokkrum árum áður hafði einstakur vinur Elíasar og mikilhæf- ur myndlistarmaður, Gunnar Örn Gunnarsson, flutt heim frá Dan- mörku með sína fjölskyldu. Vinátta þeirra félaga og fjölskyldna þeirra er mér kunnugt um að var sérstök og þeim öllum ómetanleg. Elías átti þrjú systkini hér heima, Ásgerði, Magnús og Guðmund og var sam- band þeirra mjög náið og kærleiks- ríkt. Elskuleg móðir þeirra, Guð- munda Guðbjartsdóttir, dvelur nú á Sólvangi í Hafnarfirði. Elías átti tvö hálfsystkini í Dan- mörku samfeðra. Þann tíma sem Elías dvaldi alvar- lega sjúkur á Landspítalanum í Fossvogi heimsótti ég hann nokkr- um sinnum og einnig áttum við síma- samband. Ávallt var hann jákvæður og bjartsýnn. Hann var með tölvu- myndavélina sína á lofti þegar ég leit inn og gamanmál á vör. Ég sagði honum frá listsýningu sem ég var að setja upp í Sjóminjasafni Íslands í Hafnarfirði, þar sem móðurbróðir hans, Ásgeir, er nú að sýna. Þær fréttir glöddu hann og þótti honum verst að vera ekki á staðnum. Ég gat þess líka að ég væri á förum um páskana til Prag þar sem hvers kyns list kraumar. Ég lofaði honum skýrslu um ferðina þegar ég kæmi til baka. Ekki var mögulegt að efna það loforð. Elskulegur vinur og frændi hefur nú haldið í siglinguna til austursins eilífa þar sem horfnir ættingjar hafa tekið á móti honum þegar fleyið hans fagra var lent á strönd hins eilífa lífs. Móðursystir Elíasar, Guðný, sendir eftirfarandi ljóðlínur. Öll tök- um við börnin hennar Dísu og hans Bjartar í Kassahúsinu undir þessa fallegu kveðju. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Kæra Elísabeth, Ólafur og Vict- oría. Drottinn gefi ykkur styrk í sorginni. Sveinn og Svanhildur. Í dag kveðjum við föðurbróður okkar Elías, sem var einn af okkar kærustu frændum. Það var engu líkt að vera í kringum Elías því hann hafði að geyma einn litríkasta kar- akter sem við höfum kynnst. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur og var óspar á brandara sína og skoðanir. Í návist Ella frænda var alltaf einstaklega gaman að vera. Þær eru góðar stundirnar sem við áttum saman og ber þar helst að nefna jólaboðin á Geitasandi þar sem fjölskyldan kom saman og naut kræsilegra veitinga sem Elías hafði útbúið. Á heimili þeirra Elíasar og Lísbetar var auðvelt að gleyma sér og fara í sjónrænt ferðalag um húsið, þar sem allir veggir voru þaktir listaverkum hans og annarra merkra listamanna. Elías var mikið á sjó sem gerði það að verkum að við systkinin hittum hann ekki jafn oft og við hefðum viljað. Við munum þó alltaf búa að þeim góðu stundum sem við áttum með honum. Þið pabbi voruð alltaf í miklu símasambandi en okkur fannst alltaf gaman að fá að heyra í þér líka. Þér þótti mjög gam- an að fíflast í símann og tókst þér oftar en ekki að plata okkur systk- inin upp úr skónum með því að þykj- ast vera einhver annar. Síðastliðinn september vorum við elstu systkinin að skíra en þú sást þér ekki fært að koma því að þá voru veikindin byrjuð að hrjá þig. Aldrei hefði okkur dottið í hug á þeim tíma hversu alvarleg veikindin ættu eftir að verða og að þú yrðir nú allur. En lífið tekur stundum skrýtna stefnu og þá fær maður litlu breytt um framgang þess. Þrátt fyrir mikil veikindi náðir þú alltaf að vera léttur í lund. Það er gott dæmi um þinn skemmtilega karakter að þegar þú varst á sjúkra- húsinu varstu alltaf með myndavél- ina á lofti, þrátt fyrir mikil veikindi. Þú myndaðir allt sem viðkom dag- legu lífi á sjúkrahúsinu líkt og þú gerðir með lífið á sjónum. Þessar myndir þínar endurspegla svo vel ásýnd þína á lífið og þann einstaka mann sem þú hafðir að geyma. Þín verður sárt saknað, elsku frændi, og missir okkar allra er mikill. Elsku Lísbet, Óli, Anna Victoría og aðrir aðstandendur, megi guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Á þessum degi hlýtur nýjum bjarma að slá um himnaríki. Erla, Ari og Silja Magnúsarbörn. Þá skilja leiðir að sinni kæri vinur. Það voru kátir piltar sem kynntust í hljómplötudeild Fálkans á Lauga- veginum árið 1962 (þar sem ég vann). Strákar sem nutu þess að vera saman, hlusta á tónlist og láta sig dreyma um að verða nýir Bítlar eða Skuggar. Síðan tók ævin- týraþráin okkur til Kaupmannahafn- ar, þar sem við unnum í barnavagna- verksmiðju um tíma áður en alvara lífsins bankaði uppá. Þú fórst að læra matsveininn á ekki aumari stað en Frascatti, sem var konunglegur veitingastaður við Ráðhústorgið. Ég fór fljótlega til Englands og leiðir okkar skyldu að sinni. Eitt var það sem við áttum sameiginlegt frá fyrstu dvöl okkar í Kaupmannahöfn, það var það að við byrjuðum báðir að mála. Gerðum tilraunir til að tjá okk- ur í litum og formum. Þá ástríðu höf- um við átt sameiginlega í gegnum líf- ið. Þú byrjaðir fljótlega að koma þér upp vinnustofu samhliða þinni föstu vinnu og upp frá því vannstu alltaf við myndlist samhliða brauðstritinu. Gítarinn var heldur aldrei langt und- an, sérstakt dálæti hafðir þú á þjóð- lagatónlist og lengi var Leonard Cohin í uppáhaldi. Árið 1972 flyt ég svo til Kaupmannahafnar til þín eins og ég kýs að kalla það, þá vorum við báðir komnir með fjölskyldur. Kaup- mannahafnarárin urðu ekki mörg hjá mér, tæp þrjú ár en það voru við- burðarík ár hjá okkur báðum. Við áttum margar góða stundir saman, við höfðum báðir dálæti á bjórnum en urðum síðar á ævinni að hætta þeirri neyslu með góðra manna hjálp. Síðan skilja leiðir að nýju, ég flyt heim til Íslands og þú flytur með fjölskyldu þína til Lollands, syðst í Danmörku. Næstu árin á eftir kem ég sem gestur til ykkar á Lolland, og bréfin sem fara á milli okkar þennan tíma byrjuðu alltaf á kvörtunum yfir pennaleti hvors annars, enda báðir lítið fyrir skriftir. Síðan flytur þú heim til Íslands árið 1989 með fjöl- skyldu þína eftir 25 ára veru í Dana- veldi og fljótlega eftir það samein- umst við í Rangárþingi, þú á Hellu og ég á Kambi. Lifibrauð þitt var að vera matsveinn á íslenskum frysti- togurum og þar starfaðir þú líka öt- ullega að þínum áhugamálum, myndlistinni. En þegar þú komst í land þá bókstaflega hungraði þig í ís- lenska náttúru. Það var þitt líf og yndi að ferðast um landið og mynda og mynda allt sem fyrir varð, draga í þig anda náttúrunnar, vinna síðan úr því myndlist með hjálp tölvu síðari árin. Áður en tölvan kom til sögunn- ar málaðir þú úti og skissaðir víða um landið og ófáar málaraferðirnar fórum við saman norður á Strandir og í gljúfur víða á Suðurlandi. Það voru góðar stundir. Afraksturinn af því tímabili sýndir þú svo í Hafn- arborg 1994. Annað sem gladdi hjarta þitt var að fylgjast með framgangi Ólafs son- ar þíns í heimslistinni. Hvernig hann og óx sem myndlistarmaður. Hvern- ig samvinnuverkefni ykkar í mynd- listinni heppnaðist með ágætum og þau voru byrjuð að dreifast á söfn erlendis, en enginn vissi af því hér heima. Það stóð til að bæta úr því með sýningu í Galleríi Kambi nú í ELÍAS HJÖRLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.