Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 35 LUDWIG Wittgenstein er að minni hyggju merkilegasti heim- spekingur síðustu aldar. Hann var um margt sérkennilegur maður, var vinum sínum erfiður, fór sínar eigin leiðir í hugsun sinni og sóttist aldrei eftir vegtyllum. Honum var það mikilvægt að getað stundað heim- spekilegar rannsóknir við háskólann í Cambridge eins og hann gerði drjúgan hluta ævinnar. Hans er minnst bæði fyrir framlag sitt til heimspeki og fyrir það hve sérstak- ur maður hann var. Wittgenstein var á dögum frá 1889 til 1951. Meðan hann var á lífi kom einungis út ein bók eftir hann. Það var Tractatus Logico Philo- sophicus sem merkir heimspekileg og rökfræðileg ritgerð. Wittgen- stein hafði unnið að þessu verki í meira en tíu ár, oft við erfiðar að- stæður, en hann var hermaður í her Austurríkismanna í fyrri heims- styrjöldinni, hélt samt sem áður áfram að vinna að verkinu. Útgáfu- saga Tractatusar er merkileg en erfiðlega gekk að fá forleggjara til að koma bókinni á markað. Tractatus er ekki árennilegt verk. Bókin er byggð upp í númeruðum efnisgreinum sem eru allt frá einni setningu upp í u.þ.b. hálfa blaðsíðu að lengd. Í bókinni dregur Wittgen- stein saman niðurstöður rannsókna sinna í knappt form og fellir það saman við almennari kenningar sín- ar um tungumálið, manninn og ver- öldina. Það er ómögulegt að draga efni bókarinnar saman í örstutt mál en höfundurinn orðar það svo í for- mála að ef til vill mætti orða merk- ingu bókarinnar þannig: „Það sem yfirleitt er hægt að segja er hægt að segja skýrt; um það sem maður get- ur ekki talað hlýtur maður að þegja.“ Þessi orð höfundarins í for- málanum eru lokasetning verksins, setning númer 7. En svo að lesendur fái ofurlitla innsýn í þetta merkilega verk er rétt að þýða lykilsetningar þess, þær setningar sem bera númerin 1 til 6. 1. Veröldin er allt sem er fyrir hendi. 2. Það sem er fyrir hendi, staðreyndin, er ástand hlutanna. 3. Rökvísleg mynd staðreyndanna er hugsunin. 4.Hugsunin er setning með merkingu. 5. Setning er sann- fall frumsetninga. 6. Almennt snið sannfalls er: (p, ?, N (î)). Sjöunda setningin er síðan sú sem vitnað var til hér að ofan úr formála bókarinn- ar. Það er rétt að taka það fram að hér er ekki um að ræða þýðingu sem hefur verið nákvæmlega unnin held- ur er hún einungis hugsuð til að gefa lesendum Morgunblaðsins hug- mynd um efni þessarar bókar Witt- gensteins. Það eru engin tök á því að skýra hvað í þessum setningum felst enda væri það langt mál og stundum nokkuð snúið. Í næstsíðustu setningu bókarinn- ar, þeirri sem er nr. 6.54, segir Wittgenstein: „Setningar mínar varpa ljósi með þeim hætti að sá sem skilur mig lítur að lokum á þær sem merkingarlausar ef hann hefur með þeim og á þeim yfirstigið þær. (Hann verður, ef svo má að orði komast, að kasta stiganum eftir að hann hefur klifrað upp hann). Hann verður að sigrast á þessum setn- ingum, þá sér hann heiminn í réttu ljósi.“ Þessi setning í bókinni setur henni ramma og gefur til kynna hvernig höfundurinn vill líta á þær setningar í bókinni sem á undan eru komnar. Einu setningarnar sem geta ekki verið hlutar af stiganum er þessi setning sjálf og setningin nr. 7 sem nefnd var hér að ofan. Það er hér sem bók Loga Gunnarssonar heimspekings kemur til skjalanna. Bók Loga, Stigi Wittgeinsteins, er tilraun til að túlka viðhorf eða skilning Wittgensteins á orðum sín- um um stigann. Bókin er sniðuglega upp byggð. Logi segir sig ekki höf- und neins nema yfirlýsingar í upp- hafi heldur eru tveir höfundar, Jo- hannes Philologus sem er látinn og hafði á milli handanna brot út heim- spekilegum texta sem hann kunni engin deili á en er hluti af formála Tractatusar og setningu 6.54. Hann hafði skrifað athugasemdir um hvernig hægt væri að skilja þessi brot af heimspekilegum texta. Hinn höfundur bókarinnar er Johannes Commentarius, frændi Philologus- ar, hann fær handrit frænda síns í arf og skrifar athugasemdir við það í ljósi þeirrar þekkingar sem hann hefur á verki Wittgensteins og þeim bókum og fræðiritgerðum sem hafa verið skrifaðar um þennan þátt í bók Wittgensteins. Þessi uppbygging verksins skerpir sýnina á þessar setningar Wittgensteins og hvernig hægt er að skilja þær því að hún los- ar um samhengið og maður getur sett sig í þær stellingar að nálgast þær einar og sér. En hverjar eru kenningar þeirra frænda um þessar sérkennilegu setningar heimspek- ingsins? Philologus setur fram þrjár kenn- ingar um hvernig skynsamlegt sé að skilja samhengið á milli þessara setninga um stigann og annarra hluta bókarinnar. Þær eru viðleitni til að svara fjórum spurningum sem Philologus setur fram um brotin sem hann hefur fyrir framan sig. Fyrstu kenninguna nefnir hann dul- hyggjukenninguna. Hún gengur út á að í bókinni sé búin til kenning um takmörk hugsunar með því að móta kenningu um hvað teljist vera tungumál. Þetta þýðir að í bókinni, sem hann þekkir ekki, séu merking- arlausar setningar sem láta í ljósi ákveðið inntak og með því að skilja það öðlist maður skilning á mun- inum á því hvað er innan marka hugsunarinnar og hvað er utan þeirra. Philologus fer síðan yfir þær spurningar sem hann setti fram og kemst að því að þessi kenning svari þeim ekki öllum og prófar þess vegna þá næstu sem hann nefnir and-dulhyggjukenningin og gengur út á að setningar bókarinnar sem eru merkingarlausar láti ekki í ljósi inntak eða hugsun og þess vegna verði að losa sig við þær, sparka þeim burtu. Þriðja kenning Philologusar er smættunarkenning- in. Þessi kenning er í aðalatriðum sú sama og and-dulhyggjukenningin en munurinn er sá að litið er svo á að ólíkar setningar verksins séu ekki merkingarleysur með sama hætti. Þessi viðbót kemur til móts við mót- bárur sem fyrri kenning gat ekki svarað. Það eru ekki nokkur tök á að fara yfir öll þau atriði sem koma fram í máli Philologusar og alls ekki í því sem Commentarius segir um hand- rit frænda síns. En þar eru af mikl- um lærdómi skoðaðar þær kenning- ar sem mótast hafa á skilningi á Tractatusi Wittgensteins. En loka- niðurstaðan er sú að í öllum þessum skýringum og í Tractatusi sjálfum er gengið að því vísu að bókin nái til- gangi sínum ef henni hefur tekizt að greina á milli merkingar og merk- ingaleysu í eitt skipti fyrir öll. En Commentarius lítur svo á að þetta sé forsenda sem líka verði að losa sig við, spyrna frá sér með öðrum þrepum stigans. Með þessari bók hefur Logi Gunnarsson skipað sér í fremstu röð þeirra sem skrifa um verk Wittgen- steins. Það er rétt að benda á að þau verk eru ekki óplægður akur, flestir af fremstu heimspekingum síðustu aldar skrifuðu um verk Wittgen- steins. Logi hefur því ekki tekizt á við neitt auðvelt verk en mér virðist honum heppnast aðdáanlega vel á köflum að leysa úr þeim þrautum sem fylgja því að skilja þetta fyrsta verk Wittgensteins. Stigi Wittgen- steins er afbragðs bók og hún á skil- inn vandlegan lestur. Hvernig er hægt að hugsa um merkingarleysu? BÆKUR F r æ ð i r i t Eftir Loga Gunnarsson. 2000. Berlin, Philo. 119 bls. WITTGENSTEINS LEITER Guðmundur Heiðar Frímannsson  GULLKORN í greinum Halldórs Laxness hefur að geyma um þúsund tilvitnanir í greinasöfn Nóbels- skáldsins og er þeim deilt í á ní- unda tug efn- isflokka sem spanna vítt svið. Í bókinni má finna fleyg og eft- irminnileg orð um fjölbreytileg- ustu efni; Jesú Krist og Stalín, bókmenntir og mannasiði, móðurmálið og náttúr- una, þrifnað og réttlæti, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig má bæði lesa brot úr þjóðarsögunni og fylgjast með þeim umbrotum sem urðu í heim- inum á 20. öld; kreppu, styrjöldum, köldu stríði. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 376 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda Kápumynd og út- litshönnun: Ragnar Helgi Ólafsson. Verð 4.860 kr. Halldór Laxness  SÝSLU- og sóknalýsingar Múlasýslna hafa að geyma lýs- ingar skrifaðar af sýslumönnum og prestum fyrir Hið íslenska bók- menntafélag á árunum eftir 1839 að tillögu Jónasar Hallgrímssonar skálds. Þær áttu að verða undir- staðan undir Íslandslýsingu hans sem honum entist ekki aldur til að ljúka. M.a. er að finna lýsingar á þeim stöðum sem síðar áttu eftir að verða helstu verslunar- og menn- ingarstaðir á Austurlandi. Jafn- framt eru nefndir sumir þeir staðir á hálendinu austanlands sem verið hafa hvað mest í sviðsljósinu síð- ustu misserin Bókin er þó framar öðru heimild um búskapar- og lifn- aðarhætti Austfirðinga á 19. öld. Kirkjumyndir Jóns biskups Helgasonar úr Múlasýslum eru í fyrsta skipti birtar í bókinni. Finnur N. Karlsson, Indriði Gíslason og Páll Pálsson á Að- albóli hafa annast útgáfuna og fengnir hafa verið kunnugir menn í sóknunum til þess að rita at- hugasemdir við lýsingarnar. Útgefandi er Sögufélag og Ör- nefnastofnun Íslands. Bókin er 640 bls. að stærð með nafnaskrám. Hún er unnin hjá prentþjónust- unni Repró, Prenthúsinu og Bók- bandsstofunni Flatey. Nýjar bækur Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Ís- lands var stofnaður árið 1999 af Sverri Sigurðssyni. Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fornu og nýju. Í því skyni skulu árlega veittir styrkir af ráð- stöfunarfé sjóðsins til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka svo og til birt- ingar á niðurstöðum slíkra rannsókna. Umsóknir berist í þríriti fyrir föstudag- inn 25. maí næstkomandi til: Listasafns Háskóla Íslands, Styrktarsjóður, Oddi, 101 Reykjavík. Úthlutað verður úr sjóðnum á afmælis- hátíð Háskóla Íslands haustið 2001. STEINUNN Einarsdóttir hefur haldið myndlist- arnámskeið síðustu sex árin í Vestmannaeyjum og er einu slíku nýlokið. 25 þátttakendur voru á námskeiðinu sem blæs lífi í sköpunarþörf eyjaskeggja. Fjöldi verka var á sýningunni, bæði olíuverk og vatnslitamyndir og vöktu mörg þeirra athygli sýningargesta. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frá nemendasýningunni í Galleríi Áhaldahúsi. Nemendasýning í Galleríi Áhaldahúsi Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. SÍÐASTI fundur vetrarins hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, í Drang- ey við Stakkahlíð 17, samkunduhúsi Skagfirðinga í Reykjavík. „Hagyrðingar munu leika lausum hala. Því munu hnútur fljúga um borð. Þar munu gestir fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og yrkja í Skáldu vísur, sem fluttar verða í fundarlok. Kvæðamenn munu þrymja rímnalög. Þar munu börn á tannfellisaldri kveða fornar tvísöngsstemmur og gerð verður tilraun til að kenna gestum og gangandi að kveða a.m.k. eina stemmu,“ segir Sigurður Sigurðsson hjá Kvæðamannafélaginu. „Þá verður sýnt mergjað myndband með Stefáni í Möðrudal, lífskúnstner og málara og lærimeistara Kjarvals.“ Aðgangur er ókeypis. Kveðið í Drangey HÖSKULDUR Skagfjörð opnar málverkasýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur á laugardag. Höskuldur er sjálfmenntaður listamaður og málar aðallega akríl- og pastelmyndir. Sýningin stendur til 2. maí. Höskuldur Skagfjörð sýnir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.