Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 11
anir ríkissaksóknara um synjun á slíkum rannsóknum geti sætt end- urskoðun ráðherra, enda sé um ríka almanna- og einkahagsmuni að ræða. Það er þó mat meirihlutans að endurskoðun dómsmálaráðherra eigi eingöngu að taka til synjunar ríkissaksóknara um að hefja skuli rannsókn á grundvelli 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála og leggur til að frumvarpinu verði breytt í samræmi við það og við svo- hljóðandi málsliðir bætist við 4. gr.: „Sá sem á hagsmuna að gæta getur kært ákvörðun ríkissaksóknara um synjun á rannsókn til dómsmálaráð- herra. Nú ákveður ráðherra að rannsókn fari fram og setur hann þá sérstakan saksóknara til að fara með og rannsaka málið.“ Auk Þorgerðar Katrínar standa Jónína Bjartmarz, Ólafur Örn Har- aldsson, Soffía Gísladóttir, Guð- mundur Hallvarðsson og Katrín Fjeldsted að álitinu, en Ögmundur Jónasson er einnig samþykkur sem áheyrnarfulltrúi. Tekið er fram að Sverrir Her- mannsson og Guðrún Ögmundsdótt- ir hafi verið fjarverandi við af- greiðslu málsins. Lúðvík einn í minnihlutanum Athygli vekur að Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylkingar- innar, stendur einn fyrir minnihluta- áliti og leggst gegn frumvarpinu. Í áliti hans er bent á að allir umsagn- araðilar hafi lagst gegn lögfestingu frumvarpsins á sömu forsendum, þ.e. að með lögfestingu þess væri vegið að grundvallarreglunni um sjálfstæði ákæruvalds. Síðan segir: „Með því frumvarpi sem hér liggur fyrir er verið að leggja til að dómsmálaráðherra geti endurskoðað ákvörðun ríkissak- sóknara um að taka fyrnd mál ekki til rannsóknar. Það er mjög vanda- söm ákvörðun að ákveða að rann- saka mál þar sem sök er fyrnd. Í ljósi þess að rannsókn fer ekki fram nema fyrir liggi grunur um að refsi- verð háttsemi hafi verið framin er augljóst að æra manna er í húfi þeg- ar slíkar ákvarðanir eru teknar. Þetta verður öllu alvarlegra þegar ætlunin er að fela stjórnmálamanni þetta vald eins og hér er lagt til því hafa verður í huga að sú rannsókn sem færi fram samkvæmt frum- varpinu yrði ekki endurskoðuð af dómstólum. Hér er ekki verið að halda því fram að núverandi dóms- málaráðherra eða dómsmálaráð- herrar framtíðarinnar muni nota þessa heimild til að hafa æruna af mönnum en sú hætta yrði vissulega til staðar.“ Breytingartillaga lögð fram Lúðvík Bergvinsson hefur í félagi við flokksbróður sinn, Guðmund Árna Stefánsson, lagt fram breyt- ingartillögu við frumvarp dóms- málaráðherra. Í henni felst að sex nýir málsliðir bætast við 66. gr. lag- anna og orðast svo: „Nú hefur rík- issaksóknari hafnað beiðni þess sem á hagsmuna að gæta og getur þá sá kært ákvörðun ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra. Sé ákvörðun ríkissaksóknara felld úr gildi skal dómsmálaráðherra leggja þings- ályktunartillögu fyrir Alþingi til samþykktar eða synjunar um skip- un þriggja manna rannsóknarnefnd- ar til að fara með málið. Í þingsályktunartillögunni skal koma fram hverjir skipi nefndina, hvert sé andlag rannsóknarinnar og fjárframlög auk rökstuðnings ráð- herra fyrir því að fella ákvörðun rík- issaksóknara úr gildi. Nefndin skal fá aðgang að öllum rannsóknar- gögnum auk þess sem hún hefur rétt til að taka skýrslur sam kvæmt lögum þessum og afla annarra gagna eftir því sem við á. Nefndin skal skila Alþingi, dómsmálaráð- herra og ríkissaksóknara skýrslu með niðurstöðum sínum. Hafni Al- þingi þingsályktunartillögunni, eða afgreiði hana ekki, er ákvörðun dómsmálaráðherra úr gildi fallin og stendur þá fyrri ákvörðun ríkissak- sóknara.“ Tillagan andstæð meginreglu íslensks réttarfars Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði um þessa tillögu að með henni væri þingskipaðri nefnd falið vald sem aðeins lögregla og saksóknarar hafi haft skv. lögum um meðferð opinberra mála. „Þessi breyting, yrði hún sam- þykkt, væri í algerri andstöðu við meginreglu íslensks réttarfars og þingræðishefðar,“ sagði hún og benti á að rök umsagnaraðila gegn frumvarpi sínu ættu jafnt við um það sem í breytingartillögunni fæl- ist. „Því spyr ég: er hægt að byggja á umsögnum allsherjarnefndar í öðru orðinu en hafna því í hinu,“ sagði dómsmálaráðherra. bingi@mbl.is FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 11 NÁÐST hefur samkomulag um að formaður og varaformaður stjórnar Byggðastofnunar, alþingismennirn- ir Kristinn H. Gunnarsson og Guð- jón Guðmundsson, taki sæti í verk- efnastjórn sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra hefur skipað til að vinna að mótun nýrrar byggðaáætlunar. Áður var gert ráð fyrir að fjórir væru í hópnum en þeir verða nú sex. Páll Skúlason háskólarektor er formaður verkefnastjórnarinnar, en hún mun skila tillögum til ráðherra um stefnumörkun nýrrar byggða- áætlunar hinn 15. nóvember, en áætlunin sjálf á að taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári. Í verkefna- stjórninni eru einnig þau Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Grund- arfirði, Finnbogi Jónsson, stjórnar- formaður Samherja, og Sigfús Jóns- son, ráðgjafi hjá Nýsi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var nokkur titringur innan Framsóknarflokksins vegna þeirrar ákvörðunar Valgerðar Sverrisdótt- ur, iðnaðarráðherra, sem fer með byggðamál, að láta stjórn Byggða- stofnunar ekki koma að málinu með beinum hætti. Kristinn H. Gunn- arsson barðist hart fyrir slíku og náðist samkomulag um fyrrnefnda lausn. Byggðamálin voru til umræðu ut- an dagskrár, að tilstuðlan Jóns Bjarnasonar, þingmanns vinstri grænna. Þar gerði hann ágreining um stjórn byggðamála innan Fram- sóknarflokksins að umtalsefni og sagði að svo virtist sem iðnaðarráð- herra hafi orðið að láta í minni pok- ann fyrir afarkostum stjórnar Byggðastofnunar. „Það virðist litlu hafa breytt þótt forsjá byggðamála hafi verið færð frá forsætisráðuneyti til iðnaðar- ráðuneytis. Áfram ríkir sama skipu- lags- og metnaðarleysið sem lýsir sér best í innanhússátökum Fram- sóknarflokksins um stjórnun þess- ara mála,“ sagði Jón. Valgerður Sverrisdóttir sagði í umræðunni að Byggðastofnun muni koma með ýmsum hætti að starfi nýrrar verkefnisstjórnar um byggðamál og sagði að misskilnings hefði gætt í umræðu um hina nýju stefnu. „Staðreyndin er sú að ég hef fengið breiðan hóp af fólki með mikla reynslu úr atvinnulífinu, af atvinnuþróunarstarfi á landsbyggð- inni, úr menntakerfinu og víðar til að vinna hugmyndir að nýrri byggðaáætlun. Þegar þeirri vinnu lýkur er það hlutverk ráðherra að leggja endanlegur tillögur fyrir rík- isstjórn og láta vinna málið til þing- legrar meðferðar,“ sagði Valgerður. Verkefnisstjórn um byggðaáætlun Byggðastofnun fær tvo fulltrúa SIGRÚN Helgadóttir, náttúrufræð- ingur og kennari við Selásskóla, hlaut viðurkenningu nokkurra náttúru- og umhverfisvernd- arsamtaka á degi umhverfisins, síð- astliðinn miðvikudag. Þá hlaut Sel- ásskóli umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir fram- úrskarandi starf og þróun um- hverfisfræðslu. Björn J. Jónsson hlaut ennfremur sérstaka við- urkenningu ráðuneytisins fyrir skógræktarstörf sín, en hann hefur um árabil stundað skógrækt með góðum árangri á jörðinni Sól- heimum í Landbroti. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra afhenti viðurkenningar ráðuneytisins en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Sigrúnu Helgadóttur viðurkenn- ingu náttúru- og umhverfisvernd- arsamtaka. Úthlutunarnefnd samtakanna taldi að það uppeldis- og mann- ræktarstarf sem Sigrún hefur unn- ið væri mjög mikilvægt og verð- skuldaði viðurkenningu. Þetta hefði hún gert um langt skeið með margvíslegri fræðslu um umhverf- is- og náttúruverndarmál, nú síðast með því að útbúa námsefni og kenna kennurum að annast úti- kennslu og umhverfismennt fyrir grunnskóla- og leikskólabörn. Sigrún Helgadóttir hóf störf við Selásskóla í Reykjavík á vormisseri 1998. Þar skipulagði hún umhverf- isstefnu og útikennslu sem hófst haustið 1998. Þetta er nú við- urkennt þróunarverkefni og er Sel- ásskóli móðurskóli fyrir umhverf- ismennt og útikennslu. Í úitikennslunni, sem er ólík eftir aldurshópum, kanna nemenur Sel- ásskóla umhverfi skólans síns með því að stunda m.a. veðurathuganir og smádýraleit, kanna Elliðaárdal- inn og sögu hans, kynna sér jarð- fræði, skoða hraun og jarðlög um- hverfis skólann og velta fyrir sér fjöllum við sjóndeildarhringinn. Þau tileinka sér sorpflokkun og stunda endurvinnslu með safn- kassa. Hefur þetta starf borið góð- an árangur og 20. apríl sl. var opn- uð vefsíðan Sólskin, www.solskin.- is, í tengslum við útikennsluna í Selásskóla. Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Ragnar Grímsson veitti Sigrúnu Helgadóttur viðurkenningu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka. Viðurkenn- ingar fyrir framúrskar- andi um- hverfisstörf MAGÐALENA Lára Kristjánsdóttir frá Pat- reksfirði er látin, 103 ára að aldri, en hún var einn elsti núlifandi Ís- lendingurinn. Langlífi er í fjölskyldunni því föðursystir Magðalenu var Kristín Sveinsdóttir sem lést 106 ára að aldri í nóvember sl. Magðalena fæddist á Sviðnum í Breiðafirði 13. nóvember 1897. Hún ólst upp í Bjarneyjum og árið 1914 giftist hún fyrri eiginmanni sínum, Gísla Bergsveinssyni bónda í Rauðseyjum. Þeim varð fimm barna auðið og eru þrjú þeirra á lífi í dag og afkomend- urnir orðnir margir. Eftir lát Gísla fluttist Magðalena til Patreks- fjarðar þar sem hún síð- ar giftist Pétri Guð- mundssyni sem lést árið 1974. Þar hélt Magðalena heimili alla tíð en síðustu árin dvaldist hún á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar þar sem hún lést. Andlát MAGÐALENA LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Lands- síma Íslands hf. Stefnt er að því að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi og mun samgönguráðherra þá hafa heimild til að selja allt hlutafé í fyrirtækinu. Í greinargerð kemur fram að stefnt er að því að selja 49% hlutafjár á þessu ári og að sala hluta- fjárins hefjist á vormánuðum. Í greinargerðinni segir einnig að rekstrarumhverfi fjarskiptafyrir- tækja hafi breyst í grundvallaratrið- um á undanförnum árum. Með nýleg- um breytingum á fjarskiptalögum, sem meðal annars byggist á tilskip- unum EES, hafi verið komið á sam- keppni milli símafyrirtækja í þágu neytenda. Með rekstri nýrra símafyr- irtækja á íslenskum markaði sé ekki aðeins eðlilegt heldur beinlínis nauð- synlegt að ríkið losi um eignarhlut sinn í Landssímanum. Þessar breyttu forsendur séu lykillinn að sölu fyrir- tækisins og ríkið muni tryggja að al- mennri hagsmunagæslu verði sinnt með öðrum hætti en beinni eignarað- ild. Hér á landi sé jafn aðgangur landsmanna að fjarskiptaþjónustu tryggður með ákvæðum fjarskipta- laga og jafnframt með bráðabirgða- ákvæði í frumvarpinu. Í skýringum í greinargerð við ákvæði um skuldbindingar Lands- símans segir að til að tryggja að markmiðum stjórnvalda um aðgang allra landsmanna að nútímafjar- skiptaþjónustu verði náð hafi sam- gönguráðherra gert samkomulag við Landssímann um að fyrirtækinu verði gert skylt að veita tiltekna fjar- skiptaþjónustu umfram það sem mælt sé fyrir um í fjarskiptalögum, reglugerð um alþjónustu og rekstr- arleyfi fyrirtækisins. Í samkomulag- inu skuldbindi Landssíminn sig til að byggja upp ATM-þjónustu og ADSL- gagnaflutningsþjónustu á talsímanet- inu umfram það sem heimilt er að krefjast af fyrirtækinu samkvæmt gildandi lögum. Í samkomulaginu felst annars veg- ar að Landssíminn mun tryggja 2 Mb/s gagnaflutningsþjónustu yfir ATM-net sín eða með öðrum jafngild- um leiðum innan fimm ára frá und- irritun þess. Verð skuli vera hið sama um allt land fyrir tengingu innan sama svæðis. Hins vegar felst í sam- komulaginu að Landssíminn byggi upp ADSL-þjónustu í öllum stærri þéttbýliskjörnum á næstu tveimur árum og að sú þjónusta eða önnur jafngild muni ná til 75–80% lands- manna. Samhliða frumvarpi um sölu Landssímans leggur samgönguráð- herra fram frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum sem felur í sér skýra heimild til handa Póst- og fjarskipta- stofnun til að setja skilyrði í leyfisbréf rekstarleyfishafa með umtalsverða markaðshlutdeild sem tryggi að leyf- ishafinn uppfylli lögbundnar skyldur sínar, sem og þær skyldur sem kveðið er á um í reglugerð og leyfisbréfi. 24% hlutafjár seld í fyrsta áfanga Um framkvæmd sölunnar segir í greinargerð frumvarpsins að í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins og tillögur einkavæðingarnefndar verði lögð áhersla á að salan fari fram í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga verði höfuðáhersla lögð á sölu til al- mennings, starfsmanna og lítilla og meðalstórra fjárfesta með tilboðs- sölu. Samtals verði boðin út 24% í þessum áfanga. Verð bréfanna verði fundið með aðstoð sérfræðinga á fjár- málamarkaði og verði hið sama til starfsmanna og almennings, en starfsmenn fái þrjú ár til að greiða bréf sín. Þessi áfangi fari fram nú í vor og samhliða verði hlutabréfin skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Stjórn Landssímans verður heim- ilað að kaupa allt að 2% hlutafjár á meðalgengi í tilboðssölu í fyrsta áfanga til að bjóða starfsmönnum sín- um í formi valréttarsamninga og verði þeir samningar hluti af starfs- kjörum. Í greinargerðinni segir að í öðrum áfanga verði leitað eftir kjölfestufjár- festi með það að markmiði að efla ís- lenska fjarskiptamarkaðinn, styrkja fyrirtækið og auka verðmæti þess við seinni sölu. Slíkur fjárfestir verði val- inn með samkeppni, til dæmis með lokuðu útboði að loknu forvali og er gerð tillaga um að í þessum áfanga verði seldur fjórðungur fyrirtækisins og að salan fari fram á síðari hluta þessa árs. Þá er gert ráð fyrir að selj- anda sé heimilt að selja kjölfestufjár- festi 10% hlutafjár til viðbótar í þriðja áfanga. Af greinargerðinni má ráða að litið er til þess að kjölfestufjárfest- ir verði erlent fjarskiptafyrirtæki. Í þriðja áfanga er gert ráð fyrir að selja þau 51% hlutafjár sem eftir verður í eigu ríkisins að loknum hin- um áföngunum tveimur. Skyldur lagðar á Símann umfram ákvæði laga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.