Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sendiráð Finnlands óskar eftir að ráða matreiðslumann/ ráðskonu í sendiherrabústaðinn. Kunnátta í ensku- eða Norðurlandamáli er nauðsynleg. Upplýsingar og skriflegar umsóknir sendist til Sendiráðs Finnlands, PO Box 1060, 121 Reykjavík, sími 5100 100, fax 562 3880, net- fang: finamb@li.is . Vélstjóri óskast á norskt 305 brúttótonna línuskip, Falken Jun- ior. Vélin er Caterpillar 850 hestöfl. Skipið er í útleigu með beitingavél, ca 4—8 vikna túrar. Laun eru föst, ca 280 þús. íkr., auk bónusa fyrir afla í lok árs. Vélstjóri rær einn túr og er annan í fríi en fær laun fyrir báða. Upplýsingar gefur Sævaldur í síma 595 3000. Orgelleikari Laust er til umsóknar starf orgelleikara við Oddakirkju. Oddi er fornfrægur sögustaður á Rangárvöllum miðjum en prestakallið er Rangárvellir neðanverðir með Helluþorp auk nokkurra bæja í Ása- og Djúpárhreppi. Sóknarbörn eru um 800 talsins. Um launakjör vísast í ráðningarsamning FÍO við Reykjavíkur- prófastsdæmi frá 1991. Upplýsingar um starfið veita sr. Sigurður Jóns- son, sóknarprestur, í síma 487 5135 og Grétar Hrafn Harðarson, formaður sóknarnefndar, í síma 487 5241. Skriflegar umsóknir með upp- lýsingum um menntun og starfsferil óskast sendar fyrir 1. júní nk. til formanns sóknar- nefndar, Þrúðvangi 8, 850 Hellu. St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Skrifstofustjóri Óskum eftir að ráða skrifstofustjóra sem allra fyrst. Um er að ræða fullt starf. Í starfinu felst m.a. starfsmannahald, launa- vinnsla, dagleg stjórnun auk skýrslugerða í samráði við framkvæmdastjóra. Skrifstofustjóri er staðgengill framkvæmdastjóra. Fyrir þetta starf er áskilin reynsla í almennum skrifstofustörfum, færni í stjórnun, góð tölvuþekking, hæfni í mannlegum samskiptum, samviskusemi, reglusemi og þjónustulund. Viðkomandi verður að geta sýnt sveigjanleika varðandi vinnutíma. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi við viðkomandi stéttarfélag. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Róbert Jörgensen, s. 438 1128. Netpóstur: ro- bert@sfs.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Opinn fundur í Opnu húsi Opinn fundur í Hamraborg 1, 3. hæð, laugardaginn 28. apríl Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingis- maður og formaður menntamála- nefndar, og Halla Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður húsnæðis- nefndar Kópavogs, fjalla um sína málaflokka og svara fyrirspurnum. Opið hús hvern laugardag milli kl. 10 og 12. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur 2001 Aðalfundur Félags rafeindavirkja 2001 verður haldinn á Stórhöfða 31, 1. hæð, (gengið inn að norðanverðu), fimmtudaginn 3. maí nk. kl. 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Félags rafeindavirkja. Verkalýðsfélagið Hlíf Félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Hlíf, sem vinna hjá Hafnarfjarðarbæ í leikskólum, á gæslu- völlum, í heimaþjónustu, við ræstingar í grunn- skólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Fundur! Fundur verður haldinn í veitingahúsinu Skút- unni, Hólshrauni 3, fimmtudaginn 3. maí nk. kl. 20.00. Fundarefni: Kynning á nýjum kjarasamningi og atkvæðagreiðsla um hann. Kaffiveitingar. Stjórn og samninganefnd Hlífar. Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf., Horna- firði, verður haldinn í húsi félagsins í Krossey á Hornafirði föstudaginn 11. maí 2001 kl. 13.30. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum félagsins skv. 55. gr. hluta- félagalaga. 3. Önnur mál, sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningar félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, mun verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Krossey á Hornafirði viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Hornafirði, 26. apríl 2001. Stjórn Skinneyjar-Þinganess hf. ÍSLENSK MÁLSTÖÐ Orðaþing 2001 Íslensk málstöð efnir til Orðaþings 2001 í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 28. apríl, kl. 13.30—15.30. Dagskrá: 13.30 Ari Páll Kristinsson ræðir um aðgang Íslendinga að alþjóðlegu íðorðastarfi. 13.45 Guðmundur J. Arason segir frá íðorðasafni ónæmisfræðinga. 14.00 Dóra Jakobsdóttir kynnir Ættaskrá háplantna. 14.15 Kaffihlé. 14.30 Dóra Hafsteinsdóttir kynnir svonefndan vinnsluhluta innan orðabanka Íslenskrar málstöðvar. 15.30 Orðaþingi lýkur. Allir eru velkomnir. Dagskrá Orðaþings 2001 miðast einkum við þarfir orðanefnda og ann- arra sem vinna að orðasöfnum í sérgreinum. HÚSNÆÐI ÓSKAST Húsnæði óskast Traust hátæknifyrirtæki óskar eftir 3—4 herb. íbúð á leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. maí næstkomandi. Um er að ræða 6—8 mánaða leigu fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Upplýsingar gefur Linda í síma 896 6266. KENNSLA Frá Tónlistarskóla FÍH Innritun nýnema fyrir næsta skólaár stendur yfir á skrifstofu skólans í Rauðagerði 27 til 1. maí nk. Skrifstofan er opin frá kl. 13—17 alla virka daga. Nánari upplýsingar í síma 588 8956. Skólastjóri. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Litlahlíð, íbúðarhús, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Anna Hafdís Karls- dóttir, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason hf., miðvikudaginn 2. maí 2001 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 26. apríl 2001. Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.