Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 12
Heimilislæknar hafa ekki unað því að Tryggingastofn- un neiti þeim um sambærilega samninga og stofnunin gerir við aðra sérfræðinga á sviði lækninga og telja heilbrigðisyfirvöld brjóta á þeim rétt til atvinnufrelsis. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við heimilislækna, en þeir óttast verulega fækkun í stéttinni verði ekki gripið til ráðstafana til að bæta starfsumhverfi þeirra. Starfa ekki á sama grundvelli og aðr- ir sérfræðingar L AUNAKJÖR og starfsumhverfi sérfræðinga í heimilislækningum hafa valdið því að skortur er orðinn á starfandi heimilislæknum ásamt því að nýliðun í greininni fer sífellt minnkandi. Heimilislæknar segja heilbrigðisyf- irvöld bera ábyrgð á þessum vanda sem farið er að gæta verulega á landsbyggðinni þar sem æskilegt er talið að sem flest stöðugildi lækna séu skipuð sérfræðingum í heimilislækningum. Að mati heimilislækna má rekja rót vandans til þess að sérfræðingum í heimilislækningum er ekki heimilt að gera samning við Trygginga- stofnun og reka eigin læknastofu líkt og aðrir sérfræðingar gera í heilbrigðiskerfinu. Þá segja heimilislæknar að launakjör þeirra, sem ákveðin eru af kjaranefnd, hafi versnað til muna síðustu árin miðað við kjör annarra lækna. Af þessum sökum er uggur ríkjandi í heimilislæknum sem telja óbreytt ástand leiða til þess að stétt sérfræðinga í heimilislækning- um geti hreinlega horfið á komandi árum. Heimilislæknar hafa ekki viljað una því að Tryggingastofnun neiti þeim um sambærilega samninga og stofnunin gerir við aðra sérfræð- inga á sviði lækninga og ákváðu á sínum tíma að leggja málið fyrir Samkeppnisstofnun á þeim forsendum að TR hefði brotið samkeppnislög. Samkeppnissráð hafnaði hins vegar kröfum heimilislækna á grundvelli þess að skýr laga- setning væri fyrir tvískiptingu heilbrigðiskerf- isins og grundvallarmunur væri á starfskjörum lækna sem annast almenna heilsugæslu og ann- arra sérfræðinga. Félag heimilislækna áfrýjaði úrskurðinum en áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála staðfesti hann hins vegar. Í gær komst síð- an Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niður- stöðu að Tryggingastofnun hefði verið heimilt að neita heimilislæknum um samninga. Í nið- urstöðu Arngríms Ísberg héraðsdómara segir m.a. að heimilislæknar og sérfræðingar á öðrum sviðum læknisfræðinnar starfi ekki á sama markaði og eigi þar af leiðandi ekki í samkeppni sín á milli þótt störf þeirra hljóti einhvers staðar að skarast. Þórir B. Kolbeinsson, formaður Félags ís- lenskra heimilislækna, segir að með tilliti til þess hvernig samkeppnisráð líti á málið hafi menn breytt um áherslu og líti meira til þess að heimilislæknar eigi að hafa sama rétt og aðrir sérfræðingar til að vinna á mismunandi vegu. Því var ákveðið að sækja mál gagnvart heil- brigðisráðuneytinu þar sem heimilislæknar meta það svo að það sé hreinlega brot á atvinnu- frelsi að sérfræðingar í heimilislækningum njóti ekki jafnréttis á við aðrar sérgreinar í lækn- ingum. Ábyrgð ráðuneytisins er mikil „Við teljum að heimilislækningarnar njóti ekki jafnréttis við aðrar sérgreinar nema að okkar sérfræðingar í heimilislækn- ingum hafi þann valkost að vinna á fleiri vegu heldur en bara á heilsu- gæslustöðum. Með þessu hafa þeir haldið niðri fjölda heimilislækna og það hefur afgerandi áhrif líka við val nýrra lækna við val á sérgrein.“ Að sögn Þóris nægir ekki fjöldi lækna á heilsugæslustöðvum í dag til að sinna þörfinni fyrir þjónustu heimilislækna. Heimilis- læknar telja að nú vanti 30 heimilislækna á höf- uðborgarsvæðið og að minnsta kosti 15 til 20 á landsbyggðina en brotthvarf úr greininni nem- ur um 20 læknum á undanförnum árum. Þá telja heimilislæknar að 12 heimilislæknar þurfi að koma til starfa árlega til að viðhalda og end- urnýja núverandi mannafla í greininni. Á Ís- landi eru 5 læknar í 4 námsstöðum í heimilis- lækningum og 4 afleysingalæknar í óformlegu námi og talið er að um 10 sérfræðingar í heim- ilislækningum dveljist erlendis. Að mati Félags íslenskra heimilislækna er það grundvallaratriði að kjör heimilislækna verði sambærileg og annarra sérfræðinga og að starfsréttindi heimilislækna verði sambærileg og annarra sérfræðinga. Meðal annars þurfi sérfræðingar í heimilislækningum að eiga þann valkost að geta rekið eigin stofu samkvæmt gjaldskrársamningi við Tryggingastofnun. „Áhersla okkar í Félagi heimilislækna er að sérfræðingar í heimilislækningum þurfa að njóta sambærilegra kjara og starfsréttinda og aðrir sérfræðingar í læknisfræði. Staðreyndin er sú að slíkt gera þeir ekki í dag og það er heil- brigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á því.“ Að sögn Þóris vilja heimilislæknar sjá mis- munandi rekstrarform í heilsugæslunni. Ákveð- inn hluti lækna kjósi að vinna við ríkisreknar heilsugæslustöðvar en fleiri vilji að hugað sé að einkarekstri og hægt sé að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva og menn geti sameinast um það. Þá vilja heimilislæknar líka hafa þann möguleika fyrir hendi að opna stofu eins og aðr- ir sérfræðingar. „Þannig að fyrst og fremst vilj- um við fá fjölbreyttari rekstrarform svipað og aðrir læknar. Við teljum að þessi skerðing á val- möguleikum hafi áhrif á val unglækna. Miðað við óbreytt ástand munu fleiri heltast úr lestinni og fara í aðrar sérgreinar og endurnýjunin fer minnkandi.“ Þórir segir að landsbyggðin muni fyrst finna fyrir skorti á heimilislæknum og nú þegar megi greina að sérfræðingum í heimilis- lækningum hafi þar fækkað. Æskilegt að læknar á landsbyggðinni séu heimilislæknar Ágúst Oddsson, formaður í Félagi íslenskra landsbyggðarlækna, segir ástandið hafa verið slæmt lengi og farið hægt versnandi undanfarin ár. Nú eru um 85 stöður lækna úti á landi og tæplega helmingurinn af þeim er setinn af menntuðum heimilislæknum en á milli 15 og 20 stöður eru ósetnar, þ.e. annaðhvort mannlausar eða málum bjargað í viku eða mánuð í senn. Að sögn Ágústs er mjög æskilegt að læknar á landsbyggðinni séu sérfræðingar í heimilis- lækningum vegna þess að fjölbreytnin sé það mikil og öll heilbrigðisþjónustan hvíli nánast á herðum læknanna. „Það sem vekur ugg núna er fyrst og fremst að það er búið að tæma allar auðlindir, það eru eiginlega engir eftir til að lokka heim. Þessi hóp- ur er að verða hverfandi stærð. Það er sáralítil nýliðun í þessari stétt og annað sem vekur meiri ugg er að við erum að verða ansi gömul stétt.“ Ágúst telur að stefna yfirvalda varðandi tví- skiptingu í heilbrigðiskerfinu sé löngu úrelt og kominn sé tími á að skoða aðrar leiðir. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að menn geti sett upp það rekstrarform hér á landi að læknar reki eigin læknastöðvar með þjón- ustusamningi, líkt og tíðkast t.d. í Danmörku. Jón Steinar Jónsson, sérfræð- ingur í heimilislækningum hjá Heilsugæslunni í Garðabæ, segir ástandið eiga sér sögulegan að- draganda sem rekja megi til þess er samþykkt voru ný lög árið 1974 varðandi heil- brigðisþjónustuna sem markað hafi stefnuna um uppbyggingu heilsugæslu í landinu. „Þá hvetja í raun heilbrigðisyfirvöld unga lækna til að leggja fyrir sig nám í þessari grein og það verður til að það fer stór hópur manna í nám í þessu fagi um og upp úr miðjum áttunda áratugnum. Þá var teiknað upp ákveðið kerfi sem höfðaði til margra og þeir lögðu þetta fyrir sig. Eftir það hefur smám saman dregið úr áhuga manna á faginu.“ Að sögn Jóns Steinars hafa heimilislæknar og Félag heimilislækna í raun barist fyrir tilvist gæslugæslunnar sem kerfis áratugum saman. Sú barátta hafi náð hámarki þegar heimilis- læknar sögðu næstum allir upp fyrir 5 árum, bæði í þeim tilgangi að leiðrétta kjör og einnig til að knýja á um raunverulega stefnu í upp- byggingu heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslulæknar eiga að veita frumþjónustu „Við mættum mikilli hörku heilbrigðisyfir- valda þá og að mínu mati voru þarna ákveðin þáttaskil í þessu öllu saman. Við fengum eig- inlega þá lexíu að heilbrigðisyfirvöld vildu ekk- ert hlusta á okkur og þær hugmyndir sem menn hefðu um uppbyggingu heilsugæslunnar sem fyrirbæris.“ Jón segir uppbygginguna hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig úti á landi en of hægt á höfuð- borgarsvæðinu og ekki nándar nærri því að halda í við fólksfjölgunina á svæðinu. „Það hefur þá leitt til þess ástands sem er í dag, að eft- irspurnin eftir þjónustu heimilislækna er miklu meiri en þeir geta annað.“ Jón Steinar segir að lögin og uppbygging heilsugæslustöðva hafi gert ráð fyrir því að heilsugæslulæknar veittu frumþjónustu í heil- brigðiskerfinu. Þá hafi göngudeildir sjúkrahúsa og stofur sérfræðinga átt að veita svokalla „se- condary“ þjónustu og síðan væri þriðja þrepið sérhæfð sjúkrahúsþjónusta. „Hér á landi hefur þetta í rauninni þróast þannig að það er bæði heilsugæslan og allir aðrir sem eru með stofu úti í bæ sem eru að veita frumþjónustu. Fólk leitar til allra þeirra lækna sem það vill og við erum í sjálfu sér sáttir við það úr því sem komið er, þótt þetta hafi upphaflega verið skipulagt öðruvísi. En vandamálið er að við erum í sama geira og kollegar okkar úti í bæ en á allt öðrum kjörum og það snýr kannski sérstaklega að því að við höfum ekki sömu starfsréttindi og þeir. Sem er að allir sérfræðingar í læknastéttinni, nema sér- fræðingar í heimilislækningum, mega setja upp stofu og byrja að praktísera með samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Það mega auðvitað allir opna stofu og rukka sjúkling- inn um allan kostnaðinn, en það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir því.“ Að mati Jóns Steinars hafa yf- irvöld staðið í vegi fyrir því að heimilislæknar fái þau starfsrétt- indi sem aðrir sérfræðingar hafa. „Ég held í rauninni að þetta sé aðalatriði máls- ins í dag, vegna þess að ég tel að ungir læknar í dag vilji hafa möguleika á eigin rekstri og ég held það sé tómt mál að tala um að það verði ein- hver uppbygging og nýliðun í stéttinni. Á meðan yfirvöld halda okkur í láglaunaum- hverfi er ljóst að ungir læknar munu horfa fram hjá þessum valmöguleika. Og auðvitað munu menn í okkar hópi sjá hag sínum betur borgið annars staðar og sá flótti mun örugglega halda áfram nema menn breyti þessu.“ Að mati Jóns Steinars eru ýmsir möguleikar á útfærslu í einkarekstri í heimilislækningum. Aðrir sérfræðilæknar eru ýmist einir með stofu eða í félagi við aðra lækna og mynda þannig ákveðin félög um rekstur læknastöðva. „Það eru eflaust ótal möguleikar á því að útfæra slíkt, en það vantar bara að Tryggingastofnun vilji gera við okkur samning, síðan er hitt útfærsluatriði.“ Árni Scheving Thorsteinsson er læknir á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi og kom frá námi í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Hann telur að ýmislegt þurfi að lagfæra í heil- brigðiskerfinu. „Í fyrsta lagi erum við ósáttir við að starfa á sama markaði og aðrir sérgreina- læknar en gjörsamlega í allt öðru kjaraum- hverfi. Þeir vinna sjálfstætt og senda sína reikn- inga inn til TR en okkur er bannað að gera slíkt á grundvelli mjög furðulegs úrskurðar um að okkar lækningar séu allt öðruvísi en aðrar lækn- ingar, sem á ekki við nein rök að styðjast.“ Þá telur Árni það stórt vandamál fyrir heil- brigðiskerfið að Norðurlönd, hlutar Evrópu og Ísland séu orðin eitt atvinnusvæði og kjör heim- ilislækna á Íslandi séu langlökust miðað við heimilislækna erlendis. „Við eigum heimilis- lækna t.d. í Noregi sem treysta sér ekki til að koma heima af því þeir veigra sér við að taka þátt í þessu basli á meðan þeir eru með tvöfald- an eða þrefaldan kjarapakka í Noregi. Þá er ekkert freistandi að koma til Íslands.“ Þreyta í ríkisreknum heilsugæslurekstri Árni telur að stjórnvöld þurfi að gera upp við sig hvers konar heilbrigðisþjónustu menn vilji hér á landi og hvort Ísland verði eina landið á norðurhveli sem ætli sér að byggja eingöngu á læknum í undirsérgreinum og leyfa stétt heim- ilislækna að deyja út. Hann segir vaxandi áhuga á því meðal sér- fræðinga í heimilislækningum að stofna fyrir- tæki eða félög um að leigu og rekstur á heilsu- gæslustöðvum. „Það er vaxandi áhugi á því og mér finnst sjálfsagt að skoða til hlítar alla hugs- anlega möguleika á öðru rekstrarfyrirkomulagi. Nú er ég ekki endilega talsmaður þess að leggja eigi niður heilsugæsluna og finna upp hjólið á nýtt en það má vel opna á annað rekstrarform og gera á því tilraun hvort það gefist ekki betur, bæði fyrir starfsmennina, viðskiptavinina og síðan ríkið sem á endanum borgar þjónustuna, a.m.k. að stórum hluta.“ Árni segist skynja nokkra þreytu í ríkisrekn- um heilsugæslurekstri hér á landi með núver- andi fastlaunakerfi, sem umbuni mönnum lítið og ábyrgð og sjálfsstjórn á eigin vinnu sé tak- mörkuð. „Mér finnst að við sem vinnum þessa vinnu eigum að hafa meiri afskipti af rekstr- inum og bera meiri fjárhags- og rekstrarlega ábyrgð. Auðvitað er það krafa okkar að búa við sömu réttindi og aðrir læknar. Að okkur sé ekki bann- að að opna stofu, það er eiginlega óviðunandi.“ Heimilislæknar segja heilbrigðisyfirvöld bera ábyrgð á flótta lækna úr greininni Morgunblaðið/Þorkell Nýja heilsugæslustöðin í Efstaleiti 3. Heimilislæknar hafa ekki getað annað eftirspurn eftir þjónustu þeirra, sem leitt hefur til þess að sjúklingar þurfa að bíða lengur til að komast að. Meðalaldur heimilislækna er orðinn nokkuð hár Telja 30 heimilis- lækna vanta á höfuðborg- arsvæðið FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.