Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 63 Dagskrá fundarins: 1. Störf og stefna Samfylkingarinnar. Framsaga: Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Umræður. 2. Lýðræðismál. Framsaga: Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Umræður og afgreiðsla álytkturnar. 3. Umhverfismál – vinnan framundan. Framsaga: Stefán Jón Hafstein. Umræður. 4. Niðurstöður kvennaþings Samfylkingarinnar. Framsaga: Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi. Umræður. 5. Önnur mál. Kl. 18.30 er móttaka í nýju húsnæði flokksins Austurstræti 14-4. hæð. Allir velkomnir. Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Laugardaginn 28. apríl verður flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar haldinn á Hótel Loftleiðum og hefst hann kl. 13.00 og stendur til 18.00. www.samfylking.is Fundurinn er opinn öllu Samfylkingarfólki. ÚTI er vor í lofti, farfuglar eru sem óðast að koma til okkar, sól fer hækkandi , vorið og sumarið á næsta leyti. Páskar eru nýafstaðnir. Á um- liðnum páskum sýndi Ríkissjónvarp- ið okkar hið merka leikrit Sjálfstætt fólk, og er það vel, og fyrir það vil ég þakka. Ég sat, eins og margir aðrir, horfði á og hreifst með. En hvað skyldi nú þetta góða leikrit hafa með garðyrkju að gera? Jú orð Bjarts í Sumarhúsum, „Því er mér síðan stirt um stef“ vöktu mig til umhugsunar hver ég er. Kannski líður mér soldið eins og honum þessa dagana, hann var brúnaþungur er hann mælti þessi fleygu orð. Ég er nefnilega garðyrkjubóndi. Já, garðyrkjubóndi. Um garðyrkjuna hefur verið margt rætt og ritað undanfarið, og allt of margt af því hefur verið bæði nei- kvætt og hreinlega ekki sannleikan- um samkvæmt. Mig langar í þessum pistli mínum að deila soldið með ykk- ur, lesendur góðir, hugrenningum mínum, og miðla til ykkar dálítilli þekkingu. Ég ætla ekki að fjalla hér um skýrslu samkeppnisstofnunar eða verðmyndun á grænmeti, það ætla ég öðrum. Garðyrkubændur á Íslandi eru alls um 200, blómaræktendur eru 42 talsins, garðplöntuframleiðendur eru um 30, kartöflubændur eru 60 og grænmetisframleiðendur eru 72. Bein og óbein störf sem tengjast þessari grein eru alls u.þ.b. 1500, hart nær allir íbúar Dalvíkur. Þegar ég tala um bein störf meina ég bænd- urna sjálfa og maka þeirra. Óbein störf eru öll þau þjónustustörf tengd greininni og störf á garðyrkjubýlunu sjálfum yfir vor- og sumarmánuðina, í verslunum, rafvirkjar, bílstjórar flutningabíla, prentsmiðir, bókarar o.fl. Allt þetta telur. Allmörg þessara starfa eru úti á landi. Garðyrkjubýli eru víðsvegar um landið, má þar nefna t.d. Kleppjárns- reyki í Borgarfirði, Laugarás í Bisk- upstungum, Flúðir í Hrunamanna- hreppi, Þykkvabæinn, Hveravelli í Þingeyjarsýslu, sem er stærsta garðyrkjustöð landsins, 2 í Eyja- fjarðarsveit, í Skagafirði o.fl. Flúðir í Hrunamannahreppi er um 250 manna byggðakjarni og þar og í nærsveitum hafa menn aðallega lífs- viðurværi sitt af garðyrkju. Og hvað erum við svo að gera. Jú , við erum að framleiða hágæða úr- valsvörur, blóm og grænmeti. Þær eru framleiddar í vistvænu umhverfi og notaðir til þess vistvænir orku- gjafar, heita vatnið okkar og raf- magnið. Grænmetið okkar er að mestu laust við eiturefni, er ljúf- fengt, ferskt og fallegt. Ég þori að fullyrða að það er eitt hið besta í heimi. Einhverjum kann að þykja þetta sjálfshól, en svona er þetta bara. Einu sinni kom til mín Dani og sá hafði gert víðreist um heiminn. Hann sagðist hvergi hafa fengið jafnbragðmikið og gott grænmeti og hér á landi. Megum við ekki vera stolt af því? O jú. Þegar þið, neyt- endur góðir, sjáið fallega íslenska papriku, tómata eða agúrkur í búð- inni ykkar, liggur að baki margra mánaða vinna, heilmikil verkþekking og kunnátta, húsakostur allnokkur og talsvert mikill tækjabúnaður. Þetta má alls ekki glatast. Það verð- ur alltaf dýrara íslenska grænmetið okkar, samanborið við grænmeti í Evrópu. Það er einfaldlega dýrara að fram- leiða það hér á landi. En á móti kem- ur að það er miklu miklu betra, og hollara. Samband garðyrkjubænda lét gera markaðskönnun ekki alls fyrir löngu. Í henni kom fram að um 40% aðspurðra héldu að garðyrkjan væri ríkisstyrkt, en svo er ekki, bara svo þið vitið það. Garðyrkjubændur! Stöndum nú saman, eflum íslenska garðyrkju, höldum áfram að framleiða fyrsta flokks úrvalsvöru. Látum það ekki gerast að einhvertíma verði það að veruleika að enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. „Því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús?“ Með virðingu og vinsemd, ANNA SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Brúnalaug, Eyjafjarðarsveit. Hugleið- ingar garð- yrkjubónda Frá Önnu Sigríði Pétursdóttur: Í Reykjavík hefur síðustu 10 árin verið unnið markvisst að gerð göngu- og hjólreiðastíga meðfram strandlengjunni. Nú er svo komið að samfelldur göngu- og hjólreiðastígur liggur með svo til allri strandlengju Reykjavíkur öll- um unnendum náttúru og úti- vistar til mikils yndis. Á góðviðr- isdögum, hvort sem er að sumri eða vetri, er ávallt fjöldi fólks á tveimur jafnfljót- um, reiðhjólum eða á línuskautum að viðra sig og njóta útiveru á göngu- og hjólastígum við sjávarsíðuna í Reykjavík. Allir þekkja svipmyndir af mergð fólks á ferð við Ægisíðuna í Reykjavík enda vinsælt myndefni sjónvarpsstöðva er sýna líflegt mannlíf á góðviðrisdögum í borginni. Frá Mosfellsbæ um Reykjavík og nágrenni Nú þegar gerð göngu- og hjól- reiðastígs með sjávarsíðu Reykja- víkur er að mestu lokið er kominn tími til að tengja saman stíga á höf- uðborgarsvæðinu með það að augna- miði að hægt verði að ferðast með- fram allri strandlengju þess og að allir eigi stutta og greiða leið í göngu- og hjólareiðastíg. Tilvalið er að tengja saman með stígum alla strönd Skerjafjarðar frá Reykjavík um Kópavog, Garðabæ og Álftanes til Hafnarfjarðar. Úr hinni áttinni gæti Mosfellsbær lagt stíg sem tengdist stígum Reykjavíkur við Korpu. Slík tenging væri mikil lyfti- stöng fyrir alla þá sem stunda útivist á höfuðborgarsvæðinu, göngu- og trimmhópa og hjólreiðamenn. Þessi hópur er ört vaxandi enda ávallt fleiri sem vilja geta notið góðrar og heilbrigðrar útivistar. Auðvelt í framkvæmd Verkefnið er ekki mjög viðamikið miðað við þá miklu bót sem af því hlýst og sums staðar eru þegar komnir stígar sem aðeins þarf að tengja saman. Leiðin frá Reykjavík um Kópavog yfir í Garðabæ er auð- veld í framkvæmd. Göngu- og hjól- reiðastígur hefur þegar verið teikn- aður um Arnarnes og auðvelt að taka þær tillögur upp aftur. Um hluta Arnarnesvogar liggur þegar stígur og gert er ráð fyrir góðum stígum og útivistarmöguleikum í framtíðartil- lögum um nýtingu vogsins. Leiðin áfram út á Álftanes er mjög falleg en fara verður varlega vegna við- kvæmrar náttúru. Ljóst er að ef göngu- og hjólreiða- stígar á þessu svæði verða tengdir þá opnast gríðarmiklir og skemmti- legir möguleikar fyrir útivistarfólk á höfuðborgarsvæðinu. Þá myndi verða til „höfuðborgarsvæðishring- ur“ sem gæti verið vettvangur keppni, æfinga og útivistar. Þessir stígar eru þó fyrst og fremst ætlaðir til útivistar og tengingar bæjar- félaga en leysa ekki það aðstöðuleysi sem þeir hjólreiðamenn sem nota hjólið sem samgöngutæki búa við í dag. JÓHANN LEÓSSON, áhugamaður um bættar samgöngur, Austurbrún 27, Reykjavík. Göngu- og hjólreiðastígar á höfuðborgarsvæðinu Frá Jóhanni Leóssyni: EFTIRTALDIR leikskólar verða með opið hús laugardag- inn 28. apríl n.k. frá kl.11-13. Ásborg Dyngjuvegi 18 Brákarborg v/ Brákasund Hlíðarendi v/ Laugarásveg Hof Gullteig 19 Holtaborg Sólheimum 21 Laugaborg v/ Leirulæk Lækjarborg v/ Leirulæk Sunnuborg Sólheimum 19 Þar gefst fólki tækifæri til að skoða leikskólana og kynna sér starfsemi þeirra. Leikskólarnir starfa allir samkvæmt lögum um leikskóla, en hver þeirra hefur mismun- andi áherslur. Það getur því verið áhugavert að kynna sér mismunandi leiðir leikskól- anna. Vonandi sjá sem flestir sér fært á að mæta og eru nýir nemendur og foreldrar sér- staklega boðnir velkomnir. Opið hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.