Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 33 ÞAÐ er í hæsta máta fróðlegt og kemur á óvart að Benjamin Britten hafi aldrei fellt sig við að stjórna og talið að hann væri ómögulegur stjórnandi. Og að hann, sem var úrvals píanóleikari, hafi þurft koníak til að róa sig niður fyrir einsöngstónleika með Peter Pears. Samt hafi hann gengið jafn skjálfandi út að tón- leikunum loknum og hann kom inn. Um þetta má lesa í fróðleg- um bæklingi. Vanalega tíunda menn ekki galla flytjenda heldur kosti og draga þá ekkert undan svo að hér er um harla óvenjulegan inngang að ræða. Á hverju á maður von? Óöruggum flutningi stjórnað af manni sem líður verulega illa á hljómsveitarstjórapalli og hefur allt á hornum sér? Paul Kildea, höfundur texta í bæklingi, telur hins vegar kosti Brittens sem hljómsveitarstjóra á tónleikum vera ýmsa og ótvíræða og hafi Britten oft tekist að móta tónlist- ina fallega og skapa mikla spennu þótt spennan sú hafi e.t.v. ekki alltaf verið af músíkölskum toga. Kildea velur sem sé þau óhefð- bundnu efnistök að fjalla á gagn- rýninn hátt um flutninginn. Sem er góð hugmynd. Maður getur svo eftir atvikum verið sammála eða ósammála greinar- höfundi. Þetta er áhuga- verður tónleikadisk- ur, annað verður ekki sagt. Hann hefst á The Building of the House sem var samið fyrir vígslu The Malt- ings, Snape, tónleika- húss Aldeburgh-tón- listarhátíðarinnar, sem Britten stóð fyr- ir um árabil ásamt Imogen Holst. Fyrr- nefndur Kildea bend- ir okkur á að kórinn mæti hér galvaskur til leiks hálftóni of hátt og þannig syngi þau af öllum lífs og sálar kröftum alla fyrstu hendinguna. Það komi hins vegar lítið að sök því flutningurinn í heild sé svo rafmagnaður. Ekki skal deilt um það, þetta er sann- kallað sýningarstykki sem stjórn- að er af myndugleika og andagift. Á diskinum eru tvö verk eftir Frank Bridge, kennara Brittens í tónsmíðum. Það fyrra, The Sea, er vel lýsandi en nokkuð fyrirsjá- anlegt verk um þetta mikilfeng- lega náttúruafl. Það er í síðróm- antískum stíl mjög áferðarfallegt og hin notalegasta hlustun. Þegar Britten heyrði það fyrst sem ung- lingur hafði það djúpstæð áhrif á hann og þær myndir sem hann málaði af hafinu seinna á tón- skáldaferlinum eru sannarlega meistaralegar (t.d. í Peter Grimes og Billy Budd). Fróðlegt er t.d. að bera saman storminn hjá Frank Bridge og Storminn úr Peter Grimes – ekki leikur á því vafi að eitthvað hefur skilað sér frá meistara til lærisveins. Britten stjórnar verkinu af alúð eins og við er að búast þegar um er að ræða verk sem hafði svo sterk áhrif á hann. Í seinna verki Bridges, raps- ódíunni) Enter Spring, er tónmálið nokkuð nútímalegra en í The Sea. Hér virðist Britten líka vera í essinu sínu í lifandi og glaðlegum flutningi á sérlega glæsilegu verki. Ör- stuttur konsert Gust- avs Holst fyrir flautu, óbó og strengi, A Fugal Concerto op. 40, nr. 2, er hér hreint meistaralega fluttur af Ensku kammersveitinni, Richard Adeney og Peter Graeme en hér kemur Britten hvergi við sögu heldur er það dóttir tón- skáldsins Imogen Holst sem stjórnar. Svolítið sérkennilegt ef titill plötunnar er hafður í huga en ekki óviðeigandi þegar tillit er tekið til samstarfs þeirra Brittens og Imogen Holst og þeirrar virð- ingar sem hann bar henni. Flutn- ingi hins verksins eftir Holst, Egdon Heath, lýsir Kildea sem nöturlegum og ósveigjanlegum. Erfitt er að ímynda sér túlkun þessa dökka verks öðruvísi en rétt hefur hann fyrir sér að því leyti að spilamennska Lundúna- sinfóníunnar gæti verið betri. Víst er að undirritaður hefur sjaldan heyrt atvinnumenn spila eins öm- urlega og hér í upphafi tónverks- ins. Kildea telur vandamálið vera í innviðum hljómsveitarinnar frekar en hjá stjórnandanum. Ekki verður því mótmælt hér. Ég vil mæla með þessum diski af heilum hug. Hann er merkileg heimild um eitt af mestu tón- skáldum 20. aldarinnar í hlutverki sem hann vildi alls ekki vera í – sem flytjandi tónlistar. Og hér heyrast tónverk sem hreint ekki liggja á lausu á markaðnum. SEINT verður það staðhæft um hljómsveitarstjórann, auðkýf- inginn, húmoristann og lífs- nautnamanninn Sir Thomas Beecham að hann hafi átt það sameiginlegt með landa sínum Benjamin Britten að vera hrædd- ur við að koma fram. Þvert á móti: hafi einhver notið þess út í ystu æsar þá var það Beecham. Það staðfestir þessi yndislegi tón- leikadiskur svo ekki verður um villst. Hér er um að ræða tónleika sem hljóðritaðir voru í nóvember 1959. Hér má heyra vandaðan hljómsveitarleik og svo ótrúlega spilagleði að ekki verður á betra kosið. Og öllu þessu stýrir svo hinn magnaði Beecham með sínu óviðjafnanlega músíkalíteti og til- finningu fyrir mótun tónverk- anna. Efnisskráin þetta kvöld í Royal Festival Hall var af léttara taginu, ein bjartasta sinfónía Beethovens, sú sjöunda, sjald- heyrður Melusine-forleikur Mendelssohns, bráðskemmtileg ballettsvíta, Carte Blanche eftir John Addison auk þriggja dæmi- gerðra „lollipops“ – eins og Beecham orðaði aukalögin sín. Og ekki skaðar húmorinn sem ávallt er skammt undan hjá Beecham bæði í stuttum kynningum hans milli aukalaganna og í sjálfri tón- listinni, þegar það á við. Ég leyfi mér að efast um að menn hafi heyrt aðra eins útgáfu af dansa- sinfóníu Beethovens. Verkið hreinlega spriklar í taumlausri gleði sinni þökk sé geysilega snarpri hljómsveitarstjórn Beech- ams og hljómsveitinni sem í bók- staflegum skilningi var hljóðfærið hans. Konunglegu fílharmóníu- sveitina í Lundúnum stofnaði hann, „átti“ og rak áratugum saman. Hljóðfæraleikararnir svara slögum hans betur en nokk- ur Berlínarfílharmónía undir svipuhöggum Karajans. Áheyr- endur eru greinilega á nálum í hóstahléunum milli kaflanna, spennan og eftirvæntingin er meiri en ég minnist að hafa fund- ið fyrir á geisladiski. Enda ærast áheyrendur bókstaflega í lok flutningsins. Graham Melville-Mason bregð- ur upp skýrri mynd í bæklingi af þessum makalausa, sjálfmenntaða hljómsveitarstjóra. Og vitnar m.a. til hlýlegra ummæla Jacks Brym- er fyrsta klarínettuleikara hljóm- sveitarinnar. Brymer sagði að ef hann ætti að velja grafskrift fyrir Beecham þá yrði hún líklega: „He let them play“. Hann leyfði þeim svo sannar- lega að spila! Um þennan Beecham-disk á ég ekki nógu stór orð. Þennan disk verða þeir að eignast sem þekkja Beecham, þekkja hann af afspurn einni, eða þekkja hann alls ekki. Er þá nokkur eftir? ÚR FÓRUM BBC Benjamin Britten TÓNLIST S í g i l d i r d i s k a r Benjamin Britten: Overture The Building of the House, op. 79. Frank Bridge: The Sea, Enter Spring. Gustav Holst: A Fugal Concerto, op. 40 No. 2. Egdon Heath, op. 47. Hljómsveitir: Engl- ish Chamber Orchestra, London Symphony Orchestra, New Phil- harmonia. Kór: Chorus of the East Anglian Choirs. Einleikur: Rich- ard Adeney (flauta), Peter Graeme (óbó). Hljómsveitarstjórar: Benja- min Britten og Imogen Holst. Útgáfa: BBC BBCB 8007-2. Heildarlengd: 70́09. Verð: kr. 1.799. Dreifing: Japis. BRITTEN THE PERFORMER Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 7 í A dúr op. 92. Felix Mendels- sohn-Bartholdy: „Zum Märchen von der schönen Melusine. John Addison: Carte Blanche. Camille Saint-Saëns: Danse des prétresses. Claude Debussy: Cortege et air de danse. Clarles Gounod: Le Somm- eil de Juliette. Breski þjóðsöng- urinn. Hljómsveit: Royal Phil- harmonic Orchestra. Hljómsveitarstjóri: Sir Thomas Beecham. Hljóðritun: Tónleika- upptaka BBC frá Royal Festival Hall, London, 8. nóvember 1959. Heildarlengd: 75’09. Útgáfa: BBC Legends BBCL 4012-2. Verð: kr. 1.799. Dreifing: Japis. SIR THOMAS BEECHAM Valdemar Pálsson KRISTJÁN Jónsson opnar sjöttu einkasýningu sína í dag, föstudag, kl. 16, í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári og sérstaklega með rými Stöðlakots í huga. Um er að ræða málverk unnin með blandaðri tækni og með baklýsingu þ.e. úr verða nokkurs konar myndrænir ljósa- kassar þar sem ljósið tekur þátt í að teikna og forma verkin. Auk einkasýninga hefur Krist- jáns tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 –18 og lýkur 13. maí. Unnið með rými Stöðlakots
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.