Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 57 Kenni mannsins köllun hlaustu, kirkjan þjóns starf sitt. Prófastur og prestur merkur, prýði stéttar var. Vatnsfjörð sjá og Vestfirðina verkahringinn þar. Hæfileika hafðir mikla, hjartað viturt, – milt. Ferð um dimma dalinn getur, Drottinn harma stillt. Kærleiksverk í kyrrþey gerðust, kært var ævistarf. Lausnarans þú lærdóm kenndir, líf og trúararf. Þakka viljum þér að lokum, þína samfylgd hér. Kæri bróðir! – Bjart er yfir, birtan kom frá þér. Lærisveins er ljós frá Kristi, ljós hans með þú ert. Þér um eilífð alla lýsi, er oss mest um vert. (P.S.) Með innilegri samúðarkveðju. Sólveig og Pétur. Í mínu ungdæmi við Djúp vestur báru menn djúpa virðingu fyrir sálusorgaranum í Vatnsfirði, séra Þorsteini Jóhannessyni. Enda mun hafa verið vandfundinn vammlaus- ari maður um hans daga, sem rækti skyldur sínar við Guð sinn og sókn- arbörn sín af jafn mikilli alúð og elskusemi sem hann. Í hartnær þrjá áratugi sat hann við hið forna höf- uðból með höfðingsskap sem sómdi staðnum og kirkju hans. Séra Þorsteinn var glæsimenni að vallarsýn og fríður sýnum svo af bar. Fór ekki milli mála að í hópi bú- andkarla við Djúp virtist hann mjög framandlegur og skapnaður hans af öðru sauðahúsi. Var þó margur maðurinn reffilegur í þeim hópi en greinilega af öðrum ættstofni. Var séra Þorsteinn enda ættaður hinum megin af landinu, frá Langa- nesi í Þingeyjarsýslu. Var langafi hans ættfaðir hinnar kunnu Laxa- mýrarættar og Þorsteinn og góð- skáldið Jóhann Sigurjónsson af öðr- um og þriðja að frændsemi. Á æskuárum var undirrituðum séra Þorsteinn aðeins kunnur af hinu virðulega orðspori sem af hon- um fór sem kennimanni og búhöldi á hinu forna höfuðbóli, sem setið hafði verið af lærðum og leikum höfðingj- um frá alda öðli; og í þeim hópi óeirðarmenn þjóðkunnir áður og fyrrum. Í sögu Vatnsfjarðar bera þó kirkjunnar menn höfuð og herðar yfir aðra. Sóttu enda ættstórir skör- ungar í Vatnsfjarðarbrauð. Var það á sinni tíð talið þriðja arðgæfasta brauð landsins næst á eftir Hólmum í Reyðarfirði og Sauðanesi á Langa- nesi. Allir íbúar í sóknum séra Þor- steins við Djúp luku upp einum munni um ágæti sálusorgarans í Vatnsfirði, manngæzku hans, ein- staka alúð og góðvilja. Guðsþjónustur framdi þessi fal- legi maður betur en aðrir kirkjunn- ar þjónar flestir; eða a.m.k. jafnvel og þeir sem fremstir fóru í hans embættistíð. Persónuleg kynni okkar séra Þor- steins hófust í byrjun sjötta áratug- arins, undir lok þjónustu hans í Vatnsfirði. Áttu þau rætur sínar að rekja til vináttu tengdaföður míns, Kristjáns Tryggvasonar, klæð- skerameistara á Ísafirði, en hann og séra Þorsteinn voru forgöngumenn frímúrara vestur þar, en séra Þor- steinn foringi frá upphafi til starfs- loka hans vestra. Það var mikill lærdómur ungum manni að sitja á tali við Vatnsfjarð- arklerk í betri stofunni að Hafnar- stræti 6 á Ísafirði á þeim árum. Mannkostir hans voru ekki hvers- dagslegir. Alúðarfull prúðmennska og góðvild svo af bar. Glaðbeittur bjartsýnismaður sem öllu sneri til betri vegar. Það var ætíð hlýtt og bjart í ná- vist þessa guðrækna mannvinar. Þegar séra Þorsteinn hafði flutt búferlum til Reykjavíkur þótti okk- ur Gretu konu minni einsýnt að fá hann til þeirra prestverka að skíra börn okkar þrjú, Margréti, Ragn- hildi og Ásthildi. Það hvíldi fegurð og tign yfir þeim athöfnum. Við Barði, tengdasonur séra Þor- steins, höfðum um langt árabil fyrir fastan sið að taka hús á honum á Þorláksmessudag. Það reyndist okkur mikil upplyfting í aðdraganda jólahelginnar að hlýða á hinn aldna klerk lesa okkur pistil þekkingar sinnar og trúarhita, en andlegum kröftum sínum hélt þessi afreks- maður óskertum í meira en heila öld. Er svo fagurt mannlíf fáum gef- ið og fáir sem svo vel kunna með að fara. Við Greta og börn okkar kveðjum vin okkar og guðföður með söknuði, þakklæti og djúpri virðingu. Hann á allra manna bezta heimvon í það Guðsríki sem hann þjónaði, trúði á og tignaði. Sverrir Hermannsson. Látinn er í Reykjavík rúmlega 103ja ára heiðursmaðurinn sr. Þor- steinn Jóhannesson, prestur og síð- ar prófastur í Vatnsfirði við Ísa- fjarðardjúp um aldarfjórðungs skeið. Þegar hann kom í Vatnsfjörð, 31 árs, hafði hann auk lærdóms tek- ið út þroska hins fullorðna manns. Frá landnámi höfðu þá mjög oft bú- ið í Vatnsfirði landsþekktir héraðs- höfðingjar, þótt ekki hafi þeir allir verið friðsamir. Jörðin bauð upp á stórbúskap, vegna mikilla hlunninda og annarra landkosta. Það fór ekki á milli mála, að alla sína prestskap- artíð í Vatnsfirði bjó sr. Þorsteinn þar miklu myndarbúi. Hann nytjaði æðarvarpið og önnur hlunnindi af natni og tillitssemi. Það leiddi af framansögðu, að heimilið í Vatns- firði var alla tíð mannmargt. Jörðin krafðist þess. Þar var margt góðra hjúa. Þar var einnig margt barna og unglinga, auk barna þeirra hjóna. Prestshjónin stjórnuðu hinu stóra heimili af festu og myndarskap. Sr. Þorsteinn hafði til brunns að bera alla þá kosti, sem æskilegt er, að góður prestur hafi. Hann samdi góðar stólræður og flutti þær skýrt og vel. Hann hafði góða og mikla söngrödd og því tónaði hann vel. Hann kom virðulega og vel fram við allar athafnir, svo og í daglegu lífi. Einkum var hann snjall tækifæris- ræðumaður. Ég nefni þessi dæmi: Þegar við fermingarsystkinin í Vatnsfirði frá 1936 héldum upp á 50 ára fermingarafmæli okkar (1986) var stofnað til smáveislu og buðum við þeim prestshjónunum með okk- ur. Þá hélt sr. Þorsteinn snjalla ræðu blaðalaust. Ég vakti þarna at- hygli á, að hvaða ræðumaður sem væri gæti verið fullsæmdur af þess- um ræðuflutningi, hann þá 88 ára. Annað dæmi: Eftir giftingu heyrði ég sr. Þorstein eitt sinn halda snjalla ræðu um hjónabandið og gildi þess, blaðalaust. Hjónabandið varð farsælt í áratugi. Eitt af því, sem hjálpaði sr. Þor- steini að gera prestsverk hans há- tíðleg var, að hann var ágætur org- elleikari. Hann gat þá bæði spilað og sungið, ef orgel var á staðnum. Oft- astnær eða alltaf mun hann þó hafa haft orgelleikara í kirkjum sínum. Þegar sr. Þorsteinn kom í Vatns- fjörð var þar svo til nýtt og gott org- el. Hann spilaði mikið á það. Hann naut þess í ríkum mæli fram í háa elli að leika á orgel. Hljóðfæraleikur er ríkur í ætt hans. Ég held, að móð- ir hans hafi kennt honum orgelleik. Hann leiðbeindi einhverjum í org- elleik. Mikill gestagangur var í Vatns- firði. Tekið var vel á móti gestum. Eitt sinn sem oftar var ég staddur í Vatnsfirði, líklega ári eftir að ég fermdist. Kom þá þangað enskur, miðaldra maður. Hann hafði misst annan handlegginn í heimsstyrjöld- inni fyrri. Hann var að huga að fálkahreiðrum. Presturinn og sá enski tóku tal saman, en ég hlýddi á. Samtalið gekk ágætlega. Ég, sveita- drengurinn, fylltist lotningu fyrir sr. Þorsteini. Þetta varð mér mikið um- hugsunarefni. Englendinginn vant- aði m.a. skeggbursta. Ég gat þess hér að framan, að sr. Þorsteinn leiðbeindi mönnum í org- elleik. Kennslubókin var á ensku og þýsku. Sr. Þorsteinn kunni allt, sem í kennslubókinni stóð. Þó kom fyrir að hann leit yfir hinn enska og þýska texta, og þó öllu fremur þann þýska, þótt hann væri með gotnesku letri. Þetta gaf mér til kynna, að hann væri allvel að sér í þýsku. Það liggur í augum uppi, að það var mikið happ fyrir sveitirnar við Djúp, að fá til sín mann eins og sr. Þorstein. Hann var óðar kosinn í hreppsnefnd Reykjarfjarðarhrepps og valinn til ýmissa annarra opin- berra starfa. Hann átti þátt í stofn- un Reykjanesskólans, var þar stundum prófdómari o.fl. Ég hirði ekki um að rekja þetta nánar hér. Sr. Þorsteinn var ákaflega ljúfur maður í allri framgöngu, hjálpsam- ur og greiðvikinn. Vinstri hönd hans vissi áreiðanlega ekki alltaf það, sem hin hægri gjörði (sjá Matteus 6-3). Hann var því mjög vinsæll í sóknum sínum. Það kom mér því ákaflega spánskt fyrir sjónir, þegar ég heyrði það eftir frægum klerki (með réttu eða röngu) að það versta, sem hann heyrði um prest væri það, að hann væri vinsæll. Þetta hefi ég aldrei skilið. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að hugmyndir mínar um góðan prest hafa ósjálfrátt mót- ast af kynnum mínum af sr. Þor- steini. Það er óhætt að slá því föstu, að sr. Þorsteinn var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hinn 23. júní 1923 kvæntist hann Laufeyju Tryggva- dóttur, fæddri 16. des. 1900. Hún var fædd á Seyðisfirði, en fluttist með foreldrum sínum til Reykjavík- ur. Hún var því borgarbarn frá fæð- ingu. Það var því aðdáanlegt að fylgjast með því, hve vel hún féll inn í það hlutverk sitt að stjórna stóru heimili og stóru búi í sveit í fjarveru bónda síns, sem oft kom fyrir vegna embættisanna hans. Hjónaband þeirra var eins farsælt og best verð- ur á kosið. Þau eignuðust fimm efni- leg börn, en þau eru: Tryggvi, lækn- ir í Reykjavík, kvæntur Hjördísi Björnsdóttur, Þuríður, gift Barða Friðrikssyni, lögmanni í Reykjavík, Jóhannes, vélsmiður á Ísafirði, kvæntur Sjöfn Magnúsdóttur, Jón- ína Þórdís, gift Guðmundi Finn- björnssyni, hljómlistarmanni í Reykjavík, og Haukur, tannlæknir í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Blön- dal. Fósturbörn þeirra eru: Elín Jónsdóttir, ekkja í Reykjavík, og Sigurlína Helgadóttir, skrifstofu- mær í Reykjavík, gift Steinari Jak- obssyni. Sorgin hlýtur að mæta þeim, sem lengi lifir. Það mátti sr. Þorsteinn reyna. Hann missti konu sína 1990. Hún var þá farin að heilsu. Fyrir all- nokkru missti hann Jónínu dóttur sína á góðum aldri. Það var honum mikið áfall. Mjög var kært með þeim. Hún var einstök manneskja. Þrátt fyrir þetta tel ég sr. Þorstein hafa verið mikinn gæfumann. Það fór að mörgu leyti vel á því, úr því að tími sr. Þorsteins var á annað borð kominn, að andi hans skyldi vera kvaddur til æðri heima í lok upprisuhátíðarinnar. Nú er hann í hópi brottfluttra ættingja og vina, sem fagna honum. Hann mátti vissulega búast við góðri heimkomu, að þessu lífi loknu, svo vammlaus sem hann var alla ævi. Margir eru í andanum viðstaddir eigin útför. Sr. Þorsteinn var vanur að messa í Vatnsfjarðarkirkju á páskadag. Þá talaði hann af bjartsýni um uppris- una og lífið, þessa heims og annars. Að lokum þakka ég sr. Þorsteini fyrir líf hans og starf fyrir fólkið í sóknum hans við Ísafjarðardjúpið og velgjörninga við mig og mína. Árni Stefánsson. Heiðursmaðurinn og ljúflingurinn sr. Þorsteinn Jóhannesson er látinn. Hann fæddist inn í vorið þegar húm- aði að kveldi nítjándu aldarinnar. Tuttugustu öldina lagði hann að baki frá upphafi til enda og hann sofnaði inn í vorið í morgunroða tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Fáum mönnum hef ég kynnst sem höfðu slíka útgeislun sem Þorsteinn. Hann neistaði af gáfum og góðvild, glettni og glæsileik. Og þó sá ég hann fyrst 98 ára gamlan. Það er óvenjulegt að eignast vin á þeim aldri og enn óvenjulegra að fá að njóta vináttunnar í heil fimm ár. Það voru mikil forréttindi að kynnast Þorsteini Jóhannessyni, þessum aldna heiðursmanni. Hver stund með honum var hlaðin reisn og tigu- leik, menningu og sögu, kveðskap og kærleika. Alltaf fór ég upplyft af hans fundi, alltaf ríkari, alltaf fróð- ari og hamingjusamari. Það er ekki öllum gefið að miðla slíkum gjöfum til samferðamanna sinna. Ég er allt í senn Þingeyingur, Langnesingur og MR-ingur sagði hann við mig í glettni þegar ég hitti hann fyrst. Tilefnið var 150 ára af- mæli Menntaskólans í Reykjavík og mér hafði verið falið það ljúfa verk að eiga viðtal við séra Þorstein sem þá og allt til hinstu stundar var elsti stúdent Menntaskólans í Reykjavík. Já, hann var svo sannarlega MR- ingur allt til endalokanna. „Þeir standa sig vel, drengirnir okkar,“ sagði hann oft við mig og átti þar við sigurlið skólans í Gettu betur- keppninni. „Mér er nú ekki sama hver vinnur!“ Hann varð stúdent 1920. Hann upplifði árdaga íslensks fullveldis, orti í skugga Laxness og Tómasar Guðmundssonar, skalf í Ráðherrabústaðnum frostaveturinn mikla, lék undir stjórn Muggs, hlustaði á drunur Kötlugossins, fagnaði lokum ófriðarins mikla í Evrópu og slapp við spönsku veik- ina austur á Langanesi. Skyldi nokkurn undra þótt mér þætti ég sitja við fótskör meistarans þegar hann fór á flug í minningum sínum og frásögnum. Hann sagði mér frá frumbernskuárunum í Þingeyjar- sýslunni í Ytri-Tungu þar sem faðir hans orti fljúgandi ferskeytlur um bændur og heimasætur. Og frá ætt- aróðalinu Laxamýri og skáldinu Jó- hanni Sigurjónssyni, frænda sínum. Úr sínum eigin skáldskap gerði hann lítið og neitaði að hafa verið eitt 16 skálda Tómasar í 4. bekk þar sem hann hefði verið utanskóla þann vetur! Hann lét sig þó ekki muna um að snara Gaudeamus úr latínu ásamt „Mihi est propositum“ í ljúfustu íslensk ljóð. Það var ljómi yfir svipnum þegar hann lýsti fyrir mér Langanesinu, þar sem hann eyddi sínum uppvaxt- arárum, Ytra-Lón var gjöful jörð og þar var gott að vera. Hann minntist með hlýju móður sinnar, prestsdótt- urinnar, sem var organisti í Sauða- neskirkju, og sagðist hafa lært á orgel úr fjarlægð þegar hún var að kenna öðrum að spila. En ég er Þingeyingur í húð og hár, sagði hann oft þegar hann spurði mig frétta úr sinni gömlu heimasýslu. Ég er af Laxamýrarætt, Skútu- staðaætt, Reykjahlíðarætt og Sands- og Sílalækjarætt. En um leið og fornir atburðir liðinnar aldar, jafnt stórir sem smáir, birtust mér lifandi í frásögnum sr. Þorsteins lifði hann í núinu. Fullur áhuga fylgdist hann með þjóðmálunum. „Hvernig finnst þér leiðararnir hans Stefáns Jóns Hafsteins í Degi?“ spurði hann einhverju sinni og bætti við: „Ég er ekki nógu ánægður með þá.“ Nei, það er svo sannarlega ekki öllum gefið að halda slíkri reisn til hinstu stundar. Að vera alltaf gef- andi, alltaf frjór og lifandi í and- anum. Að mæta hverjum degi með glæsileik og gáfum heimsmannsins, hlýju og mannkærleika meðbróður- ins og fróðleiksfýsn og áhuga vak- andi sálar. Ég sakna vinar míns Þorsteins Jóhannessonar, sakna elsku hans og hlýju, mildi hans og mannkosta. Heill þér heiðursmaður sem hundrað árin telur og glæstur gengur enn. Öld á baki berðu og bráðum nýja sérðu þar sólin birtist senn. (Guðfinna Ragnarsdóttir.) Þannig orti ég til hans á 100 ára afmælinu. Og nú hefur hann gengið á vit Guðs síns, mót hækkandi sól, SJÁ SÍÐU 58 3  -   -   4      5  !    - -     -          *+ 6 5! 5     6 #(>C. %      5 !   +   "6     !  , *   .  *5  -   *( 6    # 7 6   &  !5(         (     *!    "    ( (   .      .*,9',  .  # (-  ( ( D     !    %        '   "00( .  -  !   "  !    .  +   7 = ='+// 0 %$   ( (  6 E0   !       !  -   "0       7 -   !   !       -   #   "00( 8  !  9    -  9         0(   " " & 1  -    )    %    *( 6 0      . %   =  ! %    % *( 5(     %   %   *( # =  0    (    %   '  8" /    2! &  %   2  %  .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.