Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 45 ÍSLENDINGAR eru miklir áhugamenn um tónlist og aðra menningu. Við eigum fjöldann allan af frá- bærum rithöfundum, leikurum, dönsurum, kvikmyndagerðar-, myndlistar- og tónlist- arfólki. Við getum ver- ið stolt af þessu fólki. Gróska í menningar- starfsemi stuðlar að heilbrigðu þjóðlífi og er ómetanleg til fjár. Þess vegna er mikils um vert að eins vel sé búið að menningunni og mögulegt er. Óperustarfsemi hefur verið stunduð um nokkra áratugi á Ís- landi, með umtalsverðum árangri. Skemmst er að minnast frábærrar sýningar Íslensku Óperunnar á La Boheme, sem var öllum aðstandend- um hennar til mikils sóma. Aðsóknin að þessari uppfærslu sýndi einnig að áhugi almennings á þessari starfsemi er mjög mikill. Það seldist upp á allar sýningarnar á örstuttum tíma. Það kemur reynd- ar engum á óvart, því söngur hefur alltaf notið mikilla vinsælda á Íslandi. Vinsældir söngsins koma meðal annars fram í þeim fjölda ungs fólks sem leggur fyrir sig söngnám. Við höfum eignast mjög marga góða söngvara á síðustu árum. Því mið- ur eru tækifærin á Ís- landi fá, og þess vegna neyðast þeir sem vilja gera sönginn að lif- brauði sínu til að hasla sér völl erlendis. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hversu margir íslenskir einsöngvarar starfa við erlend óperuhús. – Það skal upp- lýst hér með, að samkvæmt síðustu tölum sem mér eru kunnugar, eru þeir á milli tuttugu og þrjátíu. Nú hillir undir fastráðningu söngvara við Íslensku óperuna. Þar með verður í fyrsta sinn hægt að tala um atvinnumennsku í óperu- flutningi á Íslandi. Óperuunnendur hljóta að fagna þessum tímamótum og þakka sér- staklega skilning og velvilja Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Án hans atbeina hefði þetta ekki getað orðið að veruleika. Þó er eitt sem skyggir á: Íslenska óperan býr við algert aðstöðuleysi. Heimili hennar, Gamla bíó er ekki óperuhús og verður það því miður aldrei. Það vita allir sem vita vilja. Það er ekki hægt að flytja nema til- tölulega fáar óperur í húsinu, ein- faldlega vegna þess að sviðið er of lítið og tæknilega vanbúið. Það sama má segja um hljómsveitar- gryfjuna. Af þessum sökum er til dæmis ekki vinnandi vegur að flytja eina einustu af óperum Wagners í þessu húsi. Það gerist aftur og aftur að fjöl- menn atriði flæða um allan áheyr- endasalinn, vegna þess að ekki er hægt að koma öllum þátttakendum fyrir á sviðinu. Þetta gerðist til að mynda í La Boheme núna síðast. Sem betur fer var sýningin mjög vel unnin og flestir tóku því vel, að kór og einsöngvarar færu öðru hverju út á meðal áheyrenda. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að slíkt er neyðarlausn, sem eingöngu var notuð vegna þess að sviðið dugði ekki. Önnur lausn sem oft hefur verið notuð, til að vinna á móti plássleysinu á sviðinu, er að gera sviðsmynd á tveimur hæðum. Slíkt var t.d. notað í La Traviata, Rak- aranum frá Sevilla, Carmen og fleiri sýningum. Nú, þegar við erum í þann mund að koma óperustarfsemi okkar af áhugamennskustiginu upp í at- vinnumennskuna, er brýnasta vek- efnið að koma Óperunni í þannig húsnæði að sýningarnar njóti sín. –Það er aðeins eitt slíkt hús til á landinu. Það er Þjóðleikhúsið. Ann- ar möguleiki sem lengi var litið til, var fyrirhugað Tónlistarhús. Nú er talað um, að ekki verði gert ráð fyr- ir því að óperur verði fluttar í því húsi. Það er sem sé búið að loka á þann möguleika. Tónlistarhúsið á að vera heimili Sinfóníuhjómsveitar Ís- lands, og annað ekki. Þessi kviksaga fer að vísu ekki sérlega hátt. Opinber umræða um þetta er nánast engin. Þess vegna langar mig að spyrja: Eru yfirvöld menn- ingarmála á Íslandi ánægð með þá aðstöðu sem Íslenska óperan býr við í Gamla Bíói? Ég veit að 99% ís- lenskra óperusöngvara eru mjög óánægð með hana, þótt þeir séu greinilega of hógværir til að viðra þá skoðun sína opinberlega. Margir þeirra, m.a. Kristján Jóhannsson hafa meira að segja aftekið það með öllu að syngja í Gamla Bíói. Ef ráða- mönnum finnst aðstaða óperunnar í Gamla Bíói boðleg, þá er ákvörð- unin um óperulaust Tónlistarhús skiljanleg. – Að öðrum kosti er hér um fullkomlega óskiljanlega og fáránlega ráðstöfun að ræða. Fyrir allnokkrum árum, þegar Samtök um byggingu tónlistarhúss störfuðu af sem mestum krafti, var oft leitað til mín og annarra söngv- ara til aðstoðar. Okkur fannst ekkert sjálfsagðara en að leggja málefninu lið með því að gefa vinnu okkar, rétt eins og aðrir tónlistarmenn. Við litum svo á, að við værum að vinna að sameig- inlegu markmiði okkar allra. Þess vegna finnst mér síðustu fréttir af gangi þessara mála heldur kuldaleg- ar, svo ekki sé meira sagt. Ég vil að lokum skora á alla ís- lenska söngvara, svo og áhugafólk um óperuflutning, að láta í sér heyra varðandi þetta mál. Að öðrum kosti verður að álykta sem svo að þeir séu sammála því að óperulistin í þessu landi eigi ekki betri aðstöðu skilið en þá sem hún hefur í Gamla Bíói. Óperulaust Tónlistarhús? Kristinn Sigmundsson Tónlist Brýnasta verkefnið, að mati Kristins Sigmunds- sonar, er að koma Óp- erunni í þannig húsnæði að sýningarnar njóti sín. Höfundur er óperusöngvari. Sjávarbyggðirnar allt í kringum landið eru farnar að finna fyrir áhrifum sjó- mannaverkfalls af full- um þunga. Fiskiskip liggja bundin við bryggju, fiskvinnslu er sjálfhætt og fyrr en varir heyrist tóma- hljóð í sveitarsjóði þegar útsvarstekjur dragast saman. Fjár- hagsáætlanir heimil- anna og sveitarfélag- anna ganga úr skorðum. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjómenn og útgerð- armenn að ná sátt í deilu sinni um kaup og kjör, það er einnig mik- ilvægt vegna byggðar í landinu. En sátt um hvað? Skoðum nánar kröfu sjómanna um að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði og tengsl útgerðar og fiskvinnslu verði þannig rofin. Ef þetta verður gert í einu vetfangi má fullyrða að sú aðgerð ein og sér muni valda mun meiri byggðaröskun en nýleg dæmi eru um hér á landi. Af hverju?. Þau fyrirtæki sem stunda fisk- vinnslu í stórum stíl hafa í lang- flestum tilfellum byggt vinnslu sína upp með hráefni frá eigin útgerð. Dæmin eru mörg, ÚA, HB á Akra- nesi, ýmis fyrirtæki á Snæfellsnesi o.s.frv. Fyrirtækin stýra því hve- nær bátar þeirra fara til veiða og hvenær þeir koma að landi með hagsmuni fiskvinnslu sinnar að leiðarljósi og hafa byggt upp sam- þætt gæðakerfi í fiskhúsum og um borð í fiskiskipunum. Innan fyr- irtækjanna vinna sjómenn og fisk- vinnslufólk sameiginlega að því að tryggja gæði afurðanna. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að þessi fyrirtæki muni vilja treysta al- farið á fiskmarkaði fyrir hráefnisöflun. Þau hafa ekki gert það hingað til. Tölur sem ég aflaði fyrir ör- fáum misserum á Snæfellsnesi sýndu að einungis um þriðjung- ur þess afla sem fór um fiskmarkaðina fór til vinnslu á svæðinu. En stærsti hluti þess sem ekki fór á fisk- markað var unninn heima fyrir. Í nýlegri skýrslu Byggðastofnunar um sjávarbyggðir (mars 2001) segir Sigfús Jónsson: „Mörg fiskvinnslufyrirtæki á lands- byggðinni geta ekki lengur keppt um aflann á fiskmarkaði. Mikið af þeim afla sem landað er t.d. af trillubátum á Vestfjörðum er ekið í burtu til fiskvinnslu annars stað- ar.“ Ef klippt verður á tengsl veiða og vinnslu í einu vetfangi er líklegt að veruleg uppstokkun verði í allri fiskvinnslu. Þegar slíkt gerist munu sumir sjá tækifæri en aðrir ógnanir, og það er allt eins líklegt að sum fiskvinnslufyrirtæki muni hætta vinnslu og önnur hefja vinnslu. Vandinn felst í því að við getum ekki spáð fyrir um hvernig þetta muni koma niður á ein- stökum byggðarlögum. Atvinna mun dragast saman í sumum byggðarlögum en aukast í öðrum. Því er mjög mikilvægt að samn- ingsaðilar sýni samfélagslega ábyrgð og knýi ekki fram snöggar breytingar. Frá sjónarhóli sveitarfélags skiptir jafnmiklu máli ef ekki meira máli hvar sjómenn búa held- ur en úthlutaðar fiskveiðiheimildir skipa sem gerð eru út frá byggð- arlaginu. Tekjur sveitarfélaganna byggjast að langstærstum hluta á útsvari íbúa, þ.e ákveðinni hlut- deild í tekjum þeirra. Þar sem laun sjómanna eru yfir landsmeðaltali er það fengur fyrir sveitarfélög að fá þá til búsetu. Þannig er ekki víst að aukning fiskveiðiheimilda í einu byggðarlagi skili sér í auknum tekjum sveitarsjóðs ef sjómennirn- ir búa ekki í byggðarlaginu. Þannig er þessu víða háttað og ekki heim- ilt að skilyrða ráðningu við búsetu. Viðkomandi sveitarfélag verður af tekjum og hefur minni möguleika á að gera byggðarlagið meira aðlað- andi til búsetu. Að lokum, ekki þarf að hafa mörg orð um að brýnt er að kjara- deilan leysist sem fyrst, en einnig þarf að árétta að kröfugerð sjó- manna varðar ekki einungis þá, heldur einnig sjávarbyggðinar allt í kringum um Ísland. Munu sjómenn ráða byggðaþróun næstu ára? Sigríður Finsen Sjómannaverkfall Það er ekki aðeins mik- ilvægt fyrir sjómenn og útgerðarmenn að ná sátt í deilu sinni um kaup og kjör, segir Sig- ríður Finsen, það er einnig mikilvægt vegna byggðar í landinu. Höfundur er hagfræðingur og odd- viti sveitarstjórnar í Grundarfirði. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum 24 stunda dag- og næturkrem fyrir þurra og viðkvæma húð Þú ert örugg með BIODROGA BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skyggnilýsingarfundur María Sigurðardóttir, miðill, verður með skyggnilýsingarfund í húsi félagsins, Víkurbraut 13, í Keflavík, sunnudaginn 29. apríl kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. Stjórnin. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands Sálarrannsóknar- félagið Sáló 1918— 2000, Garðastræti 8, Reykjavík Laugardaginn 28. apríl verður Samverustund með syrgjend- um í Garðastræti 8, kl. 14—16. Miðlarnir Þórunn Maggý og Friðbjörg Óskarsdóttir og Haf- steinn Guðbjörnsson heilari segja frá störfum sínum. Jórunn Sigurðardóttir leiðir stutta hug- leiðslu og Agnes Þórhallsdóttir flytur bæn. Umsjón: Jónína Leósdóttir. Athugið — Vegna takmarkaðs húsrýmis verða þeir sem hyggj- ast mæta á samverustundina að skrá þátttöku sína með því að hringja á skrifstofu Sálarrann- sóknarfélags Íslands, s. 551 8130 frá kl. 10—15 virka daga. SRFÍ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1824278½  Dd. I.O.O.F. 12  1824278½  Dd. Útivist Sunnudagur 29. apríl Fjallasyrpan 1. ferð: Helgafell (215 m y.s.) og Reykjafell (288 m y.s.) Við byrjum á þægi- legum fjallgöngum. Verð 1.200 kr. f. félaga og 1.400 kr. f. aðra. Mánud. 30. apríl kl. 19.00 Reykjavegur 1. áfangi (auka- ferð). Reykjanestá — Stóra- Sandvík. Skoðið heimasíðu: www.utivist.is og textavarp bls. 616. Í kvöld kl. 21 heldur Halldór Haraldsson erindi: „Neti og iti“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, en kl. 15.30 sýnir Jón L. Arnalds, myndband frá Adyar og ræðir um Indland. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. Sunnud. 29. apríl kl. 10.30: Gengið milli heimsálfa, um Prestastíg, forna varðaða þjóðleið á Reykjanesi, sem liggur yfir flekaskil. Um 5 klst ganga eftir varðaðri götu. Verð 1.700. „Fast þeir sóttu sjóinn“ — áfangi 2. Heimsókn í Hafnir og hugað að útgerðarsögu og minj- um þar. Um 2—3 klst. ganga um þorpið og næsta nágrenni. Verð 1.500. Brottför frá BSÍ og Mörk- inni 6. Fararstjórar Ólafur Sig- urgeirsson og Jónas Haraldsson Sunnud. 29. apríl kl. 13.00: Fuglaskoðun og gönguferð á Heiðmörk í samstarfi með Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Rúta frá Mörkinni 6 kl. 13.00. Far- gjald 500. Brottför frá áningar- stað við Helluvatn kl. 13.00. Þriðjud. 1. maí kl. 10.30: Ferð á Hengil. Verð 1.500. Far- arstjóri Sigurður Kristjánsson. Takið þátt í spurningaleikn- um á heimasíðu FÍ. Dagsferðar- miði dreginn út í hverri viku. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.