Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 43 Gullsmiðir Amerískir lúxus nuddpottar Við seljum ekki ódýra potta. Við seljum potta ódýrt. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi. Sími: 554 6171, farsími: 898 4154 Nýkomnir glæsilegir nuddpottar í sedrusviðargrind, með loki, ozone bacteríuvörn, vetraryfir- breiðslu, tröppu, höfuðpúðum o.fl. Engar leiðslur nema rafmagn. Einangrunarlok með læsingum. Verð frá aðeins kr. 490 þús. Í DAG mun félags- málaráðherra, Páll Pétursson, opna form- lega nýja heimasíðu Vinnueftirlitsins á árs- fundi stofnunarinnar. Heimasíðan verður gagnagrunnur um vinnuverndarmál og mun bæta aðgengi að upplýsingum og gögn- um um málefni vinnu- verndar. Hægt verður að nálgast lög, reglur og reglugerðir ásamt ýmsu öðru efni af fjöl- breyttu tagi. Evrópskur vefur Heimasíðan er hluti af sam-evr- ópskum vef sem Vinnueftirlitið er nú að tengjast og er hún notuð í ESB- ríkjunum en EFTA-ríkjunum hefur einnig verið boðinn aðgangur að net- inu. Á heimasíðunni er nú þegar hægt að tengjast heimasíðum Vinnu- eftirlits Bandaríkjanna og Kanada og munu Ástralía og Japan einnig vera á leiðinni til samstarfs inn á net- ið. Þannig má segja að vefurinn sé orðinn hnattrænn nú þegar. Evrópunetið hefur verið í þróun síðan 1997 en var formlega opnað haustið 1999 af Vinnuverndarstofn- un ESB í Bilbao á Spáni (The Europ- ean Agency for Safety and Health at Work). Í hverju landi fyrir sig er vef- hópur eða stýrihópur sem er ráðgef- andi um viðkomandi heimasíðu og kallast hópurinn „Focal Point“ og hefur vefurinn stundum verið kenndur við hópana og kallaður „Focal Point-vefurinn“. Málefnið á erindi til allra Þessi nýja heimasíða mun gagnast öllu fólki á vinnumarkaði og þar að auki er hún fengur fyrir alla sem áhuga hafa á málefnum vinnuvernd- ar. Hún mun t.d. auð- velda námsmönnum og rannsóknarfólki að ná í upplýsingar þar sem hér er verið að safna saman öllu því efni sem til er um vinnuverndar- mál á Íslandi. Hún er ekki síst fengur fyrir alla þá öryggistrúnað- armenn og öryggis- verði sem starfa í fyr- irtækjum og stofn- unum og hafa nú aukna möguleika á að kynna sér málefni líðandi stundar, geta sent inn spurningar, kynnt sér nýtt útgáfuefni o.s.frv. Vinnuvernd.is Ef farið er inn á tiltekið málasvið á heimasíðunni, t.d. löggjöf, er hægt að „smella á milli“ landanna innan þess sviðs og þannig má á auðveldan hátt fá samanburð á hinum ýmsu vinnuverndarmálefnum landa á milli. Nokkur mismunur er á því hversu miklar upplýsingar eru sett- ar fram á öðrum tungum en þjóð- tungu viðkomandi, en öll löndin hafa eitthvert efni á ensku. Ennþá er hin nýja heimasíða Vinnueftirlitsins ein- göngu á íslensku en unnið er að því brýna verkefni að birta upplýsingar á öðrum tungum. Birtingarefni verð- ur af fjölbreyttum toga en nú þegar er þar að finna lög, reglur og reglu- gerðir, leiðbeiningar um vinnuvernd, yfirlit yfir rannsóknir og útgáfuefni svo eitthvað sé nefnt Menn eru hvattir til að opna og kynna sér nýjan vef Vinnueftirlitsins sem hefur slóðina www.vinnueftir- lit.is til að skoða og fá upplýsingar um málefni vinnuverndar. Nýr gagna- grunnur um vinnuvernd Inghildur Einarsdóttir Höfundur er með BA-próf í stjórn- málafræði og er ritstjóri nýrrar heimasíðu Vinnueftirlitsins. Vefur Hægt verður að nálgast lög, reglur og reglu- gerðir, segir Inghildur Einarsdóttir, ásamt ýmsu öðru efni af fjöl- breyttu tagi. EIGNIR manna eru gerðar upptækar ýmist með beinum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og t.d. í Rússlandi með yf- irlýsingu stjórnar kommonista 1917 og meðfylgjandi morðum á landeigendum og sjálfseignarbændum eða laumast er til að svipta bændur yfirráð- um yfir löndum sínum og afréttum með laga- boðum. Vorið 1998 voru hafðar hraðar hendur af ríkisstjórn landsins við að lauma í gegn tveimur lagafrumvörpum sem voru bein eignaupptaka, rétt fyrir þing- lok. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Lög nr. 57. 9.6. 1988. Samkvæmt þeim fékk iðnaðar- ráðherra vald yfir öllum auðlindum í jörðu á landi og einnig undir hafs- botni svo langt sem netalagnir ná á þeim eignum sem lágu að sjó. Bænd- ur máttu nota grunnvatn en aðrar nytjar úr jörðu voru þeim bannaðar nema leyfi iðnaðarráðherra kæmi til. Lög nr. 58. 10.6. 1998 um þjóð- lendur og ákvörðun marka milli eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Samkvæmt þessum lögum fékk forsætisráðherra vald yfir hálendi og aðliggjandi svæðum, afréttum og eignarlöndum bænda, sem lágu að hálendinu eða á því. Ríkið gat krafist eignar á þinglýstum eða hefðbundnum af- notarétti lands og af- rétta. Til framkvæmda þessara aðgerða var fjármálaráðherra skip- aður ásamt meðfylgj- andi óbyggðanefnd, sem skal auglýsa kröf- ur ríkisins í umboði fjármálaráðherra sem starfar í umboði for- sætisráðherra. Þessir tveir laga- bálkar voru til þess gerðir að auðvelda ríki, Landsvirkjun og verk- tökum – nú Íslenskum aðalverktökum að standa að óheftum og frjálsum mannvirkja- og stíflugerðum hvar sem væri haganlegast á hálendi Ís- lands, það sem ónýtanlegt væri fyrir stíflugerðir, uppistöðulón og línu- lagnir og byggingar mætti afgangi sem þjóðlendur. Á Ítalíu hafa öðru hverju komið upp hneykslismál, og reyndar víðast í löndum þar sem óprúttnir verktak- ar og önnur vafasöm fyrirtæki hafa fengið stjórnmálamenn til að hliðra til í stjórn viðkomandi ríkis, til þess að auðvelda sömu verktökum, verk- efnaúthlutun á snærum ríkisins. Af þess háttar tilburðum hafa hlotist rannsóknir þingnefnda og uppljóstr- anir, og hafa óprúttnir stjórnmála- menn orðið illa úti. Slíkur samtvinn- ingur stjórnmálamanna, óvandaðra og framkvæmdafyrirtækja eru nefndar „mafíur“, heitið dregið af samtvinningi glæpagengja á Sikiley. Nú eiga íslenskir jarðeigendur og bændur í höggi við samtvinning sem er ríkisvald, sem leitast við að svipta þá eignum sínum til þess eins að svo- nefnd „stóriðjustefna“ megi blómg- ast hér á landi með framkvæmdum Landsvirkjunar og verktaka þess fyrirtækis og gjörlegt verði að „lokka hingað“ eins og segir í grein í der Spiegel á sl. haustdögum, álfyr- irtæki með því að hálfgefa þeim raf- magn til álframleiðslu. En til þess að gjörlegt sé að „lokka þá hingað“ verður einhver að greiða kostnaðinn við rafmagnsframleiðsluna. Það eru notendur rafmagns, ís- lenskir skattborgarar og íslensk fyr- irtæki bæði í sjávarútvegi og land- búnaði þ.m. gróðurhúsabændur. Þegar allt kemur heim og saman þá má skrifa hátt verð á paprikum þessa dagana á reiking stóriðju- stefnunnar. Og nú er næsta skrefið hjá ríkisstjórn, verktökum og Landsvirkjun að ráðast til atlögu við Þjórsárver, líklega með því að þurrka þau upp. En frumskilyrðið er að svipta bændur jörðum og afrétti þar sem virkjanamafían telur sér hentast. Eignaupptaka Siglaugur Brynleifsson Eignir Tvö lagafrumvörp frá 1998, segir Siglaugur Brynleifsson, voru hrein eignaupptaka. Höfundur er rithöfundur. UM þessar mundir má vænta þess að stór hópur nemenda sem er að ljúka framhalds- skólanámi sé að velta fyrir sér hvert skuli stefna. Ástæða er til að vekja athygli þessa hóps á grunnskóla- kennaranámi. Nú standa yfir miklar breytingar á skóla- starfi sem skapa ný og áhugaverð starfsskil- yrði. Þá er verið að gera ýmsar breytingar á kennaramenntun og öðru námi við Kenn- araháskóla Íslands sem gera það nám að góðum und- irbúningi fyrir fjölmörg störf bæði innan og utan skólakerfisins. Breytingar á kennaranáminu fel- ast einkum í stórauknu vali og nýrri uppsetningu kjörsviða. Nám á kjör- sviðum hefur verið aukið til muna. Sem dæmi má nefna að þeir nem- endur sem svo kjósa geta varið allt að helmingi kennaranámsins til að fást við íslensku og móðurmáls- kennslu. Þeir sem áhuga hafa á raungreinum geta varið allt að þriðjungi kennaranámsins til við- fangsefna á því sviði. Þá má nefna nýtt kjörsvið um nám og kennslu ungra barna sem hentar þeim sem vilja verða umsjónarkennarar í neðstu bekkjum grunnskólans. Ný- ir kjarasamningar við grunnskóla- kennara beina einmitt sjónum mjög að umsjónarkennaranum og hinu mikilvæga hlutverki hans. Mörg fleiri atriði gera kennara- nám að spennandi kosti um þessar mundir. Nýlega kom út ný aðalnámskrá með áhugaverðum nýmælum. Með- al þeirra eru nýjar námsgreinar, t.d. lífsleikni. Stóraukin áhersla er lögð á virka kennsluhætti og skap- andi skólastarf. Þá er mikil áhersla lögð á tölvu- og upplýsingatækni og þessu er reynt að mæta í kennara- náminu. Þeim nemendum sem áhuga hafa á þessu sviði standa nú til boða fjölmörg námskeið um tölvu- og upplýsinga- tækni, auk þess sem grunnur hefur verið lagður að fartölvuvæð- ingu skólans. Gjörbreyting er að verða á aðstöðu til kennaranáms en á lóð Kennaraháskólans er að rísa glæsileg ný- bygging sem m.a. mun hýsa menntasmiðju skólans, bókasafn, gagnasmiðju og kennslugagnasafn. Í þessu húsi verður af- bragðs aðstaða til náms og kennslu. Kennarastarfið stendur um margt á tímamótum. Tölvu- og upplýsingatæknin setur sinn svip, foreldrasamstarf er að stóraukast, aukin áhersla er lögð á samvinnu kennara við þróunarstarf og endurmenntun er fastur hluti af starfinu. Þá hefur orðið bylting á möguleikum kennara til framhalds- náms. Í ársbyrjun voru auglýstar fjórtán námsbrautir í framhalds- deild Kennaraháskólans og nú er unnt að ljúka námi þar með þrenn- um hætti; með sérstakri viðurkenn- ingu (diplómu), meistaragráðu og doktorsgráðu, en fyrstu doktorsefn- in munu innritast í framhaldsdeild skólans nú í vor. Það setur mark sitt á kennara- námið að mikil gróska er í uppeldis- og kennslufræðum. Meðal áhuga- verðra efna má nefna samvinn- unám, tölvustutt nám, útikennslu og vettvangsnám, kennslu byggða á kenningum um fjölgreind, leikræna tjáningu og skapandi starf, þem- anám, einstaklingsbundna kennslu og heildtæka skólastefnu, en þessi síðastnefnda hugmyndafræði miðar að því að öll börn sæki heimaskóla sinn. Rannsóknir og þróunarstarf á sviði uppeldis- og skólamála er mjög að eflast og skilningur á þess- um þýðingarmiklu viðfangsefnum að vaxa. Rannsóknarstofnun Kenn- araháskólans hefur verið efld og hefur á prjónunum rannsóknar- verkefni sem kennaraefnum og kennurum og þroskaþjálfum í fram- haldsnámi verður gefinn kostur á að tengjast. Vettvangsnám er mikilvægur hluti kennaranámsins og fara kenn- araefni í starfsnám á öllum náms- árum, í þrjár til fimm vikur í senn. Ein merkasta nýjungin í kenn- aranáminu er fólgin í fjarnámi, en nám við Kennaraháskólann hefur um skeið verið í boði bæði sem fjar- nám og staðbundið nám. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér hvernig kennaranám með fjarnámssniði fer fram er bent á að heimsækja t.d. heimasíður námskeiðsins Náms- og kennslufræði og sérkennsla og kynnast af eigin raun dæmi um uppbyggingu grunnskólakennara- náms í fjarnámi, slóðin er: http:// www.khi.is/~ingvar/namogser/ Uppeldis- og skólamál eru nú mjög í deiglunni og er það mikil breyting frá því sem áður var. Þegar sá sem þetta ritar var að hefja kennslu fyr- ir 30 árum bar skólastarf sjaldan á góma í opinberri umræðu. Nú er þessi málaflokkur orðinn forgangs- verkefni flestra stjórnmálahreyf- inga sem mark er á takandi og varla er opnað svo dagblað að ekki sé þar umfjöllun um skólamál. Flestum er nú orðið ljóst að öflugt menntakerfi er einn af hornsteinum framtíðar. Þeir sem vilja leggja þar af mörkum með virkum og skapandi hætti ættu að íhuga alvarlega að leggja fyrir sig kennaranám. Kennaramenntun á tímamótum Ingvar Sigurgeirsson Menntun Nú standa yfir miklar breytingar á skólastarfi, segir Ingvar Sigur- geirsson, sem skapa ný og áhugaverð starfsskilyrði. Höfundur er prófessor í kennslu- fræði við Kennaraháskóla Íslands. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.