Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI allsherjarnefndar leggur til að tveir nýir málsliðir bæt- ist við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála, en leggur að öðru leyti til að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt. Minnihluti nefndar- innar leggst hins vegar gegn frum- varpinu og vísar m.a. til umsagna fjölmargra aðila sem eru andsnúnir því og telja það skerða sjálfstæði embættis ríkissaksóknara. Löng umræða var um frumvarpið á Al- þingi í gær. Með frumvarpinu er lagt til að hagsmunaaðili geti kært til dóms- málaráðherra ákvörðun ríkissak- sóknara um hvort opinber rannsókn á grundvelli laga um meðferð op- inberra mála skuli fara fram eða ekki. Þegar svo ber undir er gert ráð fyrir að ráðherra geti fellt ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi og sett sérstakan saksóknara til að ákveða hvort rannsókn fari fram og færi hann jafnframt með málið. Forsagan mál Magnúsar Leópoldssonar Forsögu málsins má rekja til þess að dómsmálaráðuneytið hefur túlk- að 4. mgr. 66. gr. laganna svo að ákvörðun ríkissaksóknara um að hefja ekki rannsókn sé ekki kær- anleg til ráðuneytisins. Þetta kom fram í bréfi ráðuneytisins til Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæsta- réttarlögmanns, dags. 5. desember 2000, en hann hafði óskað eftir því að ráðuneytið endurskoðaði ákvörð- un ríkissaksóknara vegna beiðni um endurupptöku á málum Magnúsar Leópoldssonar í hinum svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Í því bréfi var lögmanninum til- kynnt sú ákvörðun dómsmálaráð- herra að hann hygðist leggja fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála þannig að unnt verði að skjóta ákvörðunum ríkissaksóknara skv. 4. mgr. 66. gr. til dómsmálaráðherra. Í bréfi ráðuneytisins segir enn fremur: „Verði umrætt frumvarp að lögum mun ráðuneytið taka mál skjólstæðings yðar til meðferðar að eigin frumkvæði á grundvelli breyttra laga,“ sagði í bréfinu. Telur sjálfstæði ríkis- saksóknara ekki ógnað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður allsherjarnefndar, mælti fyrir nefndaráliti meirihluta alls- herjarnefndar í gær við 2. umræðu málsins og sagði m.a.: „Í umsögnum sem borist hafa nefndinni er lögð áhersla á sjálfstæði embættis rík- issaksóknara sem æðsta handhafa ákæruvalds lögum samkvæmt. Rík- issaksóknari, Lögmannafélag Ís- lands og Dómarafélag Íslands telja að frumvarpið feli í sér frávik frá grundvallarreglunni um sjálfstæði ákæruvaldsins og því sé það í ósam- ræmi við þá réttarþróun sem átt hefur séð stað í þessum málaflokki. Meirihluti nefndarinnar lítur hins vegar svo á að sjálfstæði ákæru- valdsins sé ekki ógnað með þeirri breytingu sem lögð er til í frumvarp- inu því að ákvörðun ríkissaksóknara getur aldrei lotið að beitingu ákæru- valds þar sem refsingu verður ekki við komið í þessu tilviki heldur er um að ræða sérstaka heimild rík- issaksóknara sem æðsta handhafa rannsóknarvalds til að mæla fyrir um rannsókn vegna ríkra almanna- og einkahagsmuna.“ Fram kemur í áliti meirihlutans að embætti Ríkissaksóknara var fengin þessi heimild með breytingu á lögunum hinn 10. mars 1999 og tel- ur meirihlutinn eðlilegt að ákvarð- Deilt um frumvarp um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála Meirihlutinn segir sjálfstæði ákæru- valdsins ekki ógnað Löng umræða var um frumvarp dóms- málaráðherra um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála á Alþingi í gær. Björn Ingi Hrafnsson skrifar að deilt hafi verið um hvort í frumvarpinu fælist atlaga að sjálfstæði embættis Ríkissaksóknara. Morgunblaðið/Þorkell Búast má við miklum önnum á Alþingi næstu daga, en þinglok eru áætl- uð 18. maí nk. Hér hlýða fjórir þingmenn Vinstri grænna á umræður, f.v. Kolbrún Halldórsdóttir, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon. Staða erlends fiskverkafólks í sjómannaverkfalli Ráðherra boð- ar reglugerð- arbreytingu PÁLL Pétursson tilkynnti þing- heimi í gær að stjórn atvinnuleys- istryggingasjóðs hefði tekið já- kvætt í erindi sem hann sendi henni þá um morguninn um að er- lent fiskverkafólk utan EES-svæð- isins, sem misst hefði vinnuna vegna verkfalls sjómanna, fengi atvinnuleysisbætur. Sagðist Páll væntanlega skrifa undir reglugerð þessa efnis síðdegis. Félagsmálaráðherra lét þessi ummæli falla í umræðu utan dag- skrár, en málshefjandi í henni var Karl V. Matthíasson, Samfylking- unni. Gagnrýndi hann harðlega það misrétti sem fælist í því að er- lent fiskverkafólk frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins á ekki rétt á atvinnuleysisbótum ef það er tekið út af launaskrá með dags fyrirvara. Fram kom í máli félagsmálaráð- herra að alls hefur 58 slíkum starfsmönnum verið sagt upp á landinu, en langflest fiskvinnslu- fyrirtæki hafa haldið erlendu verkafólki áfram á launaskrá gegn því að fá atvinnuleysisbætur greiddar. Páll Pétursson sagði að farið hefði verið fram á það við fisk- vinnslufyrirtækin að þau héldu fólkinu á launaskrá gegn því að fá atvinnuleysisbætur frá Atvinnu- leysistryggingasjóði en fyrirtækin þurfa þá að bæta við um 20 þús- und krónum til að ná kauptrygg- ingu. Sagði Páll að langflest fyr- irtæki hefðu orðið við þessum tilmælum en ekki öll og sagði Páll að rétt væri að skoða hvort þau fyrirtæki fengju í framtíðinni leyfi til að ráða erlent vinnuafl. Páll sagði að kannað hefði verið hver staða mála væri hjá fyrir- tækjum. Á Vesturlandi hefði að- eins Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði tekið útlenda starfs- menn af launaskrá þegar verkfallið hófst. Ekkert fyrirtæki á Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra hefði gert slíkt, á Norðurlandi eystra hefði aðeins BGB Snæfell tekið fólk af launaskrá og á Aust- urlandi hefðu Hraðfrystihús Eski- fjarðar, Snæfell og Kaupfélag Fá- skrúðsfjarðar gert það. Samtals væri um að ræða 58 starfsmenn. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni fögnuðu mjög yfirlýs- ingu ráðherra, og sagði Steingrím- ur J. Sigfússon að sér virtist sem taka ætti á þessu máli með mjög afgerandi hætti. Sagði hann hins vegar dapurlegt að til þess hefði þurft að koma og vakti athygli á þeirri staðreynd að á milli sex og sjö hundruð erlendir verkamenn stunduðu hér vinnu án þess að hafa sjálfsögð réttindi, jafnvel þótt greidd hefðu verið af þeim opinber gjöld og fólkið sótt hingað til að vinna mikilvæg störf sem ekki tókst að manna innanlands. Langbest að hafa um þessi mál heildstæð lög Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, sagði að Íslendingum sem þjóð bæri að koma af fullri virðingu fram við það fólk sem hingað kemur til starfa. Starfs- kraftar þess væru ómetanlegir í fiskvinnslunni og lagði hún áherslu á að fræða þetta fólk um réttindi sín og möguleika til úrbóta í nú- verandi ástandi. Undir lokin bar málshefjandinn Karl V. Matthíasson lof á aðgerðir ráðherra en bætti við að það væri slæmt ef grípa þyrfti til slíkra að- gerða í hvert skipti. Langbest væri að hafa um þessi mál heildstæð lög, þannig væru réttindi þessa fólks best tryggð. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra lagði síðdegis í gær fram á Alþingi frumvarp um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf. Morgunblaðið fékk það staðfest í gærkvöldi að samgönguráðherra muni mæla fyrir frumvarpinu á mið- vikudag. Til þess að koma því við varð að fella niður áformum nefnda- störf þann dag en gert hafði verið ráð fyrir sk. nefndadögum dagana 2. til 7. maí nk. Ásamt með frumvarpinu um sölu Landssímans lagði samgönguráð- herra einnig fram frumvarp til laga um breytingu á fjarskiptalögum í gær. Í því kemur fram að rétt þyki í tengslum við sölu Landssímans að setja í fjarskiptalög skýra heimild til handa Póst- og fjarskiptastofnun til að setja skilyrði í leyfisbréf rekstr- arleyfishafa með umtalsverða mark- aðshlutdeild sem tryggi að leyfishaf- inn uppfylli skyldur sínar skv. lögunum og reglum settum með þeim. Næst að ljúka þingstörfum fyrir 18. maí? Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kemur til greina að fresta þinglokum vegna mikils fjölda mála sem enn bíða afgreiðslu, ekki síst frumvarpsins um sölu Landssímans. Hefur verið ákveðið að fækka nefndadögum í næstu viku og verður framhaldið ákveðið eftir því sem fram vindur á fyrstu dögum næsta mánaðar. Skammur tími eru til þing- loka sem áformuð er 18. maí næst- komandi. Hinn naumi tími sem er til stefnu kom til umræðu í upphafi þingfundar í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, gagnrýndi mjög hversu seint frumvarpið kemur fram og sagði svo: „Það dæmir sig algjör- lega sjálft að ríkisstjórninni skuli detta í hug að sýna Alþingi þá lítils- virðingu að ætla að troða þessu máli inn nú þegar frestur til að leggja fram ný frumvörp skv. venju er út- runninn 1. apríl og um er að ræða stórpólitískt mál sem stjórnarflokk- arnir hafa sjálfir þurft marga mán- uði til að hnoða saman. Þá á Alþingi að afgreiða það hér á færibandi á tvöföldum hraða eins og ekkert sé. Slík lítilsvirðing við þingið dæmir sig sjálf,“ sagði Steingrímur og bætti við að forseti Alþingis ætti auðvitað að sjá sóma sinn í að taka slíkt frum- varp ekki á dagskrá. Mikil ósanngirni í garð Alþingis Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir einn- ig hinn skamma tíma sem er til stefnu. „Þetta er gríðarlega stórt mál og vandasamt og skiptir miklu máli hvaða aðferðum verður beitt við söluna á Landssímanum,“ segir hann og bendir á að Samfylkingin sé fylgjandi því að selja samkeppnis- reksturinn en alls ekki dreifikerfið, þar sem slíkt yrði mjög slæmt fyrir landsbyggðina. „Ég skil vel að stjórnarliðið vilji koma þessu máli í gegn og meirihlut- inn á að ráða. En það er mikil ósann- girni að ætla Alþingi að vinna þetta mál á átta eða níu þingdögum. Þing- menn skortir tíma til að brjóta þetta mál til mergjar og mér þykir þessi óvirðing við starfshefðir Alþingis hreinlega með ólíkindum. Ég spyr, hvernig stendur á að þetta mál kom ekki fyrr?“ Össur telur ljóst að nokkrir millj- arðar, ef ekki tugir milljarða, hafi tapast á því eina og hálfa ári sem lið- ið sé frá því fyrst var í alvöru rætt um sölu á Landssímanum. Hann efast aukinheldur um að nú sé rétti tíminn til að selja, þegar hlutabréfa- markaðir séu í sögulegu lágmarki, og bendir á að formaður einkavæð- ingarnefndar segi að ekki væri hundrað í hættunni þótt salan færi ekki fram fyrr en í haust. „Mér finnst mjög undarlega að þessu staðið hjá ríkisstjórninni,“ sagði Össur. Frumvarp um sölu á Landssímanum komið fram Ráðherra mælir fyrir frum- varpinu á miðvikudag 114. fundur Alþingis í dag, föstu- daginn 27. apríl 2001, hefst kl. 10:30. Atkvæðagreiðslur eru fyrst á dag- skrá, en síðan eru þessi mál: 1. Samvinnufélög (rekstr- arumgjörð). 2. Samvinnufélög (innlánsdeildir). 3. Tekjuskattur og eignarskattur. 4. Rafrænar undirskriftir. 5. Fjarskipti. 6. Almenn hegningarlög. 7. Eiturefni og hættuleg efni. 8. Eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. 9. Hönnunarréttur. 10. Rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna. 11. Meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða. 12. Málefni aldraðra. 13. Búfjárhald og forðagæsla. 14. Ofbeldisdýrkun og framboð of- beldisefnis. 15. Vopnalög. 16. Réttur til fiskveiða á eigin bát minni en 30 brl. 17. Umferðaröryggi á Suðurlands- vegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.