Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 55 maí en úr því sem komið er frestum við því um eitt ár. Elsku vinur, þegar lífið virtist leika við hvern sinn fingur þá kom áfallið, þú virtist fá lungnabólgu í júní sl. sem hagaði sér einkennilega og reyndist vera allt annað þegar til kom. Þú varst að hjálpa mér að raða niður myndverkum í Hafnarborg í október í haust og gast þá ekki geng- ið á milli hæða allt í einu. Við fundum hjólastól handa þér og þú hélst áfram að hjálpa eins og ekkert væri, síðar þennan sama dag fórst þú í rannsókn á Borgarspítalann og áttir ekki þaðan afturkvæmt, ef frá eru taldir nokkrir dagar um jólin er þú fékkst að fara heim. Elsku hjartans vinur minn, mér finnst ég í raun og veru ekki vera að upplifa neina endanlega kveðjustund heldur tímabundinn aðskilnað, auk þess sem þú ert ljóslifandi í hjarta mínu, bros þitt og viðmót svo hreint og tært, svo góður drengur, svo heill drengur. Ein stærsta gjöfin í lífi mínu hefur verið að eiga vináttu þína. Blessuð sé minning þín. Við í Kambi sendum þér Elísabeth mín, Viktoría og Óli, og öðrum ættingjum, hugheilar samúðarkveðjur og biðj- um algóðan Guð að hjálpa ykkur í gegnum þennan erfiða tíma. Gunnar Örn, Kambi. Með örfáum orðum kveðjum við nýfundinn vin okkar, Elías Hjörleifs- son, sem nú hefur fundið frið eftir ramma baráttu við ólæknandi lungnasjúkdóm. Allt of fljótt – sýnist okkur – er þessi hugmyndaríki öðl- ingur kallaður á brott, kominn á góð- an veg með að gera óskaviðfangsefni sitt, listina, að meginstarfi. Og víst er að lengri ferill á því skapandi sviði hefði bæði fært honum áfram árang- ur og ánægju ef meiri tími hefði gef- ist. En enginn ræður sínum jarð- neska endi. Þess sem bíður okkar allra. Sumra fyrr og annarra seinna. En jákvætt viðhorf til þeirra tíma- bundnu endaloka er betra en ekki að hafa og svo var um Elías. Hann kvaddi jarðsviðið sáttur, í góðum tengslum við nánustu ættingja sína og vini. Í fyrrahaust heimsóttum við hjón- in Elías og konu hans Elísabeth og dóttur þeirra Viktoríu á heimili þeirra á Hellu. Það var skemmtileg stund sem við munum seint gleyma. Undanfarandi jarðskjálftar á Hellu og afleiðingar þeirra á þessu fallega heimili þeirra hjónanna voru heil- mikið til umræðu. Og við skoðuðum skemmtilegt myndlistarsafn hans. Þá þegar fann Elías raunar fyrir votti af magnleysi, en hann tók því ekki svo alvarlega en einbeitti sér að því að taka af okkur sínar „brúð- kaupsmyndir“ en tæpri viku áður höfðum við vígst saman á erlendri grund. Þetta voru góðar myndir teknar með alnýjustu tækni og gæð- um sem voru strax sýndar okkur á stórum tölvuskjá. Myndataka var á seinni árum orðið mikið áhugamál Elíasar og tengdist áhuga hans á listsköpun. Honum var í mun að geta ávallt boðið upp á bestu gæði og safnaði á þennan hátt miklu efni sem seinna átti án efa að verða hluti af listsköpun hans. Haustið 1999 heimsótti Elías okk- ur hjónaleysin á vinnustofu mína á Álafossi og myndaði þá einnig heil- mikið. Sérstaklega lagði hann áherslu á að mynda smáatriði í um- hverfinu inni. Rétt eins og landmæl- ingamaður myndar landslagið og öll þess sérkenni. Því seinna ætlar hann að vinna úr því og útfæra á nýjan hátt. Marga myndina sendi hann okkur einnig gegnum Netið og þann- ig gátum við örlítið fylgst með út- sjónarsemi hans og auga fyrir ljósi og skugga og ekki síst húmor í myndatökunni. Er hann kvaddi okk- ur bauðst hann til að flytja með sér nokkra dýrgripi úr vinnustofu minni til geymslu austur fyrir fjall. Og end- aði með að fylla bíl sinn og rúmlega það. Þrátt fyrir allt er það svo að við eigum enn þá erfitt með að taka á því að Elías hafi kvatt þessa jarðvist. Nú síðast í febrúar heimsótti ég hann á sjúkrahúsið þar sem hann var léttur, á batavegi að kalla, og sýndi mér nýjar myndir og gamlar á tölvuskjá. Við hjónin höfðum hlakkað til að kynnast honum betur, jafnvel hitta hann í leiðangri hér ytra að heim- sækja son sinn, Ólaf. En með listferli hans fylgdist hann af kostgæfni og þeir feðgar hvor með öðrum. Og ekki síst fá að fylgjast með framþróun hans á listasviðinu. Hann hafði kveikt í okkur með því að gefa okkur mynd eftir sig sem hann útfærði í vinnu sinni á sjónum. Og notaði í raun til þess sólarorkuna, þar sem hreyfing skipsins á yfirborði úthafs- ins var sú umbreytta orka sem dró endanlegu línuna á pappírinn. En þó sættum við okkur við þessa breyt- ingu á þann veg að Elías hafi tekist á hendur langa ferð nú um stund. Og þar sem okkar allra bíður hin sama ferð þá munum við í fyllingu tímans á ný geta rifjað upp gamla tíma í ein- um hóp. Og skoðað saman nokkrar myndir. Úr fjarska sendum við hér með fjölskyldu Elíasar, öllum aðstand- endum, ættingjum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur og óskir um andlegan styrk á þessum tíma- mótum. Þar sem aðstæður leyfa ekki ferð á staðinn verðum við með í hug- anum í Hafnarfjarðarkirkju í dag. Einar Þorsteinn og Manuela Loeschmann í Berlín. Hann Elli vinur okkar er látinn. Þetta var nú alls ekki á dagskrá hjá honum en þegar guð almáttugur kallar er víst ekki aftur snúið. Elli var sérstakur maður, listamaður sem var vinur allra. Við kynntumst Ella, Elisabeth og Önnu Viktoríu fyrir tæpum 10 árum. Eftir situr að við hittumst allt of sjaldan. Elli var oft á sjó en heim kominn tók listin við og á síðustu árum tölvulistin. Þegar við fengum tölvu og kunnum ekkert á hana þá var það hann Elli sem sat langt fram á nótt að kenna mér. Þetta var sjálfsagt mál og nátt- úrulega ekkert mál eins og Elli sagði gjarnan þegar hann gerði öðrum greiða. Veikindi Ella voru ekki löng en þau voru ströng. Lengi vel var von um að Elli næði aftur heilsu, en það var ein af þeim vonum sem ekki gátu ræst. Við sendum Elisabeth, Önnu Vikt- oríu, Ólafi og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Við þökkum Ella fyrir frábær kynni og börnin okkar þakka honum sérstaklega fyrir hans hlý- hug og umhugsun til þeirra. Guð geymi hann Ella fyrir okkur Marjolijn, Kristinn, Hekla Katharina og Rakel Nathalie. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við þá köldu staðreynd að Elías vin- ur minn og skipsfélagi til margra ára sé farinn. Elli var búinn að glíma við veik- indi í lungum frá því í fyrrasumar og var bjartsýnn á að veikindum sínum færi brátt að ljúka, en skjótt skipast veður í lofti því að um páska hrakaði honum mikið og lést hann á föstu- daginn sl. Að vera matsveinn á stórum frystitogara með 27 manna áhöfn og í löngum veiðiferðum er ekki létt verk og vinnudagurinn oft langur, en Ella tókst frábærlega vel upp í þessu krefjandi starfi og töfraði fram góð- an og girnilegan mat að því er virtist fyrirhafnarlítið því að hann var skipulagður og röskur við vinnu sína. Ég fór oftast eftir vakt niður í eldhús til að spjalla við Ella og sjá hvað hann var með í matinn og reyndi að kvarta yfir því hvað maturinn væri góður með því að strjúka á mér bumbuna, en það hafði ekki neitt að segja, Elli hló bara og rétti mér bita til að narta í. Elli var mikill húmoristi og voru margar uppákomur hjá honum sem fengu menn til að springa af hlátri, en hann átti líka skap og sterka rétt- lætiskennd og lét skoðun sína í ljós ef honum mislíkaði eða fannst hallað á einhvern. Hann var mikill fjölskyldumaður og var þá stundum rætt hlutskipti sjómannsfjölskyldunnar og varð honum þá hugsað til eiginkonu sinn- ar, dóttur og sonar, sem hann var mjög stoltur af. Elli var mikill listamaður og hafði haldið sýningar hér heima og úti. Hann vann mikið af verkum sínum úti á sjó og fékk margar hugmyndir sem hann útfærði þá í tölvunni eða tók myndir sem hann vann svo úr seinna, oft kom fyrir að ég kallaði á hann upp í brú til að sjá sólina koma upp á fögrum sumarmorgni og tók hann þá margar myndir og stóð síð- an heillaður af fegurðinni. Nú þegar ég kveð kæran og góðan vin þá þakka ég Ella öll þau góðu ár sem við höfum verið saman. Við Lilla vottum fjölskyldu Elías- ar okkar dýpstu samúð og megi Drottinn vera með ykkur öllum. Guð blessi minningu Elíasar. Heimir Guðbjörnsson. Nú er vinur okkar og skipsfélagi Elías Hjörleifsson fallinn frá, langt um aldur fram, eftir löng og erfið veikindi sem herjað höfðu á hann frá því í júní á síðasta ári. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orð- um. Leiðir okkar Ella kokks eins og hann var alltaf kallaður meðal skips- félaga sinna, lágu fyrst saman 1992, þegar hann hóf störf sem matsveinn á frystitogaranum Haraldi Krist- jánssyni frá Hafnarfirði, en skipið heitir nú Helga María Ak-16 eftir að það var selt á Akranes. Þegar Elli byrjaði með okkur til sjós, var hann nýlega kominn aftur til Íslands, eftir að hafa verið búsett- ur í Danmörku lengi, en þar kynntist hann núverandi eiginkonu sinni El- isabet Lagerholm, og eignaðist með henni dótturina Önnu Victoriu sem nú er 13 ára, fyrir átti Elías soninn Ólaf sem nú er búsettur í Þýska- landi, og er hann orðinn vel kynntur listamaður. Elías bjó fjölskyldu sinni heimili á Hellu á Rangárvöllum eftir að þau hjónin fluttu til Íslands, hann kom sér líka upp vinnustofu þar til að geta unnið að listsköpun, en listin, þá aðallega málaralistin, var stór hluti af lífi Ella. En þótt Elli hefði viljað sinna listinni meira og jafnvel hafa hana að lifibrauði líka, þá sá hann að tekjurnar sem sem hafa mætti af listsköpun myndu ekki duga honum og fjölskyldu hans til framfæris, því fór hann á sjóinn. Það má segja að það hafi orðið okkur skipfélögum hans til gæfu að fá þennan öðling í okkar hóp. Eftir að Elli hóf störf hjá okkur sem matsveinn fór ekki á milli mála að hér var enginn venjulegur maður á ferð, ekki bara það að hann var frá- bær matsveinn, heldur var hér á ferðinni maður sem gat með barns- legu innsæi á lífið og tilveruna kryddað líf okkar með húmor og lífs- gleði. Þetta sálarfóður sem hann miðlaði til okkar var vel þegið af okk- ur sem þurftum að dvelja langdvöl- um á sjó, fjarri fjölskyldum okkar. Elli var listamaður af lífi og sál, hann sá fegurðina og fjölbreytileik- ann í öllu sem í kringum hann var, og reyndi að nýta það sér til fulls í list- sköpun sinni, hvort sem það voru lit- brigði skýjanna eða hafsins í kring- um skipið, eða þá bara flug fuglanna sem sveimuði í kringum skipið í æt- isleit. Þetta samspil náttúrunar tókst honum á svo undraverðan hátt að festa á filmu eða léreft. Árangursins af listsköpun hans fengum við skipsfélagar hans oft að njóta, þegar hann lífgaði upp á til- veruna um borð með málverkasýn- ingu á göngum skipsins. En sú list- sköpun sem á eftir að ylja okkur skipsfélögum hans mest, þegar við minnumst Ella, er þegar hann notaði okkur sem léreft, og litirnir sem hann notaði á okkur voru gleði, húm- or og bjartsýni. Þannig tókst honum að töfra fram bros og vinskap allra í kringum sig. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þennan góða félaga okk- ar, og þakklæti til hans verður of- arlega í huga okkar þegar við minn- umst allra góðu stundanna með Ella. Elsku Elisabeth, Anna Victoria og Ólafur, við vottum ykkur og allri fjöl- skyldu Elíasar okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun alldrei gleymast. Fyrir hönd skipsfélaga Elíasar á Helgu Maríu Ak-16, Eiríkur Ragnarsson.                                                   ! "# $      % &        #      & !     '     &  ( ' ! )          " *!      # + #    *!      '#    , -     #   # .                     /01 /2 &0    ( (              !      "#  !    $       %!    '   "(( )   !      *      % + ,-    -       # 34 !   / ( 5/   &  ( "     - /   # *( 5(    1#  /   & #       ( /   "# '  6   &  ( /    ! 7%5   34 ! /   *( 6     6 /   5( ( &     '  8/     &    & ( ( /    !5(      #   # .  +      +  .       *0$9,0*,9',++// 0 %"#   (5 * : (5# ;     !    %        '   "/0(   ( "#   *( 5( ( $   &  ( "#   <  ! )."#     #   # .       +    +     *,9',+.==+0+// 0 7 !>            !     1  &  ( % %   " &     ' !  / (    '%5 ! ( &     & ( )    ( ( &     7 ? * !5   # '  8&     % % &     '  8 *!     #   # . 2+      +      *,0 /@ /A+// 0 %6 ;B 0   !          1  *( 6 /5             &   %       .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.