Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ LITLU munaði að tón- leikar Sting við Giza- pýramídann í Kaíró á miðvikudag leystust upp í vitleysu þegar söngvarinn steig miklu seinna á svið en áætlað hafði verið. Regnskógavinurinn heilsuhrausti átti þó ekki sökina á seina- ganginum heldur heimamaður nokkur er gengur undir lista- mannsnafninu Hakim. Hakim þessi átti að hita upp fyrir söngvarann heimskunna en lét ekki sjá sig fyrr en allt of seint. Því varð einnar og hálfrar klukkustundar töf á tónleikunum þar sem ekkert var á sviðinu, hinum fjölmörgu tón- leikagestum til mikillar mæðu. Þegar tónleikahaldarar gáfust loks upp á að bíða eftir Hakim og gerðu sig klára að bjóða Sting vel- kominn á svið birtist sá egypski allt í einu og rauk beint út á svið og í næsta hljóðnema. Hakim var æfa- reiður yfir því að fá ekki að flytja sína dagskrá eins og áætlað var og hreytti í hljóðnemann: „Þið sem sættið ykkur við að vera móðguð af Egypta í Egyptalandi skulið vera hér áfram.“ Svo hraðaði hann sér aftur af sviðinu, bálreiður yfir því að einhver útlend stjarna væri tek- in fram yfir innlendan listamann. Uppákoma þessi olli nokkrum óró- leika meðal áhorfenda. Sumir tóku Hakim á orðinu og yfirgáfu svæðið en aðrir, sem taldir eru til andstæð- inga vestrænnar menningar, hófu að ákalla söngvarann epypska. Áhorfendur urðu ekki rólegir fyrr en tónleikahaldarar upplýstu þá um hina raunverulegu ástæðu fyrir töfinni, að Hakim hafi einfaldlega mætt alltof seint og það með látum og prímadonnustælum. Þegar Sting steig loksins á svið fékk hann hlýlegar móttökur og áhorfendur tóku vel undir með lög- um hans, sérstaklega þó „Desert Rose“, enda hefur það lag yfir sér arabískt yfirbragð og hefur notið mikilla vinsælda í Mið-Austur- löndum. Sting lét hluta ágóðans renna í sjúkrasjóð fyrir Palest- ínumenn. Þetta voru aðeins þriðju tónleikarnir sem haldnir hafa verið við pýramídana í Kaíró en forn- leifafræðingar hafa mótmælt harð- lega slíkum viðburðum í nálægð við svo dýrmætar fornleifar og óhjá- kvæmilegt sé að skaði hljótist af. Gamli Police-söngvarinn er um þessar mundir á tónleikaferð um Mið-Austurlönd og hefur þegar haldið tónleika í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum og Jórdaníu. AP Tilkomumikil sviðsmynd: Sting syngur með sfinxinn í Giza í baksýn. Stjörnustælar á tónleikum Sting Nýja stelpan í Waterford (New Waterford Girl) G a m a n d r a m a  Leikstjóri Alan Moyle. Handrit Tricia Fish. Aðalhlutverk Tara Spencer-Nairn, Liane Balaban, Andrew McCarthy. (94 mín.) Kan- ada 2000. Bergvík. Öllum leyfð. MOONEY er fimmtán ára stelpa sem býr í strangkaþólskum smábæ í Kanada. Hún passar engan veginn inn í þetta litla samfélag. Þykir furðuleg og óstýri- lát með afbrigðum. Hana dreymir líka um að komast brott, komast inn í virtan listaskóla, langt, langt í burtu, helst bara í New York. En slíkir draumórar eru kenndir við skýjaborgir af hennar nánustu og vonin því lítil. En hún er þó til staðar. Reynslan hefur nefnilega sýnt að stelpurnar sem verða óléttar of ungar og utan hjónabands eiga einhverra hluta vegna auðveldara með að sleppa úr klóm samfélagsins sanntrúaða. Með aðstoð nýju stelpunnar í bænum, sem komin er alla leið frá Bronx, tekur Mooney því til sinna ráða og áformar eitt gott og bókstaflegt kjaftshögg á heimahagana. Þótt hún sé á stundum nokkuð kuldaleg og langdregin er þessi nýj- asta mynd Moyle, sem á að baki Empire Records, Pump Up the Vol- ume og Time Square, ansi hressileg og fyndin á köflum. Hún er um stelpur með bein í nefinu, stelpur sem láta ekki íhaldssöm trúargildi og aðra samfélagssiði traðka á sér og koma í veg fyrir að draumarnir geti ræst. MYNDBÖND Smábærinn fær einn á ’ann Skarphéðinn Guðmundsson ♦ ♦ ♦ FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.