Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 20

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borgarnesi - Engin endanleg ákvörð- un hefur enn verið tekin um það hvort þjóðvegur 1 um Borgarnes verði færður til og lagður meðfram Borg- arnesi eða haldi sér í núverandi legu með hraðalækkandi aðgerðum og er hvorugur möguleikinn útilokaður. Kynningarfundur um málefnið var haldinn á Hótel Borgarnesi þriðju- dagskvöldið 24. apríl sl. þar sem Borgnesingar fjölmenntu til að fræð- ast um innihald skýrslunnar ,,Þjóð- vegur 1 um Borgarnes, samanburður valkosta“. Skýrslan er afrakstur sam- starfsnefndar bæjarstjórnar Borgar- byggðar og Vegagerðarinnar, sk. Borgarnesnefnd, sem tók til starfa haustið 1999 og lauk nýverið sínum störfum með útgáfu ofangreindrar skýrslu. Markmið nefndarinnar var að athuga helstu valkosti á framtíð- arlegu Þjóðvegar 1 um Borgarnes. Samkvæmt skýrslunni er stillt upp tveimur valkostum, leið A; sem er lagfæring á núverandi vegi með því að útbúa hringtorg, þrengingar og aðrar aðgerðir sem lúta að því að hægja á umferð og draga úr slysa- hættu. Þetta nefnist hverfisvæn leið og jafnframt var fjallað um danskar fyrirmyndir á þessu sviði. Hin leiðin B; er að leggja veg í sveig meðfram ströndinni á uppfyllingu sem gerir það að verkum að vegfarendur þurfa ekki að lúta hraðatakmörkunum nema á hringtorgi við enda Borgar- fjarðarbrúar. Forsendur við gerð skýrslunnar tóku mið af áhrifum val- kostanna á; umferð, umferðarspám, fólksfjölda, verslun og þjónustu, líf- ríki og fornleifum. Mikill munur á kostnaði Kynning skýrslunnar var í höndum Guðrúnar Drafnar Gunnarsdóttur og Arnar Steinars Sigurðssonar frá VST auk Richards Ólafs Briem frá VA arkitektum. Þar kom fram að kostn- aður við leið A er talinn nema ca. 124 milljónum króna en við leið B. 438 milljónum. Hins vegar eru metnar tekjur af leið A ekki nema 10 milljónir en af leið B 118 milljónir. Þarna er lagt til grundvallar; ferðatími, vega- lengd, óhappatíðni o.s.frv. Skýrsluna má kynna sér í smáatriðum á heima- síðu Borgarbyggðar www.borgar- byggd.is. Eftir formlega kynningu gafst fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir og tjá sig um þessar leiðir eða benda á aðrar leiðir. Skipt- ar skoðanir komu fram og fannst mörgum ekki góður kostur að leiða umferðina framhjá Borgarnesi eins og leið B felur í sér. Aðrir fundargest- ir voru á því að slæmt væri kljúfa bæjarfélagið í tvennt eins og óhjá- kvæmilega gerist þar sem um þunga umferðargötu er að ræða. Ræddu menn ennfremur um lausnir eins og t.d. undirgöng fyrir gangandi vegfar- endur. Í lok fundar sagði Stefán Kalmansson bæjarstjóri búast við því að framkvæmdir við leið A myndu hefjast innan tveggja til þriggja ára, enda þyrfti hvort eð er að ráðast í endurbætur á núverandi vegi. Hins vegar væri ljóst að leið B þarf að komast inn á langtímaáætlun fyrr eða síðar. Magnús Valur Jóhannsson um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar benti á að vegaáætlun yrði endurskoðuð næsta vetur og að mati Vegagerðar- innar væri óhjákvæmilegt annað en að hafa aðra leið framhjá Borgarnesi sé til lengri tíma litið. Ný skýrsla kynnt um legu þjóðvegar 1 um Borgarnes, þar sem valkostir eru bornir saman Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá kynningarfundinum um skýrslu þjóðvegar 1 um Borgarnes sem fram fór á Hótel Borgarnesi. Til greina kemur að leggja veginn framhjá bænum                               Bolungarvík - Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, skipuð fjörutíu og fimm hljóðfæraleikurum, var í heimsókn í Bolungarvík um sl. helgi þar sem sveitin lék fyrir nemendur í grunnskóla Bolung- arvíkur og í grunnskólanum á Ísafirði einnig léku Mosfelling- arnir fyrir utan Gamla apótekið, menningarhús ungs fólks á Ísa- firði, á ársafmæli þess sl. föstu- dag. Lokatónleikarnir voru svo á laugardag en þá léku saman í Víkurbæ í Bolungarvík skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar, Sérsveit Ísafjarðar og Bolungarvíkur og blástursveit fjórða bekkjar grunn- skóla Bolungarvíkur. Að sögn Birgis D. Sveinssonar, stjórnanda skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og fyrrverandi skólastjóra Varm- árskóla, eru um 120 grunn- skólanemar í Varmárskóla í þremur skólahjómsveitum undir hans stjórn. Í Mosfellsbæ hefur á mörgum undanförnum árum ver- ið lögð rækt við tónlistarnám inn- an veggja grunnskólans. Haldið er úti byrjendadeild, mið- skóladeild og eldri deild lúðra- sveita og er komið saman tvisvar í viku til samæfinga. Liðkað er til fyrir nemendur til að sækja spila- tíma innan skólatíma. Á hverju ári er farið í tónleikaferðir innan- lands en eldri deildin fer gjarnan í tónleikaferðir til útlanda þegar færi gefst. Birgir sagði að ferðin nú hingað vestur væri auk þess að vera tónleikaferð ekki síður farin til að leggja lið uppbygg- ingu skólalúðrasveita hér fyrir vestan og í leiðinni að undirbúa þátttöku í landsmóti skólalúðra- sveita sem haldið verður í Kefla- vík dagana 1. til 3. júní nk. en þar verða samankomnir hátt í átta hundruð meðlimir skóla- lúðrasveita víðsvegar af landinu. Birgir sagði að það hefði svo sannarlega verið þess virði að koma hingað vestur, móttökurnar og gestrisnin sem við höfum notið bæði hér í Bolungarvík og á Ísa- firði hafa verið frábærar og fyrir það erum við þakklát. Húsfyllir var á tónleikum hjómsveitanna þriggja og góður rómur gerður að þeirri hressu og líflegu lúðra- sveitatónlist sem tónleikagestum var boðið uppá. Skóla- hljómsveit Mosfells- bæjar í heimsókn Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Tómas Eggertsson, stjórnandi lúðrasveitanna í Bolungarvík og Ísafirði, Kristinn Níelsson, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, Soffía Vagns- dóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur, og Birgir D. Sveins- son, stjórnandi skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Skólahljómsveit Mosfellsbæjar ásamt sérsveit Ísafjarðar og Bolungar- víkur á tónleikum í Víkurbæ í Bolungarvík. Árneshreppi - Sumardaginn fyrsta var mikið um að fólk færi aftur til síns heima eftir páskafrí með flugi og svo var líka héðan úr hreppnum. Svo skemmtilega vildi til að sam- einað var flug til Bíldudals og Gjögurs þennan sólardag og kom stærsta flugvél sem lent hefur á Gjögurflugvelli ATR 46 sæta vél Flugleiða hingað en Ís- landsflug hefur flogið á Dornier 19 manna vél eftir að það tók við flugi aftur af Leiguflugi Ís- leifs Ottesen á vordögum. Fólki þótti þetta sniðugt og frábært að fara með þetta stórri vél í stað 9 til 12 manna véla hér fyrr í vetur. Svo kom þessi sama vél í fyrradag 24–4 í áætlun hingað á Gjögur og náði þá fréttaritari þessari mynd af vélinni. Stærsta flugvél sem lent hefur á Gjögurflugvelli Borgarnesi – Það er búið að vera mikið fjör hjá krökkunum í kór Grunnskóla Borgarness en þau settu upp söngleikinn „Rúmbi risa- eðla“. Söngleikurinn er eftir Sue Heaser að viðbættum fáeinum per- sónum og texta eftir Sigríði Jóns- dóttur og tónlist eftir Birnu Þor- steinsdóttur. Birna er stjórnandi kórsins og jafnframt leikstjóri söngleiksins. Söngleikurinn fjallar um risaeðl- ur og menn en til að rugla ekki áhorfendur er tekið fram að þessar tvær tegundir hafi ekki verið uppi á sama tíma. Risaeðlur í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.