Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 76

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STJÓRNIR Húsasmiðjunnar hf. og Kaupáss hf. samþykktu í gær að veita stjórnarformönn- um og framkvæmdastjórum félaganna heimild til að hefja viðræður um hugsanlega samein- ingu félaganna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa óformlegar viðræður þó átt sér stað um nokkurra mánaða skeið. Jón Snorrason, stjórnarformaður Húsasmiðj- unnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að á næstunni yrði grundvöllur sameiningar félag- anna kannaður. Ætlunin væri að fyrirtækin rynnu saman í eitt ef viðræður leiddu til jákvæðrar niður- stöðu. Tímarammi viðræðnanna verður settur á næstu dögum. „Það eru álitnir felast í þessu hagræðing- armöguleikar og tækifæri til stærri og öflugri rekstrar,“ sagði Jón. „Sameinað fyrirtæki verð- ur áhættudreifðara i sínum rekstri. Fyrirtækin hafa kjarnastarfsemi og síðan ýmis sérvörusvið sem eru að nálgast sífellt meira. Sameinað félag mun hafa mun áhættudreifð- ari tekjugrunn, auk þess sem nútímaverslunar- rekstur er sífellt meira byggður á þekkingu og upplýsingatækni. Þar liggja margvísleg sam- legðartækifæri.“ Auknir sóknarmöguleikar Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins líta forsvarsmenn fyrirtækjanna svo á að með sam- einingu verði hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu og auka sóknarmöguleika fyrir- tækjanna beggja þar sem hvort þeirra um sig er með rekstur víða um land. Telja þeir að sér- vara Húsasmiðjunnar ætti að laða fleiri við- skiptavini að verslunum Kaupáss og öfugt. Húsasmiðjan hf. er að meirihluta í eigu af- komenda stofnanda fyrirtækisins, Jón Snorra- son og Sturla Snorrason eiga hvor um sig rúmt 21% og Sigurbjörg Snorradóttir á tæp 15%. Aðrir eiga 5% eða minna. Velta félagsins á sl. ári nam 7,9 milljörðum króna sem var 34% aukning frá fyrra ári og skilaði reksturinn 318 milljóna króna hagnaði það árið. Fyrirtækin Ískraft ehf., Byggingavörur ehf. og H.G. Guðjónsson ehf. voru sameinuð Húsa- smiðjunni í byrjun árs 2000 og Blómaval ehf. sameinaðist Húsasmiðjunni um mitt árið í fyrra. Þá fjárfesti félagið í þremur erlendum fyrirtækjum, timburframleiðslufyrirtæki í Eist- landi, glugga- og glerframleiðslufyrirtæki í Lettlandi og timbursölufyrirtæki, einnig í Lett- landi. Kaupás hf. var stofnað fyrir réttum tveimur árum með sameiningu þeirra fyrirtækja sem ráku verslanir Nóatúns, KÁ á Suðurlandi og 11-11. Kaupás er næststærsta verslanakeðja landsins á eftir Baugi með tæplega 30% mark- aðshlutdeild af matvörumarkaði. Þá á og rekur félagið verslanirnar Intersport og Húsgagna- höllina. Velta félagsins á síðasta ári nam 11,8 millj- örðum króna. Kaupás er að stærstum hluta í eigu EFA, sem á u.þ.b. 35%, og Landsbankans- Fjárfestingar hf., sem á um 20% hlut. Aðrir eiga 6% eða minna, þ.á m. ýmsir lífeyrissjóðir. Húsasmiðjan og Kaupás í sameiningarviðræðum THORBJØRN Jagland, utanrík- isráðherra Noregs, kom í stutta vinnuheimsókn til Íslands í gær og átti viðræður um sameiginleg hagsmunamál Noregs og Íslands við hinn íslenzka starfsbróður sinn, Halldór Ásgrímsson. Hér sjást ráðherrarnir, Halldór fremstur og Jagland næstur, bregða sér til sunds í Bláa lóninu að loknum vinnufundi þeirra. Evrópumál voru efst á baugi í viðræðunum. Á blaðamannafundi í Eldborg, upplýsinga- og ráð- stefnumiðstöð orkuvers Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, greindi Halldór frá því, að ráðherrarnir hefðu komið sér saman um „að setja okkar embættismenn í það á næstu tveimur mánuðum að fara yfir þau vandamál sem við finn- um að eru til staðar í sambandi við samskiptin við Evrópusam- bandið og þau vandamál sem eru því samhliða að reka EES- samninginn“. Ráðherrar allra EFTA-ríkjanna þriggja sem aðild eiga að Evr- ópska efnahagssvæðinu, Íslands, Noregs og Liechtenstein, myndu síðan ræða betur hvað gera skuli í þessum málum á fundi í Liecht- enstein í sumar. Jagland sagði Noreg og Ísland vera að flestu leyti í sömu stöðu í Evrópumálunum og mælti að- spurður með því að löndin yrðu enn betur samstiga en hingað til í stefnu sinni gagnvart Evrópusam- bandinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stilla saman strengi í Evrópumálum  Óljós framtíð EES/6 ATLANTSSKIP og Transatlantic Lines (TLL) munu ekki sjá um sjó- flutninga fyrir varnarliðið eftir mitt næsta ár ef marka má orð ónafn- greinds embættismanns hjá flutn- ingadeild Bandaríkjahers (US Milit- ary Traffic Management Command) í skipafréttablaðinu TradeWinds. Atlantsskip og TLL gerðu fyrir tveimur árum samning við Banda- ríkjaher um sjóflutningana og voru samningarnir til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára til viðbótar. Embættismaðurinn segir að vegna þrýstings frá íslensk- um og bandarískum stjórnvöldum og Eimskipafélagi Íslands verði samn- ingarnir ekki framlengdir heldur verði þeir boðnir út sumarið 2002. Þegar niðurstaða útboðsins varð ljós fyrir tveimur árum höfðuðu Eim- skip og Van Ommeren, sem höfðu sinnt flutningunum, mál gegn flutn- ingadeild Bandaríkjahers fyrir að semja við Transatlantic Lines og Atl- antsskip um flutningana, en félögin eru í eigu sömu aðila. M.a. þess vegna töldu kærendur að samningarnir fælu í sér brot á sjóflutningasamningi Ís- lands og Bandaríkjanna frá árinu 1986. Eimskip vann málið fyrir undir- rétti, en TLL og Atlantsskip áfrýjuðu málinu og unnu málið í áfrýjunarrétti. Eimskip ákvað að láta á það reyna hvort málið fengist tekið fyrir hjá Hæstarétti Bandaríkjanna, en réttur- inn hafnaði þeirri beiðni. Óheppilegt að blanda saman viðskiptum og stjórnmálum Embættismaðurinn, sem rætt var við í blaðinu TradeWinds, segir að flutningadeild hersins hafi fundið fyr- ir miklum þrýstingi vegna samnings- ins við Atlantsskip og TLL og segist hann hafa þurft að svara fjölda spurn- inga um málið bæði frá Pentagon eða bandaríska varnarmálaráðuneytinu og sínum yfirmanni. Að sögn embættismannsins er lík- legt að flutningadeild hersins muni gefa eftir og í stað þess að framlengja samninginn við Atlantsskip og TLL muni fara fram útboð á næsta ári. Hann segir að ef þetta verði raunin yrði það dapurleg niðurstaða enda óheppilegt að blanda viðskiptum og stjórnmálum saman. Líkur á að samningum verði sagt upp Alþjóðlegt skipafréttablað um sjóflutninga fyrir varnarliðið KINDURNAR sem börðu hjarnið í Mýrarhyrnu fyrir mánuði, og sagt var frá í Morgunblaðinu, eru nú úr helju heimtar. Þær birtust ofan við bæinn Mávahlíð, fannhvítar og mjóslegnar en virðast vel frískar. Þær hafa ekki verið handsamaðar en þær eru með vissu taldar í eigu Þorgerðar Jónsdóttur í Tungu. Er þarna komin ær á öðrum vetri sem í fyrrahaust hlaut nafnið Ísa- fold og er Peladóttir. Henni fylgir gimbur frá í fyrravor og önnur gimbur sem móðirin hrapaði frá. Eru þær allar geldar, því enginn var hrúturinn á fjallinu. Það þykir með hreinum ólík- indum að kindurnar skuli vera komnar niður í byggð. Þegar þær svo tóku sig upp hafa þær þurft að ganga miklar fannir efst á fjallinu áður en þær komust í haga að nýju og gátu farið að þoka sér heimleiðis. Kindurnar verða ekki teknar á hús því betra er talið fyrir þær að taka á móti vorgrösunum í hlíðinni. Kindurnar björguðu sér HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest þá niðurstöðu sam- keppnisráðs að Tryggingastofnun ríkisins hafi verið stætt á því að neita að ganga til samninga við sérfræð- inga í heimilislækningum, þótt stofn- unin hafi gert sérstaka samninga við aðra lækna. Félag íslenskra heimilis- lækna höfðaði mál gegn samkeppn- isráði og taldi að ákvörðun TR fæli í sér brot á samkeppnislögum þar sem um væri að ræða aðgangshindrun að markaðnum. Héraðsdómur taldi að heimilislæknar og sérfræðingar á öðrum sviðum læknisfræðinnar störfuðu ekki á sama markaði og ættu þar af leiðandi ekki í samkeppni sín á milli, þótt eðli málsins sam- kvæmt hljóti störf þeirra að skarast. Læknar hafa höfðað annað dóms- mál á grundvelli þess að lög brjóti gegn atvinnufrelsi þeirra. TR heimilt að hafna samningum  Starfa ekki/12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.