Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 28

Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 28
28 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG Arnarsdóttir leik-kona hefur verið búsett íBerlín í sjö ár. Ég hitti hanaá hverfiskaffihúsinu hennarí Kreuzberg og byrjaði á því að spyrja hvort hún hefði einhvern tíma velt því fyrir sér að á sama tíma og margir jafnaldrar hennar væru fyrst núna að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði að loknu námi hefði hún nú þegar, 28 ára gömul, starfað sem leikkona í tvo áratugi. „Veistu það, ég hef aldrei velt því neitt sér- staklega fyrir mér vegna þess að mér hefur aldrei dottið neitt annað í hug. Ég veit ekki hvort það er skortur á ímyndunarafli en þetta hefur alltaf verið það eina sem mig hefur langað að gera.“ – Þannig að þegar þú varst spurð að því sem krakki hvað þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir stór þá datt þér aldrei neitt annað í hug en að verða leikkona sem þú varst í raun þegar orðin. „Já, ég byrjaði að vinna fyrir mér og mínum þegar ég var sjö ára,“ segir Sólveig og hlær. „Ég man eftir að hafa setið æfingar og horft á sýningar á Skollaleik. Mér fannst pabbi (Arnar Jónsson) skelfilegur sem Þorleifur Kortsson. Ég fékk að vera mikið með foreldrum mínum og ég leit alltaf upp til þeirra sem listamanna. Auðvitað hefði ég stundum óskað þess að þau væru meira heima og hefðu meiri tíma, því að þau unnu mjög mikið. Ég hafði samt alltaf skilning á því að þetta var það sem þau vildu gera, það fylgdi starfinu. Þetta getur verið erf- itt fyrir lítinn krakka en þegar þau voru heima þá voru þau líka til staðar. Þau sofnuðu auðvitað stundum yfir bókunum þegar þau voru að lesa fyrir okkur á kvöldin en þetta var bara svo spennandi og margt að gerast. Gest- kvæmt, skemmtileg stemmning og mikið verið að ræða saman. Ég fékk að sitja með þeim á kvöldin með því skilyrði að ég steinþegði. Annars skilst mér að leikhúsið hafi verið eini staðurinn þar sem ég sat kyrr og þagði. Það hafa sagt mér gamlir leik- arar að ég hafi átt það til eftir æfingar að koma til þeirra og leiðrétta þá, benda þeim á að þeir hefðu farið rangt með textann, komið of seint inn eða ekki staðið á réttum stað.“ Þegar hér er komið sögu lætur hin glaðlynda Sólveig sér ekki nægja að hlæja á milli setninga heldur segir nú hlæjandi frá í orðsins fyllstu merk- ingu. „Þarna kemur þessi gjörsam- lega óþolandi fimm ára rauðhærða stelpa og segir: „Fyrirgefðu, manstu að mamma sagði…“ segir Sólveig áð- ur en hláturinn verður frásögninni yf- irsterkari. „Ég gerði þetta samt víst kurteislega,“ bætir Sólveig við, „og ekki beint til að trana mér fram held- ur frekar til að leikararnir gerðu bara eins og mamma (Þórhildur Þorleifs- dóttir) var búin að segja þeim.“ Ég á mig sjálf Ég minni Sólveigu á að hún hafi ekki aðeins verið byrjuð að leika sjö ára heldur jafnvel náð ákveðnum há- punkti 17 ára þegar hún lék aðalhlut- verkið í kvikmyndinni Inguló eftir Ás- dísi Thoroddsen (1991) og var valin besta leikkona á norrænu kvik- myndahátíðinni í Rouen í Frakklandi svo og á kvikmyndahátíðum í San Remo á Ítalíu og Troia í Portúgal. „Já, þetta er á vissan hátt alveg rétt. Ég man eftir því að ég var eins og písl á kvikmyndahátíðinni í Cann- es (þar sem Ingaló keppti til verð- launa). Þar fékk ég einhver tilboð en ég fann að mig langaði ekki, ég var ekki alveg tilbúin. Ég var auðvitað bara lítil stelpa og kunni ekkert inn á þetta kerfi. Eftir á að hyggja er ég mjög fegin að hafa ekki verið „upp- götvuð“ sautján ára. Hefði það gerst hefði ég líka misst af einu sem ég hefði alls ekki viljað missa af, sem er leiklistarnámið hér í Berlín. Eftir Inguló druslaðist ég til að klára stúd- entinn og í framhaldi af því lék ég í Evu Lunu. Þetta var mjög stórt hlut- verk, þrír og hálfur tími á sviði, og ég held að leikritið hafi verð sýnt yfir fimmtíu sinnum. Ég hafði alltaf ætlað mér að fara í leiklistarnám en það var í kjölfar þessa hlutverks sem ég tók endanlega ákvörðun. Mér var orðið ljóst að það sem ég hafði úr heima- húsum dygði ekki til og því þyrfti ég líka að læra eitthvað. Sjálfri finnst mér það vera ákveðinn hápunktur að hafa farið til Þýskalands og komist inn í þennan skóla.“ Ég spurði Sólveigu hvers vegna hún hafi kosið að fara í leiklistarnám erlendis. „Mig langaði ekki að fara í nám heima. Ég hafði leikið talsvert heima og orðin pínulítið þekkt, sem er nú ekki erfitt á Íslandi, og mig langaði einfaldlega að fara eitthvert allt ann- að og standa algjörlega á eigin fótum, fara utan þar sem ég væri hvorki með eigin fortíð né foreldra minna á bak- inu,“ segir Sólveig og byrjar að syngja Megas: „Ég á mig sjálf, ég á mig sjálf…“ „Helst af öllu hefði mig langað að fara til Rússlands eða Pól- lands þótt það hafi verið nánast óger- legt sökum tungumálsins. Síðan er ég reyndar lélegasti þýskunemi sem komið hefur úr MR og það mundu all- ir staðfesta, allir! Fólk hélt að þetta væri ótrúlega lélegur brandari þegar ég sagðist ætla til Berlínar. Ég fékk senda pappíra frá Leiklistarskóla Ernst Busch í Austur-Berlín og lýs- ingin á náminu samræmdist hug- myndum mínum um það hvernig kenna mætti leiklist, þannig að ég bara dreif mig. Síðan var þetta bara eins og gerist og gengur, maður vann á börum og reyndi að læra málið. Ég fór síðan í inntökuprófið þegar ég var búin að vera hér í rúmt ár og það gekk. Það voru allir búnir að segja við mig að ég ætti ekki að fara núna og bíða frekar í ár þar sem þýskan mín væri ekki orðin nógu góð. Umsækj- endur voru þrjú þúsund og síðan voru 28 teknir inn. Samt ákvað ég að láta á það reyna. Kannski var þetta bara kæruleysi og æsingur, enda er ég ekkert sérstaklega þolinmóð að eðl- isfari. Í inntökuprófinu þurftum við að leika þrjá texta í formi einræðu og einn þeirra var Salka Valka sem ég flutti fyrst á þýsku en var síðan spurð hvort ég gæti leikið þetta líka á ís- lensku þar sem þau skildu ekki alveg þýskuna mína,“ segir Sólveig og skellihlær. Ekki þýskar tilfinningar Ég spurði Sólveigu hvort leiklistin eigi sér alþjóðlegt tungumál eða hvort raunveruleikinn sé nær Meph- isto (1981) eftir Istvan Szabo þar sem Klaus Maria Brandauer túlkar leik- arann sem getur ekki hugsað sér að flýja Þýskaland nasismans með eig- inkonu sinni þar sem hann álítur móð- urmálið undirstöðuna í lífi sérhvers leikara. „Þau héldu klukkutíma fund um mig á meðan ég sat skjálfandi og sveitt í anddyrinu. Það sem þau ræddu sín á milli var nákvæmlega það sem þú nefnir enda skólinn þekktur fyrir að útskrifa nemendur sem tala rosalega flotta þýsku: „Er- um við leiklistarskóli? Og ef já, á þessi manneskja að komast inn? Eða erum við kannski bara að bjóða upp á tal- kennslu?“ Þetta var ekki auðveld ákvörðun en þegar ég var komin inn fékk ég mjög góðan framburðarkenn- ara og náði að lokum tökum á þýsk- unni. Þýskan er samt ekki mitt móð- urmál og tilfinningar mínar eru ekki á þýsku. Þegar ég les texta á þýsku er leiðin að persónunni oft lengri, krók- óttari og erfiðari en á íslensku. Ég man að einn prófessorinn sem var meðmæltur mér í inntökuprófinu sagði síðar við mig: „Ég kann að segja orðið blóm á nokkrum tungumálum en það kvikna aðeins myndir í huga mér þegar ég segi það á þýsku, t.d. akur með blómum, endurminning, ilmur eða ákveðið andrúmsloft. Þegar ég segi þetta orð á öðrum tungumál- um gerist ekkert.“ Fyrir útlending, sem ekki hefur þessa tilfinningu fyrir viðkomandi máli, getur þetta verið erfitt. Á sama tíma er mjög spenn- andi að þurfa að fara bakdyramegin inn, þurfa að rýna jafnvel enn betur í textann en Þjóðverjarnir.“ Sólveig er þá spurð hvort fimmtán ára reynsla af leiklist hafi vegið upp á Sólveig Arnarsdóttir leikkona í Berlín. Á miðvikudaginn var frumsýndi stærsti dreifingaraðili Þýskalands kvikmyndina „Be.angled“ með Sólveigu Arnarsdóttur í aðalhlutverki. Davíð Kristinsson ræddi við Sólveigu um feril hennar í Þýskalandi. Vildu heyra Sölku á íslensku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.