Morgunblaðið - 10.06.2001, Qupperneq 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
!" #$% & &'() %
*+ )$ ,
-.&/0 12
0 12
((( *3 % $ %4 *3 %
5$ 1*6.$ ,7 *%) $$ %)) 0 %)
, $189 *6:;6<$ ,;*6:8-.
HEDWIG KL. 20
Frumsýning fös 29/6 UPPSELT
Hádegisleikhús kl. 12
RÚM FYRIR EINN
fös 15/6 örfá sæti laus
fim 21/6 nokkur sæti laus
FEÐGAR Á FERÐ KL. 20
fim 14/6 nokkur sæti laus
fös 15/6 nokkur sæti laus
mið 20/6 UPPSELT
sun 24/6 nokkur sæti laus
Allar sýningar hefjast kl. 20.
Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og
frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í
síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða
530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 30. júní kl. 20- NOKKUR SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Í KVÖLD: Sun. 10. júní kl. 19 - ÖRFÁ
SÆTI
Fim 14. júní kl. 20 - UPPSELT
Fös 15. júní kl. 20 - UPPSELT
Lau 16. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 16. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI
Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní,
eftir sýningu flytur Ragnheiður
Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og
kynlífspistlahöfundur, erindi tengt
Píkusögum.
ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir
að sýningin hefst.
SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR.
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
3. hæðin
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette Á
DISKINUM
eru lög sem
hafa heyrst í
Fóst-
bræðraþátt-
unum,“ upplýsir Jón
Gnarr. „Þarna eru svona
smellir eins og lög Helga,
persónulega trúbadúrs-
ins, Júlla, Þriðjudags-
kvöld, og lag Mogo Jack-
et. Mikið af fínum lögum.
Hvað eru mörg lög á
diskinum?
„Það eru alveg ofsalega
mörg,“ svarar Sigurjón.
Af hverju ákváðuð þið
að gefa út disk?
„Við ákváðum það ekki,
það var útgáfufyr-
irtækið,“ svarar Jón.
Fyrst Ógleði,
svo Nefrennsli
„Það var bara kominn
tími til,“ segir Sigurjón.
„Það var búið að vera
mikið af tónlist í fyrri
seríunum og virtist vera
komið nóg í einn disk.
Þetta eru öll lögin sem
heyrst hafa í fyrstu fjór-
um Fóstbræðraseríun-
um.“
Hverjir semja lögin?
„Aðallega við Jón. Svo
eru nokkur lög sem við
semjum fleiri saman,“
svarar Sigurjón að
bragði. „Ég á eitthvað í
öllum lögunum. Við Jón
erum svolítið góðir í að
semja lög.“
„Sigurjón er tónlist-
armaður. Hann kann á
hljóðfæri,“ bætir Jón við.
„Hann var einu sinni í
mjög vinsælli hljómsveit
sem enginn man reyndar
eftir í dag. Ég var það
líka en það er öllum
gleymt.“
„Jón var í hljómsveit-
inni Nefrennsli,“ segir
Sigurjón.
„Já, ég var nú í Ógleði
líka áður en ég var í Nef-
rennsli,“ segir Jón til að
hafa staðreyndir á
hreinu.
Jón og Sigurjón eru
sammála um að diskurinn
sé að mörgu leyti end-
urkoma þeirra á sviði
tónlistarinnar.
Í fótspor Davíðs
Oddssonar
Nú er verið að sýna
fimmtu þáttaröðina með
Fóstbæðrum, er þetta sú
síðasta eða eruð þið rétt
að byrja?
„Það er alla vega ekki
líklegt að þetta verði síð-
asta serían,“ svarar Sig-
urjón.
„Svo ætlum við út í
stjórnmál,“ lýsir Jón yfir.
„Davíð Oddsson gerði
þetta. Hann var fyrst í
gríni og fór svo yfir í póli-
tík og það svínvirkaði.
Mig langar að feta í sömu
spor.“
Fær þjóðin þá að sjá
annan hvorn ykkar í for-
sætisráðherrastól í fram-
tíðinni?
„Ef þjóðin kýs það þá
stendur ekki á okkur. Við
erum alltaf til í að gera
eitthvað skemmtilegt,“
segir Jón.
Talið berst á ný að
geisladiskinum vænt-
anlega.
„Mér finnst þetta fínn
diskur og mjög fín lög.
Og nýja Fóstbræðraser-
ían finnst mér mjög góð,“
segir Jón.
„Já, þær eru bara mjög
góðar margar hverjar,“
samsinnir Sigurjón.
„Mér finnst þó leið-
inlegt hvað ég hef séð
litla umfjöllun um ser-
íuna, það er að segja
góða umfjöllun, mér er
nú alveg sama um hitt.
Mér finnst leiðinlegt hvað
við fáum lítið hrós,“ segir
Jón. „Ég sá í Dagblaðinu
um daginn að fólk var
spurt hvað það horfði á í
sjónvarpi og það sagði
enginn Fóstbræður. Fólk
var að væla eitthvað um
Friends.“
Leiðinlegt að eiga
ekki eigin skrifstofu
Jóni liggur mikið á
hjarta og hann heldur
áfram: „Svo finnst mér
rosalega leiðinlegt að við
séum stödd í reyk-
herberginu. Að við skul-
um ekki eiga okkar eigin
skrifstofu þegar blaða-
maður frá stærsta dag-
blaði landsins kemur og
tekur við okkur viðtal.
Jón Ólafsson sér ekki
sóma sinn í því að sjá til
þess að það sé hugsað vel
um okkur.“
„Það eru öfl hérna inn-
an útvarpsfélagsins sem
hafa tekið höndum saman
gegn okkur,“ upplýsir
Jón einnig. „Þeir eru
hræddir við okkur og
finnst eitthvað að okkur
eins og fólki finnst alltaf
um stórmenni. Fólk er til
dæmis alltaf að segja að
Stalín hafi verið svona og
hinsegin.“
Aðspurðir hvort þeir
vilji bæta einhverju við
yfirlýsingarnar hefur Jón
enn orðið fyrir þeim
félögum: „Ég veit að
framkvæmdastjóri Ís-
lenska útvarpsfélagsins
væri ekki sáttur með að
þurfa taka sín viðtöl inni í
reykherbergi og hvað
hefur hann gert fyndið
um ævina, ég bara spyr?“
Morgunblaðið/Arnaldur
Ætli nýja Fóstbræðra-platan verði gullplata? Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson.
„Við erum svolítið
góðir í að semja lög“
Næstkomandi þriðjudag kemur á
markaðinn geisladiskur með lögum
hinna sívinsælu Fóstbræðra. Af því til-
efni hitti Birta Björnsdóttir þá Sig-
urjón Kjartansson og Jón Gnarr í reyk-
herbergi Íslenska útvarpsfélagsins.
birta@mbl.is
HLJÓMDISKUR þessi, sem gefinn er út til
styrktar handknattleiksdeild Knattspyrnu-
félags Akureyrar, býr yfir nokkurri sérstöðu
hvað „íþróttaplötur“ varðar. Afráðið var, að
mörgu leyti blessunarlega, að sleppa því að
smala „strákunum“ saman og láta þá syngja
falskt í kór „áfram KA!, áfram KA! Við vinnum
þennan leik!“ eða eitthvað þvíumlíkt. Skemmti-
leg tilbreytni því þótt slíkar plötur búi óneit-
anlega yfir miklu spauggildi stinga þær jafnan
óþægilega í tóneyrun.
Hér er því komin tólf laga plata með safni
dægurlaga sem tengjast ekki íþróttum, hvað
lagasmíðar eður texta varðar. Eina tengingin er
áðurnefnd fjársöfnun.
Hvað um það. Fengnir voru margir hæfileika-
ríkir tónlistarmenn í Eyjafirðinum til að leggja
málstaðnum lið og þarna eru mættir menn eins
og Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein.
Þess má og geta að útvarpsmaðurinn vinsæli
Gestur Einar Jónasson aðstoðaði við lagaval.
Platan rennur notalega í gegn, útsetningar
flauelsmjúkar. Flutningur er í flestum tilfellum
ágætur, á stundum mjög góður en oft ekkert
sérstakur. Heildaráferðin er mjög jöfn og æði
ljúf, kannski helst að hún sé aðeins of ljúf og
missi þar af leiðandi marks – hljómurinn hálf líf-
vana er verst lætur. En hljóðfæraleikurinn sem
slíkur er til fyrirmyndar og gítarleikur t.a.m. í
góðu lagi og vel það. Kannske heldur of mikið af
hljóðgervlum þó.
Lítum á einstök lög.
Upphafslagið og um leið titillagið er eftir
þann ágæta höfund Magnús Eiríksson. Lagið er
nú fjarri að vera með hans bestu lagasmíðum en
annað lag hans hér, „Við arineld“, bætir þann
skaða að mestu.
Pálmi Gunnarsson er með okkar bestu og um
leið sérstæðustu söngvurum. Alltaf gaman að
heyra hann syngja en verst með lögin sem hon-
um er úthlutað. Hann ljær titillaginu barka sinn
og svo laginu „Það vex eitt blóm fyrir vestan“,
sem best væri að lýsa sem leiðinlegu. Perlan „Til
eru fræ“ er svo ágæta vel sungið af Michael Jón
Clarke en allur umbúnaður um það er ekki sér-
lega eftirminnilegur eða áhrifamikill. Söngvarar
plötunnar eru annars sigurvegararnir hér og vil
ég sérstaklega nefna þá Friðrik Ómar, Ingu Ey-
dal og Pétur Hallgrímson. Og svo auðvitað
Pálma.
Það sem stendur þó áberandi upp úr á plöt-
unni er framúrskarandi flutningur hinnar korn-
ungu Audrey Clarke á laginu „Óskaströnd“.
Kröftugt og blítt í senn – einstaklega fallegt og
eftirminnilegt.
Af lágpunktum liggur „Bréfið hennar Stínu“
lægst. Vel flutt af Herdísi Ármannsdóttur og
ekki við hana að sakast. En mikið er þetta ljóð
væmið og drellið. Hrútleiðinlegt og mér er alveg
sama þó það sé eftir Davíð Stefánsson!
Lokalagið er skemmtilegur stílbrjótur. Írsk-
skotið stuðlag sem lyftir brúnum farsællega,
svona undir endann. Plötuna hefði síður en svo
sakað ef fleiri lög af þessu tagi hefðu fengið að
fljóta með.
Umslagshönnunin er harla klén og beinlínis
fælandi. Þó þetta sé styrktardiskur og líklega
keyptur af Akureyringum; KA mönnum þá að
mestu leyti,líklega, hefði mátt vanda betur til
verka í þeim málunum.
Kostur þessa disks er að hann er dægiljúfur
og líður þægilega í gegn. Vankostir að áreitið er
oft það lítið að diskurinn rennur næstum fram
hjá manni án þess að maður taki eftir honum.
Hér er engin stórslys að finna, né einhverja
stórsnilld.
Alveg ágætt bara.
TÓNLIST
G e i s l a d i s k u r
Skref fyrir skref, safnskífa gefin út til styrkt-
ar handknattleiksdeild KA. Flytjendur eru
Audrey Clarke, Friðrik Ómar, Herdís Ár-
mannsdóttir, Inga Eydal, Jón Björnsson,
Michael Jón Clarke, Óskar Pétursson, Pálmi
Gunnarsson, PKK og Sigrún Arna Arngríms-
dóttir. Hljóðfæraleikur var í höndum Krist-
jáns Edelstein (gítar, hljómborð), Pálma
Gunnarssonar (bassi), Hauks Pálmasonar
(slagverk), Kjartans Valdemarssonar (píanó)
og Benedikts Brynleifssonar (trommur og
slagverk). Lög eiga t.d. Magnús Eiríksson,
Pálmi Gunnarsson og Guðmundur Árnason
en texta eiga m.a. Kristján frá Djúpalæk,
Steinn Steinarr og Davíð Stefánsson. Upp-
taka og hljóðblöndun var í höndum Kristjáns
Edelstein. Honum til aðstoðar voru Haukur
Pálmason og Pálmi Gunnarsson. 43,48 mín.
Handknattleiksdeild KA gefur út.
SKREF FYRIR SKREF
Öruggt og léttfætt
Morgunblaðið/Kristján
Pálmi
Gunn-
arsson
syngur
tvö lög á
plötunni.
Arnar Eggert Thoroddsen