Morgunblaðið - 10.06.2001, Qupperneq 55
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 55
Þrjár vikur á toppnum í USA.
NÝTT Í BÍÓ
Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna.
Sannkallað spæjaratilboð
hjá AMERICAN STYLE
Gegn framvísun bíómiða færð þú:
Ostborgara, franskar, sósu og kók á 495 kr.-
Tveimur fremstu njósnurum heims
hefur verið rænt og aðeins börnin
þeirra geta bjargað þeim!
„Bond mynd fyrir fjölskylduna“
H.K DV
A.I. MBL
Ó.H.T. RÁS 2
Af gefnu tilefni skal
það leiðrétt að
"Perluhöfn" er ekki
fyrsta myndin sem er
frumsýnd í öllum
landshlutum. Barna
og fjölskyldumyndin
Anastasia var
frumsýnd í öllum
landshlutum í apríl
1998. Anastasia er
því fyrsta myndin
sem er frumsýnd um
land allt.
Auglýsing
Kvikmyndahús
Leiðrétting
Hlutirnir gerast að nóttu til
(History Is Made At Night)
G a m a n s p e n n a
Leikstjórn Ikka Järvi-laturi. Aðal-
hlutverk Bill Pullman, Irena Jacob.
(95 mín.) Finnland 1999. Skífan.
Bönnuð innan 12 ára.
HÉR ER ein fyrir þá sem sækjast
eftir einhverju allt öðru en þeir eiga
að venjast. Finnsk mynd, leikstjór-
inn finnskur, sögu-
sviðið Helsinki en
leikaraliðið alþjóð-
legt. Sá frægasti,
Pullman, leikur
njósnara CIA í dul-
argervi djass-
klúbbseiganda.
Hann á í eldheitu
ástarsambandi við
rússneskan njósn-
ara (Jacob). Bæði eru þau orðin
hundleið á þessu eilífa pukri og þrá
ekkert heitara en að lifa eðlilegu lífi.
En babb kemur í bátinn þegar Hels-
inki verður allt í einu miðpunktur í
að virðist nýju köldu stríði milli aust-
urs og vesturs. Nú er barist um völd-
in yfir „augum himnanna“, gervi-
tunglunum, og turtildúfurnar átta
sig fyrst á að þær þjóna andstæðum
öflum.
Það verður ekki annað sagt en að
hér er á ferð alveg stórundarleg
mynd. Söguþráðurinn er afar flókinn
og langsóttur en skemmtilegur leik-
ur og einstaka hnyttin skot á kald-
astríðsbröltið heldur manni við efnið.
Fyrir djassáhugamenn skal að
lokum bent á að Courtney Pine á
tónlistina í myndinni og er hún
fyrsta flokks.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Laumuspil
í Helsinki
ROKKGREIFARNIR í Metallica
hafa ætíð borið hag hinna fjöl-
mörgu aðdáenda sinna fyrir
brjósti. En nú má segja að þeir
fari hamförum í alúðinni.
Eins og fylgjendur Napster-
óvina númer eitt vita þá yfirgaf
bassaleikarinn Jason Newsted
sveitina fyrir nokkru og hún því
bassaleikaralaus þessa dagana. En
þremenningarnir sem eftir eru
hafa séð sér þann leik á borð að
nota tækifærið til þess að uppfylla
draum æði margra. Þeir ætla
nefnilega að bjóða einhverjum
aðdáanda sínum að vera bassaleik-
ari sveitarinnar á einum tónleik-
um!
Um er að ræða einungis eina
tónleika, eða réttara sagt teiti,
sem haldið verður á heimaslóðum
sveitarmanna í San Francisco-borg
29. júlí næstkomandi. Tilefnið er
að fagna nýjum og betrumbættum
vef sem Metallica heldur sjálf úti.
Þeir unnendur sem skrá sig á
póstlista síðunnar fara í pottinn
sem síðan verður dregið úr við há-
tíðlega athöfn. Það verður síð-
an undir áhorfendum komið
hvort hinn heppni bassaleikari
fái að halda áfram að spila
eftir fyrsta lagið. Ef hann
þykir ekki nógu góður þá er
annar aðdáandi dreginn út og
svo koll af kolli þar til nægi-
lega góður bassaleikari er
fundinn til að klára tónleika-
dagskrána.
Sá sem fyrstur er dreginn
úr pottinum fær þar að auki
leiðsögn frá sveitarmönnum
um San Francisco og kvöld-
verð í þeirra félagsskap.
Ef þú telur þig slagfæran
bassaleikara og kannt að meta
Metallica þá væri ekki svo vit-
laust að demba sér inn á
www.metallica.com og kanna
málið nánar.
Kanntu á bassa?
Gætirðu hugsað þér að slappa af í sófanum með þeim þessum’
Metallica býður aðdáendum sínum einstakt tækifæri