Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
mojo
vegamótastíg 4 101 rvk
s: 562 5252
monroe
templarasundi 3 101 rvk
s: 562 6161
m o j o m o n r o e
m o j o m o n r o e
b j ó ð a m a g n e u o g m a r g r é t i v e l k o m n a r t i l s t a r f a
m a g n e a m a r g r é t
Umsóknarfrestur er til 20. júní
Snyrtiskóli Íslands
www.snyrting.is
sími 561 8677
hefst 20.
ágúst
FYRIR rúmum áratug varmikil gerjun í franskri dæg-urtónlist. Tónlist frá ýms-um heimshornum naut tals-
verðrar hylli, helst afrískt
tæknipopp eða alsírsk raitónlist, og
fram komu sveitir sem hrærðu
saman áhrifum úr öllum áttum
saman við franska kaffihúsatónlist.
Hér á landi þekktu margir til Mano
Negra og Les Negresses Vertes, en
síðarnefnda sveitin hélt eftirminni-
lega tónleika hér á landi fyrir ára-
tug. Les Negresses Vertes missti
flugið þegar höfuðpaur hennar lést
úr eiturlyfjaneyslu, en Mano Negra
leið undir lok eftir sögufræga tón-
leikaferð um Suður-Ameríku.
Starfsreglurnar bara tvær
Söngvarinn og lagasmiðurinn
Manu Chao, sem móðir hans nefndi
Oscar Tramor, stofnaði Mano
Negra með Tonio bróður sínum og
frændanum Santiago Casiriego.
Liðsmenn voru reyndar talsvert
fleiri og manna- og hljóðfæraskipan
nokkuð á reiki, enda sögðu þeir
Mano Negra menn eitt sinn að
starfsreglur sveitarinnar væru að-
eins tvær: 1. Það eru engar reglur
og öll tónlist jafnrétthá. 2. Bannað
sé að skipa sveitina góðum hljóð-
færaleikurum. Nafnið var valið eft-
ir leynifélagi stjórnleysingja. Á
fyrstu skífu sveitarinnar ægði öllu
saman, rokki, jassi, poppi, raitón-
list, þjóðlagatónlist, blús, hawaii-
tónlist og svo mætti lengi telja.
Tónlistina kölluðu þeir bræður
Patchanka, en heitið var reyndar
sótt í slangurnafn á billegri
spænskri balltónlist, en fyrsta skífa
Mano Negra, sem kom út 1988, hét
einmitt Patchanka.
Í upphafi er nefnd söguleg ferð
sveitarinnar til Suður-Ameríku, en
1992 hélt Mano Negra í tónleika-
ferð um Suður-Ameríku í skipi þar
sem búið var að innrétta tónleika-
stað í lest þess. Í lestinni spilaði svo
sveitin í öllum helstu hafnarborg-
um álfunnar í tæpt ár og fékk ekki
nóg, því 1993 sneru þeir félagar aft-
ur til Suður-Ameríku og héldu nú
með lest yfir þvera álfuna og
spiluðu ókeypis í öllum krumma-
skuðum á leiðinni. Getur nærri að
slík ferð var hin mesta mannraun
og þegar liðsmenn héldu loks heim
tóku menn sér gott frí nema Manu
Chao, sem flutti sig um set, settist
að á Spáni og stofnaði þar nýja
sveit, Radio Bemba Sound System.
Það kunnu aðrir Mano Negra-
menn lítt að meta og svo fór að báð-
ar sveitirnar leystust upp.
Í sirkus í Brasilíu
Segir fátt af öðrum liðsmönnum
Mano Negra upp frá því, en Manu
Chao ákvað að breyta til og hætta í
tónlist um sinn. Hann segist hafa
flust til Rio de Janeiro í Brasilíu og
farið að vinna í sirkus til þess að
losna úr tónlistinni um stund. „Ég
var þá búinn að fást við tónlist í
fimmtán ár samfleytt og langaði til
að prófa eitthvað annað. Það gekk
þó ekki betur en svo að eftir viku-
dvöl í Rio var ég kominn í hljóm-
sveit; tónlistin lét mig ekki í friði.“
Á næstu fjórum árum flakkaði
Manu Chao um Suður-Ameríku
með gítar og upptökutæki og tók
smám saman upp lagasafn sem
varð á endanum að plötunni Clan-
destino og kom út 1998. Segir sitt
um fjölbreytnina á Clandestino að
eitt lag söng hann á ensku, annað á
portúgölsku, tvö á frönsku og tólf á
spænsku. Sú plata seldist afskap-
lega vel, fór meðal annars í milljón
eintökum í Frakklandi einu sem
Sögumaður
af guðs náð
þykir mikið afrek,
en alls í tæpar
þrjár milljónir ein-
taka um heim allan.
Meðal annars seld-
ist platan mjög vel í
Suður-Ameríku, en
þeir sem þekkja vel
til þar í landi segja
að dreifing á plöt-
unni þar í álfu hafi
verið þriðjungi
meiri en salan, því
ólögleg fjölföldun á
snældum er alsiða.
Talsmaður
almúgans
Næstu þrjú ár á
eftir Clandestino
fóru í tónleikahald
og kynningarstarf
ýmiskonar, en
flesta tónleika hélt
Chao í ýmsum
löndum Suður-Am-
eríku, enda er hann
vinsælasti tónlist-
armaður álfunnar,
og þá aðallega
meðal lágt settra
sem líta á hann sem
frelsishetju og tals-
mann almúgans.
Hann segist og
hafa sótt mikinn
innblástur í ferðir
sínar um álfuna,
sem hafi komið sér
vel eftir að hann
tók að huga að
næstu plötu, Prox-
ima Estacion:
ESPERANZA,
sem kom út fyrir
stuttu.
Meðal annars
nefnir hann að
söngstíllinn hjá sér
hafi breyst svo við
það að dvelja um
tíma á hásléttum
Bólivíu að hann
hafi tekið plötuna
upp aftur meira og
minna þegar heim
var komið. Vinnu-
brögð við sjálfa upptökuna voru
reyndar öllu hefðbundnari en forð-
um, því hann vann plötuna að
mestu í hljóðveri, ólíkt Clandestino
sem var tekin upp á ferð og flugi
eins og áður er getið. Ræður mestu
að Chao settist að í Barcelona fyrir
tveimur árum og kom sér upp
hljóðveri, þar sem hann tók plötuna
nýju upp, en að sögn eru lögin sam-
sett úr óteljandi hugmyndum og að
sögn taka þau oft stakkaskiptum
milli daga í meðförum Chaos og Re-
naud Letang, sem hefur verið helsti
aðstoðarmaður hans í upptökumál-
um.
Fjölsnærður sem forðum
Á Proxima Estacion: ESPER-
ANZA er Manu Chao fjölsnærður
sem forðum; eitt lag er á frönsku,
annað á portúgölsku, eitt á arab-
ísku, níu á spænsku, tvö á portú-
spænsku, þ.e. blöndu af portú-
gölsku og spænsku sem notuð er í
héruðunum við landamæri Spánar
og Portúgals og loks eitt lag þar
sem öllum tungumálunum er hrært
saman. Að sögn Chaos gerðu tíðar
ferðir til Suður-Ameríku honum
einmitt kleift að skapa sér nýjan
stíl og jafn fjölskrúðugan og raun
ber vitni; að losna við reglur og siði
sem honum voru innprentaðir sem
tónlistarmaður heima í Frakklandi.
„Í Mano Negra treystum við á
hljóðkerfi, mixerborð og hátækni
til að geta verið tónlistarmenn.
Þegar ég kom aftur á móti einn til
Suður-Ameríku var ekkert af þessu
tiltækt; ég þurfti að byrja upp á
nýtt og gleyma því sem ég kunni.
Þannig varð Clandestino til, uppúr
lögum sem ég ætlaði að vinna með
hljómsveit en þurfti að snara í þann
búning að ég gæti flutt þau einn í
búllu á bökkum Amazon og komist
skammlaust frá því; sem spuni á
staðnum eftir því sem stemmningin
kallaði á. Ég er ekkert sérstakur
söngvari, en með því að treysta á
sjálfan mig og gítarinn lærði ég að
vera sögumaður og það skiptir
mestu máli, að geta sagt sögur
þeirra sem ekki geta það sjálfir.“
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Síðustu ár hafa æ fleiri látið sig litlu varða þá
hólfaskiptingu sem tíðkast hefur í tónlist. Þannig
hræra menn nú saman tónlistarstefnum frá ólík-
um heimshornum, Ameríku, Afríku, Evrópu og
Asíu, og til verður alþjóðleg taktsúpa, bragðmikil
og sterk. Fransk-spænski tónlistarmaðurinn Manu
Chao sendi nýverið frá sér skífu þar sem hann fer á
kostum í menningarlegri fjölbragðaglímu.