Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 6
Mikinn reyk lagði frá Strýtu fyrst eftir að eldurinn kom upp á laugardagskvöldið og lagði reykinn raunar langt inn Eyjafjörð. Myndin er tekin úr Vaðlaheiði austan Akureyrar. Séð inn í austari frystigeymsluna sem verst fór í brunanum í Strýtu á Akureyri á laug- ardagskvöldið. Í geymslunni voru hátt í 300 tonn af óunninni rækju ásamt öðru hráefni. Knutsen, varðstjóri hjá slökkviliðinu sem var með þeim fyrstu á staðinn, sagði geysimikinn eld og þykkan reyk hafa blasað við slökkviliðinu þegar það kom, „og það var ótrúlegt hve eldurinn og reykurinn náðu að magnast hratt,“ sagði hann við Morgunblaðið. Fjórir menn eru á vakt hjá Slökkviliðinu á Akureyri í einu. Þeir fóru rakleiðis á brunastað en Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, sagði ekki hafa verið nægan mann- skap á staðnum í upphafi til að sækja vatn í sjóinn og talsvert hefði þurft að hafa fyrir því að ná í vatn. „Það eru 200 metrar í fyrsta brunahanann og 400 metrar í þann næsta og það tekur talsverðan tíma að leggja slöngurnar. Seinna fórum við með tvær dælur niður að sjó en það tók sinn tíma að koma þeim í gang. En ég tel að við höfum unnið vel að ná að hemja eldinn svona vel.“ Niðurlögum eldsins var ráðið á rúmri klukkustund. Aðeins eru um 30 metrar frá þeim stað þar sem eldurinn kom upp og að olíutönkum á athafnasvæði Essó. Jón Knutsen sagði næsta tank við eldinn sem betur fer hafa verið fullan af bensíni, en það vissu slökkviliðs- menn að vísu ekki fyrr en mesta hættan var liðin hjá. „Hefði tankur- inn verið hálftómur hefði hann hitn- að mun fyrr, þrýstilokar getað opn- ast og þá hefðum við ekki verið í góðum málum vegna þess að neista- flugið stóð beint í áttina að honum.“ En menn á vettvangi voru engu að síður sammála um að norðan hafgol- an hefði komið sér vel að þessu sinni. Slökkviliðsstjóri sagði verulegar lík- ur á því að mun verr hefði farið hefði vindátt verið önnur og Aðalsteinn Helgason tók í sama streng. „Hefði ekki verið norðangola þá væri húsið allt farið. Hafgolan bjargaði húsinu,“ sagði hann við Morgunblaðið á vett- vangi á laugardagskvöldið, skömmu eftir að slökkviliðið hafði náð tökum á eldinum. Hátt í 300 tonn af óunninni rækju var í austari frystigeymslunni, sem brann til kaldra kola, og gjöreyði- lagðist rækjan vitaskuld. Útflutn- ingsverðmæti þessa hefði líklega orðið um 50 milljónir króna. Talsvert af laxi var einnig í geymslu í frystiklefanum, svo og nokkuð af þorski og karfa. Um 50 manns vinna nú í rækju- vinnslu Samherja, en unnið er í 16 klukkustundir á sólarhring um þess- ar mundir, á tveimur 25 manna vökt- um. ALLT BENDIR til þess, að sögn Daníels Snorrason- ar, lögreglufulltrúa hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, að kviknað hafi í af mannavöldum þegar tugmilljónatjón varð í Strýtu, landvinnslu Sam- herja hf. á Akureyri, á laugardagskvöldið. Þrátt fyrir eldsvoðann var rækjuvinnsla í fullum gangi í gær. Fersk rækja barst til fyrirtækisins fyrir helgi og von er á meiri rækju til vinnslu í vikunni. Eldur kom upp í plast- kössum, plastkerjum og trépöllum austan við hús- næði Strýtu og barst þaðan í húsið með þeim afleiðing- um að einn frystiklefi gjör- eyðilagðist, mikill reykur komst í annan en verk- smiðjuhúsið sjálft slapp, þó litlu hafi mátt muna, að sögn Aðalsteins Helgason- ar, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, sem sýndi blaðamanni aðstæður þar í gær. „Þarna er ekkert raf- magn eða neitt annað sem gæti komið eldi af stað þannig að allt bendir til þess að hann hafi kviknað af manna völdum. En meira get ég ekki sagt að svo stöddu. Málið er í rannsókn,“ sagði Daníel Snorrason við Morgunblaðið í gær. Fulltrúar Tryggingamiðstöðvarinnar, trygg- ingafélags Samherja, hafa einnig skoðað aðstæður en of snemmt er að segja til um hve mikið tjón er að ræða. 400 tonnum af fullunninni og pakkaðri rækju var bjargað úr stærri frystiklefanum, á meðan slökkviliðið barðist við eldinn. Afurð- unum var komið fyrir í frystigámum hér og þar á Akureyri og á Sval- barðseyri. Vonast er til að þær séu óskemmdar en það kemur ekki end- anlega í ljós fyrr en seinna í vikunni eftir að þær hafa verið rannsakaðar nákvæmlega. Tilkynnt var um eldinn til Slökkvi- liðsins á Akureyri kl. 18.49 á laug- ardagskvöld og var það komið á stað- inn um þremur mínútum síðar. Jón „Hafgolan bjargaði húsinu“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gríðarlegur hiti var í húsnæði Strýtu á meðan slökkviliðsmenn Slökkviliðsins á Akureyri börðust við eldinn á laugardagskvöld. Hér sprautar einn þeirra á eldinn en lítur undan um stund vegna hitans. Akureyri. Morgunblaðið. Rækjuvinnsla hafin á ný í Strýtu eftir tugmilljónatjón í brunanum á laugardagskvöldið Rækja fór hratt um færibönd í Strýtu í gærmorgun, eins og ekkert hefði í skorist, og starfsstúlkur fylgdust grannt með öllu. FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.