Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRUNNSKÓLA Borgarness var slitið á hefðbundinn hátt föstu- daginn 31. maí. Nemendur í 1. til 9. bekk mættu klukkan tvö og fengu vitnisburð sinn afhentan við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu. 10. bekkur var út- skrifaður sérstaklega klukkan fimm og fór útskriftin fram á Hót- el Borgarnesi. Umsjónarkennarar rifjuðu upp ýmislegt skondið frá liðinni tíð og sýnd voru myndbönd af nem- endum frá yngri árum. Fulltrúar foreldra og nemenda ávörpuðu gesti og skólastjóri kvaddi ár- ganginn. Rotary klúbbur Borg- arness hefur um árabil undirbúið og skipulagt starfskynningu fyrir 10. bekk að vori. Nemendur hafa síðan kynnt þau fyrirtæki sem þau heimsóttu á Rotary fundi, og fengið viðurkenningar á skólaslit- um fyrir bestu kynningarnar. Í ár voru það Arndís Huld Hákon- ardóttir, Tinna Kristinsdóttir og Kristín Heba Gísladóttir sem urðu hlutskarpastar fyrir verkefni sitt um heimsókn í Viðskiptaháskól- ann á Bifröst. Nemendur í 10. bekk fengu við- urkenningu fyrir góðan náms- árangur. Tinna Kristinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir einkunn- ir úr þremur samræmdum próf- um, íslensku, ensku og dönsku, Soffía Helgadóttir fékk við- urkenningu fyrir dönsku og Jó- hannes Guðbrandsson hélt uppi heiðri strákanna og fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Foreldrar buðu í lokin upp á myndarlegt kaffihlaðborð. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Kristín Heba Gísladóttir, Tinna Kristinsdóttir, Arndís Huld Hákonardóttir, Þórhildur Kristín Bachmann og Anna Margrét Ragnarsdóttir fengu verðlaun frá Rotary. Skólaslit grunn- skólans í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Soffía Helgadóttir, Tinna Kristinsdóttir og Jóhannes Guðbrandsson fengu verðlaun fyrir bestan námsárangur. Borgarnes ÁRLEG veiting viðurkenninga Framfarafélags Fljótsdalshéraðs og Landsbanka Íslands hf. fór nýlega fram í Skriðuklaustri. Viðurkenning er veitt aðilum sem hafa verið nokk- urs konar framfarasinnuð leiðar- hnoð á Héraði undanfarið ár og þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði með dugnaði, einstaklings- framtaki og á þann hátt sem verð- skuldar athygli. Fjórir aðilar hlutu tilnefningu að þessu sinni en það voru Aðalsteinn Hákonarson, Davíð Jóhannesson, Jón Guðmundsson og Björgunar- sveitin Hérað. Aðalsteinn hlaut viðurkenningu fyrir nýsköpun í atvinnumálum en hann átti hugmyndina að því að setja á stofn söluskrifstofu fyrir Fróða hf. eystra. Hafa nú milli 15 og 25 manns kvöldvinnu við síma- sölu sem annars væri framkvæmd frá höfuðborgarsvæðinu. Davíð Jóhannesson gullsmiður fékk viðurkenningu fyrir varðveislu og útbreiðslu gamals handbragðs við smíði silfurvíravirkis sem eink- um er notað við íslenska þjóðbún- inginn. Þá fékk Jón Guðmundsson kenn- ari og skáld viðurkenningu fyrir öt- ult starf að æskulýðs-, lista- og menningarmálum. Jón er tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Austur- Héraðs og hefur sett sterkan svip á tónlistarlíf og leikhús á Héraði. Þá iðkar hann skáldskap og myndlist meðfram öðrum störfum sínum. Einnig var Björgunarsveitinni Héraði veitt viðurkenning fyrir einkar öflugt uppbyggingarstarf í þágu slysavarna á Héraði og ná- grenni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og Landsbankinn veittu forkólfum á Héraði viðurkenningu á dögunum. Jón Guðmundsson, Stefán Sveinsson, Aðalsteinn Hákonarson og Guðlaug B. Bjarnþórsdóttir sem tók við við- urkenningu fyrir hönd Davíðs Jóhannessonar. Framfarafélag útnefnir forkólfa ársins Egilsstaðir KRISTJÁN Karlsson, vörubíl- stjóri á Djúpavogi, var heldur en ekki hissa þegar hann leit undir vélarhlíf bifreiðar sinnar morgun einn fyrir skemmstu. Kom þar í ljós þrastarhreiður með fjórum eggjum. Vörubifreiðin hafði staðið óhreyfð í skamman tíma og nýttist sá tími þrestinum vel til hreiður- gerðar. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Hreiðurgerð í vörubíl Djúpivogur ÁRLEGA er haldinn sérstakur hjóladagur í leikskólanum á Flúð- um. Þá koma allir krakkar með hjólin sín og þá er líf og fjör sem endranær. Hér sést hluti leik- skólakrakkanna sem stilltu sér upp fyrir fréttaritara til mynda- töku. Hjólað á Hjóla- daginn Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hrunamannahreppur FLÓRGOÐINN er talinn sjald- gæfur fugl á Íslandi nema á norð- austanverðu landinu og í Skaga- firði. Hvergi er hann eins algengur og á Mývatni og nágrenni þess segir í bókinni Fuglar Íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson. Vitað er um nokkur flórgoðapör í A-Húna- vatnssýslu og er Vatnsdalurinn of- arlega á vinsældalistanum. Þessi flórgoði hefur fundið sér dvalar- stað í seftjörn rétt vestan við ein- breiða brúna yfir Hnausakvísl (Vatnsdalsá) alveg við þjóðveg 1. Í þessari sömu seftjörn hefur álf- tapar einnig gert sér hreiður sem er mjög sýnilegt frá þjóðvegi 1. Þó er sá munur á hreiðurgerð þessara fuglategunda að hreiður flórgoð- ans flýtur og fylgir vatnshæðinni en álftin hefur traustar undirstöð- ur undir dyngju sinni A-Húnavatnssýsla Flórgoði í alfaraleið Blönduós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.