Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GREIN sinni, ,,Efasemdir um ávinn- ing Kárahnjúkavirkj- unar“ er birtist í Morgunblaðinu þann 24. maí sl. kemst Ólafur F. Magnússon, forsvarsmaður Um- hverfisvina, borgar- fulltrúi og læknir, að nokkrum furðulegum niðurstöðum sem ég tel ærið tilefni að svara. Reynir Ólafur F. að sverta mjög fyr- irhugaðar fram- kvæmdir við Kára- hnjúka og álver við Reyðarfjörð, án þess að færa fyrir máli sínu nægjanlega sannfærandi rök. Milljarðar tapast, milljarðar skapast? Í grein sinni segir Ólafur F. að vissulega sé fjallað um umhverf- isáhrif Kárahnjúkavirkjunar, í ný- útkomnu umhverfismati Lands- virkjunar, en hvergi sé ritað um þá tugi milljarða króna sem tapist við umhverfisspjöll á framkvæmda- svæðinu. Öllum er ljóst að aðgerðin verð- ur aldrei náttúruvæn, það er eðli slíkra framkvæmda, en lagt hefur verið í mikla vinnu til að tryggt sé að virkjunin rísi með sem hag- kvæmustum hætti út frá umhverf- islegum sjónarmiðum. Austfirðing- ar, öðrum fremur, vilja kappkosta að umhverfisrask verði í lágmarki. Tengsl þeirra við eigin náttúru eru sterk; síst minni en Ólafs F. og umhverfiskunningja hans. Því lögðu forustumenn fjórðungsins mikla áherslu á að vandað væri til mats á umhverfisáhrifum fram- kvæmda við Kárahnjúka til að skerða sem minnst náttúrufjár- sjóði okkar. Ólafur talar í grein sinni um milljarðana sem tapast. En hvað með milljarðana sem skapast? Í skýrslunni segir: ,,Landsframleiðsla eykst um 8 til 15 milljarða króna á ári. Útflutningstekjur landsmanna aukast um 14%. Aukin efna- hagsumsvif á Austur- landi. Aukin atvinna í landinu, einkum á Austurlandi.“ Að þessari niður- stöðu komast skýrslu- höfundar eftir viða- mikla vinnu sína. Ólafur F. með sínum óhaldbæru rökum, dregur allt slíkt í efa og er reyndar búinn að ná öllu í tap! Og skringilegra verður það Önnur af niðurstöðum Ólafs F. vekur að sama skapi furðu: ,,Ál- verið mun ekki stöðva fólksflótt- ann til höfuðborgarsvæðisins, en ásýnd Austurlands verður önnur en nú, þar sem vatnafari hefur verið umturnað frá jöklum til sjáv- ar og stór tollur tekinn af fegurð og lífríki hálendisins“. Nokkuð fast kveður Ólafur F. hér að orði, í ljósi þess að rannsóknir sýna að fólks- fjölgun í fjórðungnum hefur verið áætluð um 3.000 íbúar, ef virkjun og álver rísa. Það þykir kannski ekki ýkja mikið í hans eigin kjör- dæmi en hvað austurhornið áhrær- ir hefði slík fjölgun mikið að segja. Í nýrri skoðanakönnun, er gerð var meðal brottfluttra Austfirð- inga, kemur í ljós að drjúgur hluti þeirra bíður eftir atvinnutækifær- um til að flytjast aftur heim. Að sökkva 925 ferkílómetra svæði, uppi á hálendinu, og nýta sem uppistöðulón, lýsir Ólafur F. sem slíku umhverfisslysi að ásýnd alls Austurlands, er telur 25.000 ferkílómetra, muni bera af óbæt- anlegan skaða til ómunatíðar – þó er svæðið aðeins um 3% af heildar- landsvæði fjórðungsins! Ólafur F. – læknir eða umhverfissiðapostuli? Alvarlegust er þó athugasemd Ólafs F. um áhrif álvers við Reyð- arfjörð. Telur hann að vegna ,,staðviðris“ í Reyðarfirði muni verksmiðjan spúa út mengun- arskýi sem leggist yfir íbúa fjórð- ungsins og valdi ómældu tjóni í framtíðinni. Slíkt telur hann hvorki vera vandamál við Grund- artanga né Straumsvík. Þar sé nægjanlega vindasamt til að feykja allri mengun burt. Nefnir hann nokkra sjúkdóma, þar á meðal krabbamein, sem hugsanlega fylgi- fiska álversins við Reyðarfjörð. Aðrir minni sjúkdómar verði ert- ing í öndunarfærum og augum. Nefnir Ólafur F. engin dæmi máli sínu til fulltingis. Engar innlendar eða erlendar rannsóknir á sam- bærilegum aðstæðum, ekkert hald- bært nema – ,,því má ætla“! Í norsku bæjunum Sunndal og Aardal standa álver umlukin meira 1.000 m háum fjöllum. Rannsóknir er gerðar hafa verið á þessum stöðum (nokkuð víðfemari en rann- sóknir Ólafs F.) sýna að mengun frá álverunum hefur ekki haft áhrif á íbúana. Í Sunndal standa verslunarmiðstöð, ráðhús, hótel bæjarins og álver, hlið við hlið, við aðalgötu bæjarins. Álver við Reyð- arfjörð yrði hinsvegar í 6 km fjar- lægð frá næsta þéttbýli. Kafli 11. umhverfismatsskýrslu Reyðaráls nefnist: ,,Útblástur frá álverinu á rekstrartíma.“ Er þar vel farið yfir þau atriði er mengunarmálin varða og hvet ég Ólaf F. að taka sér góð- an tíma til og lesa þann kafla vel. Öfgar göfga ei Það er alvarlegt þegar órök- studdar og öfgafullar kenningar af þessu tagi líta dagsljósið. Hlýtur Ólafur F. að sjá að klínískur hræðsluáróður hans verður hjákát- legur vegna tengsla hans við Um- hverfisvini og krossferðar þeirra gegn fyrirhuguðum framkvæmd- um. Ljótt er þegar gripið er til slíkra meðala til að helga málstað- inn Ólafur F! Margt fleira má tína til í óvand- aðri grein Ólafs F. um efasemdir hans um ávinning Kárahnjúka- virkjunar og álvers við Reyðar- fjörð, en ég læt það ógert. Rök- semdafærsla hans dæmir sig sjálf. Vona ég að Ólafur F. sjái sér fært að taka sér meiri og betri tíma til að kynna sér einhver af þeim já- kvæðu áhrifum sem Kárahnjúka- virkjun og álver við Reyðarfjörð kunna að skapa. Getur hann þá vonandi myndað sér yfirvegaðri skoðun á málinu í heild sinni en ekki hent fram ófullnægjandi kenningum í nafni umhverfis- verndar og læknavísinda. Maðurinn þarf að lifa af landinu en um leið í sátt við landið. Það skilur Ólafur F. áreiðanlega. Alla- vega er hann ekki upp á kant við þær virkjanir er knýja efnahag hans eigin kjördæmis. Um Kárahnjúka, álver og Ólaf F. Elfar Aðalsteinsson Höfundur er forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Austfirðir Rannsóknir sýna, segir Elfar Aðalsteinsson, að fólksfjölgun í fjórð- ungnum er áætluð um 3.000 íbúar ef virkjun og álver rísa. TILHNEIGING Evrókrata til að rekja upphaf Evrópumark- aðshyggjunnar frá stofnun Kola- og stál- sambandsins 1951 byggist á þeirri fölsun, að strikaðir eru út nokkrir mikilvægir undirstöðuþættir þró- unarinnar. Grunnurinn að efna- hagssamstarfinu var lagður með gjafmildi og rausnarskap Bandaríkjanna með Marshallaðstoðinni. Tengja átti saman hagsmuni ríkjanna með sem víðtæk- ustu efnahagssamstarfi. Á árinu 1948 var Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC) stofnuð til þess að veita efnahagsaðstoðinni viðtöku og skipuleggja hagnýtingu hennar til endurreisnar í álfunni á grundvelli síaukins viðskiptafrelsis og frjálsra gjaldeyrisviðskipta. Stofnunin var endurskipulögð 1961 sem Efnahags- samvinnu- og framfarastofnunin (OECD) með það að meginmark- miði að vinna að aukinni efnahags- samvinnu og frjálsri milliríkjaversl- un. Á þessum grunni risu tvær ólíkar stofnanir. Fyrst, Efnahagsbanda- lagið, EB, sem starfað hefur í breyttum myndum og undir breytt- um nöfnum síðan í ársbyrjun 1958, en inn í það rann í upphafi Kola- og stálsambandið frá 1951. Í öðru lagi, Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), sem starfað hefur síðan 1960 og við átt aðild að síðan 1970. EB (nú ESB) er og hefur alltaf verið afbrigðilegt fríverslunar- bandalag, af því að það er og hefur alltaf verið yfirþjóðlegt tolla-, styrkja- og öðrum þræði hafta- bandalag með pólitísk markmið. Það hefur krafist fullveldisafsals af að- ildarríkjunum á samningssviðinu. Það, en ekki einstök aðildaríki, gerir t.d. tolla- og viðskiptasamninga, og það gerir líka samninga fyrir þau á sviði sjávarútvegsmála. EFTA er aftur á móti og hefur alltaf verið hreint fríverslunar- bandalag, sem virðir fullveldi aðild- arríkjanna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra til samninga við önnur ríki. Ekkert aðildarríki er bundið af ein- stökum samþykktum nema það samþykki þær sjálft. Við gerðumst aukaaðilar að „hinu almenna samkomulagi um tolla og viðskipti“ (GATT) 1964, en fullgildir aðilar 1968. Árið 1995 var á grunni GATT stofnuð Alþjóðavið- skiptastofnun SÞ og eigum við nú ásamt 132 ríkjum aðild að henni. Markmið stofn- unarinnar er m.a. að vinna að frjálsum milli- ríkjaviðskiptum og af- námi verndartolla. Könnun á sjöunda áratugnum sýndi, að við ættum samleið með frjálsum fríverslunar- samtökum fremur en yfirþjóðlegum tolla- styrkja og haftasam- tökum EB (nú ESB). Að bestu manna yfirsýn höfnuðum við þá hafta- og reglugerðafargani Evr- ópusambandsins en gerðumst aðilar að EFTA 1970 og höfum verið það síðan í ölduróti mikilla breytinga. Í dag er ekkert, sem bendir til þess, að röng ákvörðun hafi verið tekin 1970. Þvert á móti hafa tíminn og reynslan sannað, að okkar bestu hagsmunum var þjónað með því að hafna EB (nú ESB) en velja frí- verslun með EFTA. Nái Alþjóðaviðskiptastofnun SÞ tilgangi sínum, sem líklegt má telja, mun hún starfa á heimsvísu á líkum nótum fríverslunar og EFTA hefur gert. Allt bendir til þess, að fríversl- unarsamtök Ameríkuríkja, sem eru í mótun, muni gera það líka. Einnig fjölgar stöðugt fríverslunarsamn- ingum EFTA við einstök ríki. Með tímanum gætu öll milliríkjaviðskipti byggst á tollfrjálsri fríverslun. Þá gætu yfirþjóðleg svæðasam- tök, eins og ESB, með fullveldis- skerðandi laga- og reglugerðafarg- ani og kostnaðarsama yfirbyggingu orðið óþörf og gufað upp. Fríverslun eða full- veldisskerðandi reglugerðafargan? Hannes Jónsson Höfundur er félagsfræðingur og fv. sendiherra. Evrópumarkaður Tíminn og reynslan hafa sannað, segir Hannes Jónsson, að okkar bestu hagsmunum var þjónað með því að hafna EB (nú ESB) en velja frí- verslun með EFTA. ÞAÐ vakti athygli mína að heyra Valdísi Jónsdóttur, master í talmeinafræði, segja frá niðurstöðum og rannsóknum á radd- heilsu kennara og hvort notkun hátal- arakerfis við kennlu væri ódýr leið til að bæta námsárangur barna í skólum. Valdís segir frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis á raddheilsu kennara. Þar kemur fram að 50–90% af kennurum þjást af einkennum sem rekja má til mis- beitingar og ofreynslu á rödd. Ein af afleiðingunum getur verið sú að röddin verður óþægileg áheyrnar og skv. rannsókn meðal unglinga kom í ljós að ef þeim líkaði ekki rödd þess sem þau heyrðu í dæmdu þau hann leiðinlegan. Það aftur á móti getur leitt til agavandamála innan bekkjarins. Hún bendir á að í mörgum rannsóknum er hljómburður í kennslustofum léleg- ur, einnig að mikill hávaði getur myndast við kennslu, þannig að kennari verður að hækka röddina svo börnin heyri. Eftir því sem tal þarf að fara í gegnum meiri hávaða, því verr skilst það. Hækki kvenmannsrödd upp fyrir visst mark fellur hún inn í hávaðann sem er fyrir og skilst því ekki. Það eitt og sér er mikið umhugsunarefni, þar sem mikill meirihluti kennara á Íslandi er konur. Við könnun á hlustunargetu barna kom í ljós að börn með eðli- lega heyrn skilja aðeins 95% af orðum kennarans, sitji þau fremst í skólastofunni, 71% í 12 feta fjar- lægð (fyrir miðju) og einungis 60% í 24 feta fjarlægð (aftast). Hlutfallslega eiga 8–10% nem- enda við námsörðugleika að stríða. Þessi börn þurfa enn betri skilyrði til að heyra en aðrir. Einnig hefur verið sýnt fram á að 25–30% yngstu barna í skóla- kerfinu geti verið með tímabundna heyrnardeyfu af völdum eyrna- bólgu (Leventhall, 1998). Í Mbl. 16. des. 2000 benti prófessor Ray Hull við Wichita-ríkisháskólann í Bandaríkjunum á að 75% af fram- haldsskólanemun hefðu forstigs- einkenni viðvarandi heyrnardeyfu. Valdís bendir á að stórar skóla- stofur og fjölmennir bekkir eru komnir til að vera, en bæta má ástandið með því að hanna skóla- húsnæði með tilliti til þess að fá sem bestan hljómburð. Að kenn- arar fái fræðslu um heilsufræði raddar og hvernig þeir geti beitt röddinni án þess að þreytast. Raddveilur sem stafa af misbeit- ingu raddar er nær undantekn- ingalaust hægt að laga. Að kenn- urum sé hjálpað með aðstoð talmeinafræðings, í stað þess að brottfall verði úr atvinnugreininni (meðalstarfsaldur kennara er ein- ungis um 11 ár), og að nota þráð- laust hljóðkerfi í skólastofum. Í nýlegri könnun sem Valdís stóð fyrir kemur fram að magn- arakerfi dregur úr álagi á rödd kennarans og yfir 95% barnanna sögðust heyra betur til hans. Ýmsir skólar hafa nýtt sér magnarakefi við kennslu þar sem eru stórir salir og hefur það gefið góða raun. Samkvæmt upplýsing- um frá Valdísi er kostnaður á við- unandi búnaði, sem samanstendur af hátalara (á stærð við skókassa, Anchor 100N), barmmíkrófóni, sendi og móttakara, á bilinu 65.000 kr. til 90.000 kr. Það er ekki spurning að til lengri tíma litið mun þessi bún- aður spara samfélaginu mikla pen- inga og auka hæfni námsmanna sem og létta störf kennara. Það er mikill ávinningur fyrir þjóðina að eiga fræðimenn á borð við Valdísi Jónsdóttur og nauðsyn- legt að virkja slíkan starfskraft sem best við framtíðarskipulag menntamála á Íslandi. Einföld leið til að bæta námsárangur nemenda Ester Sveinbjarnardóttir Raddheilsa Í nýlegri könnun kom fram, segir Ester Svein- bjarnardóttir, að magn- arakerfi dregur úr álagi á rödd kennarans og yf- ir 95% barnanna sögð- ust heyra betur til hans. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og foreldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.