Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarstræti 19 Til sölu eða leigu Opið virka daga frá 9-12 og 13—17. Strandgötu 29, 600 Akureyri, símar 462 1744 og 462 1820. 459 fm þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum. Á jarð- hæð er gott verslunar- húsnæði og á efri hæð er hentugt skrifstofuhús- næði. Mögulegt væri að breyta húsinu í íbúðir. Ýmis skipti möguleg. Hagstæð lán áhvílandi. Á HÁSKÓLAHÁTÍÐINNI var af- hjúpað málverk af Haraldi Bessa- syni eftir Kristin G. Jóhannsson listmálara. Það var velgjörð- armaður háskólans, Arnór Karls- son, sem gaf málverkið, en hann og systkini hans ásamt fleiri ætt- mennum gáfu Háskólanum á Ak- ureyri skógræktarjörðina Végeirs- staði í Fnjóskadal árið 1995. Arnór hefur áður gefið háskólanum gjaf- ir, m.a. tvær húseignir. Málverkið verður sett upp í væntanlegu húsi háskólans á Végeirsstöðum en Har- aldur mun sjá um varðveislu þess fram að þeim tíma að það rís. Har- aldur varð nýlega 70 ára og lætur hann af störfum við háskólann á þessu ári, en hann var fyrsti rektor hans, gegndi því starfi árin 1987 til 1994 og síðan sem prófessor í ís- lensku í kennaradeild. „Með rektorsstörfum sínum lagði Haraldur traustan grunn að öfl- ugum háskóla og á að baki afar far- sælan kennsluferil og afburða fræðistörf bæði við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Manitoba. Haraldur var kjörinn fyrsti heið- ursdoktor Háskólans á Akureyri á síðasta ári,“ sagði Þorsteinn við af- hjúpun málverksins. „Lagði traustan grunn að öflugum háskóla“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Margrét Björgvinsdóttir, eiginkona Haraldar Bessasonar, afhjúpaði málverkið. Þeir Haraldur og Þorsteinn Gunnarsson rektor, lengst til vinstri, fylgjast með. Málverkið er eftir Kristin G. Jóhannsson. HÁSKÓLINN á Akureyri braut- skráði 139 kandidata á háskólahátíð sem haldin var í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri síðastliðinn laugardag. Fjórar deildir voru starfræktar síðasta háskólaár, heilbrigðisdeild með 215 nemendur, kennaradeild með 257 nemendur, rekstrardeild með 169 nemendur og sjávarútvegs- deild með 36 nemendur. Samtals stunduðu því 677 nemendur nám við háskólann síðasta vetur og hafa aldr- ei verið fleiri. Skipting brautskráðra eftir deild- um var þannig að 32 luku námi í heil- brigðisdeild, þar af voru 16 sem luku B.S. prófi í hjúkrunarfræði, 15 luku B.S. prófi í iðjuþjálfun og einn meist- araprófi í hjúkrun. Úr kennaradeild brautskráðust 73 kandidatar, 12 með B.Ed. próf í kennarafræði, 23 með B.Ed. próf í leikskólafræði, 34 með kennslufræði til kennsluréttinda og 4 luku fyrrihluta námi til meistara- gráðu í skólastjórnun. Úr rekstrar- deild brautskráðust 27 kandidatar, 23, með B.S. próf í rekstrarfræði og 4 með diplomu í iðnrekstrarfræði. Þá luku 7 kandidatar B.S. námi í sjáv- arútvegsfræði. Fyrstu iðjuþjálfarnir á Íslandi brautskráðir Á háskólahátíðinni nú voru í fyrsta sinn brautskráðir iðjuþjálfar eftir nám hér á landi og sagði Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Ak- ureyri það mikil tímamót, en þegar nám fyrir iðjuþjálfa hófst við háskól- ann haustið 1996 hefði langþráður draumur margra ræst. Fram kom í máli hans að mikill skortur væri á iðjuþjálfum víða um land og því ljóst að mikil þörf væri fyrir slíkt nám. „Vel menntaðir iðjuþjálfar eru mik- ilvæg undirstaða fyrir uppbyggingu atvinnulífs og heilbrigðisþjónustu í landinu. Þar með batna skilyrði fyrir lífvænlega búsetu í landinu,“ sagði rektor. Um þverfaglega menntun er að ræða sem spannar svið raunvísinda, félagsvísinda, heilbrigðisfræða auk iðjuþjálfunargreina. Iðjuþjálfar vinna með fólki sem á einhvern hátt er hindrað í daglegum athöfnum og er markmiðið að hjálpa því að nýta sínar sterku hliðar til að efla alhliða þroska og lifa sjálfstæðu og inni- haldsríku lífi. Fram kom í ræðu Þorsteins að tal- ið er að um 200 iðjuþjálfa vanti til starfa hér á landi og námið því löngu tímabær nýjung hér á landi, en áður hafa iðjuþjálfar einkum sótt menntun sína til Norðurlandanna eða Banda- ríkjanna. Ný upplýsingatæknibraut hefur starfsemi næsta haust Háskólinn á Akureyri brautskráði einnig í fyrsta sinn 5 rekstrarfræð- inga með tölvu- og upplýsingatækni sem sérgrein, en námið hófst haustið 1999. Fram kom í máli Þorsteins að mikill skortur væri á háskólamennt- uðu fólki með þessa menntun og því ljóst að þörf fyrir námið væri brýn. Markmið þessa náms er að gera út- skrifuðum nemendum kleift að nýta upplýsingatækni við rekstur fyrir- tækja með því að þeir öðlist sérþekk- ingu á notkun, stjórnun og rekstri upplýsingakerfa í framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum ásamt því sem þeir fá þjálfun í stefnumörkun, gæða- stjórnun og mati á fjárfestingum. Sagði Þorsteinn þetta nám að nokkru leyti undanfara upplýsingatækni- deildar sem hefst næsta haust. Upp- lýsingatæknideild er sett á fót með samstarfi háskólans og Íslenskrar erfðagreiningar í samvinnu við tölvu- og upplýsingafyrirtæki á Akureyri. Um er að ræða 90 eininga nám og fer kennsla fram á ensku. Sagði rektor það í senn gera kleift að bjóða erlend- um nemendum að nema við deildina og að auka hæfni íslenskra nemenda og búa þá betur undir störf eða fram- haldsnám erlendis. Þorsteinn sagði samstarfið við Íslenska erfðagrein- ingu gera háskólanum kleift að bjóða upp á metnaðarfullt nám þar sem hópur hæfra innlendra sem erlendra háskólakennara annaðist kennslu auk þess sem sérfræðingar frá ÍE annast kennslu sérhæfðra áfanga. Fagnar tillögum um stofnun listadeildar við háskólann Þorsteinn fagnaði niðurstöðu nefndar á vegum Akureyrarbæjar sem lagði til að stofnuð yrði listadeild við Háskólann á Akureyri sem myndi skipuleggja og bera ábyrgð á listnámi til B.A. prófs í þeim greinum sem kenndar hafa verið í sérnámsdeildum Myndlistarskólans á Akureyri. Sagði rektor að háskólinn væri þess albúinn að vinna að framgangi málsins í sam- starfi við Akureyrarbæ, Listaháskóla Íslands og yfirvöld menntamála. Nefndi hann að með stofnun Listahá- skóla Íslands í Reykjavík væri viss hætta á því að myndlistarnám á há- skólastigi legðist af á Akureyri en það yrði mikill skaði fyrir myndlistina í bænum. „Með námi í sjónlistum á há- skólastigi myndi háskólastarfið og listalíf eflast og þess vegna m.a. er Háskólinn á Akureyri reiðubúinn að leggja þessu máli lið,“ sagði Þor- steinn. Tafir á byggingaframkvæmdum Rektor gat þess í ræðu sinni að vinna við nýbyggingar háskólans hefði tafist nokkuð vegna gjaldþrots aðalverktaka, en vinna við þær myndi hefjast aftur á næstu dögum og yrði lögð áhersla á að ljúka eins miklu og hægt væri fyrir upphaf næsta skóla- árs. Fyrirsjáanlegt væri þó að ekki yrði unnt að ljúka hluta bygginga- framkvæmdanna fyrr en næsta vet- ur. Hann sagði að vinna við undirbún- ing Rannsóknahúss háskólans héldi einnig áfram af fullum krafti og væri gert ráð fyrir að bygging þess hæfist í upphafi næsta árs og að framkvæmd- um lyki á miðju ári 2003. Þá yrði væntanlega hægt að flytja nær alla starfsemi háskólans og fjölmargra samstarfsstofnana á háskólasvæðið í hjarta Akureyrarbæjar. Vonbrigði ef spár fræðimanna rætast ekki Þorsteinn gerði vísindi og fræði að umtalsefni í ræðu sinni á háskólahá- tíð og sagði að nú á tímum þekking- arþjóðfélagsins væri gildi háskóla- menntunar og fræðaiðkunar almennt viðurkennt. „Samt sem áður eru miklar hræringar í þjóðlífinu sem kalla á auknar umræður um stöðu vísinda og tækni. Miklar væntingar eru bundnar við vísindamenn og von- brigðin eru því mikil þegar spár virtra fræðimanna rætast ekki. Nýj- ustu niðurstöðu vísindamanna um ástand þorskstofnsins á Íslandsmið- um hafa vakið upp efasemdir um nú- verandi aðferðir vísindanna við að mæla lifandi auðlindir og spá um möguleika framtíðarinnar,“ sagði Þorsteinn. Þá nefndi hann að sam- hliða efasemdum um aðferðir vís- indanna væri deilt um hvort vísindin gætu leyst úr pólitískum og siðferði- legum vandamálum samtímans en við þeirri spurningu hefði lengi verið leit- að svara. Ör þróun vísinda og tækni gerði auknar kröfur um ígrundun sið- ferðisgilda, en aukin vísindi og fræða- störf leiddu ekki sjálfkrafa til bætts siðferðis. „Harðar þjóðfélagsdeilur um um- hverfis- og auðlindamál þar sem há- skólamenn standa gjarnan fremstir í deilum andstæðra fylkinga sýna m.a. fram á að þekkingin sjálf er lítils virði ef hún er ekki sett í samhengi við sið- ferðileg og pólitísk markmið. Í þess- um deilum mætti hins vegar vera meira af umburðarlyndi og að and- stæðingar gerðu tilraun til að setja sig hver í spor annars. Þó að hart sé deilt þá þurfa ekki að vera fólgnar andstæður í því að nýta landið og njóta þess,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði aukna ánetjun viss hóps yngra fólks í hinn harða heim fíkniefna og afbrota þjóðfélagsmein sem kallaði alla hugsandi menn til ábyrgðar. Sú sjálfstortíming sem fæl- ist í ofneyslu fíkniefna eyðilegði fjöl- skyldulíf og sliti vinabönd, en ylli einnig óbætanlegu heilsutjóni og miklum efnahagslegum skaða. „Sér- staklega á þeim vettvangi er mikil- vægt að háskólamenn skeri upp her- ör og stuðli að efldu forvarnarstarfi og sýni gott fordæmi í umgengni við þessa vágesti sem ógna nú æskufólki um allan heim.“ Alls voru 139 kandidatar brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri Ekki endilega andstæður að nýta landið og njóta þess Guðrún Pálmadóttir, brautarstjóri iðjuþjálfunar, brautskráir fyrsta iðjuþjálfann frá Háskólanum á Akureyri. Aðalheiður Reynisdóttir var fyrst í stafrófsröðinni og tekur hér við prófskírteini sínu. Þrjú systkin brautskráðust frá HA. Sólrún, til vinstri, og Sveinbjörg Torfadætur leikskólakennarar og Ólafur Örn Torfason iðjuþjálfi. For- eldrar þeirra eru Torfi Sverrisson og Herdís Ólafsdóttir á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, flytur ræðu sína á háskólahátíð sem haldin var síðastliðinn laugar- dag í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.