Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 40
MENNTUN 40 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í þessum dálki hefur alloft verið minnst á franskan fræðimann að nafni Jean Baudrillard. Æði margir eru forvitnir um manninn en lítið hefur verið sagt frá upp- runa hans hér. Baudrillard er vafalítið einn áhrifamesti menn- ingarrýnir síðari ára þótt kenn- ingar hans séu einnig afar um- deildar enda miða þær að því að grafa undan veruleikanum og hugmyndum manna um hann. Á einum stað játar Baudrillard að hafa „þróað mærahugsun sem einkum er nýt til að leyna mis- muninum milli ólíkra andstæðna“. Ennfremur játar hann að hafa ruglað saman hugarflugi og raun- veruleika, að hafa laumast til að steypa hugarórum sínum saman við raunveruleikann, eins og hann tekur til orða, „og, nánar tiltekið, vitandi að raunveruleikinn er af skornum skammti á þessu auvirði- legasta augnabliki sögunnar, að hafa á skipu- legan hátt reynt að grafa undan augljósustu og röklegustu hug- myndunum í von um að þær myndu láta undan þessari rót- tækni, sem þær hafa ekki gert.“ Játningarnar birtust í fyrstu minnisbók Baudrillards af þrem- ur sem nefnast allar Cool Mem- ories. Bækurnar, sem innihalda stutta texta, gefa ágæta mynd af hugsun Baudrillards á því tímabili sem hann mótar hugmyndir um áhrif fjölmiðla á veruleikaskynjun mannsins en flest hugðarefni hans í seinni tíð tengjast þeim. (Úrval úr þeim birtist í íslenskri þýðingu í atviksbókinni Frá eftirlíkingu til eyðimerkur, 2000). Nóturnar, eins og Baudrillard kallar textana, bera óvenjulegu sjónarhorni hans glöggt vitni, sömuleiðis skáldleg- um og írónískum stílnum. Sjálfur talar hann um hugmyndir sínar sem „geggjaðar tilgátur“ sem misnoti veruleikann. Jean Baudrillard er fæddur í Reims í Frakklandi árið 1929. Hann nam tungumál, heimspeki, félagsfræði og fleiri greinar en hóf fræðimannsferilinn á því að skrifa um og þýða bókmenntir. Hann sneri sér þó fljótlega að táknfræði í anda Roland Barthes. Sálgreiningin var sömuleiðis lokk- andi en oftast hefur Baudrillard sennilega verið kenndur við félagsfræði. Hann hóf að kenna við Nant- erre, einn af nýju háskólunum í París, á sjöunda áratugnum. Eins og margir starfsbræður sínir og nemendur tók hann þátt í róstum vinstriróttæklinga í París í maí ’68. Hann gerðist marxisti eins og sjá má af fyrstu bókunum hans, Le Systéme des objets (1968), La Société de consummation (1970) og Pour une critique de l’économ- ie politique du signe (1972). Marx- isminn var þó blandaður tákn- fræðinni en meginrannsóknar- efnið var hvernig notagildi og skiptigildi vörunnar hefur vikið fyrir tákngildi hennar í neytenda- samfélagi nútímans. Kenningin var í grófum dráttum þessi: Neyt- endasamfélagið markast af aug- lýsingaskrumi, umbúðum og tísku; það elur á látlausri fjöl- miðlun, upphafningu menningar- innar og síaukinni útbreiðslu vörumerkja. Það fer því að skipta meira máli hvað varan sem keypt er segir um neytandann en hvern- ig hún muni gagnast honum. Var- an er ekki aðeins nauðsynleg vegna þess að hún er hagnýt og góð fjárfesting heldur ekki síður vegna þess að hún gefur þjóð- félagsstöðu neytandans til kynna, hvar hann er í virðingarröðinni eða valdakerfinu, að hann hefur stíl, – varan er hluti af ímynd neytandans, hún er stöðutákn. Merkjaþrælar tískunnar eru fórn- arlömb þessa ástands. Hérlendis eru jeppakaup uppanna kannski skýrasta birtingarmynd þess. Ör- bylgjuofnin markar hins vegar að vissu leyti endalok eða upplausn neytendasamfélagsins, að mati Baudrillards, enda „fyrsta nú- tímalega heimilistækið sem virð- ist ekki hafa neinn tilgang“. Í næstu bók sinni, Le miroir de la production (1973) , sagði Baudrillard skilið við marx- ismann. Það þýðir þó ekki að hann láti af róttækninni. Þvert á móti verður afstaða hans til samfélags- ins afdráttarlausari og gagnrýnni. Sjónarhornið er bara annað, enda hefur orðið grundvallarbreyting á skilningi og skynjun mannsins á sjálfum sér í samfélaginu. Ný tækni, ekki síst stóraukin fjöl- miðlun, hefur sett manninn í al- gerlega nýtt samhengi þar sem hugtök á borð við „vinna“, „fram- leiðsla“ og „hagstjórn“ eru merk- ingarlaus. Í heimi sem skynjar sig og skilgreinir í gegnum fjölmiðla ríkja lögmál líkingarinnar, að mati Baudrillards. Í stað fram- leiðslu hinna vinnandi stétta er komin endurframleiðsla eða end- urgerð hlutanna í gegnum upplýs- ingamiðlun, samskiptanet af ýmsu tagi og þekkingariðnað. Við lifum með öðrum orðum í fjöl- miðlasamfélagi þar sem myndin, eftirlíkingin og táknið eru í önd- vegi. Fyrir vikið erum við nánast hætt að gera greinarmun á tákn- myndum hlutanna og hlutunum sjálfum, á sýnd og reynd. Á sama hátt hafa gömul viðmið, sem áður þóttu jafnvel sjálfsagðir hlutir, misst skírskotun sína. Vinna og kapítal hafa til dæmis ekki lengur hið félagslega og hagstjórnarlega gildi sem þau höfðu. Vinnan er ekki grundvöllur framleiðslunnar nú, hún er fyrst og fremst tákn um félagslega stöðu og lífskjör. Laun taka heldur ekki mið af vinnuframlagi eða framleiðni, þau endurspegla einungis stöðu hvers og eins í kerfinu. Hið nýja tækni- og fjölmiðla- samfélag hefur með öðrum orðum gengið af hinu marxíska og þjóð- félagslega sjónarhorni dauðu. Í næstu bók sinni, L’échange sym- bolique et la mort (1976), heldur Baudrillard því raunar fram að ekkert standi eftir af heiminum eins og við þekktum hann, það er allt orðið að tákni, einungis dauð- inn verður ekki tákngerður eða endurframleiddur því hann á sér ekkert táknlegt jafngildi. Þetta er heldur svört sýn en Baudrillard hefur útfært hug- myndir sínar um upplausn veru- leikans í táknaflóði fjölmiðlanna á jafnvel enn öfgafyllri hátt á síð- ustu árum. Að hans mati er eng- inn veruleiki til heldur aðeins veruleikar þar sem sundurleit tákn reyna með sér. Veruleikar táknanna Að hans mati er enginn veruleiki til heldur aðeins veruleikar þar sem sundurleit tákn reyna með sér. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is EINA stærstu sýningar- ográðstefnuaðstöðu í Evr-ópu er að finna í Birm-ingham á Englandi. Nat- ional exibition center, eða NEC eins og hún nefnist í daglegu tali. Í tutt- ugu samtengdum sýningarsölum á rúmlega 600 ekra svæði eru árlega haldnir yfir 180 viðburðir þar sem heildarfjöldi gesta er ríflega fjórar milljónir. Dagana 22.–24. mars var NEC vettvangur árlegrar kaupstefnu á sviði skólamála, The Education Show. Ég er kennari af starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og fór á sýninguna ásamt allt að 17.000 öðr- um gestum og gafst mér þar tæki- færi á að skoða allt frá blýöntum upp í skólabíla og flest þar á milli. Hér verður rakið það helsta sem athygli vakti og eins og brátt kemur í ljós varð mér nokkuð starsýnt á mögu- leika tölvutækninnar eins og þeir birtust á sýningunni. Sýning og sala á kennsluefni The Education Show, sem í ár var haldin í tíunda skiptið, er afar viða- mikil kaupstefna og fjölskrúðug. Yf- ir 600 aðilar kynna þar þjónustu sína eða vörur og sem slík er hún kjörið tækifæri til þess að fylgjast með þróuninni á markaði námsgagna sem er svo miklu stærri en hinn ís- lenski. Innan um misstórra sýningarbása mátti finna kennslubækur, hugbún- að, tækjabúnað, húsgögn, úrval kennslugagna og allra handa tól og tæki svo aðeins fátt eitt sé upptalið. Í raun má segja að helsti styrkur sýningarinnar hafi falist í fjölbreytn- inni og eins og við var að búast var stærð hennar og umfang yfirþyrm- andi við fyrstu sýn. Skipulagið var hins vegar með afbrigðum gott og ekki tók langan tíma að átta sig á að- stæðum og njóta þess sem fyrir aug- un bar. Hafi einhver átt von á fjöldanum öllum af, hátæknivæddum, bylting- arkenndum nýjungum á sviði kennslugagna eða tækjabúnaðar þá varð sá hinn sami fyrir nokkrum vonbrigðum með sýninguna þetta árið. Af hefðbundnu efni Vissulega voru kynntar nýjungar en hvað kennslugögn varðaði, þá voru hefðbundnar náms- og verk- efnabækur hvers konar áberandi og greinilegt að samkeppni á þeim markaði er hörð. Sjálfur tók ég sér- staklega eftir bókum Prim-Ed út- gáfunnar (www.prim-ed.com) og þá ekki síst þeim sem snertu upplýs- ingatæknina á einhvern hátt. Þarna gat t.a.m. að líta bókaflokk sem samþætti hefðbundna verkefna- vinnu nemenda og upplýsingaöflun á Netinu, eins konar vefleiðangrar í bókarformi, fyrir þá sem þekkja það kennsluform. Sami útgefandi hefur og á boð- stólnum áhugaverðar vinnubækur sem taka á einfaldan hátt á grunn- þáttum tölvutækninnar, hugtökum og heitum á bæði vél og tækjabún- aði. Og merkjanlegt var, að nýjar áherslur upplýsinga og tölvutækn- innar eru sífellt að verða meira áber- andi í námi og ekki síður námsgögn- um á grunnskólastigi. Námsefni í upplýsingatækni Hér má, auk fyrrgetinna bóka frá Prim-Ed, nefna nýtilkomið efni sem Hopscotch-útgáfan (www.hop- scotchbooks.com) stendur að. ICT Skills nefnist sá bókaflokkur sem rammar inn sex ára nám í upplýs- ingatækni með markvissu efni grundvölluðu á námskrá grunnskóla í upplýsinga- og samskiptatækni. Annað útgáfufyrirtæki, Nelson Thornes (www.nelsonthornes.com) bauð einnig upp á heilstætt, samfellt námsefni í upplýsingatækni, Prim- ary ICT, sem einnig spannar sex ár. Þar var á ferðinni afar vandað efni sem miðaðist við að notaður væri hugbúnaður frá Granda fyrirtækinu sem sérstaklega er sniðinn að yngri notendum. Það var athyglivert að sjá á hversu breiðum grundvelli þetta nýja námsefni tekur á samskipta og upplýsingatækninni. Námsmarkmið eru vel skilgreind og með því að bjóða bókarflokk sem spannar svo langan tíma er tryggð ákveðin sam- fella og eðlilegur stígandi í náminu. Báðir síðasttaldir bókaflokkarnir byggja á námsmarkmiðum aðalnám- skrárinnar bresku sem og QCA stöðlunum sem áhugavert er að kynna sér betur. Hugbúnaður í kennslu Tölvur og upplýsingatækni eru áberandi þáttur skólastarfs um þessar mundir og margt spennandi að gerast á þeim vettvangi eins og sannaðist á nýafstaðinni UT 2001 ráðstefnu hérlendis. Hvað hugbúnað í kennslu varðar má greina að minnsta kosti fjögur meginsvið sem öll áttu frambærilega fulltrúa á sýn- ingunni ef svo má að orði komast. Í fyrsta lagi er um að ræða hefð- bundin kennsluforrit, í öðru lagi hugbúnað ætlaðan til skráningar upplýsinga og stjórnunar, þá ýmiss konar verkfæri eða hjálpartæki í hugbúnaðarformi og loks margvís- leg gagnasöfn. Svo fyrst sé minnst á verkfærin þá kynnti Crick-hugbúnaðarfram- leiðandinn fjórðu útgáfu Clicker-for- ritsins sem þegar hefur náð traustri fótfestu í skólastarfi á Bretlandseyj- um og víðar og hlaut m.a. verðlaun á BETT-sýningunni í London fyrr á árinu. Lýsa má forritinu sem eins konar blöndu eða samþættingu rit- vinnslu og margmiðlunarverkfæris. Með Clicker getur kennari sett upp ákveðin vinnuumhverfi sem nemandinn síðan notar eins og verk- færi eða tæki til að þjálfa ritun eða lestur eða nánast hvað sem er. Click- er er margmiðlunarforrit eins og áð- ur sagði sem merkir að tengja má saman myndir, hljóð og texta á skap- andi hátt. Fylgir hugbúnaðinum dágott myndasafn ásamt því sem einfalt er að vinna með stafrænar myndir t.d. úr stafrænum myndavélum. Clicker er eitt af þessum forritum sem tak- markast fyrst og fremst af ímynd- unarafli notandans, líkt og ritvinnsla eða teikniforrit. Kennarar geta nýtt hann til að setja saman eigið kennsluefni, kynn- ingar eða jafnvel gagnvirkar bækur í tölvuformi um hvaða efni sem er. Einfalt er að vista efni sem útbúið er í Clicker á vefsíðuformi og birta á Netinu. Clicker er að sumu leyti dæmigert fyrir þá þverfaglegu nálgun sem tölvutæknin býður upp á í skóla- starfi og lögð er áhersla á í íslenskri aðalnámskrá. Hér er á ferðinni verk- færi sem nota má til að setja fram á lifandi og gagnvirkan hátt verkefni nemenda í hvaða fagi sem er. Hamlet og Makbeð heilla í kennsluforriti Hefðbundin kennsluforrit þykja sjálfsagður hluti skólastarfs í dag og nokkuð ljóst að sú þróun á eftir að halda áfram. Mörg slík gat að líta á sýningunni í Birmingham enda úrval kennsluforrita orðið afar mikið. Sér- staka athygli vakti þó forrit sem fell- ur ekki nema að hluta innan ramma kennsluforrita, hér á ég við Kar2ouche (www.kar2ouche.com) sem er afsprengi samstarfsverkefnis Immersive Education Ltd og Ox- fordháskóla. Kar2ouche er all sérstakur hug- búnaður þó hugmyndin bak hans sé í raun sáraeinföld. Hér er á ferðinni eins konar sögusvið sem notandinn getur mótað að eigin vild með hlið- sjón af tilbúnum persónum úr heil- Sköpunargáfan efld með forriti  Framsetning efnisins jafnast á við það besta á afþreyingar- sviðinu.  Kar2ouche-for- ritið boðberi þess sem koma skal í kennslu- stofunni. Menntasýning/Dagana 22.–24. mars var NEC vettvangur árlegrar kaup- stefnu á sviði skólamála, The Education Show. Sigurður Fjalar Jónsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sótti sýninguna, ásamt 17.000 öðr- um gestum og gafst honum þar tækifæri á að skoða allt frá blýöntum upp í skólabíla. Tölvutæknin greip athygli hans á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.