Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR vinnur hjá Ríkisútvarp- inu við tækjaleit í fyr- irtækjum. Undanfarna mánuði hefur afnota- deildin staðið fyrir út- sendingu fyrirspurnar- bréfa til þeirra fyrirtækja sem ekki eru með skráð tæki. Með bréfi þessu er einfald- lega verið að minna á lög um Ríkisútvarpið og spurst fyrir um tækjaeign. Öllum fyrir- tækjum landsins sem ekki eru með skráð tæki verður sent slíkt bréf og ættu þau að hafa borist öllum fyrir lok sumars. Samtök atvinnulífsins fara frjáls- lega með staðreyndir í fréttabréfi sínu. Í fyrsta lagi er ekki rétt að Rík- isútvarpið hafi hafið innheimtu út- varpsgjalds af fyrirtækjum vegna út- varpstækja í fyrirtækjabílum. Mörg fyrirtæki hafa farið að lögum og greitt í samræmi við lög af útvarps- tækjum í bifreiðum, hins vegar breytir það ekki því að mörg fyrir- tæki hafa ekki greitt vegna afnota í bifreiðum. Það er rangt hjá Samtökum At- vinnulífsins að ekki sé ótvíræð laga- stoð fyrir innheimtu afnotagjalda af útvörpum í bifreiðum fyrirtækja. Lögin eru kristalskýr . Í lögum um Ríkisútvarpið frá 2000 nr. 122 30.júní stendur 12. gr. Eigandi viðtækis sem nýta má til móttöku á útsendingum Rík- isútvarpsins skal greiða afnotagjald, útvarpsgjald, af hverju tæki. Þó skal aðeins greiða eitt útvarpsgjald fyrir einkaafnot fjölskyldu á heimili. Af- slátt skal veita þeim sem aðeins geta nýtt sér svart/hvíta móttöku sjón- varpsefnis og þeim sem einungis geta nýtt sér hljóðvarpssendingar.Einnig er heimilt að veita fyr- irtækjum og stofnunum afslátt vegna fjölda tækja á sama stað. Lögin eru sem áður segir kristalskýr það á að greiða af hverju tæki sem nýta má til mót- töku á útsendingum. ( undirstrikun og feit- letrun mín.) Það er einnig alrangt að löggjafinn hafi ekki með ótvíræðum hætti tekið afstöðu til inn- heimtu afnotagjalds af útvörpum í bifreiðum. Síðast þegar það ákvæði laganna var rætt á Alþingi sagði Gylfi Þ. Gíslason þáverandi menntamálaráðherra “ Meginsjónar- mið varðandi bílaskattinn er það, sem hv. 5. Þm Vesturl. ( hér er átt við Benedikt Gröndal en hann var for- maður þriggjamannanefndar sem fjallaði um endurskoðun á útvarps- lögum, einn nefndarmanna var lög- maður) Lét getið áðan, að menn hafi ekki treyst sér til þess að afnema skattinn á tækjum í bifreiðunum vegna þess að þeim tekjum, sem þá töpuðust, hefði orðið að jafna niður á hljóðvarpsgjald allra annarra, og það er breyting, sem menn töldu bitna óþarflega hart á tekjulágu og gömlu fólki, en vera í þágu manna, sem aug- ljóst væri, að væru meðal hinna tekjuhærri í þjóðfélaginu. “ Með afgreiðslu laganna gerði Al- þingi þetta sjónarmið framsögu- manns að sínu og síðan verður ekki séð að löggjafinn hafi skipt um skoð- unn. Með öðrum orðum Alþingi vildi að fyrirtækin sem einstaklingar stæðu að greiðslu afnotagjalda og rökin voru þau að þar með væri rétt- lát dreyfing þeirra birða best tryggð. Það er ekki ætlun með grein þess- ari að ræða um hvort lögin eru skyn- samleg eða hvort þau eru réttlát eða með hvaða hætti best sé að standa að rekstri Ríkisútvarpsins. Greinin er einvörðungu rituð til þess að hrekja ásakanir Samtaka Atvinnulífsins um óréttmæta innheimtu afnotagjalda Ríkisútvarpsins. Það sem er hins vegar rétt hjá Samtökum Atvinnulífsins í áður- nefndri grein er að heimildina í lög- unum um afslátt vegna fjölda tækja höfum við notað til þess að létta álög- ur á fyrirtækin og jafnan gætt þess að mismuna ekki fyrirtækjum. Samtök Atvinnulífsins geta vissu- lega velt því fyrirsér hvort rukka skuli fullt gjald eða minna sem og hvort rukkað skuli fyrir allan þann tíma sem fyrirtækin hafa átt tæki án þess að greiða afnotagjald af þeim, vinnuregla er sú að rukka frá næsta tímabili eftir skráningu það kann einnig að orka tvímælis. RÚV er eitt sterkasta vörumerki Íslensks þjóðlífs. Kynslóðir lands- manna, ásamt með fyrirtækjum þeirra, hafa tekið þátt í að búa fyr- irtækið til og þjóðin á skilið að eiga það áfram. Með hvaða hætti því er best fyrirkomið er eins og áður segir hins vegar ekki efni þessarar grein- ar. Fyrirtækjabílar og afnotagjöld Bjarni P. Magnússon RÚV Það er rangt hjá Sam- tökum atvinnulífsins, segir Bjarni P. Magnússon, að ekki sé ótvíræð lagastoð fyrir innheimtu. Höfundur er tækjaleitarmaður. Í SAMTALI Ríkisút- varpsins við yfirskóla- tannlækni, Stefán Yngva Finnbogason, 29. maí síðastliðinn kom meðal annars fram að stefnt sé að því að leggja skólatannlækn- ingakerfið niður frá og með hausti komanda. Í máli yfirskólatann- læknis kom fram að að- eins fjórðungur grunn- skólabarna nýti sér þjónustu skólatann- lækna [og því] hafi verið ákveðið að leggja þjón- ustu þeirra í núverandi mynd niður. Jafnframt segir Stefán að eftirlitshlutverk skólatannlækna hafi þegar brostið árið 1992 þegar ákveðið var að taka gjald fyrir skóla- tannlækningar og þeir þurftu að fá samþykki foreldra fyrir því að börn kæmu til þeirra. Í kjölfarið hafi sífellt fleiri börn farið til annarra tannlækna en nú sé svo komið að aðeins hluti þeirra nýti sér þjónustu skólatann- lækna. Hann segir þetta slæma þró- un þar sem ekki sé hægt að hafa sömu yfirsýn yfir tannheilsu barna eins og fyrir árið 1992. Dulinn kostnaður Af þessu tilefni er rétt að eftirfar- andi komi fram: Tannlæknafélag Ís- lands hefur gert margháttaðar at- hugasemdir við fyrirkomulag í skólatannlækningakerfinu og leitaði meðal annars til Samkeppnisstofnun- ar þar sem félagið leit svo á að um mjög ójafna samkeppnisstöðu væri að ræða á markaðnum. Samkeppnis- stofnun fór yfir útreikninga sem liggja að baki verðlagningu þjónust- unnar og taldi þá ekki standast. Í raun hefur ríkisvaldið undirboðið sjálfstætt starfandi tannlækna með fjármagni sem tekið er úr vösum skattborgaranna. Það er brot á jafnræðisregl- unni að nota skattpen- inga allra landsmanna til að greiða niður þjón- ustu fyrir ákveðinn hóp eingöngu, í þessu tilfelli Reykvíkinga. Aðstandendur axli ábyrgð Eins og fram kom í máli skólayfirtann- læknis í fyrrnefndu við- tali velur fólk í sívax- andi mæli frekar að fara með börn sín til sjálf- stætt starfandi tann- lækna heldur en skólatannlæknis. Það kemur ekki á óvart þar sem einn af grundvallarrétti hvers einstaklings í lýðræðisríki er að fá að velja sér sjálfur lækni. Það er jafnframt eitt af aðaláherslumálum Tannlæknafélags Íslands að tannlækningar barna og unglinga séu unnar í nánu samráði tannlækna og foreldra. Slíku hefur aldrei verið til að dreifa í skólatann- lækningakerfinu þar sem það gerir beinlínis ráð fyrir innköllun barna úr kennslustund. Í slíku kerfi er grafið undan mikilvægi þess að aðstandend- ur axli ábyrgð á tannheilsu barna sinna. Það skýtur því skökku við nú að á sama tíma og verið er að leggja niður skólatannlækningakerfið í Reykjavík rísi upp annað svipað kerfi á Akureyri þar sem einn af tannlækn- um bæjarins hefur hafið rekstur skólatannlækningabíls á lóð grunn- skólanna í bænum. Þar er beinlínis ekki gert ráð fyrir virkri þátttöku að- standenda heldur innköllun á skóla- tíma meðan foreldrar sinna eigin vinnu. Tannlæknafélag Íslands hlýt- ur að höfða til ábyrgðar foreldra að taka hér eftir sem hingað til virkan þátt í tannheilsueftirliti barna sinna. En víkjum aftur að kerfunum tveimur í Reykjavík. Þessi tvö ólíku kerfi, sem óháð eru hvort öðru, hafa valdið ákveðnum glundroða í tann- lækningum barna og unglinga. Sú staðreynd hefur ef til vill valdið því að um 20% barna að talið er fara hvorki til skólatannlæknis né sjálfstætt starfandi tannlækna. Þetta háa hlut- fall er mun hærra á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni. Það er ljóst að finna þarf skilvirka leið til að auka yfirsýn yfir tannheilsu þessa hóps. Á þetta jafnt við um þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og aðra sem búsettir eru utan þess. Skólatann- lækningakerfið er að mati Tann- læknafélagsins ekki leiðin til þess. Þar kemur miklu frekar til náið og skilvirkt samstarf milli tannheilsu- deildar heilbrigðisráðuneytisins, Tryggingastofnunar ríkisins, sem hefur góða yfirsýn og eftirlit með vinnu allra tannlækna, sem sinna tannlækningum barna (nema skóla- tannlækna) og Tannlæknafélags Ís- lands. Þess vegna óskar Tannlækna- félag Íslands eftir góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í málefnum tryggðra einstaklinga og vonar að þær viðræður sem nú standa yfir milli Tannlæknafélagsins og heilbrigðisyf- irvalda skili árangri fyrir neytendur. 20% barna og unglinga fara ekki til tannlæknis Bolli Valgarðsson Tennur Það er grundvallarrétt- ur hvers einstaklings, segir Bolli Valgarðsson, að fá að velja sér sjálfur lækni. Höfundur er framkvæmdastjóri Tannlæknafélags Íslands. EKKI veit ég hvort það er gert með ráðn- um hug eða fyrir slysni en hugtakabrengl Evr- ópusinna virðist sífellt vera að aukast. Þannig má nefna sem dæmi að þeir tala yfirleitt um „Evrópusamvinnu“ þegar þeir eiga við „Evrópusambandsað- ild“. Það hlýtur hverj- um að vera ljóst að „að- ild“ og „samvinna“ eru alls ekki sami hluturinn og er í flestum tilfellum um algerar andstæður að ræða. Sá sem er aðili að einhverju er yfirleitt bundinn í báða skó af aðild sinni ólíkt þeim sem stendur í frjálsri samvinnu við aðra hliðstæða aðila á jafnrétt- isgrundvelli. Og hugtakabrenglið heldur áfram. Á vefriti Ungs samfylkingarfólks, Pólitík.is, er eftirfarandi klausu að finna: „Ritstjórn Pólitíkur.is fagnar af- gerandi stuðningi íslensku þjóðar- innar við aðildarviðræður við ESB en samkvæmt skoðanakönnun vilja 65% þjóðarinnar að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusam- bandið. Þá vildi einnig meirihluti þátttakenda að tekin yrði upp evra í stað krónu. Þetta eru skýr skilaboð og er það því krafa Pólitíkur.is að að- ild Íslands að ESB verði sett á odd- inn í íslenskum stjórnmálum.“ Þarna virðast þeir „pólitíkusar“ eiga eitthvað erfitt með að greina á milli hugtakanna „aðildarviðræður“ annars vegar og „aðild“ hins vegar. Þeir tala um skýr skilaboð þjóðar- innar og að vegna þeirra krefjist Pólitík.is að aðild Íslands að ESB verði sett á oddinn. Hin skýru skila- boð þjóðarinnar eru að hefja aðild- arviðræður við ESB, þá væntanlega til að vita hvað við hugsanlega fáum og hverju við glötum við aðild, en ekki að sækja um aðild að sam- bandinu. Þessi skýru skilaboð hafa þannig greinilega ekki reynst nógu skýr fyrir þá „pólitíkusa“. Hvað snýr að umræddri skoðana- könnun er rétt að minna menn á hlið- stæða könnun sem gerð var fyrir fáum ár- um þar sem spurt var hvort menn vildu sækja um aðild að ESB og var mikill meirihluti á móti aðild þá. Þetta hefur að öllum líkind- um ekki breyst. Hins vegar kvörtuðu Evr- ópusinnar þá sáran yfir því að ekki hefði verið spurt um afstöðu manna til aðildarvið- ræðna. Ég þekki marga sem eru mjög á móti ESB-aðild en vilja engu að síður hefja að- ildarviðræður til að fá á hreint hvað í aðild felist, hvað við hugsanlega fáum og hverju við glöt- um. Hvað varðar afstöðu manna til evrunnar er sú niðurstaða ekki skrít- in þegar hún er skoðuð í ljósi þess neikvæða umtals og árása sem ís- lenska krónan hefur sætt undan- farna mánuði. Niðurstöður könnunarinnar nú koma mér því síður en svo á óvart. Þetta segir ekkert til um afstöðu manna til ESB-aðildar, aðeins um af- stöðu manna til ESB-aðildarvið- ræðna. Muninn á þessu tvennu eiga þeir Evrópusinnar þó eitthvað erfitt með að skilja. Hjörtur J. Guðmundsson Evrópumál Það hlýtur hverjum að vera ljóst, segir Hjörtur J. Guðmundsson, að „aðild“ og „samvinna“ eru alls ekki sami hlut- urinn og er í flestum til- fellum um algerar and- stæður að ræða. Höfundur er sagnfræðinemi og meðlimur í Flokki framfarasinna. Evrópusinnað hugtakabrengl taeknival.is Hluthafafundur í Tæknivali h/f, kt. 530276-0239, Skeifunni 17, Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 19. júní 2001 að Grand Hótel, Hvammi. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins um hækkun hlutafjár. Um er að ræða breytingu á 1. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins. Hlutaféð er aukið til þessa að að kaupa öll hlutabréf í ACO h/f. og til þess að selja nýjum aðilum. Hluthafar afsala sér rétti sínum til þess að skrá sig fyrir hlutafjáraukningunni. 2. Kosning nýrrar stjórnar. 3. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá hluthafafundar, uppgjör Tæknvals h/f og ACO h/f og kaupsamningur liggja frammi á skrifstofu Tæknivals h/f, Skeifunni 17, Reykjavík, hluthöfum til afhendingar. Fundargögn verða einnig afhent á fundarstað. Reykjavík, 8. júní 2001 Stjórn Tæknivals h/f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.