Morgunblaðið - 12.06.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 12.06.2001, Síða 44
UMRÆÐAN 44 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGINN 24. maí birtist umfjöll- un í blaðinu þar sem nemandi í 10. bekk Réttarholtsskóla segir um íslenskukennsluna að námsefnið hafi verið leiðinlegt og kennurun- um þótt tímasóun að fást við það. Hér er ekki á ferð neinn miðl- ungsmaður því þessi drengur er eini nem- andinn á landinu sem fékk tíu á samræmda prófinu í íslensku. Þriðjudaginn 29. maí skrifaði Guðrún Egil- son grein í blaðið undir heitinu Þarf málið að vera svona alvarlegt? Þar má lesa ýmsar vangaveltur um ís- lenskukennslu á unglingastigi, m.a. um námsefnið og samræmdu prófin. Af þessu tilefni langar mig að segja nokkur orð um námsefnið á unglingastiginu. Það námsefni sem drengurinn talar um er bókin Mál- yrkja III. Í henni er eins og í fyrri bókunum tveimur gefinn tónninn um samþættingu og samspil ýmissa þátta móðurmálsins. Samkvæmt að- alnámskrá skiptist íslenskunámið í lestur, talað mál og framsögn, hlustun og áhorf, ritun, bókmenntir og málfræði. Mályrkju- bækurnar koma inn á flesta þessa þætti og skarta íslenskum bók- menntum eftir höfunda nítjándu og tuttugustu aldar. Allmikil mál- fræði er í bókunum, sérstaklega þeirri þriðju. Íslenskukennarar sem halda því fram að það sé tímasóun að nýta slíkt efni til kennslu eru kannski á nokkuð hál- um ís. Að afgreiða þannig 220 síðna kennslubók, fulla af ís- lenskum skáldskap, skáldakynning- um, blaðagreinum, málfræði og verk- efnum sýnist mér bera vott um nokkurt fljótræði. Og að láta þetta út úr sér við nemendur finnst mér und- arleg uppeldis- og kennslufræði svo ekki sé meira sagt. Hvernig getur það verið tímasóun fyrir nemendur í íslensku að lesa íslenskan nútíma- skáldskap? Í hverju er sóunin fólgin? Kannski má til sanns vegar færa að málfræðin sé á köflum nokkuð fræðileg í Mályrkju III eins og Guð- rún Egilson víkur að í grein sinni. Mörgum finnst líka að bækurnar séu miklar um sig og yfirfullar af alls konar efni. Þannig séð geta þær virk- að óskipulegar og fráhrindandi við fyrstu sýn. Eins og við er að búast með jafn yfirgripsmikið kennsluefni og Mályrkjan er þarf að gefa sér tíma til að setja sig inn í efnið – og það þarf að gefa sér tíma til að velja og hafna. Stundum hefur það hvarflað að mér að kennarar óski frekar eftir eyðu- fyllingabókum með tilbúnum svörum sem hægt er nota með lítilli fyrir- höfn. Fyrir þetta hafa umræddar bækur ef til vill liðið. Til að mæta óskum kennara um ít- arefni og kennsluleiðbeiningar með Mályrkjunni hefur Mályrkjuvefur- inn verið settur upp á vef Náms- gagnastofnunar. Á honum er kenn- araefni sem samið er af starfandi grunnskólakennurum. Efnið þjónar bæði sem viðbót við Mályrkjubæk- urnar og til að leiðbeina kennurum um notkun þeirra. Er þar á ferðinni mikil búbót að mínu mati sem býður upp á ótalmargt er nýtist í kennsl- unni, svo sem kennsluleiðbeiningar, orðskýringar, glærusafn, m.a. með málfræði- og bókmenntaefni, verk- efnabanka, leiðbeiningar um kennsluáætlanir og námsmat, um- fangsmikið ítarefni, krækjur og ábendingar um tónlistarefni. Einnig er komin út stafsetningarbókin Orðalind sem tengist Mályrkju I og væntanleg er Málbjörg, stafsetning- ar- og málfræðiefni í tengslum við Mályrkju II sem að hluta fer inn á vefinn. Einnig er von á málfræði- og stafsetningarverkefnum með Mál- yrkju III sem verða í verkefnabank- anum á vefnum. Allt þetta námsefni, ásamt hljóðbókum og Handbók um málfræði, ber vitni um sömu viðleitn- ina sem hófst með útkomu Mályrkju I, árið 1994 – að búa til heildstætt námsefni fyrir unglingastigið þar sem margir námsþættir vinna sam- an. Hvernig til tekst verður tíminn að leiða í ljós en næsta haust verður allt efnið komið út og vefurinn kominn í endanlega útgáfu að svo miklu leyti sem vefefni verður endanlegt. Guðrún segir í grein sinni að í ís- lenskukennslunni sé skynsamlegra að koma unglingunum „á bragðið“ með „áhugaverðu námsefni og kennsluháttum“ en að láta þá „brjóta málið til mergjar“. Henni finnst að markmið kennslunnar eigi að vera að nemendur fái dálæti á bókmennta- texta. Námskráin í íslensku leggur líka áherslu á þetta en í henni er jafn- framt gert ráð fyrir umfjöllun um texta og að í þeirri umfjöllun eigi nemendur að öðlast færni í að nota ýmis bókmennta- og málfræðihug- tök. Hvernig eiga nemendur að geta það án þess að skilja þessi hugtök, jafnvel að læra þau utanbókar? Að vísu er það rétt að fram að þessu hafa bókmenntastefnur ekki verið til um- fjöllunar í námsefni grunnskólans en með stefnubreytingu á samræmdum prófum hefur myndast ákjósanlegt svigrúm til umfjöllunar um ákveðin einkenni tímabila sem birtast í bók- menntum í stað utanbókarlærdóms. Nú er nefnilega ekki lengur prófað upp úr ákveðnu efni heldur er lesefni til prófsins frjálst þannig að kennar- ar geta í raun undirbúið nemendur sína eins og þá lystir í samræmi við námskrána. Þetta ætti líka að geta stuðlað að breytingum á prófinu sjálfu. Höskuldur Pétur Halldórsson heitir hann, drengurinn sem kom, sá og sigraði á samræmda prófinu í ís- lensku vorið 2001. Hann sagði í frétt- um á Stöð 2 að hann hefði gaman af málfræði. Og ekki virðist málfræðin í Mályrkju III hafa vafist fyrir honum. En það er ljóst að kennarar Hösk- uldar hafa í nógu að snúast ef þeir ætla að nýta sér það efni sem verður á boðstólum næsta vetur í íslensku á unglingastigi. Ég vona bara að þeim leiðist ekki mikið og að þeir finni eitt- hvað við sitt hæfi, jafnvel eitthvað skemmtilegt, í þessum stóra banka sem bækurnar og vefurinn mynda. Slóðin er namsgagnastofnun.is Kennsla ætti aldrei að vera tímasóun Ingólfur Steinsson Kennsla Hvernig getur það verið tímasóun, spyr Ingólfur Steinsson, fyrir nem- endur að lesa íslenskan nútímaskáldskap? Höfundur er ritstjóri í íslensku hjá Námsgagnastofnun. LÖGGJAFINN hefur þegar hafið endurskoðun á reglu- verki kvótakerfisins þ.e. á langtímanyt- semi kerfisins fyrir almannahag og er það vel. En endurskoðun af þessu tagi dugir ekki ein sér. Gjaldtaka á útgerðina nú eða inn- köllun veiðiheimilda munu ekki sjálfkrafa bæta óréttlæti sem kann að hafa leitt af aðferðum ríkisvalds- ins þegar almennum frelsisréttindum til veiða á hafinu var breytt í framseljanleg sérrétt- indi. Þess vegna er þörf annars konar og sjálfstæðrar end- urskoðunar á þeirri aðferð sem notuð var við umbreytinguna yf- ir í nýtt kerfi. Með henni væri stefnt að því að bæta þeim sem kunna að hafa verið hlunnfarnir við lokun eldra kerfis og kalla jafnframt eftir endur- greiðslum frá hinum sem kunna að hafa fengið verðmæti í hendur umfram rétt- mætt tilkall. Endur- skoðun af þessu síð- arnefnda tagi er reyndar ekki einungis mikilvæg til að leiðrétta megi hugsanleg mis- tök löggjafans í þessu einstaka máli. Hún er ekki síður mikilvæg vegna fordæmisgildis allrar máls- meðferðarinnar fyrir frekari um- breytingu sameigna og samrétt- inda í einkaeignir og sérréttindi. Fundið fé, töpuð lífsbjörg Jónas Ólafsson Kvótinn Gjaldtaka á útgerðina nú eða innköllun veiðiheimilda, segir Jónas Ólafsson, mun ekki sjálfkrafa bæta óréttlæti. Höfundur er kerfisfræðingur.  Meira á netinu „HVENÆR er kvennahlaupið, stelp- ur?“ Spurði ung kona á mínum vinnustað fyrir stuttu. „Já, er það 16. júní í ár, fínt þá verður maður í bænum þá helgi útaf sautjánda.“ „Ég hef reyndar aldrei farið í kvennahlaupið í Garðabæ,“ sagði önn- ur, „hef alltaf verið einhvers staðar úti á landi í sumarbústað og verið með í hlaup- inu á Flúðum eða Laugarvatni.“ „Í ár ætla ég bara að fara með stelp- urnar mínar, tvíburana og fara næststystu leiðina og ekki fara með strákinn með, það verður frá- bært,“ sagði sú þriðja með bros á vör. Tólfta hlaupið Það er hluti af tilverunni að undirbúa sig og taka þátt í kvennahlaupi ÍSÍ. Frá upphafi hefur aðalhlaupið verið í Garðabæ og hafa íbúar þar lagt sitt af mörk- um til þess að gera hlaupið sem eftirminnilegast. Fyrsta árið var hlaupið í Garðabæ og á nokkrum stöðum á landinu, en síðan hefur hlaupun- um fjölgað koll af kolli og síðustu árin hefur kvennahlaupið verið haldið á um áttatíu stöðum hér á landi og mjög víða er- lendis. Reynt er að halda hlaupið sem næst 19. júní, kven- nréttindadeginum, og undirstrika með því samtakamátt kvenna, sem getur verið ótrú- legur þegar á þarf að halda. Dætur – mömmur – ömmur Það sem gerir kvennahlaupið svo sérstakt er hugmyndafræðin að baki því. Takmarkið er ekki að hlaupa til þess að keppa, heldur að vera þátttakandi á sínum eigin for- sendum. Konan sem var með í fyrra, 99 ára, gat tekið þátt af því hún gat farið á sínum hraða og tímatökur voru ekki að reka á eft- ir. Dætur geta farið með ömmum og langömmum og allir koma heilir heim. Hins vegar er fólk sem gjarnan vill hlaupa og aðgæta tím- ann. Það getur gert það og tekið tímann sjálft, eins og það gerir á sínum hlaupaæfingum. Allar með – setjum met Það væri gaman að við tækjum okkur saman þetta árið og settum nýtt þátttökumet og gerðum þenn- an stærsta íþróttaviðburð ársins hjá ÍSÍ enn stærri og fjölmennari. Samtaka nú stelpur! Kvennahlaupið 16. júní Unnur Stefánsdóttir Hlaup Það væri gaman að við tækjum okkur saman þetta árið, segir Unnur Stefánsdóttir, og sett- um nýtt þátttökumet og gerðum þennan stærsta íþróttaviðburð ársins hjá ÍSÍ enn stærri og fjölmennari. Höfundur er íþróttakona í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Í FRÉTT Morgun- blaðsins sunnudaginn 10. júní segir að engin lög eða reglur komi í veg fyrir að stjórnendur fyrirtækja skoði tölvu- póst og fylgist með tölvupósti starfsmanna sinna til og frá fyrirtæk- inu. Ég fæ ekki betur séð en að þessar upplýs- ingar, sem virðast vera fengnar úr erindi Gunn- ars Sturlusonar hæsta- réttarlögmanns um persónuvernd í fjar- skiptum, séu beinlínis rangar. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands bannar persónunjósnir af þessu tagi nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Segir skil- merkilega í 71. grein stjórnarskrár- innar að bannið eigi við um „rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtöl- um og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.“ Tölvupóstsendingar eru tvímæla- laust verndaðar með þessu ákvæði. Dómsúrskurður til þess að lesa tölvupóst fæst væntanlega ekki nema fyrir liggi rökstuddur grunur um refsivert athæfi. Og engin sérstök lagaheimild er til um að stjórnendur fyrirtækis geti fylgst með póstsend- ingum starfsmanna sinna. Í Morgunblaðsfréttinni er vísað í álit Persónuverndar um að ákvæði í persónuverndarlögum um „rafræna vöktun“ nái til tölvupóstsendinga. Er of langt seilst að leita heimildar fyrir því að hnýsast í póst manna í lög um persónuvernd. Þau lög eiga að tryggja að ekki sé farið með persónuupplýsing- ar í andstöðu við grund- vallarsjónarmið um friðhelgi einkalífsins. Enn fremur orkar tví- mælis að túlka laga- ákvæði um „rafræna vöktun“ með þeim hætti að þau nái til tölvupósts, því að rafræn vöktun á umfram allt við um eft- irlitsmyndavélar sem eru stöðugt eða mjög reglulega í gangi, t.a.m. í bönkum. En það má kannski einu gilda, því að svo rúm túlkun á hugtakinu „rafræn vöktun“ jafngildir hvort sem er ekki „sérstakri laga- heimild“ sem stjórnarskráin gerir að skilyrði fyrir því að póstsendingar séu kannaðar. Nær væri að athuga lög um póst- flutninga, þar sem eru ströng ákvæði um póstleynd, og yfirfæra þau á tölvupóst til og frá fyrirtækjum. Fyrirtæki geta ekki svipt starfs- menn mannréttindum vegna sérhags- muna sinna þótt þau geti sett reglur um meðferð póstsendinga og ætlast til að eftir þeim sé farið. Gildir einu þótt tölvupóstur fari inn á lén í eigu fyrirtækisins eða sé sendur úr tölvu þess. Stjórnendur fyrirtækja verða einfaldlega að treysta starfsmönnum sínum til þess að misnota ekki að- stöðu sína. Til marks um að hér er ekki um neitt smámál að tefla er að stjórnar- skráin leggur að jöfnu líkamsleit, hús- leit, símahleranir og rannsókn á póst- sendingum. Niðurstaðan er því sú að fyrirtæki mega ekki skoða tölvupóst starfsmanna sinna fremur en að hlera síma þeirra. Að því leytinu virðist Ís- land standa ýmsum öðrum siðuðum ríkjum framar, ef trúa má því sem Morgunblaðið hefur eftir áðurnefnd- um Gunnari Sturlusyni, að forstjórum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi leyfist að skoða tölvupóst starfs- manna sinna. Má þá að ósekju styrkja lýðræðið í þeim löndum. Tölvupóstur verndaður í stjórnarskrá Þór Jónsson Höfundur er varaformaður Blaðamannafélags Íslands. Persónuvernd Fyrirtæki, segir Þór Jónsson, geta ekki svipt starfsmenn mann- réttindum vegna sérhagsmuna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.