Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 23 LAGT hefur verið til að Tæknival hf. og Aco hf. verði sameinuð, að því er fram kemur í tilkynningu til Verð- bréfaþings Íslands hf. Þetta er nið- urstaða nefndar sem stjórnir fyrir- tækjanna skipuðu í sameiningarviðræður þeirra og í til- kynningunni segir að með samein- ingunni verði til stærsta upplýsinga- tæknifyrirtæki á Íslandi með 6,5–7 milljarða króna veltu á ári. Að sögn Frosta Bergssonar verða skiptahlutföll þannig að hlutur Tæknivals verður 62,3% og hlutur Aco 37,7% í sameinuðu félagi. Í fréttatilkynningunni segir að fyrirhugað sé að allur skrifstofu- rekstur, birgðahald og tækniþjón- usta Aco í Skaftahlíð verði flutt í Skeifuna 17, þar sem Tæknival hafi nýlega sameinað starfsemi sína. Þegar sameiningunni ljúki að fullu sé gert ráð fyrir um 200 manna starfsliði, en starfsmenn fyrirtækj- anna beggja hafi verið um 270 um síðustu áramót. Starfsmannabreyt- ingar séu að mestu um garð gengn- ar, hafi ýmist gerst um áramót eða á fyrstu mánuðum þessa árs. Hlutafé aukið samhliða sameiningu Stærstu hluthafar Aco hafa sam- kvæmt fyrrnefndri tilkynningu sam- þykkt sameininguna og fyrirhugað er að hún verði með þeim hætti að á hluthafafundi Tæknivals, sem boðað hefur verið til nítjánda þessa mán- aðar, verði tillaga um sameiningu formlega lögð fram. Þar muni koma fram tillaga að breytingum á sam- þykktum félagsins um hækkun hlutafjár til að kaupa öll hlutabréf í Aco hf. og til að selja nýjum aðilum. Þá segir að með fyrirhugaðri sam- einingu og hlutafjáraukningu sé jafnframt rennt styrkari stoðum undir reksturinn og tryggt að sam- einað fyrirtæki standi af sér sveiflur í viðskiptaumhverfinu. Í tilkynningunni segir ennfremur að ný stjórn sameinaðs félags verði kosin á fundinum og kynntar ráðn- ingar í æðstu stjórnunarstöður, en upplýsingar um hvernig þær stöður yrðu skipaðar fengust ekki gefnar upp í gær. Ársvelta Tæknivals og Aco 6,5–7 milljarðar króna Tæknival með 62,3% í sameinuðu félagi HAGNAÐUR Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf. nam 73 milljónum króna á síðasta ári. Þar sem rík- isstofnanirnar Fríhöfnin á Keflavík- urflugvelli og Flugstöð Leifs Eiríks- sonar voru sameinaðar í hlutafélagið Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, FLE, 1. október sl. þá er árs- reikningurinn myndaður af þriggja mánaða uppgjöri, þ.e. frá 1. október til 31. desember 2000. Ekki er því hægt að bera tölur saman við árið á undan. Rekstrartekjur FLE námu 1.145 milljónum króna. Þar af námu versl- unartekjur 964 milljónum króna og leigutekjur 181 milljón króna. Rekstrargjöld án afskrifta og fjár- magnsliða námu 791 milljón króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 354 milljónir króna. Fjármagnsgjöld og gengis- munur nam 244 milljónum króna en að teknu tilliti til fjármagnstekna og tekna vegna verðlagsbreytinga voru fjármagnsliðir neikvæðir um 120 milljónir króna. Í ársskýrslu kemur fram að veik- ing krónunnar gagnvart Banda- ríkjadollar skýri að verulegu leyti hvað fjármagnsgjöld hafa hækkað á milli ára því mest af langtímaskuld- bindingum fyrirtækisins er í doll- urum. Heildareignir FLE eru bók- færðar á 11.312 milljónir króna í árslok á móti 10.588 milljónum króna 1. október 2000. Skuldir fyr- irtækisins námu 7.917 milljónum króna í árslok og eigið fé 3.395 millj- ónum króna. Skuldir aukast um 609 milljónir frá 1. október til ársloka. Eiginfjárhlutfall var 30% í árslok. Veltufé frá rekstri nam 341 milljón sem er um 30% af rekstrartekjum. Handbært fé í árslok er 1.149 millj- ónir króna. Erlend langtímalán hagstæðari en innlend vegna vaxtamunar Í ársskýrslu FLE kemur fram að fyrirtækið telji hagkvæmara til lengri tíma litið að fjármagna fjár- festingar að stórum hluta með er- lendum langtímalánum vegna þess mikla vaxtamunar milli erlendra mynta og íslensku krónunnar þrátt fyrir gengissveiflur árið 2000. „Ís- lenska krónan veiktist verulega á tímabilinu og varð bókhaldslegt tap félagsins vegna erlendra lána tals- vert. Veiking krónunnar hefur hins vegar til lengri tíma litið jákvæð áhrif á tekjur félagsins, sem eru að verulegum hluta háðar erlendum gjaldmiðlum. Þrátt fyrir bókhalds- legt gengistap er sjóðsstaða félags- ins sterk þar sem vaxtagreiðslur af erlendum lánum eru lægri en ef skuldir væru í íslenskum krónum. Unnið er að endurfjármögnun og fjármögnun framkvæmda. Félagið mun hafa að leiðarljósi við þá fjár- mögnun að erlendu lánin séu sam- sett úr gjaldmiðlum sem endur- spegli tekjumyndun fyrirtækisins og að það verji sig þannig gegn inn- byrðis sveiflum með virkri áhættu- stýringu,“ segir í ársskýrslu FLE. Í skýrslu stjórnarformanns kem- ur fram að áætluð velta félagsins verði um 4,7 milljarðar króna í ár. Hlutafé er nú 2,5 milljarðar króna og er allt í eigu ríkissjóðs. Eigið fé er um 3,4 milljarðar. Heildarlauna- greiðslur eru áætlaðar 500 milljónir króna í ár. Áformað er að taka í notkun að minnsta kosti 2.000 fermetra þjón- ustusvæði í Suðurbyggingu á næstu misserum. Við það mun verslunar- og veitingaaðstaða aukast til muna og þjónusta við farþega batna. Auk þess sem tekjuöflun félagsins mun styrkjast að sama skapi. Félagið mun bæði leigja út versl- unarrými og veitingaaðstöðu auk þess sem það mun setja upp eigin verslanir í Suðurbyggingu samhliða annarri verslunaruppbyggingu. Flugstöðin rekin með 73 milljóna kr. hagnaði ATVINNA mbl.is Lengri augnhár Við kynnum nýjan maskara frá Clinique: Lash Doubling Mascara Augnhárin lengjast um helm- ing með nýja Lash Doubling maskaranum frá Clinique. Þessi einstaka formúla fer fram úr björtustu vonum og tvöfaldar augnhárin. Þykkir þau til hins ýtrasta á sem stystum tíma. Nákvæmur burstinn hjálp- ar hverju hári að ná lengingu og þykkir hvert hár með jafnri og mjúkri áferð. Hreinn og tær, smitar ekki, klessir ekki. Árangurinn? Lengri augnhár á styttri tíma. Lash Doubling Mascara 8 g. Litir: svart/svar-brúnt. Clinique. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com Með öllum möskurum frá Clinique fylgir glæsilegur kaup- auki sem inniheldur: Cool Lustre Body Lotion 40 ml, Varagloss 3 g, Stop Signs Serum 4 ml ásamt glæsilegri gjafaöskju. Ráðgjafar frá Clinique þri.-fös. kl. 12-16. 100% ilmefnalaust , Kringlan og Mjódd, þriðjudag , Austurver, miðvikudag , Melhagi, fimmtudag , Austurstræti, föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.