Morgunblaðið - 12.06.2001, Side 23

Morgunblaðið - 12.06.2001, Side 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 23 LAGT hefur verið til að Tæknival hf. og Aco hf. verði sameinuð, að því er fram kemur í tilkynningu til Verð- bréfaþings Íslands hf. Þetta er nið- urstaða nefndar sem stjórnir fyrir- tækjanna skipuðu í sameiningarviðræður þeirra og í til- kynningunni segir að með samein- ingunni verði til stærsta upplýsinga- tæknifyrirtæki á Íslandi með 6,5–7 milljarða króna veltu á ári. Að sögn Frosta Bergssonar verða skiptahlutföll þannig að hlutur Tæknivals verður 62,3% og hlutur Aco 37,7% í sameinuðu félagi. Í fréttatilkynningunni segir að fyrirhugað sé að allur skrifstofu- rekstur, birgðahald og tækniþjón- usta Aco í Skaftahlíð verði flutt í Skeifuna 17, þar sem Tæknival hafi nýlega sameinað starfsemi sína. Þegar sameiningunni ljúki að fullu sé gert ráð fyrir um 200 manna starfsliði, en starfsmenn fyrirtækj- anna beggja hafi verið um 270 um síðustu áramót. Starfsmannabreyt- ingar séu að mestu um garð gengn- ar, hafi ýmist gerst um áramót eða á fyrstu mánuðum þessa árs. Hlutafé aukið samhliða sameiningu Stærstu hluthafar Aco hafa sam- kvæmt fyrrnefndri tilkynningu sam- þykkt sameininguna og fyrirhugað er að hún verði með þeim hætti að á hluthafafundi Tæknivals, sem boðað hefur verið til nítjánda þessa mán- aðar, verði tillaga um sameiningu formlega lögð fram. Þar muni koma fram tillaga að breytingum á sam- þykktum félagsins um hækkun hlutafjár til að kaupa öll hlutabréf í Aco hf. og til að selja nýjum aðilum. Þá segir að með fyrirhugaðri sam- einingu og hlutafjáraukningu sé jafnframt rennt styrkari stoðum undir reksturinn og tryggt að sam- einað fyrirtæki standi af sér sveiflur í viðskiptaumhverfinu. Í tilkynningunni segir ennfremur að ný stjórn sameinaðs félags verði kosin á fundinum og kynntar ráðn- ingar í æðstu stjórnunarstöður, en upplýsingar um hvernig þær stöður yrðu skipaðar fengust ekki gefnar upp í gær. Ársvelta Tæknivals og Aco 6,5–7 milljarðar króna Tæknival með 62,3% í sameinuðu félagi HAGNAÐUR Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf. nam 73 milljónum króna á síðasta ári. Þar sem rík- isstofnanirnar Fríhöfnin á Keflavík- urflugvelli og Flugstöð Leifs Eiríks- sonar voru sameinaðar í hlutafélagið Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, FLE, 1. október sl. þá er árs- reikningurinn myndaður af þriggja mánaða uppgjöri, þ.e. frá 1. október til 31. desember 2000. Ekki er því hægt að bera tölur saman við árið á undan. Rekstrartekjur FLE námu 1.145 milljónum króna. Þar af námu versl- unartekjur 964 milljónum króna og leigutekjur 181 milljón króna. Rekstrargjöld án afskrifta og fjár- magnsliða námu 791 milljón króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 354 milljónir króna. Fjármagnsgjöld og gengis- munur nam 244 milljónum króna en að teknu tilliti til fjármagnstekna og tekna vegna verðlagsbreytinga voru fjármagnsliðir neikvæðir um 120 milljónir króna. Í ársskýrslu kemur fram að veik- ing krónunnar gagnvart Banda- ríkjadollar skýri að verulegu leyti hvað fjármagnsgjöld hafa hækkað á milli ára því mest af langtímaskuld- bindingum fyrirtækisins er í doll- urum. Heildareignir FLE eru bók- færðar á 11.312 milljónir króna í árslok á móti 10.588 milljónum króna 1. október 2000. Skuldir fyr- irtækisins námu 7.917 milljónum króna í árslok og eigið fé 3.395 millj- ónum króna. Skuldir aukast um 609 milljónir frá 1. október til ársloka. Eiginfjárhlutfall var 30% í árslok. Veltufé frá rekstri nam 341 milljón sem er um 30% af rekstrartekjum. Handbært fé í árslok er 1.149 millj- ónir króna. Erlend langtímalán hagstæðari en innlend vegna vaxtamunar Í ársskýrslu FLE kemur fram að fyrirtækið telji hagkvæmara til lengri tíma litið að fjármagna fjár- festingar að stórum hluta með er- lendum langtímalánum vegna þess mikla vaxtamunar milli erlendra mynta og íslensku krónunnar þrátt fyrir gengissveiflur árið 2000. „Ís- lenska krónan veiktist verulega á tímabilinu og varð bókhaldslegt tap félagsins vegna erlendra lána tals- vert. Veiking krónunnar hefur hins vegar til lengri tíma litið jákvæð áhrif á tekjur félagsins, sem eru að verulegum hluta háðar erlendum gjaldmiðlum. Þrátt fyrir bókhalds- legt gengistap er sjóðsstaða félags- ins sterk þar sem vaxtagreiðslur af erlendum lánum eru lægri en ef skuldir væru í íslenskum krónum. Unnið er að endurfjármögnun og fjármögnun framkvæmda. Félagið mun hafa að leiðarljósi við þá fjár- mögnun að erlendu lánin séu sam- sett úr gjaldmiðlum sem endur- spegli tekjumyndun fyrirtækisins og að það verji sig þannig gegn inn- byrðis sveiflum með virkri áhættu- stýringu,“ segir í ársskýrslu FLE. Í skýrslu stjórnarformanns kem- ur fram að áætluð velta félagsins verði um 4,7 milljarðar króna í ár. Hlutafé er nú 2,5 milljarðar króna og er allt í eigu ríkissjóðs. Eigið fé er um 3,4 milljarðar. Heildarlauna- greiðslur eru áætlaðar 500 milljónir króna í ár. Áformað er að taka í notkun að minnsta kosti 2.000 fermetra þjón- ustusvæði í Suðurbyggingu á næstu misserum. Við það mun verslunar- og veitingaaðstaða aukast til muna og þjónusta við farþega batna. Auk þess sem tekjuöflun félagsins mun styrkjast að sama skapi. Félagið mun bæði leigja út versl- unarrými og veitingaaðstöðu auk þess sem það mun setja upp eigin verslanir í Suðurbyggingu samhliða annarri verslunaruppbyggingu. Flugstöðin rekin með 73 milljóna kr. hagnaði ATVINNA mbl.is Lengri augnhár Við kynnum nýjan maskara frá Clinique: Lash Doubling Mascara Augnhárin lengjast um helm- ing með nýja Lash Doubling maskaranum frá Clinique. Þessi einstaka formúla fer fram úr björtustu vonum og tvöfaldar augnhárin. Þykkir þau til hins ýtrasta á sem stystum tíma. Nákvæmur burstinn hjálp- ar hverju hári að ná lengingu og þykkir hvert hár með jafnri og mjúkri áferð. Hreinn og tær, smitar ekki, klessir ekki. Árangurinn? Lengri augnhár á styttri tíma. Lash Doubling Mascara 8 g. Litir: svart/svar-brúnt. Clinique. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com Með öllum möskurum frá Clinique fylgir glæsilegur kaup- auki sem inniheldur: Cool Lustre Body Lotion 40 ml, Varagloss 3 g, Stop Signs Serum 4 ml ásamt glæsilegri gjafaöskju. Ráðgjafar frá Clinique þri.-fös. kl. 12-16. 100% ilmefnalaust , Kringlan og Mjódd, þriðjudag , Austurver, miðvikudag , Melhagi, fimmtudag , Austurstræti, föstudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.