Morgunblaðið - 12.06.2001, Page 22

Morgunblaðið - 12.06.2001, Page 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRUNNSKÓLA Borgarness var slitið á hefðbundinn hátt föstu- daginn 31. maí. Nemendur í 1. til 9. bekk mættu klukkan tvö og fengu vitnisburð sinn afhentan við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu. 10. bekkur var út- skrifaður sérstaklega klukkan fimm og fór útskriftin fram á Hót- el Borgarnesi. Umsjónarkennarar rifjuðu upp ýmislegt skondið frá liðinni tíð og sýnd voru myndbönd af nem- endum frá yngri árum. Fulltrúar foreldra og nemenda ávörpuðu gesti og skólastjóri kvaddi ár- ganginn. Rotary klúbbur Borg- arness hefur um árabil undirbúið og skipulagt starfskynningu fyrir 10. bekk að vori. Nemendur hafa síðan kynnt þau fyrirtæki sem þau heimsóttu á Rotary fundi, og fengið viðurkenningar á skólaslit- um fyrir bestu kynningarnar. Í ár voru það Arndís Huld Hákon- ardóttir, Tinna Kristinsdóttir og Kristín Heba Gísladóttir sem urðu hlutskarpastar fyrir verkefni sitt um heimsókn í Viðskiptaháskól- ann á Bifröst. Nemendur í 10. bekk fengu við- urkenningu fyrir góðan náms- árangur. Tinna Kristinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir einkunn- ir úr þremur samræmdum próf- um, íslensku, ensku og dönsku, Soffía Helgadóttir fékk við- urkenningu fyrir dönsku og Jó- hannes Guðbrandsson hélt uppi heiðri strákanna og fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Foreldrar buðu í lokin upp á myndarlegt kaffihlaðborð. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Kristín Heba Gísladóttir, Tinna Kristinsdóttir, Arndís Huld Hákonardóttir, Þórhildur Kristín Bachmann og Anna Margrét Ragnarsdóttir fengu verðlaun frá Rotary. Skólaslit grunn- skólans í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Soffía Helgadóttir, Tinna Kristinsdóttir og Jóhannes Guðbrandsson fengu verðlaun fyrir bestan námsárangur. Borgarnes ÁRLEG veiting viðurkenninga Framfarafélags Fljótsdalshéraðs og Landsbanka Íslands hf. fór nýlega fram í Skriðuklaustri. Viðurkenning er veitt aðilum sem hafa verið nokk- urs konar framfarasinnuð leiðar- hnoð á Héraði undanfarið ár og þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði með dugnaði, einstaklings- framtaki og á þann hátt sem verð- skuldar athygli. Fjórir aðilar hlutu tilnefningu að þessu sinni en það voru Aðalsteinn Hákonarson, Davíð Jóhannesson, Jón Guðmundsson og Björgunar- sveitin Hérað. Aðalsteinn hlaut viðurkenningu fyrir nýsköpun í atvinnumálum en hann átti hugmyndina að því að setja á stofn söluskrifstofu fyrir Fróða hf. eystra. Hafa nú milli 15 og 25 manns kvöldvinnu við síma- sölu sem annars væri framkvæmd frá höfuðborgarsvæðinu. Davíð Jóhannesson gullsmiður fékk viðurkenningu fyrir varðveislu og útbreiðslu gamals handbragðs við smíði silfurvíravirkis sem eink- um er notað við íslenska þjóðbún- inginn. Þá fékk Jón Guðmundsson kenn- ari og skáld viðurkenningu fyrir öt- ult starf að æskulýðs-, lista- og menningarmálum. Jón er tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Austur- Héraðs og hefur sett sterkan svip á tónlistarlíf og leikhús á Héraði. Þá iðkar hann skáldskap og myndlist meðfram öðrum störfum sínum. Einnig var Björgunarsveitinni Héraði veitt viðurkenning fyrir einkar öflugt uppbyggingarstarf í þágu slysavarna á Héraði og ná- grenni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og Landsbankinn veittu forkólfum á Héraði viðurkenningu á dögunum. Jón Guðmundsson, Stefán Sveinsson, Aðalsteinn Hákonarson og Guðlaug B. Bjarnþórsdóttir sem tók við við- urkenningu fyrir hönd Davíðs Jóhannessonar. Framfarafélag útnefnir forkólfa ársins Egilsstaðir KRISTJÁN Karlsson, vörubíl- stjóri á Djúpavogi, var heldur en ekki hissa þegar hann leit undir vélarhlíf bifreiðar sinnar morgun einn fyrir skemmstu. Kom þar í ljós þrastarhreiður með fjórum eggjum. Vörubifreiðin hafði staðið óhreyfð í skamman tíma og nýttist sá tími þrestinum vel til hreiður- gerðar. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Hreiðurgerð í vörubíl Djúpivogur ÁRLEGA er haldinn sérstakur hjóladagur í leikskólanum á Flúð- um. Þá koma allir krakkar með hjólin sín og þá er líf og fjör sem endranær. Hér sést hluti leik- skólakrakkanna sem stilltu sér upp fyrir fréttaritara til mynda- töku. Hjólað á Hjóla- daginn Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hrunamannahreppur FLÓRGOÐINN er talinn sjald- gæfur fugl á Íslandi nema á norð- austanverðu landinu og í Skaga- firði. Hvergi er hann eins algengur og á Mývatni og nágrenni þess segir í bókinni Fuglar Íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson. Vitað er um nokkur flórgoðapör í A-Húna- vatnssýslu og er Vatnsdalurinn of- arlega á vinsældalistanum. Þessi flórgoði hefur fundið sér dvalar- stað í seftjörn rétt vestan við ein- breiða brúna yfir Hnausakvísl (Vatnsdalsá) alveg við þjóðveg 1. Í þessari sömu seftjörn hefur álf- tapar einnig gert sér hreiður sem er mjög sýnilegt frá þjóðvegi 1. Þó er sá munur á hreiðurgerð þessara fuglategunda að hreiður flórgoð- ans flýtur og fylgir vatnshæðinni en álftin hefur traustar undirstöð- ur undir dyngju sinni A-Húnavatnssýsla Flórgoði í alfaraleið Blönduós

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.