Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 1
134. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. JÚNÍ 2001 LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) lýstu því yfir einum rómi í gær að ekki yrði hvikað frá áformunum um að stækka sambandið til austurs, þrátt fyrir að Írar skyldu óvænt hafna Nice-sáttmálanum – uppfærðum stofnsáttmála ESB sem ætlað var að búa í haginn fyrir inngöngu allt að 12 nýrra aðildarríkja. Umsátursástand var vegna óeirða í kringum fundar- stað leiðtoganna í Gautaborg í gær og tugir manna særðust, þeirra á meðal tveir mótmælendur sem urðu fyrir skotum þegar lögreglumaður hleypti af byssu. „Það er eining um að senda þau skilaboð til umsóknarríkjanna að við ætlum að halda stækkunarferlinu áfram,“ sagði Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar. Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði að ráðamenn flestra aðildarríkjanna fimmtán hefðu á fundinum viljað gefa út nákvæmari skilaboð um hvenær þau fyrstu úr hópi umsóknarríkjanna fengju inn- göngu. Að sögn embættismanna voru þó stjórnir Þýskalands og Frakk- lands andvígar því að gefa út ákveðn- ar dagsetningar í þessu sambandi. Verstu uppþot sem fylgt hafa nokkrum leiðtogafundi ESB Þegar leiðtogarnir ræddu næstu skref í stækkunarferlinu, áhrif írska „neisins“ við Nice-sáttmálanum, Kyoto-bókunina um loftslagsmál og fleiri mál þurftu þúsundir sænskra óeirðalögreglumanna að hafa sig allar við til að hafa taumhald á mótmæl- endum sem reyndu að trufla funda- höld stjórnmálaleiðtoganna. Til ítrek- aðra átaka kom milli lögreglu og hópa mótmælenda, sem sumir skóku an- arkistafána. Götusteinar voru rifnir upp og hent í lögregluna, gluggar í fjölda verslana í miðborg Gautaborg- ar mölvaðir, bílar skemmdir, hús- gögnum kaffihúsa kastað út á götu og kveikt í þeim. Mótmælendur létu einnig greipar sópa um nokkrar versl- anir og ráðist var inn í eitt af helstu leikhúsum borgarinnar. „Stéttastríð“ var meðal vígorða sem mótmælendur máluðu á húsveggi. Sænskir fjölmiðlar sögðu að 50 manns, þar af 12 lögreglumenn, hefðu særst í átökunum. Tveir menn voru fluttir á sjúkrahús vegna skotsára eft- ir að lögreglumaður hleypti af byssu í sjálfsvörn, að sögn lögreglunnar. Um 600 mótmælendur voru handteknir. Þetta eru verstu uppþot sem fylgt hafa nokkrum ESB-leiðtogafundi til þessa. Um 1.000 mótmælendur höfðu nokkrar götur í miðborginni algjör- lega á valdi sínu um hríð. Leiðtogarn- ir áttu að snæða kvöldverð í einu veit- ingahúsa miðborgarinnar en hætt var við það vegna óeirðanna. Umsátursástand við fundarstað leiðtoga Evrópusambandsins í Gautaborg Eining um að hvika ekki frá stækkun ESB AP Lögreglumenn kljást við mótmælendur sem reyna að ryðjast að fundarstað leiðtoga ríkja Evrópusambandsins í Gautaborg. Margir mótmælendanna komu til Svíþjóðar frá öðrum löndum til að trufla fundahöldin. Gautaborg. Reuters, AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hvatti til þess í ræðu í Póllandi í gær að fleiri ríki í Mið- og Austur- Evrópu fengju aðild að Atlantshafs- bandalaginu og sagði að Rússar þyrftu ekki að óttast stækkun NATO þótt ríki, sem eiga landamæri að Rússlandi, gengju í bandalagið. Í ræðunni lýsti Bush framtíðarsýn sinni á samstarf Evrópuríkja og sagði að tímabært væri að hætta að tala um Austur- og Vestur-Evrópu sem and- stæða póla. Hann sagði að Evrópu- samruninn þyrfti að ná til ríkja í Suð- austur-Evrópu og Úkraínu og vakti máls á þeim möguleika að Eystra- saltsríkin Eistland, Lettland og Litháen fengju aðild að NATO þrátt fyrir andstöðu Rússa. „Öll nýju lýð- ræðisríkin í Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og þar á milli, ættu að fá sama tækifæri til öryggis og frelsis – og til að ganga í stofnanir Evrópu – og gömlu lýðræðisríkin fengu,“ sagði forsetinn í ræðu í bókasafni Var- sjárháskóla. „Markmið okkar er að afmá falskar línur sem hafa skipt Evrópu alltof lengi.“ Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna fagna yfirlýsingunni Bush bætti við að það væri ekki spurning um hvort aðildarríkjum NATO yrði fjölgað heldur hvenær það yrði gert. „Engin þjóð ætti að vera peð í tafli annarra. Við fórnum ekki frjálsum Evrópuþjóðum.“ Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna þriggja fögnuðu þessum ummælum Bush í gærkvöldi og sögðu þau auka líkurnar á því að þeim yrði boðin aðild að NATO á leiðtogafundi bandalags- ins á næsta ári. Bush sagði fyrr um daginn á blaða- mannafundi að Rússar ættu ekki að hafa „neitunarvald“ þegar ákvörðun yrði tekin um fjölgun aðildarríkja bandalagsins. Bandaríski forsetinn ræðir við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Slóveníu í dag. Bush kvaðst ætla að vekja máls á því á fundinum að Bandaríkjastjórn hefði áhyggjur af fréttum um útbreiðslu gereyðingar- vopna til ríkja sunnan landamæra Rússlands. Hann sagðist ætla að taka þetta mál upp til að útskýra fyrir Pút- ín hvers vegna hann teldi mikilvægt fyrir Rússa að styðja áform Banda- ríkjastjórnar um að koma upp eld- flaugavörnum til að verjast hugsan- legum árásum óvinveittra ríkja. Washington Post hafði eftir banda- rískum embættismönnum í gær að grunur léki á því að Rússar hefðu selt Írönum efni sem hægt væri að nota til að framleiða kjarnavopn. Bush styður eindregið frekari stækkun NATO AP George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, flytur ávarp í bóka- safni Varsjárháskóla. Varsjá. Reuters, AP.  Öryggis- og varnarmál/22 ANNAR síamstvíburanna, sem aðskildir voru með aðgerð í Bretlandi í nóvember, Gracie, hefur tekið miklum framförum. Er búist við að hún fái að fara heim til foreldra sinna á Möltu um helgina. Gracie er nú tíu mánaða gömul. Hin systirin, Mary, lést við aðgerðina en þær voru sam- vaxnar á mjöðm, og deildu með sér hrygg. Lungu og hjarta Gracie störfuðu einnig fyrir systurina og læknar sögðu að vegna álagsins myndu bæði börnin deyja ef ekki yrði gripið til aðgerðar. Læknirinn Adrian Bianchi sagði Gracie geta sest upp hjálparlaust. „Ég sé ekkert mæla gegn því að hún muni geta gengið og tekið þátt í lík- amlegu erfiði og íþróttum eins og önnur börn,“ sagði Bianchi. Foreldrar stúlkunnar voru upphaflega á móti því að fórna Mary til að bjarga Gracie, en segjast nú himinlifandi yfir dótturinni sem lifði. Hún sé „sannur bardagajaxl“. Gracie senn út- skrifuð Síamstvíburinn frá Möltu HOLLENSKU samtökin Rán- ardætur, sem sigldu skipi sínu í höfn í Dyflinni í fyrradag, til- kynntu í gær að ekkert yrði um fóstureyðingar um borð eins og ráðgert hefði verið. Var ástæðan sögð sú að umsóknir írskra kvenna um fóstureyðingu væru miklu fleiri en unnt væri að ráða við auk þess sem vandkvæði hefðu komið upp varðandi hol- lensk lög. Komið hefði í ljós að skipið hefði ekki fengið tilskilin leyfi frá hollenskum heilbrigð- isyfirvöldum til fóstureyðinga. Hinar hollensku Ránardætur ætla þó að veita írskum konum ráð- gjöf um borð í skipinu sem heitir Áróra og er gamalt togskip. Fóstureyðingar eru ekki leyfi- legar í Írlandi nema í undantekn- ingartilfellum og þær hefði því ekki mátt framkvæma um borð í skipinu innan írsku lögsögunnar. Reuters „Fóstur- eyðinga- skip“ í höfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.