Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólöf IngibjörgSímonardóttir (Lalla) fæddist á Stokkseyri 1. júní 1916. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands laugardaginn 9. júní síðastliðinn. Ólöf var dóttir hjónanna Símonar Jónssonar og Krist- gerðar Gísladóttur á Stokkseyri. Systkini hennar Ólafur, Guð- rún og Gísli Símonar- börn, en Ólafur lést fyrir nokkrum árum. Ólöf fór snemma að heiman, upp úr fermingu, fyrst til Vest- mannaeyja en síðan 1937 til Dan- merkur og ílengdist þar í stríðinu. Hún eignaðist einn son, Gert Helga. f. 3.7. 1940. Hún giftist síðan dönskum manni Christian Pedersen, f. 1946, sem var bú- settur við Svendborg á Suður-Fjóni. Hann átti þrjú börn, Birg- it, f. 1937, Jörgen, f. 1940, og Mary, f. 1944. Christian lést 1974 og árið 1979 fluttist Ólöf aftur til Íslands og hóf sambúð með Ólafi Sigurðssyni frá Eyrarbakka. Þau fluttust síðan til Selfoss þar sem Ólafur lést árið 1995. Síðustu árin bjó Ólöf ein á Sel- fossi. Ólöf verður jarðsett frá Selfoss- kirkju í dag klukkan 15:30. Það var í október 1949 sem ég sigldi með skipinu Dronning Alex- andrinu til Kaupmannahafnar. Var ferðinni heitið til Skaarup á Fjóni í húsmæðraskóla. Við vorum 3 ís- lenskar stúlkur, sem sóttum um skólavist í þessum ágæta skóla. Fljótlega eftir skólasetninguna upp- lýsti skólastýran okkur íslensku stúlkurnar að það byggi íslensk kona þarna í þorpinu. Ég lét ekki marga daga líða, þar til ég hafði upp á þess- ari mætu konu. Nú er liðin meira en hálf öld frá því okkar fundum bar fyrst saman. Þá tókst með okkur ævilangt samband sem aldrei hefur rofnað. Í stuttu máli leyfi ég mér að segja að hún Lalla mín, eins og hún var kölluð, var sú yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst um ævina. Eftir að skólanum lauk skrif- uðumst við á í mörg ár og þegar hún kom til Íslands kom hún alltaf í heimsókn. Fyrst á heimili foreldra minna og síðar á mitt eigið heimili. Kunningsskapur okkar á milli hélt ávallt áfram eftir að Lalla fluttist til Íslands. Á Danmerkurárunum kynntist hún Kristjan Petersen sem var ekkjumaður með 3 börn. Gerðist hún fyrst ráðskona hjá honum og síðar eiginkona og gekk börnum hans í móður stað. Sjálf átti hún son- inn Helga. Eftir heimkomuna tókust að nýju kynni hennar með fyrrum skólabróður frá Laugarvatni Ólafi Sigurðssyni. Áttu þau sameiginleg áhugamál að ferðast um landið og óbyggðir þess og nutu þau útivistar í ríkum mæli. Bjuggu þau fyrstu árin sín í Reykjavík en fluttust svo austur á Selfoss. Ólafur lést fyrir 9 árum en Lalla bjó áfram í húsi aldraðra á Sel- fossi til síðasta dags. Lalla var mikil hannyrðakona, hún saumaði út öll- um stundum og tók þátt í að vera Ásu Ólafsdóttur listakonu til aðstoð- ar í alls konar myndvefnaði. Hún tal- aði oft um að það væri sitt líf og yndi að fást við útsaum. Mánudaginn annan í hvítasunnu 4. júní sl. hringdi síminn hjá mér rétt fyrir hádegi. Það var Lalla í síma- num og sagði hún mér að vinkona hennar Birta frá Danmörku væri í heimsókn. Voru þær nýkomnar úr eftirminnilegri afmælisferð Löllu um Snæfellsnes. Í lok þeirrar ferðar bilaði bílinn svo þær stöllur sátu nú heima á Selfossi í hinu besta veðri og komust hvergi. Þar sem ég og vinur minn ætluðum í ökuferð rétt í þann mund að síminn hringdi var þegar ákveðið að halda til Selfoss og taka þær vinkonur með í ferð um Flúðir, Brúarhlaðir, Gullfoss og Geysi og síðan var komið við hjá Grími syni mínum og fjölskyldu í sumarbústað þeirra og drukkið þar kaffi áður en haldið var til Selfoss á ný. Þetta var ógleymanleg ferð sem ég veit að við nutum öll í ríkum mæli. Það voru ljúfar kveðjustundir okkar á Selfossi þetta kvöld eftir eftirminnilegan dag. Þannig vil ég minnast Löllu vin- konu minnar. Ég vil votta fjölskyldu Löllu mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar Kristín Grímsdóttir. Ólöf eða Lalla eins og hún æv- inlega var kölluð af vinum og kunn- ingjum var ákaflega starfsöm og lif- andi manneskja. Hún var einkasystir móður minnar og þegar ég fyrst man eftir mér þá var hún búsett í Skårup á Fjóni í Danmörku. Þangað hafði hún farið í vist fyrir stríð eins og tíðkaðist í þá daga en varð innlyksa vegna stríðsins. Þetta varð til þess að hún tók að sér heimili ekkjumannsins Christian (Krist- jáns), með þrjú börn en áður en hægt var að sigla heim til Íslands hafði myndast kærleiksríkt samb- and milli hennar og Kristjáns og þau pússað sig saman þannig að ekkert varð úr heimferðinni í það sinnið. Lalla var forkur til vinnu og sá um heimilið með fjórum litlum börnum, þ.e. Helgi sem hún átti sjálf, og Birg- itta, Jörgen og Mary sem Kristján átti með sinni fyrrverandi konu. Fjölskyldan var mjög samrýnd. Lalla stjórnaði að sjálfsögðu öllu, því hún var alltaf búin að framkvæma hlutina áður en aðrir fóru að tala um þá. Fyrir utan það að hugsa um heimilið, sá hún um bókhald fyrir- tækis þeirra hjóna en þau ráku eigið vöruflutningafyrirtæki og þar fyrir utan sáu þau einnig um að aka öllu rusli fyrir Skårup og nærliggjandi byggðir. Ef einhver starfsmannanna varð veikur hljóp Lalla í skarðið og munaði ekkert um. Hún virtist hafa einhvern yfirgír því þrátt fyrir alla þessa vinnu sinnti hún börnunum af mikilli alúð og nærgætni og vann sig inn í hjarta þeirra, þótt þrjú þeirra væru ekki hennar eigin. Þau trúðu henni fyrir sínum leyndustu leynd- armálum og hélt svo áfram jafnvel eftir að þau stálpuðust. Mínar fyrstu minningar um Löllu tengjast undirbúningi jólanna. Ár- lega komu jólapakkar með dönskum jóladagatölum til okkar systkinanna sem sköpuðu mikla spennu og eft- irvæntingu fyrir komu jólahátíðar- innar þar sem dagarnir voru taldir niður fram að degi frelsarans. Lalla lét sig ekki vanta á öllum stórafmælum í ættinni og þegar ég fyrst sá þessa kæru frænku mína fannst mér eins og ég hefði þekkt hana alla mína ævi. Þó samskiptin væru stopul vegna fjarlægðarinnar og takmörkuðust við jólahátíðir framan af ævi minni og stórafmæli mörkuðu þau spor í vitund mína og urðu örlagavaldur um val mitt á skóla í Danmörku. Tækniskóli Íslands var sniðin að námi í Danmörku og þegar ég árið 1975 stóð frammi fyrir því vali til hvers staðar í Danmörku ég ætlaði til framhaldsnáms í tæknifræði varð val mitt ekki erfitt enda mikill feng- ur að geta verið nálægt góðum og hjálpsömum fjölskyldumeðlim. Valið stóð milli stærstu tækniskólanna þ.e. í Kaupmannahöfn, Árósum eða í Óð- insvéum og ég valdi Óðinsvé sem var stutt frá heimili Löllu og þar hafði Helgi Jónsson tæknifræðingur, einkasonur Löllu, stundað nám nokkrum árum áður. Þegar hér kemur við sögu var Kristján eigin- maður hennar dáinn fyrir nokkrum árum, börnin öll löngu uppkomin og flest gift og Lalla nýbúin að selja alla bílana og stóra húsið þeirra í Skårup og hafði fest kaup á glæsilegu og snotru einbýlishúsi í Nyborg á Fjóni. Þau voru ófá sporin mín inn á fallega heimilið hennar Löllu því þar fann ég rækilega fyrir því að þar var maður alltaf velkominn. Lalla var afskaplega rómantísk kona og segja má að hún sé ævin- týraprinsessan sem leitaði uppi æskuástina sína og stofnaði heimili með honum. Upp úr 1930 var Lalla send til náms í Héraðsskólann á Laugarvatni og þar kynntist hún honum Ólafi Sigurðssyni, æskuást- inni sinni. Þótt þau væru aðeins tán- ingar á þeim tíma tók æskuástin sér bólfestu í hjörtum þeirra og þrátt fyrir langan aðskilnað, upphaflega vegna stríðsins og þrátt fyrir barn- eignir og langt hjónaband með öðr- um slokknaði aldrei á þessum neista. Neistin tendraðist þegar þau hittust aftur fyrir tilstilli vinafólks enda var ekkert lengur sem gat aftrað þeim að eigast og bæði búin að missa maka sína. Lalla tók sig upp og flutti frá Danmörku og stofnaði heimili með Ólafi á Selfossi og varð samb- and þeirra mjög kærleiksríkt og var- aði allt þar til Ólafur lést fyrir nokkrum árum. Lalla átti við vanheilsu að stríða síðustu æviárin en þrátt fyrir það hélt hún sínu striki og sló aldrei af og keyrði á milli Reykjavíkur og Selfoss til að heimsækja einkasystur sína hvernig sem viðraði. Samband þeirra systra stóð á traustum grunni og höfðu þær gaman af að ferðast saman eftir að Lalla var flutt heim til Íslands og sérstaklega eftir að þær báðar voru orðnar einar. Þannig fóru þær ófáar ferðir hér innanlands en auk þess til Danmerkur, Banda- ríkjann, Krítar, Porto Ros, Madeira, Júgóslavíu, og Spánar. Ég veit að þær áttu mjög góðar stundir saman og er missir móður minnar því mikill við fráfall hennar. Ég vil votta öllum ættingjum og vinum Löllu samúð mína, þ.á m. móður minni Guðrúnu, Gísla bróður þeirra, Helga, einka- syni Löllu og fósturbörnum hennar þeim Birgittu, Jörgen og Mary og bið algóðan Guð að blessa minningu Löllu frænku. Jón Egill Unndórsson. Ég kynntist Löllu þegar faðir minn Ólafur Sigurðsson og hún ákváðu að hefja sambúð fyrir rúm- um tuttugu árum. Þau voru ákaflega samhent og góð hvort öðru, hlýjan á heimili þeirra var ómæld, nærandi og græðandi. Hún þráði að sjá sem mest af Ís- landi eftir langa útivist, það átti vel við hann pabba, að halda áfram að ferðast um landið með Löllu sem allt vildi sjá. Ég er ákaflega þakklát fyrir árin sem ég fékk að eiga samleið með Löllu, hún var sterk kona með dýrmæta og mikla reynslu af lífinu. Mér finnst hún hafa búið yfir flestum þeim kost- um sem prýða mega eina konu. Eftir að pabbi dó 1995 dýpkuðu tengsl okkar. Krosssaumur mun hafa átt sinn þátt í því, ég litaði garn og hannaði myndir og munstur sem hún sat með löngum stundum og fyllti með saumi. Við vorum alltaf spenntar að hittast, hún að fá ný verkefni að fást við, ég að sjá hvern- ig til hefði tekist hjá næmu sauma- konunni minni. Ég sat oftast lengi hjá Löllu, gisti stundum, til að fá svolítið lengri tíma með henni. Frásagnarhæfileiki hennar var mjög góður og minnið skarpt, bæði á atvik og tilfinningarnar sem tengd- ust þeim. Oft sagði hún mér frá hlut- um sem okkur þóttu svo fyndnir að við grétum af hlátri. Ég var alltaf full aðdáunar á hvað henni tókst að lifa lífinu lifandi síð- ustu árin þrátt fyrir veikindi og van- heilsu, til í allt sem var mannbæt- andi, sund, leikhús, bíó, lesa áhugaverðar bækur, ferðast og sjá meira, taka bara eina eða tvær töflur í viðbót til að njóta næsta augna- bliks. Ása Ólafsdóttir. Það sem gerði Löllu að vinsælum og áhugaverðum samferðamanni voru ekki síst réttlætiskennd henn- ar, atorka, jákvæði og geislandi áhugi á fólki og umhverfi. Hún lenti í ýmsu og reyndi margt á lífsgöngunni. Var send barnung frá heimili sínu á Stokkseyri til að vinna fyrir sér að hætti þess tíma. Fór síð- ar sem ung kona á vit ævintýra til Danmerkur að kynnast nýju um- hverfi og menningu og vinna fyrir sér um tíma, en festist í landinu á styrjaldarárunum. Hún eignaðist þar Gert Helga og annaðist hann sem einstæð móðir, en tók síðan að sér heimili dansks ekkjumanns að nafni Kristian, sem misst hafði konu sína frá þremur börnum. Þau Lalla og Kristian giftust og bjuggu lengst af í húsinu Ísafold í Skårup á Fjóni þar sem þau stunduðu vöruflutn- inga. Mér er minnisstætt sumarið 1975 þegar við 7 manna fjölskyldan heim- sóttum Löllu á leið okkar um meg- inland Evrópu, eftir vel heppnaða ársdvöl í Svíþjóð. Lalla var þá ekkja og bjó ein í Ísafold. Hún tók á móti okkur með sinni einstöku glaðværð og umhyggju. Við strákarnir fengum að sofa í stóra garðinum hennar meðan pabbi og mamma sváfu í hús- inu. Ró varð að vera komin á tím- anlega innandyra, því Lalla fór að vanda snemma að sofa og þurfti frið áður til að skrifa eitt af sínum mörgu sendibréfum til vina og vandamanna (Þessar bréfaskriftir voru eitt af að- alsmerkjum Löllu og myndu bréfin fylla nokkur bindi ef þau væru tekin saman). Daginn eftir bauð hún okkur rauð- graut með rjóma („rødgrød med fløde“) og ég hef aldrei nokkurn tím- ann fengið betri graut. Á síðari hluta ævinnar ákvað Lalla að söðla um á ný og flytja til Íslands. Þetta kom mörgum vinum hennar og ættingjum á óvart, sem töldu að hún væri orðin svo danskmótuð (í bestu merkingu) að Danmörk væri hennar heimahöfn og endastöð. En „römm er sú taug“. Hún hafði jafnframt kynnst gömlum æskuvini, Ólafi Sigurðssyni, og saman ákváðu þau að rugla saman reytum og stofna heimili á Selfossi. Var Lalla nú komin að heita má í heimahagana aftur, og undi sér þar ekki síður en í hlýja reitnum sínum í Skårup á ár- um fyrr. Nú er lífsgöngu Löllu lokið. Vegna allra sinna góðu eiginleika er ekki annað hægt en sakna hennar. En ljúfar minningar munu lifa áfram meðal samferðamanna. Megi kær- leiksríkur Guð geyma Löllu og vera með börnum hennar, systkinum og öllum ástvinum. Rúnar Vilhjálmsson. Enginn veit sitt skapadægur. Ég tala í símann við systur mína káta og hressa fyrir stundu og eftir klukku- tíma er hún helsjúk: Lífæðin hefur gefið sig, lífið fjarar út. Á hálfum öðrum sólarhring er Lalla systir dá- in. Söknuðurinn er sár. Hún hét fullu nafni Ólöf Ingibjörg Símonardóttir. Við vorum fjögur systkinin, börn Símonar og Krist- gerðar í Bræðraborg á Stokkseyri, þessu sjávarplássi á suðurströndinni með öllu sínu brimi og boðaföllum, en einnig fjölskrúðugu mannlífi. Þar bjó fólk með sönggleði og ævin- týraþrá í blóðinu. Ég var tveimur ár- um eldri en Lalla og nokkuð hærri. Hafði hún stundum orð á því, þegar við vorum börn, að ég vildi ráða yfir sér. Það tók fljótt af þegar við elt- umst og mér er ekki ugglaust um að hún hafi mjög snemma orðið leiðtogi í ýmsu því sem þurfti að bregðast fljótt við því hún hafði bæði góða greind og bein í nefinu og lífsorkan og fjörið var mikið. Barnæskan var stutt í þá daga. Börn þurftu snemma að vinna fyrir mat sínum. Ef engin vinna var heimavið voru þau send í burtu yfir sumartímann. Lalla systir var send til Vestmannaeyja 9 ára gömul. Hún lenti hjá góðu fólki og afkomendur hjónanna voru vinir Löllu alla tíð síð- an. Skólaskylda barna var í þá daga fjögur ár, frá 10–14 ára. Ef áhugi og geta var til að afla sér meiri mennt- unar voru þeir heppnir sem komust á héraðsskólana, sem mikils voru metnir í þá daga. Lalla var ein af þeim heppnu. Hún fór á Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Þau ár urðu henni dýrmæt í minningunni alla ævi. Skólaganga Löllu varð ekki lengri, en leikni hennar og úrræði í margs konar aðstæðum lífsins, og bréfaskriftir til vina og kunningja, báru vitni um að hún hafði fengið gott veganesti. Næsti kafli í ævi Löllu systur er ævintýri líkastur. Hún fór til Dan- merkur um tvítugt, varð innlyksa í stríðinu og ílentist þar í 40 ár. Hún eignaðist soninn Gert Helga og tók síðar að sér heimili ekkjumanns með 3 börn þar sem móðirin hafði dáið af barnsförum. Hún giftist manninum, elskaði hann og virti og ól upp börn- in hans, ásamt sínu, sem væru þau hennar eigin. Orðið stjúpa var ekki til í hennar orðaforða. Börnin höfðu átt sina „mor“. Lalla var ávallt köll- uð „mamma“ uppá íslensku og elsk- uð sem slík. Síðasti kaflinn er einnig ævintýra- legur. Þegar börnin voru upp komin, búin að stofna sitt eigið heimili og eiginmaðurinn dáinn, kom Lalla oft í heimsókn til Íslands. Í einni slíkri heimsókn hitti hún æskuvin sinn úr Héraðsskólanum á Laugarvatni, Ólaf Sigurðsson, ættaðan frá Eyr- arbakka. Þau felldu hugi saman og ákváðu að deila ævikvöldinu. Þau voru um sextugt og áttu saman mjög góð 20 ár þar til hann lést fyrir fimm árum. Þá voru þau nýbúin að festa sér íbúð í húsi aldraðra á Selfossi. Þar bjó hún til dauðadags og leið þar vel. Elsku systir mín. Alls staðar varst þú aufúsugestur hér á jörð og öllum vildir þú gott gjöra. Ég trúi að þér verði vel fagnað á áfangastað. Við systkini þín biðjum góðan Guð að varðveita sál þína að eilífu og vernda okkur vini þína sem eftir lifum. Guðrún Símonardóttir. ÓLÖF INGIBJÖRG SÍMONARDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.