Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 23 Gullsmiðir INDÓNESÍSKA lögreglan beitti táragasi og gúmmíkúlum gegn mót- mælendum á götum þriggja borga í landinu á miðvikudag. Talið er að minnst fimm hafi særst í átökum í borginni Sidoarjo í Austur-Java er um 5000 manns kröfðust þess að ný vinnulöggjöf stjórnarinnar yrði dregin til baka. Löggjöfin gengur út á það að lækka laun verkamanna með langan starfsaldur. Harkaleg mótmæli blossuðu einn- ig upp í héraðinu Aceh sem er á norð- urhluta eyjunnar Súmötru. Þar lét- ust minnst 10 manns í átökum mótmælenda og lögreglu. Þar með er tala látinna í mótmælum undan- farinnar viku komin í 52 en alls hafa 595 látist í átökum lögreglu og óbreyttra borgara það sem af er árinu. Til að komast hjá frekari mótmæl- um hefur Indónesíustjórn ákveðið að draga til baka áætlanir um hækkun á eldsneytisverði. Þrátt fyrir það hefur þúsundum hermanna verið skipað að vakta bensínstöðvar í stærstu borg- um landsins sem varúðarráðstöfun. AP Brennandi bíll í borginni Bandung í Indónesíu. Verkamenn hafa gengið berserksgang í borginni í mótmælum síðustu tveggja daga. Mannskæð mót- mæli í Indónesíu Jakarta. AFP. FYRIRTÆKJUM, viðskiptavinum og starfsmönnum hefur nú verið lofað peningagreiðslum komi þeir upp um ólöglegt samráð fyrirtækja í Danmörku. Nú liggja olíufélögin undir grun um slíkt samráð og því hefur Ole Stavad skattamálaráð- herra gripið til þess ráðs að hvetja fólk til að koma upp um slíkt. Þá vill hann að sektir og viðurlög við verð- samráði verði stórhert. Í mörgum Evrópulöndum tíðkast að verðlauna þá sem koma upp um ólöglega starfsemi auk þess sem starfsmenn njóta verndar gegn uppsögn ljóstri þeir upp um ólög- legt samráð. Ekki eru þó allir jafnhrifnir af til- lögunni. Hjá Sambandi danskra iðnrekenda er varað við því að þetta muni hvetja einstök fyrirtæki til að koma höggi á andstæðinga sína. Undir þetta tekur lagaprófessorinn Vagn Greve. Hann segir dómstól- ana taka tillit til upplýsinga sem berist frá starfsmönnum svo og öðrum fyrirtækjum en hann kveðst hafa alvarlegar efasemdir um lof- orð um peningagreiðslur og rétt- arvernd til þeirra sem upp komi um ólöglegt samráð. „Hættan er sú að fyrirtæki, sem stunda slíkt, rjúki til og ákæri aðra til þess að komast hjá ákæru. Á þennan hátt kunna þeir, sem eru á kafi í ólöglegu sam- ráði, að sleppa,“ segir Greve. Annar lagaprófessor, Lars Bo Langsted, segir að vegna hags- muna samkeppnisaðila sé ekki hægt að treysta því að allar þær upplýsingar sem berist séu réttar. „Spyrja má hversu sannar ákær- urnar verða ef menn og fyrirtæki eru verðlaunuð fyrir að ákæra aðra?“ Uppljóstr- urum heitið peninga- greiðslum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Hertar reglur gegn verðsamráði TÖLVULEIKUR sem gerður er að fyrirmynd stunguárásar í japönsk- um skóla 8. júní sl. þar sem átta börn létu lífið hefur nú verið fjarlægður af vefsíðu netfyrirtækisins Yahoo.com. Óþekktur einstaklingur hafði smíðað leikinn og komið honum fyrir á heimasíðu fyrirtækisins. Lögregl- an í Tókýó bað netfyrirtækið um að fjarlægja leikinn af síðunni sl. mið- vikudag þar sem hann gæti verið særandi fyrir aðstandendur barnanna átta sem létust í árásinni. Tölvuleikurinn gekk út á það að stinga sem flest börn til bana. Forsvarsmenn fyrirtækisins Yahoo leggja áherslu á að fyrirtækið eigi engan þátt í atvikinu. Leikurinn birtist á síðu á heimasvæði fyrirtæk- isins þar sem notendur sjálfir geta komið fyrir tölvuleikjum. Börn stung- in í tölvuleik Tókýó. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.