Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 35 Finndu réttu lausnina fegrar+ www.lancome.com Útsölustaðir um allt land mattar+ Lancôme býður þér upp á fullkomna lausn fyrir þína húðgerð Frábært tilboð á kremum mýkir+ Ferðasett og taska fylgja hverju kremi Framlög Borgarsjóðs til fyrirtækja Reykjavíkurborgar 1994-2000 á meðalverðlagi ársins 2000 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 * Fél.búst. hlutafj.auk./stofnfr.l. ’97 (EF) 70.000.000 105.010.549 1.733.704.936 Minjavernd hf. (EF) 107.838.791 Íþrótta- og sýningarhöllin hf. (EF) 5.000.000 Slökkvilið höfuðb.svæðisins bs. (EF) 448.480.000 Framlag til SORPU/stofnframlag (EF) 80.892 31.680.365 26.072.229 27.815.525 27.095.813 53.209.380 Framlag til Almenningsvagna bs. (EF) 127.737 0 Neyðarlínan-hutafjárauki (EF) 1.086.197 1.149.538 Spölur ehf. (EF) 327.489 Íslenska Peroxið félagið hf. (EF) 1.656.406 Jarðgufufélagið (EF) 3.372.671 Malbikunarstöðin Höfði hf. (EF) 216.413.043 Aflvaki framlag (EF) 47.056.812 Aflvaki hf. endurgr. á hl. SVR hf. (EF) 4.208.808 Framlag til Húsnæðisn. Rvk. (GF) 54.656.519 92.555.062 151.031.574 165.347.760 78.538.657 Framl. til Slökkvil. höfuðb.sv. bs. (REK) 152.075.485 Framl til SVR (REK) 631.393.801 511.193.253 442.221.940 389.048.250 347.824.835 242.396.183 211.181.479 Aflvaki hf. rekstrarframlag (REK) 20.411.000 20.875.835 21.095.041 20.665.321 20.013.429 19.952.533 19.402.605 Framl. til Fél.búst. (niðurgr. leiga) (REK) 225.100.488 183.110.804 214.015.852 104.498.224 1.660.299.565 820.271.332 765.211.140 2.368.200.427 766.471.077 455.941.827 413.597.740 * EF = Hlutabréf og stofnframlög * GF = Framlag vegna kaupleiguíbúða og kaupa á skbr. Byggsj. verkamanna * REK = Rekstrarframlög Heimild: Borgarendurskoðun. EINS og kunnugt er hafa skuldir borgarinn- ar vaxið gríðarlega í tíð Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra eða um 8 milljónir króna á dag. Það er sérstaklega at- hyglisvert í ljósi þess að Ingibjörg hefur haldið hinu andstæða fram í ræðu og riti. Þegar fréttamenn og aðrir hafa gengið á hana hefur Ingibjörg réttilega bent á að skuldir borgarsjóðs hafi lækkað en skuldir borgarinnar hafi hækk- að og því megi ekki rugla saman. Skuldir eru ekki sama og skuldir sagði borgarstjóri í við- tali, borgarsjóður er rekinn af skattfé al- mennings en fyrirtæki borgarinnar með sjálfsaflafé og þar af leiðandi borga skatt- greiðendur ekki þær skuldir! Sannfærandi ekki satt? Eini gallinn við þessa fullyrðingu er að hún stenst ekki. Borgarsjóður greiðir fjárframlög á hverju ári til SVR, Félagsbú- staða og fleiri fyrir- tækja borgarinnar. Þetta eru ekki lágar upphæðir, á síðasta ári greiddi borgarsjóður tæplega milljarð til þessara tveggja fyrirtækja og mun greiða svipaða upphæð á þessu ári og á næstu árum. Þannig að það að halda því fram að skattgreiðendur í Reykjavík þurfi ekki að greiða skuldir þessara fyr- irtækja er einfaldlega ósatt eins og borgarstjóri veit mæta vel. Hrein og klár ósannindi Guðlaugur Þór Þórðarson Fjáraustur Á síðasta ári, segir Guð- laugur Þór Þórðarson, greiddi borgarsjóður tæplega milljarð til tveggja fyrirtækja. Höfundur er borgarfulltrúi. ÞORSTEINN Sig- laugsson, skýrsluhöf- undur Náttúruvernd- arsamtaka Íslands og fulltrúar Landsvirkj- unar hafa verið að stinga saman nefjum undanfarið á einhverj- um fundum, að því er fjölmiðlar herma og hefur Þorsteinn jafnan haldið því fram að Kárahnjúkavirkjun væri óhagkvæm, en Landsvirkjunarmenn hinu gagnstæða, sem von er að. Hefur Þor- steinn nú látið frá sér fara endurskoðað álit, þar sem hann breytir í veigamiklum atriðum fyrri fullyrðingum um for- sendur Þar er verð hækkað í 20 mills og framleiðslan er aukin í 5.500 Gwst á ári og rekstrarkostnaður er lækk- aður í 800 milljónir á ári. Þetta eru allt breytingar á forsendum, sem hægt er að taka undir og eru eðlileg- ar. Aftur á móti hækkar nú Þor- steinn ávöxtunarkröfu verulega, úr um það bil 5,5% að meðaltali í um það bil 8,5%. En það sem mesta undrun vekur er að nú skal raforku- verð lækkað um 2% á ári í 60 ár í stað 1% áður. Þessar einkennilegu breytingar á forsendum leiða til þess, að tap verður á virkjuninni. Ef Þorsteinn hefði haldið sig við 1% verðlækkun á rafmagni eins og hann upphaflega gerði ráð fyrir, þá hefði virkjunin verið hagkvæm. Svo virð- ist sem Þorsteinn breyti forsendum eftir þörfum, til þess eins að fá óhag- kvæma niðurstöðu. Þessu eru fulltrúar Landsvirkjun- ar ekki sammála og vísa í góða reynslu af spám og útreikningum stofnunarinnar á þessu sviði hingað til. Því miður er þessi skoðun Lands- virkjunarmanna hæpin í ljósi reynslunnar af Fljótsdalsvirkjun. Undirritaður sýndi fram á, að sú virkjun stæðist ekki lámarkskröfur um arðsemi, en samt var hún sam- þykkt af ríkisstjórn og alþingi. Sú virkjun var aldrei byggð, Lands- virkjun brást þannig í Fljótsdal. En þrátt fyrir ófarirnar í Fljóts- dal, er ekki þar með sagt að Kárahnjúka- virkjun sé óhagkvæm, eins og margir virðast hafa bitið í sig. Hér að neðan er nú reynt að meta arðsemi fjár- magns í virkjuninni með sama hætti og gert var hvað Fljót- dalsvirkjun snerti og eru forsendur endur- skoðaðar með sama hætti og Þorsteinn gerir. Rekstrarkostn- aður er lækkaður, framleiðslumagn auk- ið og verð hækkað, en um þessar breytingar eru litlar deil- ur. Aftur á móti er illt að fallast á að hækka ávöxtunarkröfu á langtíma fjárfestingu úr 5,5% í 9,2%. Verður því stuðst við þá ávöxtunarkröfu áfram, sem iðnaðarráðherra setti fram á alþingi 21. desember 1999, eða 5,5%. Á sama hátt verður ekki fallist á að raforkuverð fylgi álverði að veru- legu leyti og ekki heldur því að ál- verð fari lækkandi með sama hætti og hingað til. Það sem mestu skiptir er, hvernig samning menn gera. Hér er því gert ráð fyrir að samningar við orkukaupendur verði með svip- uðum hætti og var verið að semja um 1991 í hinni fyrri Fljótsdalsvirkj- un. Þá átti rafmagnsverð að byrja í 10 mills og hækka síðan um 1 mills á ári þar til það væri 20 mills, en eftir það að miðast við álverð að verulegu leyti. Er því gert ráð fyrir að álverð lækki eftir að það kemst í 20 mills, um 1% á ári, út líftíma virkjunar- innar, sem hér er settur 100 ár eins og gert var í Fljótsdal. Í töflu sést að arðsemi fjármagns- ins er 7,34% sem hlýtur að teljast með því besta sem völ er á fyrir langtíma fárfestingu, tiltölulega örugga. Nýja töfraorðið, sem nú heyrist oft, er fórnarkostnaður. Tala menn gjarnan um hin miklu náttúruverð- mæti sem verið sé að fórna. Taka verði tillit til þessa kostnaðar þegar arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé fundin og ef einhver vafi sé á ferðum um arðsemi út frá þessu sjónarmiði, þá eigi ekki að virkja. Gallinn við þennan málatilbúnað er oft sá, að þeir sem nota orðið fórnarkostnað í þessu sambandi, vara sig ekki á að hugtakið þýðir ekki kostnaður, heldur þvert á móti tekjur. Hugtakið merkir einfaldlega þær mestu tekjur sem menn missa, velji þeir tiltekinn kost. Vel má hins vegar reikna út þær tekjur, sem menn missa hugsanlega, verði ráðist í þessar virkjanaframkvæmdir, en þær eru hugsanlega á sviði ferða- mennsku og útivistar. Gistirými á svæðinu og í nágrenni er fyrir 300- 400 ferðamenn í dag, eftir því hvern- ig reiknað er. Ef ferðamenn eru 5-7 daga á svæðinu þessa 3-4 mánuði, sem hægt er að stunda ferða- mennsku þar, þá sést með einfaldri margföldun að fjöldi ferðamanna á ári, sem leggja leið sína á Kára- hnjúkasvæðið, er innan við 10.000. Þetta er í samræmi við rannsóknir vísindamanna á þessu sviði, sem tala um 6-8 þúsundir á ári. Ekki er auðvelt að geta sér til um nettó tekjur á hvern ferðamann, sem stafa eingöngu af ferðum hans á Kárahnjúkasvæðið. Gerum þó ráð fyrir 20.000 kr á ferðamann í hrein- an hagnað á þessu svæði eða í tengslum við það, sem er örugglega ekki vanreiknað. Nettó tekjur eru því trúlega innan við 200 milljónir króna á ári. Öðrum tekjum er varla til að dreifa, sem tapast myndu, ef Kárahnjúkavirkjun yrði að veru- leika. En til þess að taka af allan vafa, þá skal gert ráð fyrir 50.000 ferðamönnum á ári strax (spurning hvort þá er um „ósnortið“ víðerni að ræða) sem hefðu sótt svæðið og nettó tekjur, sem af þeim hefði feng- ist væru áfram innan við 20.000 kr á hvern ferðamann á ári. Þar með yrðu tapaðar nettótekjur af ferða- mönnum innan við 1 milljarð króna á ári. Væri þessum kostnaði bætt við rekstrarkostnað virkjunarinnar og hann því settur í 1,8 milljarða á ári í stað 0,8 milljarða, þá yrði núvirði nettóhagnaðar að frádreginni fjár- festingu 16,56 milljarðar króna í stað 33,71 milljarða króna á hverju ári og arðsemi fjármagns færi úr 7,34% í 6,42% miðað við sömu rekstrarforsendur og í töflu 2. Hér er því ekki um neinn vafa að ræða, orkuframleiðslan yfirskyggir alla aðra nýtingu svæðisins hvað tekjur snertir. Hægt væri að láta virkjunina greiða 1 milljarð króna á ári í uppbyggingarsjóð fyrir nýja at- vinnuvegi eins og ferðaþjónustu. Að öllu samanlögðu hlýtur því Kára- hnjúkavirkjun að vera einhver arð- samasti virkjanakostur sem Íslend- ingum getur boðist, sem vegur margfaldlega upp hugsanlega tap- aðar tekjur eða fórnarkostnað. Hér skal hins vegar á það minnt, að hér er ekkert um það sagt, hvort hugs- anlegt væri að selja orkuna til æski- legri kaupanda en Reyðaráls. Endurskoðun og fórnarkostnaður Guðmundur Ólafsson Kárahnjúkar Kárahnjúkavirkjun hlýtur að vera einhver arðsamasti virkjanakost- ur, segir Guðmundur Ólafsson, sem Íslend- ingum getur boðist. Höfundur er hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands. Forsendur Frumath. Endursk. Fjárfesting í 100 ár, Mkr 107 107 Rekstrarkostn. 1% af fjárfestingu, Mkr 1,07 0,8 Framleiðsla GWst á ári 4890 5500 Verð 16 mills eða 1,6 kr á KWst 1,6 1-2-0,8 Ávöxtunarkrafa Iðnaðarráðh. 1999 5,50% 5,50% Niðurstöður Nettóhagn. á ári á móti fjárfestingu Mkr 6,75 5-10-4 Núvirði nettóhagnaðar Mkr 15,22 kr. 33,71 kr. Arðsemi fjármagns 6,30% 7,34%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.