Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 43 ✝ Járnbrá Einars-dóttir húsfreyja í Hraungerði Bakka- firði N-Múl var fædd í Fjallalækjarseli, Svalbarðshr. N-Þing 13. apríl 1918. Hún lést á heimili sínu 9. júní 2001. Foreldrar hennar voru Stef- anía Jónsdóttir f. 23. mars 1892 í Krossa- vík Svalbarðshr. N- Þing d. 12 maí 1960 var tekin í fóstur til Járnbráar Einars- dóttur og Einars Kristjánssonar Garði Svalbarðshr. í N-Þing. og Einar Ófeigur Hjart- arson f. 11. maí 1896 dáinn 11. apríl 1963. Foreldrar Járnbráar bjuggu í Fjallalækjaseli 1917-1922 á Hallgilsstöðum 1922-1930 og í Saurbæ í Skeggjastaðahreppi frá 1930 til dauðdadags. Járnbrá gift- ist 8. nóv. 1941 Magnúsi Jónasi Jó- hannessyni f. 20. okt. 1913 á Grænhól á Barðaströnd Vestur- Barð. Börn þeirra hjóna: Gunnar Jóhannes Magnússon f. í Saurbæ Skeggjastaðahr. 29. apr- íl 1942. K. Ólína Ingibjörg Hákon- ardóttir f. 27. apríl 1945 á Húsa- vík. Barn þeirra Hákon f. 19. nóv. 1970, bókmenntafræðingur. Stefnir Einar Magnússon f. 30. sept. 1943 í Saurbæ. K. Kristbjörg Khorchai f. 4. jan. 1962 thailensk að ætt, þau skildu. Börn þeirra: 1) Jóhanna f. í 20. sept 1990. 2) Að- alsteinn f. 15. des. 1992. Guðjón Dagbjörn Haraldsson f. 7. okt. 1969, rafvirkjameistari. Börn Guðjóns og Valbjargar: 1) Gígja Björg f. 11. feb 1996. 2) Þórður f. 29. sept. 2000. 2) Magnús Þórð- arson f. 1. mars 1972, vélstjóri í sambúð með Guðnýju Erlu Fann- dal f. 2. feb 1971. 3) Sævar Smári Þórðarson f. 13. maí 1974, raf- virki sonur hans er Kjartan f. 5. júl. 1997, barnsmóðir hans er Elsa Nielsen, sambýliskona Sævars er Ragnheiður Hauksdóttir f. 9. ágúst 1977. 4) Einar Geir Þórð- arson f. 11. maí 1982, nemi. Freydís Sjöfn Magnúsdóttir f. 12. ágúst 1951 í Hraungerði Bak- kaf. N-Múl. Húsmóðir og bréfberi hjá Íslandspósti á Bakkafirði, gagnfræðingur. M. Elías Ingjald- ur Helgason f. 8. júlí 1952 á Pat- reksfirði, útgerðarm., með skip- stjórnarréttindi. Börn þeirra: 1) Helgi f. 15. júní 1976. 2) Magnús f. 1. júlí 1977, nemi í húsasmíði. 3) Hafþór f. 16. jan. 1980, stúdent frá Laugum í Reykjadal, unnusta hans er Sandra Ásgrímsdóttir f. 6. maí 1981, stúdent frá VMA. 4) Víðir f. 17. apríl 1981. 5) Stefnir f. 28. nóv 1985. Rósa Björk Magnúsdóttir f. 27. júlí 1957 í Hraungerði á Bakka- firði, húsmóðir og stöðvarstjóri Íslandspósts á Bakkafirði. Leik- skólakennari að mennt. M. Ólafur Björn Sveinsson f. 3. apríl 1958 í Reykjavík bifvélavirki. Börn þeirra 1) Bjarni Már Ólafsson f. 20. sept. 1980. 2) Járnbrá Ólafs- dóttir f. 14. maí 1985. 3) Birkir Ólafsson f. 19. nóv 1986. 4) Erla Salome Ólafsdóttir f. 31. jan. 1997. Jarðarförin fer fram frá Skeggjastöðum laugardaginn 16. júní kl. 14. Sólrún Magnúsdótt- ir f. 11. Apríl 1945 í Saurbæ d. 10. Sept. 2000, húsmóðir í Hafnarfirði, hún vann lengst af hjá Pósti og Síma í Hafnarfirði, gagnfræðingur. M. Grétar Bjarnason f. 15. júní 1943 að Látr- um í Aðalvík N-Ís- afj.s., Húsasmíða- meistari. Börn þeirra: 1) Sindri f. 15. jan. 1967, slökkviliðsmað- ur. K. Elín Björg Ragnarsdóttir f. 11. júlí 1968 framleiðslustjóri og er sonur þeirra Jón Bjarni f. 25. sept. 1997, sonur Elínar og upp- eldissonur Sindra er Hermann Örn Sigurðsson f. 1. ágúst 1985. 2) Stúlka f. 27. ágúst 1968 d. sama dag. 3) Harpa Hrönn f. 15.júní 1972 d. 15. des. 1973 4) Harpa Hrönn f. 1. Nóv 1974, leikskóla- kennari, sambýlismaður hennar er Hannes Jón Marteinsson f. 27. nóv. 1974, flugmaður 5) Erna Mjöll f. 12. Jan. 1976, flugumferð- arstjóri sambýlismaður hennar er Guðlaugur Jón Þórðarson f. 11. júlí 1975, málari. Björg Magnúsdóttir f. 3. apr. 1947 í Saurbæ húsmóðir í Reykja- vík, vinnur við Landsbanka Ís- lands. M. Þórður Sigurgeirsson f. 20. júní 1949 rafeindavirki, vinnur við Landsbanka Íslands í Reykja- vík. Börn þeirra 1) Valbjörg f. 18. júlí 1969, hjúkrunarfræðingur. M. Besta amma mín, það var gaman í sumarbúðunum. Ég sakna þín og mun alltaf sakna þín. Það var gaman að spila við þig. Ég fór að gráta þeg- ar ég vissi að þú værir dáin, þegar pabbi kom og sagði mér það. Ég gat sagt þér allt af því að þú varst besta amma í heimi. Það var gaman að hjálpa þér í garðinum. Ég er hrædd um garðinn þinn núna. Það eru farin að koma jarðarber og ungarnir sem voru í hreiðrinu eru alltaf í garðinum þínum. Þú kenndir mér þessa bæn. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson.) Bless elsku amma mín, þín Jóhanna. Elsku mamma, ég sakna þín. Þú ert best, þú hjálpaðir mér mikið þeg- ar ég kom til Íslands. Þú varst eins og mamma mín. Núna ertu ekki lengur hér og ég hugsa til þín þegar ég sé gróður. Og núna getur þú ekki hjálpað mér meira, þú hjálpaðir mér að læra íslensku og kenndir mér að prjóna. Þú ert besta mamman fyrir mig. Alltaf. (Kim) Kristbjörg Korchai. Elskulega amma okkar. Það er sárt að kveðja og vita það að þú ert ekki lengur til staðar, en við trúum því að einhvern tímann hittumst við aftur! Takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér, það var svo mikið ævintýri á hverju vori að pakka niður og koma á „Bakkó“ eins og við kölluðum Bakkafjörðinn okkar, enda var Bakkafjörður nafli alheimsins í aug- um okkar. Þú gafst okkur svo mikinn tíma og hlýju og var margt brallað á sumrin hjá ykkur afa, og nutu póst- ferðirnar mikilla vinsælda að fá að fara með þér og dreifa póstinum um sveitina var ómissandi. Mikið var skrýtið að koma á Bakkafjörð í gær og sjá þig ekki á tröppunum í Hraungerði með út- breiddann faðminn að taka á móti okkur eins og þú varst vön. En þú kvaddir þennan heim ánægð, heima í Hraungerði hjá elskulega afa okkar sem eftir situr með söknuð í hjarta og í kringum blómin þín sem voru þín áhugamál og ber garðurinn þinn þess merki um hve vel var um hann hugsað, eins og þú gerðir um allt sem þér þótti vænt um. Yndislega amma okkar, takk fyrir allt, við varðveitum minningu þína í hjörtum okkar og eins og langömmu stelpan þín sagði þegar henni var sagt um fráfall þitt „núna er hún komin til englanna“. Guð blessi minningu þína og gefi elskulega afa okkar styrk í þessari miklu sorg. Þín Valbjörg, Magnús, Sævar Smári og Einar Geir. Hún amma ykkar er dáin. Nei, það getur ekki verið, var okkar fyrsta hugsun, ekki hún amma okkar. Amma okkar er ein af þessum eilífu sterku konum sem við bjuggumst við að lifði okkur öll. Okkur skortir orð til að lýsa henni ömmu, hún var svo margt en okkur var hún kannski fyrst og fremst yndisleg amma sem átti alltaf dúllur og mjólk. Öll eigum við okkar minningar um ömmu sem við nú geymum í hjarta okkar og flestar eru þessar minning- ar tengdar Bakkafirði. Margar jafn- vel garðinum hennar. Garðurinn hennar ömmu er ævintýraheimur, sérstaklega þegar rabbarbarinn var stærri en barnið sem á honum hélt, stundum fékk barnið meira að segja sykur í dollu til að dýfa rabbabara- endanum í. Það var ekki bara rabb- arbarinn sem heillaði, amma átti sundlaug í garðinum sínum, að vísu uppblásin barnasundlaug með köldu vatni sem förum kannski ekki lengur í en fyrir barn var hún stór og alveg fullkomin og í henni mátti mikið busla. Í huga lítils barns var amma alveg stórmerkileg kona, hún átti pósthús- ið og flugvöllinn og hún var meira að segja svo merkileg að kríurnar gogg- uðu ekki í hana. Alveg sama hvað krí- urnar voru grimmar og gerðu miklar árásir þá arkaði amma hvergi bangin með okkur upp í móa í berjamó eða kannski að líta eftir hænunum og með henni vorum við örugg fyrir árásum kríunnar. Það fannst ungvið- inu mjög merkilegt að krían skyldi fara í manngreinarálit, enda hlaut krían að vera mikill mannþekkjari fyrst hún ekki goggaði í ömmu. Og þótt amma hefði mikið að gera við að sinna pósthúsinu sínu og flug- vellinum að ekki sé minnst á garðinn þá gaf hún sér alltaf tíma handa okk- ur barnabörnunum. Hún hafði alltaf smástund aflögu til að spila eða segja okkur sögur. Það eru ófá sumrin sem við eyddum á Bakkafirði og þar eign- uðumst við minningar um ömmu sem munu fylgja okkur alla tíð. Við erum enn að átta okkur á því að amma sé farin en við vonum að okkur auðnist að rækta garðinn okk- ar eins vel og henni. Elsku amma, við biðjum fyrir kveðju til mömmu. Sindri, Harpa Hrönn og Erna Mjöll Sólrúnarbörn. Elsku amma, nú ertu búin að kveðja þennan heim og komin til himna. Við munum alltaf minnast þín sem ömmunnar á Bakkafirði sem gerði bestu snúða í heimi. Það var alltaf hægt að koma til þín að spjalla og spila. Við munum alltaf minnast þess hvað það var gaman að spila við þig en það var enn betra að vinna hana ömmu en við vitum að þú leyfð- ir okkur að vinna stundum. Við mun- um líka þegar þú varst að kenna okk- ur skák og þá fannst okkur við vera eitthvað ef við unnum og þú leyfðir okkur að halda að við hefðum unnið sjálf en þú leyfðir okkur að vinna stundum. Í garðinum hjálpuðum við þér oft og færðum margar plöntur og tré og að launum fengum við bestu jarðarber í heimi. Bjarni Már man þegar mamma var í Reykjavík með yngri systkinin, þá var hann einn vetur hjá þér og þú hjálpaðir honum að læra og hélst honum við námið og sást til þess að hann kæmi aldrei of seint í skólann, þú varst þá eins og mamma í hans augum. Það eru margar fleiri minningar sem hægt væri að festa á blað, en þá yrðum við aldrei búin. Við eigum eft- ir að sakna þín og minnast þín um aldur og ævi, við munum líka halda minningu þinni á lofti. Bless, amma, við munum alltaf elska þig. Bjarni Már, Járnbrá, Birkir og Erla Salome. Elsku amma okkar, nú ertu fallin frá og verður þín sárt saknað jafnt af okkur sem öðrum. Á svona stundum er margt sem fer í gegnum huga okk- ar bræðra og margs að minnast allt frá því að við fæddumst og til þíns síðasta dags. Við teljum okkur geta sagt um- hugsunarlaust að þú varst okkar önnur móðir og voru mörg þau hand- tökin sem þú leyfðir okkur að njóta frá þér þegar við vorum ungir og seinna meir voru það handtökin okk- ar sem aðstoðuðu þig þegar við vor- um orðnir sjálfbjarga, en þá vorum við að hjálpa þér í garðinum sem var þitt helsta áhugamál. Þegar við vorum einir fórst þú ekki að sofa fyrr en við vorum komn- ir allir heim, það sáum við alltaf á ljósinu í eldhúsinu í Hraungerði, en það slokknaði ekki fyrr en við allir vorum komnir heim. Hraungerði var miðpunkturinn hjá okkur, þar fórum við ef eitthvað var sem á okkur lá og varst þú alltaf tilbúin að ljá okkur visku þína og dreifa huga okkar með því að spila við okkur eða segja okkur sögur frá því að þú varst ung. Þessar sögur sem þú sagðir okkur munum við enn þann dag í dag og leikirnir og spilin sem þú kenndir okkur voru okkar mesta skemmtun, en að fara að spila við ömmu var helsta skemmtun okk- ar bræðranna. Eitt er víst að aldrei vildir þú að við liðum skort á nokkurn hátt, kannski vegna þess að þú hafðir gert það sjálf, og sýnir það að þú vildir okkur vel og vildir eiga í okkur og það áttu svo sannarlega. Með bónda þínum reistir bú Á bjargi stóð það fast. Því vinnusemi, von og trú varð til að eigi brast. Þú unnir öllu er andann dró og einnig því sem grær. Kjark og hugvit hafðir nóg og hendur þínar tvær. Þitt óðal sýnir öllum vel hve iðin mund er hög. Að blómagrund gerði beran mel og blásin moldarflög. Þitt hús æ opið öllum stóð því enginn fram hjá gekk. Hver gestur, sem að garði tróð, þar greiða bestan fékk. Þótt hafi manndómshjarta þitt nú hætt, og slá’ei meir. Og höndin endað hlutverk sitt helg minning þín ei deyr. Á meðan hrísla í hrauni grær og hrynur áin köld. Og foldu kyssir blíður blær um broshýrt sumarkvöld. (Höfundur óþekktur.) Með þessu ljóði viljum við kasta hinstu kveðju á þig, amma okkar, um þig og þetta er aðeins lítilræðisgjöf til þín miðað við það sem þú gafst okkur á þinni ævi, það veraldlega og andlega sem þú gafst okkur er okkur ógleymanlegt í minningunni og mun- um við halda minningu þinni á lofti svo lengi sem við lifum. Guð, styrk þú afa okkar á þessum erfiða tíma og fjölskyldu okkar. Helgi, Magnús, Hafþór, Víðir og Stefnir. Að leiðarlokum langar mig að þakka tengdamóður minni Járnbrá Einarsdóttur fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig. Hún var einstaklega dugleg og ósérhlífin kona. Heimilið í Hraungerði, sem þau hjónin héldu meginhluta af sinni hjú- skapartíð, var haldið með myndar- brag og var ótrúlegt hvað húsið rúm- aði af fólki. Það var alltaf húsrúm fyrir alla, sem áttu leið um, hvort sem þar var á ferðinni bryggjusmíði eða símavinnuflokkar eða bara þing- maður á ferð. Öllum var boðið í kaffi og mat. Börnin henna sex bera sann- arlega merki um þennan myndar- brag. Ég kom til Bakkafjarðar um sum- arið 1968, og var upplifunin eins og að koma í sveitina ungur. Kýrin hennar tengdamömmu var úti á túni og mér til mikillar undrunar var búið að venja hana á að mjólka hana úti. Ég hafði sérstaklega gaman af því að fá að fara með fötuna út á tún og mjólka fyrir tengdamömmu. Í sum- arleyfunum mínum réri ég með tengdaföður mínum á trillunni hans. Sem dæmi um myndarbrag heimilis- ins í Hraungerði og ósérhlífni tengdamömmu, þá var alveg sama hvenær við fórum á sjó á morgnana, klukkan 3,4,5 eða 6, alltaf var hún bú- in að smyrja brauðið og hita kaffi handa okkur og þegar við komum í land, hvort sem var klukkan 7 að kvöldi eða miðnætti, alltaf beið hún með kvöldmatinn handa okkur. Megi algóður guð geyma þig og styrkja alla aðstandendur. Blessuð sé minn- ing þín. Þórður. Það var fyrir mörgum árum að ég kynntist Járnbrá Einarsdóttur, þeg- ar unnusta mín, Sólrún dóttir henn- ar, kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni á Bakkafirði. Það verður að viður- kennast að mér stóð ekki á sama, tengdamóðir mín væntanleg var sköruleg og ákveðin kona í betra lagi. Fljótlega kom þó í ljós að Járnbrá var ákaflega hjartahlý kona, og tók mér, fákunnandi unglingi, sem væri ég sonur hennar. Alla tíð síðan gat ég leitað til hennar með öll þau mál sem mér brunnu á hjarta, og alltaf gat ég vænst þes að hún ráð- legði mér af heilindum. Fyrstu bú- skaparár okkar Sólrúnar voru á Bakkafirði, og þá var ekki ónýtt að eiga að eins yndislega tengdamóður og Járnbrá var, þegar verið var að setja saman nýtt heimili. Þegar fyrsta ömmubarnið hennar fæddist var alveg ómetanlegt að geta leitað til hennar, því það er ekki sjálfgefið að ungir foreldrar kunni að sinna börnum, svo sem ber. Þó svo að Sól- rún hafi notið þess að hafa alist upp í stórum systkinahópi, og margt lært af móður sinni við umönnun yngri systkina, þá var það ekki sama um mig að segja. Með lagni og festu tókst þeim mæðgum að koma mér í skilning um, til hvers væri ætlast af ungum föður. Fyrir það verður seint fullþakkað. Fyrir nokkrum árum veiktist Sólrún dóttir hennar af ill- vígum sjúkdómi sem hún síðar laut í lægra haldi fyrir. Enn kom Járnbrá við sögu sem hin sterka móðir sem unni dóttur sinni og studdi hana á alla lund, þó sjálf væri hún öldruð orðin og farin heilsu. Nú þegar ég sit hér í eldhúsinu hennar tengdamóður minnar við að skrifa þessar fátæk- legu línur stíga minningarnar fram ein af annarri og allar eru þær á einn veg. Minningar um þig, hina sterku en jafnframt kærleiksríku konu sem meira hugsaði um hag annarra en eigin. Um þessa mikilhæfa konu sem hafði svo stórt og hlýtt hjarta að þar var alltaf pláss fyrir þá sem þurftu þess með. Járnbrá, ég þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að vera tengdasonur þinn og megi algóður Guð leiða þig þar sem þú ert í betri heimi. Magnús tengdapabbi, ég veit að missir þinn er mikill, en ég veit líka að þú átt digran sjóð minninga frá langri sambúð við konuna sem þú elskaðir. Megi Guð blessa þig og létta þér lífið sem framundan er án hennar sem farin er og sárt er sakn- að. Grétar. JÁRNBRÁ EINARSDÓTTIR #$$  %  &  '  (  '  )   %  ) '  "   %          #$ #%&$%'  ()*+,-+," *(    !  !      !"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.