Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 53
„ÁSTÆÐAN fyrir því að platan kom
ekki út í fyrra, þegar myndin var
frumsýnd, er að útgáfan á að fylgja
eftir útgáfu myndarinnar um allan
heim,“ segir Einar Örn.
„Nú er verið að sýna myndina í
Bretlandi, hún verður sýnd í Frakk-
land einhverntímann í júní og svo koll
af kolli. Plötunni er dreift samhliða
„Það tók okkur mjög stuttan tíma
að semja tónlistina,“ svarar Einar
Örn. „Undirbúningstíminn var alveg
samt alveg frá því að tökur mynd-
arinnar hófust og fram að því þegar
klippingin var búin, svo það var alveg
eitt og hálft ár þar sem við vorum að
fylgjast með.“
– Höfðuð þið Damon unnið saman
áður?
„Nei við höfðum ekki unnið saman
áður þó við höfum þekkst síðan 1991,“
segir Einar Örn.
„Þetta var svona hopp út í djúpu
laugina fyrir okkkur báða, í sam-
starfi. Sérstaklega því að ég fékk það
skrítna hlutverk að semja
trommutaktana og önnur óhljóð og
ég hef ekki beint verið þekktur fyrir
að vera góður trommuleikari.“
– Etu að semja eitthvað þessa dag-
ana?
„Já, ég er að semja hús. Það er
ágætis skáldskapur og kveðskapur,“
segir Einar Örn að lokum.
Gefin út um allan heim
hjá EMI-Soundtracks úti um allan
heim.“
Undirbúningur í eitt og hálft ár
„Við Damon Albarn erum skrifaðir
fyrir allri tónlistinni í myndinni nema
litlu stefi sem við fengum lánað frá
Ray Davis úr lagi sem heitir „Lola“,“
segir Einar Örn aðspurður um tón-
listina á hinum nýútkomna geisla-
diski.
„Þegar við vorum búnir að semja
tónlistina kviknaði svo sú hugmynd
að fá íslenska tónlistarmenn, reyk-
víska tónlistarmenn til að gera þeirra
útgáfur af nokkrum af þeim lögum og
stefjum sem við sömdum. Jafnvel að
búa til sjálfstæð lög út úr þeim.“
„Við sömdum tónlistina út frá
bíómyndinni sjálfri,“ upplýsir Ein-
ar Örn. „Um leið og bíómyndin var
tilbúin settumst við niður með allar
hugmyndirnar okkar og byrjuðum að
semja.“
Hvað tók þetta langan tíma?
Á dögunum kom út
diskur með tónlistinni
úr kvikmyndinni 101
Reykjavík. Birta
Björnsdóttir ræddi af
því tilefni við annan tón-
listarhöfundinn, Einar
Örn Benediktsson.
Einar Örn Benediktsson og Damon Albarn sömdu tónlistina í 101 Reykjavík
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 53
SVEITASÖNGVADROTTNINGIN
Dolly Parton mun leika leikkon-
una Mae West í kvikmynd sem
stendur til að gera um skrautlegt
líf þessarar bústnu skellu. Parton
sem er viðlíka fyrirferðarmikil og
West er í sjöunda himni yfir því
að hafa krækt í hlutverkið og
segir að valið á sér hljóti að stafa
af því hún sé talin sama brussan.
Um er að ræða sjónvarpsmynd
sem til stendur að sýna á vetri
komandi.
Þegar Parton var heiðruð fyrir
framlag sitt til dægurlagasmíða
fyrr í vikunni mætti hún klædd í
skrautlegan fiðrildakjól í anda
West og hermdi eftir henni. Segja
viðstaddir að henni hafi tekist vel
upp og þær söngstöllur séu slá-
andi líkar.
Dolly Part-
on leikur
Mae West
Dolly Parton var ofsakát áður
en hún tók við viðurkenningu
fyrir lagasmíðar sínar.
ÞJÓÐHÁTÍÐARDANSLEIKUR
Dansleikur í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við
Álfheima frá kl. 22.00. Félagar úr
Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir
dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur.
Dönsum inn í þjóðhátíðina.
Allir velkomnir, ungir sem aldnir.
Grand Rokk
Tónleikar í kvöld
Fræbbblarnir og 3 G's
hefjast á miðnætti.
Smiðjustíg 6, s. 551 5522.