Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ mönnum og samherjum“. Sagðist hann leggja höfuðáherslu á að „koma á trausti“ milli sín og Pútíns á þess- um fyrsta fundi þeirra. Bush lýsti þó áhyggjum af því að Rússar sæju óvinveittum ríkjum fyr- ir vopnum og kvaðst myndu taka málið upp á fundinum með Pútín. Bandarískir embættismenn sögðu á fimmtudag að forsetinn myndi fara þess á leit við hinn rússneska starfs- bróður sinn að háttsettir ráðamenn drægju sig út úr viðræðum ríkjanna um afvopnunarmál og lægra settir embættismenn og sérfræðingar tækju við. Í forsetatíð Bills Clintons og Borísar Jeltsíns stýrðu þáverandi varaforseti og forsætisráðherra, Al Gore og Viktor Tsjernómyrdín, nefnd sem hafði yfirumsjón með mál- um er vörðuðu samskipti ríkjanna, en Bush vill nú leggja hana niður. Embættismennirnir sögðu enn- fremur að Bush myndi falast eftir frekara samstarfi við Rússa í við- leitni til að sporna gegn hryðjuverk- um. Pútín með yfirhöndina Vladímír Pútín var hins vegar harðorðari á fréttamannafundi í rússneska utanríkisráðuneytinu í gær. Ítrekaði hann andstöðu Rússa við eldflaugavarnaáform Banda- ríkjastjórnar og sagði þá ekki myndu líða brot á Gagneldflaugasáttmálan- um. Pútín varaði jafnframt við því að frekari stækkun NATO til austurs myndi vera „alvarleg mistök“, en Rússar eru einkum mótfallnir því að Eystrasaltslöndin fái inngönu í bandalagið. Fundurinn með Pútín er álitinn ein helsta prófraun Bush í utanrík- ismálum frá því hann tók við emb- ætti fyrir fimm mánuðum. Að mati margra fréttaskýrenda hefur Pútín yfirhöndina, bæði hvað varðar mál- efnastöðu og reynslu á sviði alþjóða- stjórnmála. Töldu þeir víst að Pútín hefði það á valdi sínu hvort fundur- inn skilaði árangri eður ei og bentu á að hann hefði engu að tapa, ólíkt Bush, sem hefði á sér orð fyrir reynsluleysi og vankunnáttu í utan- ríkismálum. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti og Vladímír Pútín Rússlandsfor- seti hittast í fyrsta sinn að máli í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. Fundur leiðtoganna mun standa í tvær klukkustundir, en öryggis- og varnarmál verða efst á baugi. Fréttaskýrendur áttu von á að við- ræður Bush og Pútíns yrðu nokkuð stífar, enda hafa samskipti ríkjanna einkennst af vaxandi tortryggni á undanförnum mánuðum. Rússar hafa harðlega mótmælt áformum Bandaríkjastjórnar um að koma upp eldflaugavarnakerfi, sem þeir segja ganga í berhögg við Gagn- eldflaugasáttmálann frá 1972, og hafa áhyggjur af stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Víst þyk- ir að Pútín muni koma mótmælum Rússa á framfæri við Bush á fund- inum. Bandaríkjamenn eru á hinn bóg- inn uggandi yfir kjarnorkumálum Rússa og sölu þeirra á vopnum og tækni til „útlagaríkja“ á borð við Ír- an. Þeir eru jafnframt sagðir óttast að Rússar taki upp nánari samskipti við Kína og að ríkin tvö sameinist gegn Bandaríkjunum á alþjóðavett- vangi. Bush leggur áherslu á að koma á trausti Bush sagði við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Póllands í gær að hann vildi gera Rússa að „banda- Fyrsti fundur Bush Bandaríkjaforseta og Pútíns Rússlandsforseta í Slóveníu Öryggis- og varnarmál verða efst á baugi Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti og Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, veifa fréttamönnum fyrir utan forsetahöllina í Varsjá í gær, þar sem Bush var í opinberri heimsókn. Varsjá, Washington. AFP, AP. Alsírstjórn neitar fregnum um skotárás Algeirsborg. AFP, AP. ALSÍRSKA innanríkisráðuneytið neitaði því í gær að lögregla hefði skotið á fólk, sem var meðal þeirra sem efndu til mótmælaaðgerða í Al- geirsborg í fyrradag. Hefðu stjórn- völd reynt að halda ró sinni þrátt fyrir óeirðir, sem brutust út þegar kveikt var í húsum og rúður brotnar. Tveir menn létust og 400-500 særðust, að sögn sjúkrahússyfirvalda. Lögreglan beitti vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum, sem gengu til forsetahallarinnar og kröfð- ust aukins lýðræðis. Eykur þetta enn á vanda alsírsku ríkisstjórnarinnar, sem nýtur stuðnings hersins, en hún á einnig í höggi við múslímska upp- reisnarmenn í landinu. Engar opinberar tölur hafa verið birtar um hversu margir tóku þátt í mótmælaaðgerðunum, en að sögn bandaríska sjónvarpsins CNN er tal- ið að fjöldinn hafi numið allt að hálfri milljón. Aðrar heimildir segja mót- mælendurna hafa verið allt að einni milljón. Frumbyggjar N-Afríku Það voru Berbar sem áttu frum- kvæðið að mótmælaaðgerðunum í Al- geirsborg, en þeir eru taldir frum- byggjar Norður-Afríku. Hafa samskipti þeirra við alsírsk stjórn- völd verið stirð í marga áratugi, en Berbar krefjast þess m.a. að móður- mál þeirra, Tamazight, hljóti opin- bera viðurkenningu og að endir verði bundinn á það misrétti sem þeir séu beittir. Mótmælaaðgerðirnar í Algeirsborg í fyrradag komu í kjölfar þess að að minnsta kosti 52 hafa fallið í óeirðum er staðið hafa í allt að einn og hálfan mánuð í heimahéraði Berba, fjalla- héraðinu Kabýla, en héraðsmörk þess eru um það bil 100 km austur af Al- geirsborg. Aðgerðir Berba hlutu fljót- lega hljómgrunn meðal fólks úr öðr- um þjóðfélagshópum, að því er CNN greinir frá og fjöldi óánægðra lands- manna gekk til liðs við þá. Í Alsír eru miklar gasauðlindir, en spilling er út- breidd í stjórnkerfinu og atvinnuleysi fer hratt vaxandi. TIL óláta kom á þingfundi í Rúss- landi í gær, þar sem rætt var um um- bætur í jarðnæðismálum. Hindruðu stjórnarandstæðingar ráðherra í að ávarpa þingið og hundruð ástríðu- fullra mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið og veifuðu rauð- um fánum. Forseti þingsins, Gennadí Selezní- jov, stöðvaði umræðurnar „til að menn geti slakað á“ eftir að Nikolai Kharitonov, leiðtogi flokksbrots í Bændaflokknum, skundaði í pontu veifandi brauðhleif og varaði við því, að ef umbæturnar yrðu samþykktar myndu Rússar ekki lengur verða sjálfum sér nógir um brauð. „Ennþá ræktum við korn á rúss- neskum ökrum svo við getum bakað okkar brauð,“ sagði hann við troðfull- an þingsalinn og dreifði brauðmolum til leiðtoga mið- og hægriflokka, sem eru hlynntir tillögum um breytingar á lögum um ríkisjarðir. Þingmenn kommúnista og banda- menn þeirra í Bændaflokknum veif- uðu borða sem á stóð: „Að selja jarðir er að selja landið.“ Aðrir andstæðing- ar umbótatillagnanna komu í veg fyr- ir að efnahagsþróunarráðherra, Ger- man Gref, gæti tekið til máls. Áður hafði leiðtogi Kommúnista- flokksins, Gennadíj Zjúganov, ávarp- að mótmælendur fyrir utan sali neðri deildar þingsins og varað við því, að ef tillögurnar yrðu samþykktar myndi flokkur sinn hvetja til þegnlegrar óhlýðni, m.a. með „tálmum á vegum landsins.“ Reiðir mótmælendur, flestir fyrr- verandi kommúnistar og herskáir félagar í hópi vinstrimanna, veifuðu rauðum fánum og borðum sem á stóð: „Landið er móðir okkar. Maður selur ekki móður sína.“ Kommúnistar og bandamenn þeirra fullyrða að jarðnæðisfrum- varpið, sem stjórnvöld vilja fá sam- þykkt sem lög, muni leiða til þess að allt að 98% af rússnesku landi verði falt. Síðan 1994 hefur einkaeign á jörðum verið leyfð með staðbundnum lögum, sem hafa verið samþykkt á þingum í einstökum héruðum eða með staðbundnum tilskipunum. Hef- ur þetta aftur á móti stangast á við al- ríkislög. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lagt áherslu á umbætur í jarð- næðismálum og bent á mikilvægi þess að greiða úr ruglingnum. Heldur hann því fram að skortur á lögum um eignarhald á jörðum komi í veg fyrir fjárfestingu og valdi spillingu. Frum- varpið sem nú er til umræðu snýst um jarðir þar sem ekki er ræktarland. Ákvæði um eignarhald á bújörðum eiga að verða hluti af öðru frumvarpi, sem semja á eftir samninga við bænd- ur. Umbótasinninn Vjatsjeslav Vol- ódín, sem er þingmaður vinstri- miðjuflokksins Rússland allt, sagði að Pútín hefði staðið við loforð um að strika út úr frumvarpinu greinar um bújarðir, og varaði hann við því að ef ekki yrði fundin lausn á málinu yrðu jarðir „seldar til héraðsbaróna án þess að nokkur alríkislög næðu yfir þær.“ Heitar umræður í Dúmunni um sölu ríkisjarða Kommúnistar hóta þegnlegri óhlýðni AP Hundruð liðsmanna rússneska kommúnistaflokksins efndu til fundar við húsakynni neðri deildar þingsins í Moskvu í gær til að mótmæla áformunum um sölu jarðnæðis. Moskvu. AFP. Coloss- eum reist fyrir ránsfeng? Róm. Daily Telegraph. FORNLEIFAFRÆÐINGAR hafa nú fundið vísbendingar um að Colosseum, hringleika- húsið í Róm sem notað var til dýrasýninga og bardaga skylmingaþræla, hafi verið byggt fyrir ránsfeng úr gyð- ingahofi í Jerúsalem. Áletrun á minnisvarða sem nýlega var ráðið fram úr þykir benda til þessa. Á minnisvarðann, sem sýnd- ur var opinberlega sl. fimmtu- dag, er ritað að árið 443 e. Kr. hafi öldungadeildarþingmaður að nafni Lampaudius látið endurgera hringleikahúsið. Fornleifafræðingar ráku hins vegar augun í aðra áletrun úr bronsi undir þeirri fyrrnefndu sem hafði áður verið grafin í steininn. Sú áletrun hefur ver- ið þýdd: „Sesar Vespasian Ágústus keisari lét reisa þetta nýja hringleikahús fyrir her- fang úr stríðinu.“ Hernám Jerúsalem- borgar árið 70 Haft er eftir Cinzia Conti, stjórnanda viðgerða á Coloss- eum sem nú standa yfir, að enginn vafi sé á því að hér sé átt við ránsfeng frá Jerúsal- em. Ránið á gyðingahofinu í Jerúsalem átti sér stað þegar Titus, þáverandi keisari Rómaveldis, hernam Jerúsal- em og lagði í rúst árið 70 e. Kr. Rómaveldi Skrefi nær WTO-aðild Peking. AFP. KÍNVERJAR hafa fallist á að há- mark niðurgreiðslu í landbúnaði verði lægra en þeir höfðu upphaflega farið fram á að það yrði eftir að þeir yrðu aðilar að Heimsviðskiptastofn- uninni (WTO), að því er fram kemur á minnisblaði um samkomulag Kín- verja og Bandaríkjamanna. Í því augnamiði að draga úr áhyggjum bænda í Bandaríkjunum munu Kínverjar takmarka niður- greiðslur við 8,5% af heildarverðgildi landbúnaðarframleiðslu, í stað 10%, sem þeir höfðu farið fram á. „Við fórum fram á lægri [niður- greiðslur] við Kínverja vegna þess að Kína er einn stærsti landbúnaðar- vöruframleiðandi heims og veitir harða samkeppni í framleiðslu nokk- urra vörutegunda,“ segir á minnis- blaði bandarískra stjórnvalda. Niðurgreiðslur sem Kínverjar veita þarlendum bændum hafa verið ein helsta hindrunin fyrir aðild landsins að WTO. Vildu Kínverjar teljast þróunarland, sem hefði leyft þeim að veita allt að tíu prósent nið- urgreiðslur, en Bandaríkjamenn höfðu hafnað þeirri kröfu á þeim for- sendum að Kína væri of stórt. Samkomulag Kínverja og Banda- ríkjamanna náðist á fundum við- skiptafulltrúa Bandaríkjanna og ut- anríkisráðherra Kína sem hittust óformlega á ráðstefnu viðskiptaráð- herra Kyrrahafsríkja í Shanghai í síðustu viku. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.