Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 27
VIKULOK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 27
Læknirinn
Margar og mismunandi
gerðir eru til af þung-
lyndislyfjum.
Sjúkdómar
Færri deyja af
völdum krabbameins
í Bandaríkjunum.
Slys
Buxur virðast vera
slysavaldar á breskum
heimilum.
Alkóhól
Heilaþroski hjá
börnum alkóhólista
rannsakaður.
HEILSA
FLEST pör sem náð hafa þrítugs-
aldrinum hafa fengið vel meintar
ábendingar frá foreldrum og vinum
um hvort ekki borgi sig að fara að
huga að barneignum svona áður en
það verður um seinan. Í nýútkominni
bók sinni, sem ber heitið „At blive en
person“, gerir Dion Sommer,
þroskasálfræðingur við Árósahá-
skóla, atlögu að viðteknum hug-
myndum um að eldri foreldrar
standi sig verr en þeir yngri. „Sé það
skoðað í sögulegu samhengi sjáum
við að í dag fæðast börn hjá eldri for-
eldrum en áður fyrr.
Sú staðreynd hefur skapað um-
ræðu um að vegna þess að fólk er
eldra þegar það stofnar fjölskyldu og
tekur að sér foreldrahlutverkið sé
það óöruggt og áhyggjufullt og við-
horf þess til barnanna einkennist af
vandamálum. Rannsóknin staðfestir
að þessi goðsögn er við lýði,“ segir í
bók Sommer.
Bókin byggir á rannsókn á sex
þúsund börnum, fæddum 1995 og
niðurstöðurnar sýna að þeim mun
eldri sem bæði karlar og konur höfðu
verið þegar þau stofnuðu fjölskyldu
þeim mun rólegri, öruggari og
ánægðari upplifðu þeir börn sín.
Konur á aldrinum tuttugu og þriggja
ára til tuttugu og átta ára lýstu börn-
um sínum miklu oftar sem pirruðum,
að erfitt væri að hugga þau og þau
væru ekki róleg og ánægð, heldur en
eldri konur. Þannig má sjá að með
hækkandi aldri mæðranna jókst vel-
líðan barnanna og voru börn mæðra
á aldrinum 41 til 47 ára langánægð-
ustu börnin við fjögurra til fimm
mánaða aldurinn. „Þær konur sem
höfðu meiri lífsreynslu höfðu greini-
lega notað tímann að einhverju leyti
til að byggja upp sitt eigið líf. Þær
höfðu lokið við að mennta sig, komið
sér fyrir í starfi, stundað eigin
áhugamál og byggt upp traustara
samband við maka. Þessum konum
gengur betur að höndla þá breytingu
sem fylgir því að eignast barn og að
takast á við móðurhlutverkið og þær
líta þessar nýju aðstæður jákvæðari
augum,“ segir Dion Sommer sem
fann sömu tilhneigingu hjá karl-
mönnum.
Í bók Sommers kemur fram að hjá
mjög ungum foreldrum líður börn-
unum oft ekki eins vel og hjá þeim
eldri og tengir það líðan kvenna í
móðurhlutverkinu. Fyrir 40 árum
urðu konur að meðaltali mæður 23
ára gamlar en nú er aldurinn kominn
í 28 ár. Það séu hins vegar tiltölulega
fáar konur sem eiga börn fyrir tví-
tugt og eftir fertugt.
En það er ekki bara aldur foreldr-
anna sem hefur áhrif á hvort þeir
upplifa barnið sitt sem rólegt eða
óvært. Daglegir árekstar og ósam-
komulag um hver eigi að sjá um
heimilsstörfin og gæta barnsins hafa
verulega áhrif á hvernig foreldrarnir
upplifa barnið sitt. Það er því hægt
að draga ýmsar ályktanir um hvern-
ig fólk muni upplifa líðan barnsins út
frá því hvernig sambúðin gengur
fyrir sig að mati Dion Sommer, því
síendurteknir árekstrar milli for-
eldra hafi áhrif á líðan barna strax
frá unga aldri. Það sé heldur ekki
höfuðatriði hve lengi samband for-
eldranna hafi staðið né heldur hver
hlutverkaskiptingin sé á heimilinu
svo framarlega sem samkomulag sé
gott um hlutina.
Börnum virðist líða
best hjá eldri foreldrum
Reuters
Blair-hjónin eru komin á fimm-
tugsaldurinn og sonurinn ætti
að vera vær og góður.
Þeim mun eldra sem fólk er þegar það verður
foreldrar þeim mun betur líður börnunum. Þetta
sýnir ný rannsókn sem þannig gengur þvert á
viðteknar skoðanir um að gamlir foreldrar séu
taugaveiklaðri en þeir ungu.
DAUÐSFÖLLUM af völdum
krabbameins fækkaði lítillega í
Bandaríkjunum á síðasta áratug en á
sama tíma greindust fleiri ný tilfelli
en áður af ákveðnum tegundum
sjúkdómsins svo sem brjósta-, húð-
og lifrarkrabbameini, samkvæmt
upplýsingum úr árlegri skýrslu al-
ríkisstjórnarinnar um horfur og þró-
un í meðferð krabbameins. Í heildina
fækkaði dauðsföllum og nýgengi
krabbameins lækkaði lítillega öll ár-
in frá1992–1998 að sögn vísinda-
manna í júníhefti The Journal of the
National Cancers Institute. Athygli
vekur að nýgengi krabbameins hjá
konum lækkar ekki og er megin-
ástæða þess að fleiri eldri konur
greinast með brjóstakrabbamein en
áður. Skýring þess gæti verið að
sjúkdómurinn greindist nú frekar á
byrjunarstigi eins og niðurstöður dr.
Holly L. Howe benda til.
Sjaldgæfum tilvikum fjölgar
Af öðrum tegundum þar sem ný-
gengi vex má nefna krabbamein í lif-
ur og gallvegum en tíðni þess hefur
vaxið bæði meðal svartra og hvítra
karla og kvenna. Dauðsföllum af
völdum æxla í lifur hefur líka fjölgað
en tíðni þeirra er þó frekar lág í
Bandaríkjunum. Að mati dr. Howe
gæti þessi auknig lifrarkrabbameins
tengst lifrarbólgu B og C sem hvoru
tveggja geta leitt til krabbameins.
Nýgengi húðkrabbameinsins mel-
anoma jókst einnig á síðasta áratug
og er það talið tengjast betri grein-
ingaraðferðum. Hvað varðar aðrar
sjaldgæfar tegundir sjúkdómsins þá
var bæði um hækkun nýgengis og
fjölgun dauðsfalla að ræða vegna
krabbameins í skjaldkirtli, krabba-
meins í smáþörmum og vegna bráða-
mergfrumuhvítblæðis.
Algengustu tegundir
krabbameins
Þær fjórar tegundir krabbameins
sem flestum dauðsföllum valda í
Bandaríkjunum eru brjósta-,
lungna-, blöðruháls- og ristilkrabba-
mein. Segja má að þróun þeirra á
síðasta áratug hafi verið heldur á
betri veg. Þannig lækkaði nýgengi
þeirra lítillega ef frá er talið brjósta-
krabbamein, og dauðsföllum vegna
þeirra fækkaði ef frá eru talin dauðs-
föll af völdum lungnakrabbameins
meðal kvenna eins og dr. Howe og
samstarfsmenn hennar benda á í nið-
urstöðum sínum. Höfundarnir benda
einnig á að sé lungna- og brjósta-
krabbamein frátalið þá sæki krabba-
mein helst í sig veðrið innan þeirra
flokka sjúkdómsins sem teljist sjald-
gæfir og samanlagt telji um 13 pró-
sent af heildarnýgengi og dauðsföll-
um af völdum krabbameins í
Bandaríkjunum. Til þess að þessi já-
kvæða þróun megi halda áfram þurfi
að marka stefnu sem hjálpi fólki til
þess að fá ekki krabbamein, að það
eigi kost á góðri krabbameinsleit svo
að greina megi sjúkdóminn á byrj-
unarstigi og að það eigi völ á bestu
mögulegu meðferð þegar sjúkdóm-
urinn greinist.
Dauðsföllum vegna krabba-
meins hefur fækkað
New York. Reuters.
SFR félagar
Öflugri styrktar- og sjúkrasjó›ur SFR felur í sér
meiri réttindi fyrir félagsmenn, grei›ir dagpeninga
til sjó›félaga í slysa- og veikindatilfellum og
styrkir heilsueflingu og forvarnir gegn sjúkdómum.
fiátttaka flín skiptir máli!
Öflugri
sjúkrasjó›ur!
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
STARFSMANNAFÉLAG
RÍKISSTOFNANA