Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í KJÖLFAR þess að Hafrann-sóknastofnunin tilkynnti umverulegt ofmat á stærðþorskstofnins og ráðgjöf hennar um verulegan samdrátt í þorskafla á næsta fiskveiðiári, hef- ur stofnunin sætt harðri gagnrýni og starfsaðferðir við ákvörðun heildarafla, hin svokallaða afla- regla, dregnar í efa. Samskonar aðferðafræði hefur verið beitt við stofnstærðarmat í nágrannalöndunum en ástand þorskstofna er víðast hvar mjög slæmt. Er fiskifræðin almennt á réttri leið við stofnstærðarmat? „Það er erfitt að meta stöðu fiskifræðinnar almennt. Allar ná- grannaþjóðirnar byggja fiskveiði- stjórnun sína á stofnstærðarmati. Ef stofnstærðin er rangt metin, þá virka stjórnkerfin ekki, hvort sem það er sóknardagakerfi eða kvóta- kerfi. Við hinsvegar héldum að við værum undantekningin, að ástand- ið væri mun betra hjá okkur. Það er auðvitað stóra áfallið. Skýringin á því að við byggjum við betra ástand en aðrir átti að vera sú að íslenskir stjórnmálamenn hefðu á undanförnum árum, eða frá því að aflareglan var tekin upp, farið bet- ur eftir því sem fiskifræðingarnir voru að segja. Áður var tilhneig- ingin sú að setja aflamarkið hærra en ráðleggingin var eins og tíðk- aðist í löndunum í kringum okkur. Síðan var stjórnkerfið ekki ná- kvæmara en það að veiðin varð oft meiri en aflamarkið sagði til um. Það má segja að við höfum í þrí- gang sloppið með skrekkinn. Fyrst á áttunda áratugnum þegar Haf- rannsóknastofnunin setti fram fyrstu svörtu skýrsluna. Í kjölfar hennar komu hinsvegar fram sterkir þorskárgangar sem héldu veiðinni uppi, allt fram til ársins 1983 þegar staðan varð mjög slæm á ný. Þá hinsvegar komu aftur fram mjög sterkir árgangar sem voru uppistaða veiðinnar fram yfir 1990. Þá komu ekki fram nærri eins sterkir árgangar og meðal annars þess vegna var aflareglan tekin upp. Hún virtist strax bera árangur en þegar árið 1997 kom fram þetta ofmat á stofnstærðinni sem hefur verið að af- vegaleiða okkur. Segja má að pólítíkin hafi þarna klikkað tvisvar en vísindamennirnir að- eins einu sinni. Það má hinsvegar ekki álasa neinum einum fyrir það sem úrskeiðis hefur farið, heldur skoða gaumgæfilega hvernig úr því má bæta.“ Aflareglan er í endurskoðun Árni bendir á að frá því að afla- reglan var tekin upp árið 1995 og þangað til að henni var breytt í fyrra hafi alltaf verið farið eftir niðurstöðu reglunnar. „Aflareglu- nefndin svokallaða sem vann á ár- unum 1992 til 1994 lagði til aðra aflareglu en síðan var tekin upp ár- ið 1995. Sú aflaregla gerði ráð fyrir sveiflujöfnun með þeim hætti að taka mið af stofnstærðarmæling- um tveggja ára þegar heildarafla- mark var ákveðið. Aflareglan sem var ákveðin 1995 tók hinsvegar að- eins mið af mælingu eins árs og síðan framreikningi út frá þeirri sömu mælingu til næsta árs. Í stofnstærð sem er á leið upp fæst alltaf meira út úr svoleiðis afla- reglu en út úr aflareglu eins og aflareglunefndin lagði til. Ég ákvað á síðasta ári að setja sveiflu- jöfnun upp á 30 þúsund tonn og var þannig í raun að fara til baka til upphaflegu tillögunnar. Menn vissu að það væri óvissa í stofn- stærðarmatinu, töldu að hún væri 15%, og 30 þúsund tonna talan er fundin út frá þeirri óvissu og í sam- ræmi við það sem menn sáu fyrir sér í upprunalegu aflareglunni. Þegar ég setti á sveiflujöfnuna vissum við ekki betur en að stofn- stærðin væri á leiðinni upp þegar til lengri tíma væri litið. Hinsvegar þarf að endurskoða þessa tölu, 30 þúsund tonn, ef stofnstærðin fer minnkandi tvö ár í röð, því þetta er föst tala en ekki hlutfallstala. Það hefur gerst núna og aflinn kominn niður fyrir 200 þúsund tonn og 30 þúsund tonn því orðin stærra hlut- fall. Í samræmi við það er aflaregl- an nú í enduskoðun.“ Ekki mikill munur á gömlu og nýju aflareglunni Framtíðarspá Hafrannsókna- stofnunar gerir ennþá ráð fyrir að þorskstofninn fari stækkandi vegna góðrar nýliðunar. En dreg- ur sveiflujöfnunin þá ekki úr þeirri aukningu sem gæti orðið á leyfileg- um heildarafla samkvæmt gömlu aflareglunni? „Það er ekki mikill munur á stofnstærðarspánni fyrir árið 2004 eftir því hvort dæmið er reiknað út frá gömlu aflareglunni eða þeirri nýju. Þá sér maður að 30 þúsund tonna sveiflujöfnun er þeg- ar farin að virka til að minnka aflann, umfram það sem gamla aflareglan myndi gera. Nýja afla- reglan er því strax árið 2003 farin að vinna upp sveiflujöfnunina sem við erum með núna. Með þessu er- um við að viðurkenna óvissuna og óútskýrðar sveiflur í stofninum sem muni ganga til baka við næstu mælingu. Það er ástæðulaust að vera að elta slíkar sveiflur.“ Er jafnvel kominn tími til að endurskoða aðferðir við ákvörðun heildarafla? „Ég tel að við verðum alltaf að byggja á vísindalegum grunni. Ég hef trú á því að þessi aðferðafræði, sem er fyrirframákveðin nýtingar- stefna, sé rétta aðferðin til að byggja á. Það má síðan endalaust velta því fyrir sér hvernig á að út- færa þessa aðferð, til dæmis hvort ákvörðun um heildarafla á að liggja hjá ríkisstjórn, ráðherra ein- um eða hjá Hafrannsóknastofnun- inni. Það er einnig mjög m að hafa einhverja spá inn í ina, hvað við megum eiga að sjá, en þetta hefur kann farið úrskeiðis hjá okkur Ef frávikið verður mikið sem spáð var er kominn t endurskoða málið. Það menn ekki hafa gert sem anlegt að mörgu leyti. Þeg góðu stofnstærðarmæling fram í lok síðasta áratug fiskveiðistjórnunin gengið um margskonar erfiðl menn verða vitanlega mj þegar loksins fer að ga Þess vegna er mikilvægt sé á fót gæðastjórnuna Hafrannsóknastofnuninni vinna er þegar hafin og löngu hafin. Ef stofnstærðarmæling nærri lagi og framvindan takt við þá nýliðun sem v þegar séð, er 30 þúsun sveiflujöfnun í aflareglun en svo að skaða okkur. Ef hinsvegar ennþá að ofme inn verulega er óviss skekkjan ennþá meiri ímyndum okkur í dag. Þ við verið komin í þá stöðu stærðarmatið sé háð sv óvissu að aflaregluaðfer ekki, því að hún þarf að ha stofnstærðarmat. Það er heldur ekki óhug miða heildarafla í framtí einhverskonar jafnstöðua getur líka verið uppbygg ferð. En það þyrfti að nálg með varúð því þá þyrfti með aflann heldur minni sem ákveðinn væri með ár frá ári því þá eru m byggja á nýjustu og bestu ingunum. Í jafnstöðuafla hinsvegar ekki að heilsa Árni M. Mathiesen segir ekki tengsl á mill Verðum alltaf á vísindalegu Það hafa staðið mörg spjót á Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á und- anförnum vikum. Tillögur um verulegan samdrátt í þorskafla ollu vonbrigðum og ofmat Hafrannsóknastofnunar á stofn- stærð þorskstofnsins hefur verið harðlega gagnrýnt. Helgi Mar Árnason ræddi við Árna um tíðindi síðustu vikna. „Það er því erfitt að sýn Vissum ekki betur en að stofnstærðin væri á leiðinni upp BÖRN OG HERNAÐUR LYF OG UMÖNNUN ALDRAÐRA Síðustu dagana hafa átök á millihluthafahópa í Lyfjaverzlun Ís-lands, sem er einkafyrirtæki, vakið vaxandi athygli. Af þeim upplýs- ingum, sem fram hafa komið má ráða, að Lyfjaverzlun Íslands hefur verið að færa út kvíarnar m.a. með kaupum á öðrum fyrirtækjum, sem hafa með höndum lyfjadreifingu. Jafnframt hefur Lyfjaverzlun Ís- lands, sem þar með hefur aukið umsvif sín á sviði lyfjadreifingar mjög, haft uppi áform um kaup á fyrirtæki, sem stendur að uppbyggingu á einkareknu heimili fyrir aldraða á grundvelli sér- staks samnings þar um við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Í öllum tilvikum ganga háar fjárhæð- ir á milli manna. Gamalgróin fyrirtæki í lyfjadreifingu eða hlutir í þeim eru keypt fyrir háar fjárhæðir. Hið sama á við um þau áform, sem uppi eru um kaup á því fyrirtæki, sem hyggzt reka heimili fyrir aldraða. Þegar þessar upphæðir eru hafðar í huga er ljóst, að þeir sem kaupa telja mikla hagnaðarvon bæði í lyfjadreif- ingu og í rekstri heimilis, sem á að ann- ast aldraða. Þetta er óneitanlega býsna athyglis- vert. Hingað til hafa menn ekki áttað sig á, að rekstur heimilis fyrir aldraða gæti verið svo arðbær fjárfesting. Fremur má segja, að opinberir aðilar, sem hafa byggt og rekið slík heimili sem og sjálfseignarstofnanir hafi talið slík- an rekstur þungan og ekki líklegan til að skila miklum hagnaði. Það hefur lengi verið vitað, að alþjóð- leg lyfjaframleiðslufyrirtæki eru rekin með miklum hagnaði. Rökin fyrir þeim mikla hagnaði eru þau, að hann sé nauð- synlegur til að standa undir kostnaði við lyfjaþróun, sem taki langan tíma og sé hálfgert happdrætti. Stundum eru lyfjaframleiðslufyrirtækin heppin – og þar með sjúklingar – en stundum skilar þróunarstarf þeirra engu. Hitt var ekki jafnalmennt vitað að lyfjadreifing á litlum markaði eins og hér á Íslandi gæti verið svo ábatasöm að hún stæði undir jafnmiklum fjárfesting- um í dreifingarfyrirtækjum og raun ber vitni. Í ljósi þeirra fjárhæða, sem talið er sjálfsagt að borga fyrir fyrirtæki í lyfja- dreifingu, verður skiljanlegra að hver heilbrigðisráðherrann á fætur öðrum telji sig standa frammi fyrir óviðráðan- legum vanda, þar sem er kostnaður við lyfjakaup. Öllum er ljóst að það eru skattgreiðendur, sem borga mestan hluta lyfjakostnaðar hér á landi. Um- boðsmenn þeirra hljóta að velta því fyr- ir sér í ljósi þeirra upplýsinga, sem fyrir liggja um söluverð lyfjadreifingarfyrir- tækja, hvort unnt sé að finna hagkvæm- ari leiðir til þess að kaupa lyf, sem kosta þjóðina marga milljarða. Með hliðsjón af þeim upplýsingum, sem fram hafa komið um áætlað verð- mæti samnings við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið um byggingu og rekstur heimilis sem annast um aldraða hlýtur jafnframt að vakna sú spurning, hvort ekki sé eðlilegt að ríkið selji fyrir töluvert háa fjárhæð leyfi til slíks rekstrar. Valdabaráttan milli hluthafa í Lyfja- verzlun Íslands hefur opnað augu manna fyrir því, að í þessum atvinnu- greinum kunna að felast tækifæri – ekki bara fyrir hluthafa – heldur líka fyrir skattgreiðendur. Fæstir myndu taka undir það að börnættu að taka þátt í hernaði. Engu að síður er það staðreynd að víða um heim eru börn þjálfuð í að bera vopn og drepa menn. Um þessar mundir er talið að um þrjú hundruð þúsund börn gegni hermennsku í 41 landi, sum þeirra ekki eldri en sjö ára gömul, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka um að stöðva notkun barnungra hermanna. Fjöldi barna, sem notaður er í hernaði, hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár, en löndunum hefur hins vegar fjölg- að um 11 á þremur árum. Meðal ríkja þar sem börn eru þátttakendur í átökum eru Kólumbía, Makedónía og Filipps- eyjar. Í Afríku er talið að um 120 þúsund börn standi í eldlínunni. Flest börn gegna herþjónustu í Búrma eða 50 þús- und. Samkvæmt skýrslunni eru börn notuð til að berjast í fremstu víglínu, leita að jarðsprengjum, njósna og gerð að burð- ardýrum og kynlífsþrælum. Oft eru börn við gæslu við olíusvæði og dem- antanámur, sem notaðar eru til að fjár- magna uppreisnarmenn í Afríku. Í skýrslunni kemur fram að ríkis- stjórnir noti börn til að berjast einmitt vegna þess að þau eru börn: „Þau geta verið ódýr, þeim má fórna og auðveldara er að þjálfa þau til að verða óttalausar drápsvélar og til umhugsunarlausrar hlýðni“. Vitnað er í yfirmann í Kongó, sem segir að börn séu „góðir hermenn vegna þess að þau eru ung og vilja sýn- ast – þau halda að þetta sé allt leikur og eru því óhrædd“. Í skýrslunni er að finna lýsingar barna á reynslu sinni. Drengur einn, sem var orðinn hermaður 15 ára lýsir at- viki þegar hann var 17 ára: „Þeir settu alla, sem voru 15 og 16 ára, á víglínuna á meðan herinn hörfaði. Ég var með 40 öðrum krökkum. Vinir mínir lágu á víð og dreif eins og grjót. Ég barðist í heilan sólarhring. Þegar ég sá að aðeins þrír vina minna voru á lífi hljóp ég til baka.“ Enginn sleppur óskaddaður frá því að berjast í stríði og það er engum blöðum að fletta um hvaða áhrif það hefur á börn að taka þátt í slíkum hildarleik. Þau missa af barnæskunni og tækifærum til mennta. Þau geta særst eða orðið fyrir sálrænu tjóni, ef þau þá sleppa lifandi. Þá þola börn ekki jafn mikið álag og full- orðið fólk auk þess sem það er ójöfn við- ureign þegar börn berjast við fullorðna. Í viðbót við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem taka á gildi í árslok, eru aldursmörk í herþjónustu og þátttöku í stríði, hvort sem það er í ríkisherjum eða hópi uppreisnarmanna og skæru- liða, sett við 18 ár og hafa 80 ríki skrifað undir hana. Í 87 ríkjum er leyft að menn yngri en 18 ára gegni þjónustu í herjum og þjóðvarðliðum, þótt ekki sé í öllum tilfellum gert ráð fyrir að þeir berjist. Þar á meðal eru ríki á borð við Banda- ríkin og Bretland. Ekkert ríki, síst af öllu á Vesturlönd- um, ætti að láta þá, sem eru yngri en 18 ára, gegna herþjónustu og samfélag þjóðanna á að þrýsta á um að farið sé eftir barnasáttmálanum. Og það er erf- itt að finna siðlausara atferli en að ota fram saklausum börnum á vígvöllum heimsins og fórna lífi þeirra og limum í baráttunni um völd og auð. Enginn mál- staður réttlætir slíka óhæfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.